Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 45 MIRALE Síðumúla 33 108 Reykjavík sími: 517 1020 Opið mán.–föstud. 11–18 laugardag 11–16 sunnudag 13–16 www.mirale.is Jólin komin í Mirale 15% afsláttur af öllu jólaskrauti opið í dag frá kl. 13–16 kona. Þær eru dæmi um fólk sem mér þykir mjög vænt um og hefur haft áhrif á mig bæði með list sinni og persónu.“ Tónlist skipar stóran sess, bæði í verkum Ernu og ann- arra á hátíðinni. Þjóðlagaskotið popp, sinfónía, raftónlist, pönk og þungarokk eru dæmi um rétti á hlaðborðinu. Flest verkanna eru tilraunir með mörkin milli ólíkra listgreina og í flestum þeirra verður til einskonar listrænn bræðingur. „Það er verið að blanda saman, sulla og hræra,“ segir Erna. Frá því hún útskrifaðist frá samtímadansskólanum PARTS (Performing Arts, Research and Training Studios) í Brussel árið 1998 hefur hún gert einmitt þetta. „Kannski er samtímadansinn það form sem er hvað opnast fyrir því að blanda saman ólíkum listgreinum. Þörf mannsins til að skilgreina hvaða -ismi sé í gangi, hvort verk sé dans eða skúlptúr, tónverk eða leik- verk er ríkjandi alls staðar. Fyrir sjálfa mig virkar ekki að hugsa þannig, mér finnst það loka fyrir sköpunarflæðið. Fólk fer stundum í kleinu þegar því finnst það ekki fatta um hvað verk eru í stað þess að njóta þess að skilja bara með öðrum skynfærum en heilanum.“ Metal-öskrið eins og piroettar í ballettsýningum „Ég hef verið svo heppin að vinna með listafólki úr ýmsum áttum sem veitir mér innblástur og hvatningu til að prófa aðra hluti.“ Einn af þess- um hlutum er röddin. „Röddin er eins konar framlenging á lík- amanum, af hreyfingu. Hún fer út úr líkamanum og stækkar hreyfingu eða gefur henni annan blæ. Núna get ég varla aðskilið þetta tvennt,“ segir Erna og bætir við: „Ég held samt að ég byrji allt með dansi, ég nota hann sem grunn. Svo stundum kalla ég þetta allt dans þar sem ég dansa ýmist með röddina eða orð.“ Mysteries of Love, eftir Ernu og Jóhann Jóhannsson, er eitt af verk- unum sem verða sýnd á Les Gran- des Traversees. Þar nota Erna og Margrét Sara Guðjónsdóttir rödd- ina til að bræða saman tónlist og hreyfingu. Verkið er líka gott dæmi um andstæðurnar sem er að finna í flestum, ef ekki öllum verkum Ernu. „Sjáðu til, Erna er lágvaxin, að mörgu leyti feimin, fíngerð, með frekar bjarta rödd. Svona mús, eins og einhver myndi orða það. Á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu nú í vor urðu leikhúsgestir vitni að því þegar hún breyttist úr saklausri skóla- stúlku í harðsvíraðan þungarokkara sem átti salinn skuldlaust.“ Hvaðan kemur þessi dimma, sterka rödd? „Ég held hún sé sprottin úr ein- hverri frumorku. Ég fæ mikið út úr því að taka metal-öskrið góða. Ég verð rosalega róleg á eftir og oft þreyttari eftir sönginn heldur en eftir dans. Metal-öskrið er nú orðið hluti af mínum sýningum eins og piroettar í ballettsýningum. Það fer svo eftir aðstæðum og áferð öskurs- ins hvaða tilfinningu það gefur. Sem útskýrir kannski yfirskrift hátíð- innar: „Blóð, sviti, metal og tár“.