Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ALVARLEGAR ÁSAKANIR Þær ásakanir, sem fram hafakomið opinberlega um fyrir-komulag verðlagningar á mat- vörum í stórmörkuðum eru mjög al- varlegar. Ríkisútvarpið hefur haft forystu um þessar umræður og byggt þær á upplýsingum frá fólki, sem í fæstum tilvikum hefur viljað koma fram undir nafni. Hins vegar hafa fréttamenn Ríkisútvarpsins leitazt við að sannreyna þessar upplýsingar og í ljós hefur komið að hinir nafn- lausu heimildarmenn RÚV hafa mikið til síns máls. Þegar um svo alvarlegar ásakanir er að ræða er óþægilegt fyrir fjöl- miðla að þurfa að byggja á nafnlaus- um heimildum. Í langflestum tilvikum vita fjölmiðlarnir þó hver hinn nafn- lausi heimildarmaður er. Í gær birti Morgunblaðið þó bréf, þar sem nafn bréfritara er ekki þekkt en efni bréfsins var með þeim hætti, að ritstjórn Morgunblaðsins taldi nauðsynlegt í þágu almannaheilla að birta bréfið. Þeir sem verða fyrir ásökunum fjöl- miðla, sem byggðar eru á nafnlausum heimildum, nota það óspart gegn við- komandi fjölmiðli eins og m.a. kom í ljós sl. sumar í viðbrögðum útgerð- armanna við greinum Agnesar Braga- dóttur um svindlstarfsemi í kvóta- kerfinu. Það er annað en reyndar miklu al- varlegra mál hvað hinn almenni borg- ari á Íslandi er orðinn hræddur við að koma fram með upplýsingar. Þessi ótti snýst ekki um hræðslu við við- brögð stjórnmálamanna. Hann snýst um hræðslu við viðbrögð öflugra aðila í viðskiptalífinu, sem í sumum tilvik- um svífast einskis við að koma höggi á þá, sem þeir telja að ógni hagsmunum sínum. Þessi hræðsla er sérstakt mál, sem tímabært er að taka upp umræð- ur um í okkar samfélagi og ræða, hvort hægt er að veita fólki, sem hef- ur undir höndum upplýsingar, sem varða almannaheill, vernd gegn hót- unum um atvinnumissi og eitthvað þaðan af verra. Í þeim umræðum, sem fram hafa farið síðustu daga í kjölfar þeirra upplýsinga, sem Ríkisútvarpið hefur komið fram með hafa allir aðilar kraf- izt rannsóknar Samkeppniseftirlits á málinu. Björgvin Sigurðsson við- skiptaráðherra hefur krafizt slíkrar rannsóknar. Guðmundur Marteins- son, framkvæmdastjóri Bónusverzl- ana, hefur krafizt slíkrar rannsóknar. Kaupás, sem er rekstraraðili Krón- unnar, lágvöruverðsverzlunar, hefur krafizt slíkrar rannsóknar. Þar sem svo breið samstaða er um rannsókn á þeim ásökunum, sem fram hafa komið, er augljóst að hún hlýtur að fara fram. Hitt er svo annað mál, að álitamál er að fenginni reynslu, hvort Samkeppniseftirlitið hefur burði til að taka að sér slíka rannsókn. Er fólk sátt við að niðurstaðan komi á árinu 2009 eða 2010? Tæplega. Þær ásakanir, sem fram hafa komið benda til einhvers konar allsherjar- samráðs, að það hafi verið byggt upp kerfi á milli birgja og stórmarkaða, sem tryggi ákveðinn verðmun á milli verzlana, sem langflestir verzlunar- aðilar séu aðilar að, nauðugir eða vilj- ugir. Ef í ljós kæmi, að þetta væri rétt er um svo alvarlegt mál að ræða í okkar samfélagi, ekki bara vegna þess, að væntanlega hefðu lög verið brotin, ef lögin ná þá utan um slíkt allsherjar- samráð, sem ekki er endilega víst, heldur líka vegna hins að um algert siðleysi í viðskiptum væri að ræða, sem hlyti að valda því að traust á milli verzlunaraðila og neytenda hryndi til grunna. Það er ólíklegt að stofnun, sem hef- ur mikil verkefni á sinni könnu geti unnið þetta verk jafn hratt og á jafn skömmum tíma og nauðsynlegt er. Þess vegna blasir nánast við að við- skiptaráðherra verði að grípa til sér- stakra ráðstafana í þessu tilviki og setja upp sérstaka rannsóknarnefnd, sem hafi á að skipa starfsmönnum til þess að rannsaka þetta mál og ljúka því. V aldaleysi ríkisstjórnar Íraks hefur aldrei verið ljósara en eftir að