Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 301. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is SUNNUDAGUR SYNDIR CLAPTONS ÓFAGRAR LÝS- INGAR Í ÆVISÖGU BÓK >> 30 AF LÍKAMA OG SÁL HEIÐURSLISTAMAÐ- UR Í BORDEAUX LISTDANS >>44 FRÉTTASKÝRING Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is SKRIFAÐ var undir annað eintak af 20 ára einkaréttarsamningi milli Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysir Green Energy en sam- þykkt hafði verið í stjórn Orkuveitu Reykjavík- ur (OR). Heimildum ber ekki saman um ástæður fyrir því. Fullyrt er að lögfræðingar FL Group og OR hafi átt viðræður eftir að stjórn- arfundi OR lauk, en aðrar heimildir herma að um mistök hafi verið að ræða, lögfræðingar FL Group, Geysir Green Energy og OR hafi komið að samningnum á síðustu stigum. „Það voru of margar útgáfur í gangi.“ Samningurinn tók breytingum í tveimur at- riðum. Í báðum tilfellum gengur það eintak sem skrifað var undir skemmra. En mat lög- fræðinga gagnaðilans er að það eintak sem stjórn OR samþykkti gildi og tekið er undir það sjónarmið innan OR, en það er lögfræðilegt álitaefni. Í eintakinu sem samþykkt var á stjórnar- fundinum var forgangsréttur REI (first right of refusal) á öllum viðskiptatækifærum OR „varðandi möguleika á hagnýtingu jarðhita til orkuvinnslu“ utan Íslands 180 dagar. Það þýðir að REI hefur hálft ár til að svara því hvort það hyggst ganga til samninga áður en þeim er vís- að aftur til OR. Í íslenskri þýðingu á samningnum er hins- vegar talað um 60 daga. Þannig er það líka í samningnum sem skrifað var undir og á frægu minnisblaði sem borið var undir borg- arstjóra af stjórnarformanni REI og stjórn- arformanni OR. Annað atriði breyttist frá stjórnarfundi fram að undirskrift. Í samningi sem samþykktur var af stjórn OR voru ákvæði um að OR mætti ekki eiga erlend dótturfélög sem væru í samkeppni við REI. En þau voru ekki í samningnum sem skrifað var undir og hvorki á minnisblaðinu né í íslenskri þýðingu af samningnum. Viðskipti, útrás, pólitík, svik og faðmlag Tveggja mánaða forgangs- réttur REI varð að hálfu ári  Fréttaskýring | 10 Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is HÚN vissi að það þýddi ekkert að bíða við símann, tækifærin kæmu ekki þannig, heldur ákvað hún að búa sér til vettvang, fékk fólk til liðs við sig og þau stofnuðu Óperu Skagafjarðar. Í sumar sýndi Ópera Skagafjarðar La Traviata og í vor verður það Rigólettó. Sópransöngkonan Alexandra Cherny- shova er komin til Hofsóss alla leið frá Kænugarði, þar sem hún var fastráðin við óperu. Þegar leið hennar lá til Spánar hitti hún draumaprinsinn; Íslendinginn Jón Hilmarsson, sem hún giftist og flutti með til Íslands, en hann er skólastjóri á Hofs- ósi. Fámennið og ljósadýrðin komu henni fyrst á óvart, en nú eru fámennið og rólegheitin henni dýrmæt. Ekki að hún liggi lengi í rólegheitunum, því hún er alltaf að; hún hefur haldið eina 30 ein- söngstónleika, sungið með karlakórnum Heimi, gefið út geislaplötu og kennt við tónlistarskóla. Og fleira blundar í henni: „Mig vantar svo lengri sólarhring.“|28 Sópransöngkona frá Kænugarði býr og syngur á Hofsósi Ljósmynd/Björn Björnsson Dugleg Alexandra Chernyshova er með mörg járn í eldinum, m.a. tónleika, kennslu, geislaplötu og óperu. Úkraínsk rödd hljómar í Skagafirði„Græn“ iðnbylting á næstu grösum? Hækkandi verð á hráefnum, land- búnaðarvörum og orkugjöfum er þegar farið að vekja ótta um skort í framtíðinni. Ef rétt er að málum staðið blasa þó við gríðarleg tæki- færi til velmegunar og félagslegs réttlætis. Miklar vonir eru bundnar við stofn- frumurannsóknir og einræktun í þágu læknavísindanna, en um leið er deilt um siðferðileg og pólitísk álitamál. Á Íslandi er bannað að nýta fósturvísa til rannsókna. Stofnfrumur og einræktun VIKUSPEGILL Leikhúsin í landinu Leikhús er ávísun á góða kvöldstund >> 72 Nýttu þér þetta TILBOÐ og stofnaðu rei kning á spron.is15% vaxtaauki! A RG U S / 07 -0 82 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.