“ Lífið er miklu öfgafyllra en verkin mín Hátíðin hefst á Talandi Tré (e. Talking Tree), samtímadansverki eftir Ernu, sem fjallar um 3.000 ára gamalt tré lífs og frjósemi. Verkið er reyndar ennþá í vinnslu og hefur verið sýnt víða sem slíkt en verður frumsýnt á næsta ári í Frakklandi. Það segir sögur af fólki og furðuver- um sem það hefur rekist á í gegnum tíðina. Erna leikur tréð og semur ennfremur sögurnar sem nú teljast í tugum. Líkt og í mörgum verkum Ernu byrjar Talandi Tré á kómískum, léttum og fallegum nótum en endar á frekar dimman og örvæntinga- fullan hátt. Stundum hefur Erna verið gagnrýnd fyrir einmitt þetta: að þurfa að enda í ljótleika eða öfg- um, að ganga alltof langt. „Er það, segir fólk það?“ Erna hugsar sig um. „Ég geng ekki of langt fyrir sjálfa mig og ég er alls ekki að reyna að ganga fram af fólki. Ég er stöð- ugt að vinna með öfgar í verkum mínum; kontrasta og skitsófreníuna í okkur öllum. Ég hoppa á milli ólíkra tilfinninga á þessum skala. Ég get ekki gert hlutina öðruvísi. Stundum er allt fallegt og yndislegt og stundum er allt á hinn veginn. Og stundum meira að segja bæði í einu. Lífið er miklu öfgafyllra en verkin mín.“ Byrja verkin þín einhvern tímann á vondu og enda í góðu? „Já, til dæmis Ófætt (verk eftir Ernu og Damien Jalet, í samvinnu við Gabrí- elu) endar mjög fallega. Við köllum það uppfinningu tilfinninga. Það byrjar á dýrslegri hegðun sem gengur út á frumhluti eins og að fæðast, borða, sofa og ríða. Svo end- ar það á upphafi tilfinninga, eins og ástarinnar. IBM endar líka fallega.“ IBM 1401: notendahandbók eftir Ernu og Jóhann Jóhannsson hefur verið sýnt víðs vegar um heim síð- astliðin ár, m.a. á Íslandi. Það verð- ur í fyrsta skipti flutt í Bordeaux undir leik sinfóníuhljómsveitar. Verkið fjallar um stórtölvu sem var tekin úr sambandi við hátíðlega at- höfn hjá IBM árið 1971. „Tölvan var persónugerð og þegar hún var tekin úr sambandi þá var haldin hálfgerð jarðarför.“ Erna veit þetta af því að feður hennar og Jóhanns unnu hjá IBM á þeim tíma. „Tölvan endar á því að kveðja, sem sumum finnst sorglegt. Fyrir mér felur það líka í sér von, líf að kveðja og annað kem- ur í staðinn.“ Finnst þér dauðinn ekki sorglegur? „Jú, en ekki minn eigin dauði. En ég er hrædd við að missa fólkið mitt, sérstaklega eftir að ég flutti til útlanda. Stundum vakna ég á nóttunni við tilhugs- unina. Kannski er það ástæðan fyrir því að ég geri hlutina eins og ég geri? Dauðinn, eins og lífið, er stór hluti í öllum verkum mínum.“ hrundgu@simnet.is DR. GEIR Sigurðsson verður með leiðsögn um sýninguna Ævafornir og ómetanlegir listmunir frá Kína í Gerðarsafni í dag kl. 15. Sýningin í Gerðarsafni kemur frá borg- arlistasafninu í Wuhan í Hubei- héraði. Alls eru sýndir 107 gripir, sumir ævafornir og aðrir nýrri, en sýningin bregður ljósi á helstu tíma- bilin í sögu Kína allt frá 19. öld og aftur til 31. aldar fyrir Krist. Leiðsögn BEBOPFÉLAG Reykjavíkur stendur fyrir tón- leikum kl. 21 ann- að kvöld á Kaffi Culturé við Hverfisgötu. Saxófónleik- ararnir Óskar Guðjónsson, Ólaf- ur Jónsson og Haukur Gröndal hefja leikinn með klassískum bebopflugum. Meðreið- arsveinar þeirra á tónleikunum eru Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Þor- grímur Jónsson á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Aðgangs- eyrir er 500 kr. Bebop á Kaffi Culturé Ólafur Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.