út- sendarar bandaríska málaliðafyr- irtækisins Blackwater urðu 17 manns að bana í Bagdad fyrir ein- um og hálfum mánuði og særðu að minnsta kosti 27 manns. Ekki var liðinn sólar- hringur frá því að atburðurinn átti sér stað þegar innanríkisráðuneyti í Írak tilkynnti að Blackwater yrði vísað úr landi. Nuri al-Maliki, forsætisráð- herra Íraks, lýsti yfir því að atferli liðsmanna Blackwater væri glæpsamlegt. „Við munum ekki líða að Írakar verði drepnir með köldu blóði,“ sagði Maliki. „Allir Írakar finna fyrir spennu og reiði vegna þessa glæps, ríkisstjórnin þar á með- al.“ Tilkynnt var að þeir liðsmenn Blackwater, sem bæru ábyrgð á atvikinu, yrðu sóttir til saka. Í fjóra daga fengu útsendarar Blackwater ekki að fara út fyrir græna svæðið í Bagdad. Eftir það voru þeir komnir á kreik á nýjan leik og greinilegt að ekkert mark yrði tekið á yfirlýsingum Íraks- stjórnar. Svör Bandaríkjamanna voru að embætt- ismenn þeirra þyrftu vernd. Atvikið átti sér stað 16. september þegar verið var að fylgja bílalest með háttsettum embættis- manni frá bandaríska utanríkisráðuneytinu í gegnum Mansour-hverfið í Bagdad. Skammt frá Nisour-torgi var íraska lögreglan að reyna að stöðva umferð til þess að bílalestin kæmist hjá, en einu farartæki var ekið inn á torgið. Málaliðar Blackwater hófu skothríð á ökutækið og drápu bílstjórann. Haft hefur verið eftir vitnum að því næst hafi þeir hent sprengju að bílnum, sem á skammri stund varð alelda. Í bílnum var fjölskylda, hjón með ungbarn. Vitni segja að eftir þetta hafi liðs- menn Blackwater skotið í allar áttir af handahófi. Þeir segja að uppreisnarmenn hafi ráðist á sig, en niðurstaða bráðabirgðarannsóknar íraskra stjórnvalda var þvert á móti að engin ögrun hafi átt sér stað. Bandaríska alríkislögreglan rann- sakar nú atburðinn og er hermt að hún njóti verndar Blackwater þegar hún fer um Bagdad. Vitni að blóðbaðinu segja einnig að liðsmenn Blackwater hafi ekki haft neitt tilefni til að hefja skothríð. Mikla reiði hefur vakið að þeir, sem eru að rannsaka málið af hálfu Bandaríkjamanna, hafa gefið einhverjum starfsmönnum Blackwater, sem hafa verið yfirheyrðir út af harmleiknum á Nisour-torgi, nokkurs konar friðhelgi í skiptum fyrir framburð þeirra. Hrikalegar lýsingar É g sá konur og börn stökkva úr bíl- um sínum og byrja að skríða á veginum til að verða ekki skotin,“ var haft eftir Hassan Jabar Salman, íröskum lögfræðingi, sem var skotinn fjórum sinnum í bakið, í viðtali. „En skothríðin hélt áfram og margir létu lífið. Ég sá dreng, sem var um tíu ára, stökkva út úr sendiferðabíl og hann var skotinn í höfuðið. Móðir hans hrópaði á hann og stökk út á eftir honum og var drepin.“ Salman segir að hann hafi verið beðinn um að snúa við og hann hafi hlýtt því. Engu að síður hafi verið skotið á bíl hans, tólf kúlur hafi hæft og hann fengið fjórar í bakið. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem liðsmenn Blackwater hafa verið viðriðnir atvik þar sem menn hafa verið skotnir til bana. Í hvert skipti hafa írösk stjórnvöld mótmælt en mótmælin falla í grýttan jarðveg. Eitt síðasta verk Pauls Bremers, sem var yfir bandaríska hernámsliðinu í Írak áður en hann hvarf á braut í júní 2004, var að gefa út tilskipun 17. Þar er kveðið á um friðhelgi verktaka úr einkageiranum, sem eru að störfum fyrir Bandaríkjastjórn í Írak. Við brottför Bremers var bráðabrigðastjórn bandamanna í Írak lagt niður og átti fullveldi að færast til íraskra stjórnvalda. Það er ekki beinlínis í anda fullveldis að hafa ekki vald til þess að sækja til saka einstaklinga eftir at- burði á borð við 16. september. Bandaríkjastjórn hefur lagt að stjórn Malikis að láta málið niður falla, en hún er hörð á því að lög landsins eigi að