Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 32
bók
32 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
tvisvar, þrisvar og loks daglega.
„Heróínið tók yfir líf mitt án þess að
ég tæki eftir því,“ segir hann. Þó
kveikti hann aðeins á perunni þegar
hann eitt sinn hafði lofað að hitta
Alice í Wales en var svo útúrdóp-
aður að hann treysti sér ekki til að
keyra svona langa vegalengd á sín-
um fína Ferrari.
Hann lýsir þeim tíma, sem í það
skiptið tók hann að afeitra sig, sem
sólarhringshelvíti. Bölvanleg líðan
fylgdi því líka að vera allsgáður og
fyrr en varði var hann kominn í víta-
hring vímunnar ásamt Alice, sem
hann hafði ekkert samviskubit yfir
að draga með sér niður í eymd og
volæði eiturlyfjanna. Árið 1995,
löngu eftir að leiðir þeirra skildu, dó
hún af of stórum skammti eiturlyfja.
Eftir eins árs sjálfskipaða ein-
angrun í heróínvímu heima hjá sér,
var það enginn annar en George
Harrison, sem sumarið 1971 reif
hann upp til að spila með sér í New
York á fjáröflunartónleikum fyrir
hungruð börn í Bangladesh. Clapton
féllst á að fara gegn því að sér yrði
tryggt nægt heróín.
Hljómleikaferðin var Clapton til
lítils sóma, sem helgaðist að nokkru
leyti af því að hann fékk tíu sinnum
sterkara efni en hann átti að venj-
ast, og lá því mest allan tímann í
rúminu, skjálfandi og muldrandi
einhverja þvælu eins og brjál-
æðingur.
Við heimkomuna lokuðu þau
skötuhjú dyrunum pent á eftir sér
og lögðust í heróínneyslu. Clapton
lyfti ekki litla fingri á heimilinu, svaf
mestan part dags, drattaðist á fætur
síðdegis, lék á gítarinn og tók upp
lög á kassettur, flest hræðileg, svo
teiknaði hann líka og dundaði sér
með bíla- og flugvélamódel. Alice
skaust stundum út í búð, eldaði og
það sem var mest um vert – útveg-
aði dóp. Þau tóku ekki upp póstinn
sinn, svöruðu hvorki síma né tóku á
móti gestum.
Einn af fáum, sem settu fót inn
fyrir dyr, var Pete Townshend úr
The Who, sem vissi, gegnum Alice,
hvernig í pottinn væri búið. Hann og
faðir hennar höfðu þá ráðgert að
koma Clapton á fætur með nokkurs
konar „come-back“ tónleikum í
Regnbogaleikhúsinu í London 13.
janúar 1973.
Móttökurnar hrærðu við Clapton,
þótt rammskakkur væri, en dugðu
ekki til að rétta hann við. Ástandið
var vægast sagt hræðilegt. Hann
var orðinn feitur, bólugrafinn og
vita náttúrulaus af völdum heróín-
neyslunnar, sem kostaði hann um
eina milljón íslenskra króna á viku.
Robert Stigwood, umboðsmaður
hans, varaði hann við. Það gerði líka
faðir Alice í bréfi, þar sem hann
kvaðst með ánægju vísa lögreglunni
á þau, ef Clapton væri ekki tilbúinn
að hætta því sem hann væri að gera
sjálfum sér, og því sem verra væri –
dóttur hans.
Clapton var ekki alls varnað,
kominn með bullandi samviskubit
vegna Alice, og samþykkti að fara í
nálarstungumeðferð við fíkninni og
loks að byggja sig upp andlega og
líkamlega í sveitavinnu á Ormsby-
Gore býlinu nálægt Oswestry í
Shropshire. Honum líkaði vistin vel
og sömuleiðis að drekka sig blind-
fullan með félögum sínum á kránni
eftir erfiðan vinnudag. Þrátt fyrir
drykkjuna fór að rofa til í kollinum á
honum og hugsanir hans að snúast
um Pattie Boyd, sem hann skynjaði
sér til óblandinnar ánægju að liti
hann hýru auga þegar hún og Harr-
ison heimsóttu hann óvænt í sveit-
ina.
Sífullur kvennabósi
Þrátt fyrir allt sukkið hafði
Stigwood enn trú á Clapton og bauð
honum að taka upp plötu í Miami
ásamt fleira tónlistarfólki. Ein
þeirra var söngkonan Yvonne Ellim-
an, sem lék Maríu Magdalenu í Jesú
Kristi Súperstjörnu. Þau áttu í
ástríðufullu ástarsambandi í mánuð
áður en hann sneri til Englands og
reyndi aftur við Pattie, sem enn var
ekki tilkippileg þótt hjónaband
hennar stæði á brauðfótum.
