Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 51 Í ÁSTUM og stríði hefur aðeins einn rangt fyrir sér. Það er sá sem tapar. Sama á að breyttu breyt- anda við í pólitík sem er kannski sambland af þessu tvennu, ást- arsjarmör frambjóðenda og hjaðn- ingavígum keppinauta. Framsóknarflokkurinn hefur ekki farið varhluta af hinum kalda raunveruleika og títt er að almenn- ingur telji flokk þennan öðrum flokkum fremur einkennast af spill- ingu og fyrir vikið talinn hug- sjónum firrt hagsmunastía. REI- málið svonefnda hefur ýtt undir þessa umræðu en ég fjallaði nokk- uð um þá endileysu að kenna Framsókn í heild um það mál í síð- ustu grein. Hér verður horft lengra í söguna. Aldraður og því spilltur? Framsóknarflokkurinn er elstur íslenskra stjórnmálaflokka, kominn á tíræðisaldur og hefur marga fjör- una sopið. Það mun ekki ofmælt að öll stjórnmálasaga Íslendinga frá millistríðsárunum sé lituð af þess- um flokki sem muna má fífil sinn fegri og hefur komið að allri upp- byggingu samfélagsins í smáu og stóru. Menn geta svo deilt um hvort vel eða illa hafi til tekist og miðað við hugmyndir manna um himnaríki er Ísland svo sannarlega ófullkomið ríki. En sé horft til annarra þessa heims ríkja, ungra og gamalla, hef- ur harla vel til tekist. Gildir þá einu hvort horft er til hagsældar, lýðræðisþróunar, menntunar, jafn- ræðis þegna eða jafnréttis kynjanna. Ísland 21. aldarinnar er grundvallað af stórhuga og fátæku hugsjónafólki sem kom úr frum- stæðu bændasamfélagi með vonina eina að vopni. En auðvitað má enn gera miklu betur. Aldurinn einn og mikil ítök í ís- lenskum stjórnmálum duga því illa til að klína á Framsóknarflokkinn spillingarstimpli og halda því fram að flokkur okkar eigi sér engar hugsjónir. En þar er annað sem ræður nokkru um stimpilinn. Engar útópíur Útópíur kallast framtíðarlönd þau sem hugsjónamenn eiga til að smíða í sófum sínum. Frægust í slíkri smíð eru draumalönd sósíal- ista sem snerust hvervetna í ver- öldinni upp í martröð. Eftir stóð þó að þeir sem draumana áttu voru taldir miklir hugsjónamenn þar sem þeir köfðu ofan í gulnuðum marxismanum. Á sama tíma og allt eins í dag hafa frjálshyggjupostular á hægri kanti trúað á útópíu hins algera frjálsræðis í efnahagsmálum þar sem sá sterkasti hefur ætíð sigur og dreifir silfrinu af góðmennsku sinni og gróðafíkn til alþýðunnar. Meðan hvorir tveggja hafa verið iðnir við að mála upp hita sinna hugsjóna og ömurleika samtímans strituðu framsóknarmenn í ís- lenskri mold án þess að hafa þar önnur háleitari markmið en að gera gott sem fyrir var betra – með brjóstvitið eitt að vopni. Og hefur orðið vel ágengt meðan hinir skipta um markmið eins og sokka. Lítill en samt valdamikill Stærstur glæpur Framsóknarflokks- ins og sá sem ef til vill á mest í hinum þráláta spilling- arstimpli er þó smæð flokksins og mikil völd hans þrátt fyrir smæðina. Er þar komið að hinu gamalkunna að hver sá sem tapar í kosn- ingum hefur vitaskuld haft rangt við! Nú er það auðvitað frumskilyrði að flokkur virði lýðræðislega nið- urstöðu kosninga. Af þeirri ástæðu meðal annars töldum við margir framsóknarmenn erfiða göngu inn í áframhaldandi stjórn- arsamstarf þrátt fyrir að ríkisstjórnin sáluga hafi haldið velli með eins manns meirihluta. Um hitt verðum við ekki sakaðir að vera þar staddir í öfgalausri miðju íslenskra stjórnmála að flokkar jafnt í lands- stjórn sem sveitarstjórnum telja hag sínum og sinna umbjóðenda oft og einatt best borgið með sam- starfi við Framsóknarflokkinn. Það liggur einfaldlega í því að þar með ganga menn skynsamlegu með- alhófi á hönd og það er misskiln- ingur að Framsóknarflokkurinn hafi legið hundflatur undir Sjálf- stæðisflokki í 12 ár. Miklu nær sanni er að framsóknarmönnum tókst oftar en ekki að laða fram það besta og framsóknarlegasta í Sjálfstæðisflokknum í 12 ára stjórnartíð þótt oft hefðum við mátt ná meiri árangri. En um spill- ingarstimpilinn og leikmenn Fram- sóknarflokksins mun ég fjalla í næstu grein. Spilling í stjórnmálum og aldur stjórnmálaflokka Bjarni Harðarson skrifar um Framsóknarflokkinn »… Framsóknarmenní íslenskri mold án þess að hafa þar önnur háleitari markmið en að gera gott sem fyrir var betra – með brjóstvitið eitt að vopni! Bjarni Harðarson Höfundur er alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.