ná til verktakanna og hefur samþykkt lagafrumvarp, sem kveður á um að til- skipun 17 verði afturkölluð. Samkvæmt frum- varpinu myndu þau fyrirtæki, sem eru með mála- liða í Írak, þurfa að lúta íröskum lögum. Fyrirtækin myndu þurfa að fá leyfi fyrir öllum vopnum hjá innanríkisráðuneytinu og starfsmenn þeirra þyrftu að sækja um vegabréfsáritun. Nú dugir þeim að vera með kort, sem sýnir að þeir starfi fyrir Bandaríkin eða eitthvert þeirra ríkja, sem eru með herlið í Írak. „Þessi ákvörðun snýst ekki bara um Blackwa- ter, hún mun ná til allra erlendra öryggisfyrir- tækja í Írak,“ sagði Thamir Ghadban, formaður ráðgjafaráðs Malikis. „Þessi lög munu vernda Íraka og fullveldi Íraks.“ Nú fer frumvarpið fyrir þingið og þar gæti það tekið breytingum. Það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist verði það samþykkt. Ekki er enn komið í ljós hvað kemur út úr rannsókn þeirri sem Bandaríkjamenn eru nú að gera á árásinni á Nasour-torgi, en fregnir um að ótilgreindum aðilum hafi við yfirheyrslur verið boðin friðhelgi gæti torveldað málsókn, ef yfirhöf- uð er áhugi á slíku. Það hefur að minnsta kosti ekki verið gerð tilraun til að sækja málaliða til saka hingað til fyrir tilhæfulaus morð í Írak. Refs- ing þeirra hefur í mesta lagi verið brottrekstur úr starfi. Í tilskipun 17 er kveðið á um að um þá gildi lög í landinu, sem þeir eru sendir frá. Þar segir sömu- leiðis að svipta megi einstakling friðhelgi þyki þess þurfa. Ólíklegt þykir hins vegar að bandarísk yfirvöld geri það og sú hefur ekki orðið raunin í öðrum tilfellum, til dæmis þegar starfsmaður Blackwater, sem ekki var á vakt, skaut að talið er lífvörð Adils Abduls-Mahdi varaforseta á græna svæðinu á aðfangadag í fyrra. Verknaðurinn var skilgreindur sem morð, en hinum grunaða var komið burt úr Írak með hraði. Þetta atvik var meðal þess, sem var rætt í yfirheyrslum yfir Erik Prince, stofnanda Blackwater, á Bandaríkjaþingi í byrjun október. Hann staðfesti að manninum hefði verið komið burt og hann hefði verið rekinn, sektaður og látinn borga fyrir flugmiðann sinn. Samkvæmt skýrslu nefndarinnar, sem yfirheyrði Prince, lagði erindreki utanríkisráðuneytisins til að Blackwater greiddi fjölskyldu lífvarðarins „væna upphæð“ og lagði til 250 þúsund dollara. Þetta þótti öryggisþjónustu ráðuneytisins of há upphæð. Hún gæti orðið til þess að Írakar reyndu að láta drepa sig. Samkvæmt skýrslunni varð nið- urstaða utanríkisráðuneytisins og Blackwater að greiða fjölskyldunni 15 þúsund dollara. 180 málaliðafyrirtæki í Írak A ðfarir málaliðanna hafa vakið mikla reiði í Írak. Í Persaflóastríðinu ár- ið 1991 var hlutfall verktaka miðað við hermenn einn á móti 20, en ekki vantar mikið upp á það nú að hlutfallið sé jafnt, einn á móti ein- um. Samkvæmt upplýsingum frá Bandaríkjaþingi eru allt að 180 málaliðafyrirtæki með starfslið í Írak og er talið að tugir þúsunda manna séu í landinu á þeirra vegum. Ekkert þeirra hefur hins vegar verið jafn áberandi og Blackwater. Blackwater var stofnað árið 1995. Blackwater hef- ur styrkt Repúblikanaflokkinn í mun meira mæli en demókrata og hefur fengið væn verkefni í stjórnartíð George W. Bush. Samingur fyrirtæk- isins um að vernda starfsmenn bandaríska utan ríkisráðuneytisins í Írak hljóðar upp á 1,2 millj- arða Bandaríkjadollara, að því er sagði í dag- blaðinu The New York Times í vikunni. Faðir Eriks Prince fann upp og fékk einkaleyfi fyrir spegil með ljósi til að setja í sólskyggni og finna má í nánast öllum bílum og hagnaðist vel. Prince kom úr sjóhernum og taldi að niðurskurð- urinn til hermála í stjórnartíð Bills Clintons, fyrr- verandi Bandaríkjaforseta, myndi skapa tækifæri fyrir málaliðafyrirtæki. Nú má segja að hann ráði yfir þokkalegum her – hann getur kallað saman 20 þúsund málaliða. Í grein eftir Mark Hemingway, sem birtist í tímaritinu The Weekly Standard í desember í fyrra var getu Blackwater lýst: „Vaxandi stoð- deild getur komið 100 eða 200 tonna mannúðar- aðstoð til skila hraðar en Rauði krossinn. Flug- deild í Flórída er með 26 mismunandi sviðum, allt frá stórum, vopnuðum þyrlum til stórrar Boeing 767. Fyrirtækið á meira að segja Zeppelin-loftfar. Stærsta ökubraut til hernaðaræfinga [í Banda- ríkjunum með búnaði] til að kenna ökumönnum að sleppa úr launsátri. 