Árið 1974 og 461 Ocean Boulev-
ard platan, sem tekin var upp í
Miami, mörkuðu tímamót á tónlist-
arferli Claptons. Í einkalífinu líka
því á tónleikaferðalagi um Banda-
ríkin í kjölfar plötunnar náði hann
loks takmarki sínu – Pattie, sem þá
var skilin við Harrison og bjó hjá
systur sinni í Englaborginni. Hún
mætti á 45 þúsund manna tónleika í
Buffalo. Byrjunin var ekki beinlínis
rómantísk, þar sem hann stóð hálf-
blindur vegna einhvers konar bakt-
eríu eða víruss, sem Elliman hafði
smitað hann af (hann átti þá enn í
ástarsambandi við hana), og svo
drukkinn og taugaveiklaður að hon-
um tókst að velta um koll gríðarlega
stórum blómapotti á sviðinu með til-
heyrandi brambolti. Lagið Have
You Ever Loved a Woman? hafði þó
alveg sérstaka merkingu þetta
kvöld í Buffalo.
Nú mætti ætla að hamingjan tæki
völdin, en svo virðist sem Clapton
væri fyrirmunað að höndla hana. Í
bókinni veltir hann ástæðunum fyrir
sér og kemst í stórum dráttum að
þeirri niðurstöðu að þroskaleysi
hans sjálfs og drykkjufíkn hafi frá
upphafi staðið sambandi þeirra fyrir
þrifum. Til að mynda vildi hann ekki
kalla hana Pattie, því þá fannst hon-
um hún enn vera konan hans
Georgs. Hann byrjaði að kalla hana
Nell eða Nelly og gerir því skóna að
með því hafi hann ómeðvitað sett
hana skör lægra en hann sjálfan því
honum fannst nafnið svo bardömu-
legt.
Pattie fylgdi Clapton fyrri part
tónleikaferðarinnar um Bandaríkin,
en hún var ekki fyrr farin en hann
hóf skyndikynni við hinar ýmsu kon-
ur, sem á vegi hans urðu. „Það var
eins og ég reyndi strax að eyðileggja
samband okkar – þegar hún var orð-
in mín, var eins og ég vildi hana ekki
lengur,“ segir hann í bókinni.
Sólóferill og edrúmennska
Til ársloka 1976 var Clapton á
tónleikaferðalögum með hljómsveit-
inni, en fljótlega eftir það hófst hinn
raunverulegi sólóferill. Um rúmlega
þriggja áratuga skeið hefur hann
komið fram og tekið upp plötur með
mörgum nafntoguðum tónlist-
armönnum og hlotið margvísleg
verðlaun og viðurkenningar. Sem
má merkilegt teljast því framan af
var hann sífullur, eða til 1982 að
hann fór í meðferð á Hazeldenstofn-
uninni í Bandaríkjunum. Í bókinni
er bráðfyndinn kafli um jólahaldið í
Hurtwood árið áður og snýst um
skærgræn, sérstök nærföt fyrir
veiðimenn, sem Clapton fékk í jóla-
gjöf. Hann skrýddist þeim þegar
hann, dauðadrukkinn, fékk sér
göngutúr og rankaði ekki við sér
fyrr en mörgum tímum seinna í
kjallaranum heima hjá sér „ . . . eins
og Kermit froskur með vasaljós lýs-
andi á andlit mitt.“
Clapton féll eftir fyrstu meðferð-
ina, en náði sér á strik í annarri
1987. Hann hefur verið edrú síðan,
sótt AA fundi, tileinkað sér tólf
spora kerfi samtakanna og lagt sitt
af mörkum til að hjálpa fíkniefna-
neytendum, m.a. stofnaði hann með-
ferðarstöð á Antigua. Hann fer jafn-
an tvisvar á ári til þessarar eyju í
Karíbahafinu og dvelur þar mis-
lengi.
Hjónaband
Áður en Clapton kom lífi sínu á
réttan kjöl, skiptust á skin og skúrir
í sambandi hans við Pattie Boyd.
