Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 66
66 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Kalvin & Hobbes ÉG REYNDI AÐ BERA OF MIKIÐ Í EINU KALVIN, ÞÚ VERÐUR AÐ LÆRA AÐ HUGSA ÁÐUR EN ÞÚ FRAMKVÆMIR ÉG HUGSA ALLTAF ÁÐUR EN ÉG FRAMKVÆMI ÉG KÝS BARA AÐ HUNSA NIÐURSTÖÐUNA HVERNIG BROTNAÐI ÞETTA? Kalvin & Hobbes ÉG SKIL EKKI AF HVERJU VIÐ ÞURFUM AÐ DEYJA HVER ER TILGANGURINN MEÐ ÞVÍ AÐ LIFA EF VIÐ DEYJUM SVO BARA? SJÁVARRÉTTIR, TIL DÆMIS... ÉG SKIL EKKI AF HVERJU ÉG TALA YFIR HÖFUÐ VIÐ ÞIG RÉTT FYRIR MAT Kalvin & Hobbes ÞÁ VERÐURÐU AÐ LEGGJA MJÖG HART AÐ ÞÉR Í STARFI, KALVIN NEI, ÞÚ ÞARFT AÐ GERA ÞAÐ ÉG? JÁ, ÉG ÆTLA BARA AÐ ERFA ÞIG PABBI, ÉG ÆTLA AÐ VERÐA MILLI ÞEGAR ÉG VERÐ STÓR Litli Svalur © DUPUIS SMÁ HLJÓÐ KRAKKAR! VINUR OKKAR, HANN SVALUR, KOM MEÐ UNDRAPOKANN SINN Í DAG. ENGINN VEIT HVAÐ ER Í HONUM OG TIL ÞESS AÐ KOMAST AÐ ÞVÍ SKULUM VIÐ HVERT OG EITT STINGA HENDINNI OFAN Í POKANN OG GISKA. HVER VILL BYRJA? ÉG SKAL KENNARI! HEYRÐU, ÞAÐ MÁ EKKI SVINDLA ER ÞETTA ÆTT? NEI, EKKI NEMA ÞÚ SÉRT MJÖG SVÖNG ÞÚ NÆST ÖÖÖ? ER ÞETTA LIFANDI? EKKI LENGUR NÚ ÉG! Ö... BÍDDU, ÉG SKAL GISKA RÉTT... Ö... SKRÍTIÐ... GETUR ÞAÐ BITIÐ? PFFF! ÉG SAGÐI AÐ ÞAÐ VÆRI DAUTT NÚ ÉG ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ GISKA Á ÞETTA ÞETTA ER ERFITT ÉG VEIT EKKI JÆJA, ÉG SKAL SÝNA YKKUR HVAÐ ÞETTA ER, FYRST ENGINN GAT GISKAÐ RÉTT ÞETTA ER FÓTURINN HANS AFA! dagbók|velvakandi Vatnstjón FLEST vatnstjón í heiminum eru á Íslandi, samkvæmt skýrslum trygg- ingafélaga. Vatnstjón kosta okkur meira en brunatjón. Hver fjölskylda verður fyrir alvarlegu tjóni á 15 ára fresti að meðaltali; ef miðað er við margfræga vísitölufjölskyldu er tjón hennar 225.000 krónur. Þeir sem næst okkur komast í þessum ósköpum eru Svíar en þeirra tjón eru að stórum hluta vegna kalda- vatnsröra í sumarbústöðum sem frostspringa. Hvers vegna er þetta svona? Leiðslur eru lagðar inni í einangrun útveggja. Veggirnir leka, vatn kemst í einangrunina og þar inni eru kjöraðstæður fyrir tæringu. Tæringarhraði margfaldast. Vatn lekur niður með innmúruðum bað- körum þar sem „járnmaurarnir“ vinna sitt verk af miklum dugnaði í hlýjunni. Margt fleira má upp telja en látum þetta duga. Hvers vegna eru hlutirnir svona? Þegar byrjað var að leggja rör í þessu landi fyrir u.þ.b. 100 árum komu hingað ágætir pípulagninga- menn frá Norðurlöndum og Þýska- landi – þekkingin færðist yfir til Ís- lendinganna sem með þeim unnu og urðu margir þeirra ágætir fagmenn. Svo kom kreppa; þegar landið var hernumið vorið 1940 voru hitaveitu- framkvæmdir að byrja og þörfin fyrir pípulagningamenn (rörlagn- ingamenn hétu þeir þá) margfald- aðist. Handlagnir mótoristar urðu löggiltir pípulagningameistarar og fengu leyfi til að kenna nemum nokkuð sem þeir alls ekki kunnu. Ný stétt varð til ,,píparar“. Ekki skipti lengur máli hvernig farið var að, steypu var bara slett yfir yfir draslið og svo tók rigningin við. Skólaganga pípulagnanema hefir löngum verið í lágmarki og oft snú- ist um það að réttlæta launa- greiðslur til manna sem höfðu gert eitthvað rangt og kerfið var í vand- ræðum með. Hafnfirðingar hafa oft meira af vilja en mætti reynt að hafa þessa hluti í lagi. Er nú málum þannig háttað hjá þeim að þeirra litla deild er orðin yfirfull með 80 nemendur af öllu landinu. Þegar flest er eru 20 nemendur í 100 fer- metra sal. Í nágrannalöndunum er svona starfsemi í stofum sem eru liðlega 200 fermetrar. Ekki má gleyma því sem vel er gert, í Keldnaholti var reist Lagna- kerfamiðstöð Íslands, liðlega 1.000 fermetra bygging sem ýmsir fram- leiðendur úti í löndum væddu með búnaði sem er með því besta sem nú þekkist í heiminum. Nú nýlega var ákveðið að flytja allt þetta suður í Nauthólsvík og setja undir Háskól- ann í Reykjavík. Á tuttugustu og fyrstu öldinni eru lagnakerfi hönnuð í tölvum og slíkt er kennt í háskól- um. Fyrir nokkrum árum hringdi hús- vörður Háskólans í verknámsskóla og bauð raftæknibúnað sem rektor hafði skipað honum að fara með í Sorpu. Var rektor að gera eitthvað rangt? Nei, hann (hún) vissi að handverk og verkfræði eru tvær ólíkar greinar og það væri óráð að blanda þessu of mikið saman. Gestur Gunnarsson, Flókagötu 8, Reykjavík. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is SALTAUSTUR á götur borgarinnar hefur verið töluverður síðustu daga. Bíleigendur verða fljótt varir við það þegar tjaran sullast upp á rúður bílanna. Ferðum á bílaþvottastöðvar fjölgar í þannig árferði. Morgunblaðið/G.Rúnar Þarfasti þjónninn þrifinn Afmælisþakkir Hjartkærar þakkir færi ég öllum sem glöddu mig með fögrum orðum, söng, hljóðfæraleik, gjöfum og skeytum á áttræðisafmæli 25. október síðastliðinn. Sérstakar þakkir fá Kristján Hreinsson skáld, Iðnó, STEF, Reykjanesbær og Barnasmiðjan. Guð blessi allt þetta dásamlega fólk. Innilegar kveðjur, Ingibjörg Þorbergs. Afmælisþakkir Kæru ættingjar og vinir. Hjartans þakkir fyrir gjafir, heillaskeyti, heimsóknir, blóm og þann hlýhug sem þið sýnduð mér í tilefni 95 ára afmælisins. Ég er öll að hressast. Kærar kveðjur, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Hrauni, Tálknafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.