20 ekra manngert vatn með skipagámum, sem hefur verið stillt upp fljótandi á prömmum með skipsbyrðingi, handriðum og kýr- augum til að æfa hvernig fara eigi um borð í óvina- skip. Æfingaaðstöðu fyrir lögregluhunda, 80 slíkir eru í notkun í heiminum. Þar er hægt að læra hvernig hægt er að síga niður með níu gáma stæðu með þýskan schäfer-sprengjuleitarhund spenntan á bringuna. 1.200 metra langt skotæf- ingasvæði til að þjálfa leyniskyttur.“ Bók um fyr- irtækið eftir Jeremy Scahill ber heitið Black- water: Veldi stærsta málaliðahers í heimi. Scahill segir að ekki sé nokkur leið að átta sig á því hvað fyrirtækið sinni mörgum verkefnum fyrir Banda- ríkjastjórn eða hvað það fái greitt fyrir vegna þess að Blackwater sinni leyniverkefnum og verkefni, sem eigi að heita opinber, séu sveipuð leyndar- hjúp og varin með skriffinnsku. Milljónirnar, sem renna til Blackwater, koma hins vegar að lang- Laugardagur 3. nóvember Reykjavíkur 6. nóvember 1977: „Ekki þarf að tíunda hér þau áföll, sem íslenzkur þjóð- arbúskapur varð fyrir á ár- unum 1974 og 1975, sem vóru hliðstæð þeim, er urðu á árunum 1967 og 1968, og höfðu að sjálfsögðu óhjá- kvæmileg áhrif til lækk- unar á þjóðartekjum, al- mennum lífskjörum og kaupmætti launa. Það vóru afleiðingar óðaverðbólg- unnar 1974, verulegs halla í ríkisbúskap, vaxandi við- skipta- og greiðsluhalla við útlönd, uppurinna gjaldeyr- isvarasjóða, vaxandi er- lendrar skuldasöfnunar og utanaðkomandi áfalla, sem núverandi ríkisstjórn tók við í upphafi ferils síns. Þessi vandi hefur bundið hendur ríkisstjórnarinnar fram á þennan dag, þó nú sjái fyrir enda á hluta þeirra vandamála.“ 8. nóvember 1987: „Útgerð- armenn verða líka að gera sér ljóst, að þjóðin unir ekki lengur þeirri gífurlegu tilfærslu eigna, sem augljóslega hefur orðið með núverandi kvótakerfi. Á því hlýtur að verða breyting. Að lokum er það þjóðþingið, sem tekur ákvörðun um fram- tíð þessa kerfis. Endanlegar ákvarðanir verða hvorki teknar á þingum LÍÚ né í ráðgjaf- arnefnd ríkisstjórnarinnar. Það er nauðsynlegt að um þetta mál fari fram víðtækar umræður á Alþingi Íslendinga og þar komi fram öll helztu sjónarmið, sem um er að ræða í málinu. Að lokum er það Al- þingis að taka ákvörðun. Það fer ekki á milli mála, að umræður um það, hvernig ráð- stafa skuli takmörkuðum sjáv- arafla, geta vakið upp hat- römmustu þjóðfélagsdeilur, sem um getur í nútímasögu þjóðarinnar.“ 9. nóvember 1997: „Ætla má, að fólk verði í auknum mæli að sjá sjálft um lífeyri sinn á efri árum í framtíðinni og þá skiptir máli, að að- stæður til langtímasparnaðar séu eins hagstæðar og kostur er. Nú þegar hefur mikill ár- angur náðst með uppbygg- ingu almennu lífeyrissjóð- anna og séreignarsjóðir hafa eflzt mjög á undanförnum ár- um. Söfnunarlíftryggingar eiga áreiðanlega eftir að ryðja sér til rúms hér eins og þær hafa gert hjá nágrannaþjóðum okkar en jafnframt mundu skattaívilnanir af einhverju tagi eins og eru t.d. vel þekkt- ar í Bandaríkjunum til þess að efla langtímasparnað treysta mjög grundvöllinn fyrir fjárhagslegri farsæld fólks, þegar komið er að eft- irlaunaárum.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.