Hann lét ekki af framhjáhaldinu,
viðurkennir að hafa orðið ástfanginn
af annarri konu og svo óforskamm-
aður að bjóða henni á heimili þeirra
Pattie í Surrey 1978. Þar kom hún
að þeim, flýði grátandi út og í miklu
uppnámi. Þótt Clapton væri á báð-
um áttum, varð fyrirsögn í The
Daily Mail, þess efnis að hann ætlaði
að kvænast Pattie, einmitt til þess
að úr því varð. Áður sór hann auð-
vitað og sárt við lagði að hin konan
væri út úr myndinni. „En hversu
mikið sem ég taldi mig elska Pattie,
var raunin sú að áfengi var það eina
sem ég gat ekki án verið,“ segir
hann.
Eric Clapton og Pattie Boyd
gengu í hjónaband 1979 og drykkju-
skapur brúðgumans náði nýjum
lægðum næstu tvö árin. Hjónaband-
© Hulton-Deutsch Collection/CORB
1966 Bítillinn George Harrison og fyrirsætan Pattie Boyd ganga í
hjónaband árið 1966.
© Hulton-Deutsch Collection/CORB
1975 Eric Clapton og Pattie Boyd koma saman á frumsýningu Tom-
mys á Leicester Square í London í árdaga sambandsins.
Í HNOTSKURN
» 1945 Eric Patrick Claptonfæddist 30. mars og ólst upp
hjá ömmu sinnar og afa í Ripley í
Surrey á Englandi.
» 1963 spilaði hann í fyrstaskipti í hljómsveit, The Roos-
ters, og síðan til 1970 með hljóm-
sveitunum The Yardbirds, John
Mayall’s Bluesbreakers, Cream,
Blind Faith, Delaney & Bonnie og
Derek og the Dominos.
» 1974 og platan 461 OceanBoulevard mörkuðu þáttaskil
í tónlistarferlinum; nýr stíll, ný
stefna.
» 1975 til 1985 gaf hann útfjölda platna, t.d. August og
Journeyman og var á stöðugum
tónleikaferðalögum.
» 1992 til 1998 Plöturnar Unp-lugged, blúsplatan From The
Cradle og Pilgrim komu út og
lagið Tears In Heaven vann
Grammy verðlaunin.
» 2000 tók Clapton upp plötumeð blúsgoðsögninni B.B.
King.
» 2001 til 2004 komu út marg-ar plötur, t.d. sólóplatan Rep-
tile og Me and Mr. Johnson.
» 2005 efndu Clapton, GingerBaker og Jack Bruce úr
Cream til tónleika í The Royal Al-
bert Hall og spiluðu saman á
þrennum tónleikum í New York.
» 2006 kom út platan TheRoad to Escondido með þeim
Clapton og JJ Cale.
» Clapton hefur sjálfur eða ífélagi við aðra átján sinnum
fengið Grammy, bandarísku tón-
listarverðlaunin, auk fjölda ann-
arra verðlauna og viðurkenninga
á rúmlega 40 ára ferli sínum.
Umbo›s- og sölua›ili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Birkiaska
www.hi.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/H
S
K
3
98
05
1
1/
07
Spennandi kostir í framhaldsnámi
Gott nám og rétt val þess er farsæl leið til lífsgæða og aukinna möguleika í starfi.
Við félagsvísindadeild Háskóla Íslands bjóðast margir spennandi kostir í námi hjá
hæfum og reyndum kennurum.
Góðar aðstæður til náms • Fjölbreytni og sveigjanleiki • Starfstengt rannsóknarnám
Nám með starfi • Nám stutt rannsóknum kennara
Félagsvísindadeild Háskóla Íslands
Odda v/Sturlugötu, 101 Reykjavík
Sími 525 4502, felvisd@hi.is
FÉLAGSVÍSINDI – Í ÞÁGU FRAMFARA
FÉLAGSVÍSINDADEILD
Doktorsnám í öllum greinum. Allar upplýsingar á www.felags.hi.is
Umsóknarfrestur um meistara- og doktorsnám er til 15. nóvember
• MLIS-nám í bókasafns- og upplýsingafræði
• MA-nám og diplómanám í uppeldis-
og menntunarfræði
• MA-nám í kennslufræði (seinni hluti)
• MA-nám og diplómanám í fötlunarfræði
• MA-nám og diplómanám í félagsfræði
• MA-nám og diplómanám í kynjafræði
• MSW-nám í félagsráðgjöf
• MA-nám og diplómanám í félagsráðgjöf
• MA-nám í öldrunarfræðum
• MA-nám í mannfræði
• MA-nám og diplómanám í þróunarfræðum
• MA-nám í þjóðfræði
• MA-nám í hagnýtri þjóðfræði
• MPA-nám og diplómanám í opinberri stjórnsýslu
• MA-nám og diplómanám í alþjóðasamskiptum