Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Ein mesta harmsaga síðustuára í ensku knattspyrn-unni er hnignun hinsfornfræga félags Leeds United sem verið hefur í frjálsu falli milli deilda. Félagið, sem vakti að- dáun sparkelskra um heim allan vor- ið 2001 þegar það komst alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu – þar sem það laut í lægra haldi fyrir spænska liðinu Valencia – leikur nú, sex árum síðar, í fyrstu deild. Og lát- ið ekki virðulegt nafnið blekkja ykk- ur – fyrsta deild er í raun þriðja deild. Ekki er ofsögum sagt að Leeds hafi sigið blundur á brá og vaknað upp við vondan draum síðastliðið vor þegar félagið féll í fyrsta sinn í þriðju deild. Ekki nóg með það, fjármálin voru í molum. Þrátt fyrir sölu á mý- mörgum leikmönnum, æfingasvæði og leikvangi félagsins stefndi í gjald- þrot. Slapp fyrir horn Fyrir velvilja Guðs og góðra manna slapp það fyrir horn og nú virðist Leeds loksins vera að rétta úr kútnum. Ken Bates, fyrrverandi eig- andi Chelsea, festi kaup á Leeds fyrir tíu milljónir sterlingspunda árið 2004 og er áfram eigandi félagsins eftir fyrrnefndar hremmingar í sumar. Gjörningurinn varð aftur á móti til þess að knattspyrnusambandið dró fimmtán stig af Leeds – áður en mót- ið var svo mikið sem hafið. Einhver hefði getað haldið að það væri náðarhöggið en hinir hvít- klæddu, undir styrkri stjórn Dennis Wise, voru á öðru máli. Reykspóluðu af stað í haust og höfðu fyrir topp- slaginn gegn Carlisle í gær (sem ekki var hafinn þegar blaðið fór í prent- un) unnið ellefu leiki og gert tvö jafn- tefli í fyrstu þrettán rimmunum á þessum framandi slóðum. Leeds vermir nú sjöunda sæti deildarinnar, aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Carlisle. Markatalan er 25:7. Gamli vígamaðurinn Wise hélt upp á ársafmæli í starfi á dögunum. Hann féll sumsé með liðinu í fyrra en virð- ist nú eftir japl, jaml og fuður hafa náð tökum á mannskapnum. Eins og menn muna var hann um árabil einn harðasti naglinn í ensku knattspyrn- unni, fyrst hjá Wimbledon og síðan Chelsea. Sir Alex Ferguson hélt því einhverju sinni fram að Wise væri eini maðurinn sem hann þekkti sem gæti komið af stað slagsmálum í tómu herbergi. En það er kannski dyggð þegar vekja þarf risa upp af værum blundi. Gus gekk úr skaftinu Leeds varð raunar fyrir áfalli á dögunum þegar aðstoðarmaður og aldavinur Wise, Úrúgvæinn Gustavo Poyet, var í skyndi kvaddur að öðru hripleku skipi, Tottenham Hotspur. Senn kemur á daginn hversu mikil áhrif hans hafa verið á Elland Road. Það fer þó enginn græningi í skó Po- yets, gamla brýnið Dave Bassett, sem var lærifaðir Wise hjá Wimble- don á sínum tíma. Stuðningsmenn Leeds hafa brugðist vel við endurreisn liðsins og þeim fjölgar jafnt og þétt á heimaleikjum. Rétt um 24 þúsund manns sáu fyrsta leikinn í haust en á síðasta heimaleik losaði áhorf- endafjöldinn 30 þúsund sem er hreint ekki amalegt í þriðju deild. Og eftir magra tíð eru menn með blóðbragð í munni. Gulldrengirnir úr liði Davids O’Learys eru allir á bak og burt enda voru offjárfestingar í stjórn- arformannstíð Peters Ridsdale rótin að vanda Leeds, eins og margir þekkja. Þess má geta að Ridsdale sendi frá sér bók fyrir helgina sem er örugglega áhugaverð lesning. Kunnustu leikmenn Leeds í dag eru líklega miðvellingurinn Alan Thompson og norski miðherjinn Tore Andre Flo en hvorugur þeirra hefur verið í burðarhlutverki í haust vegna meiðsla. Flo hefur t.a.m. ekki ennþá verið í byrjunarliðinu. Af öðr- um leikmönnum með úrvalsdeild- arreynslu má nefna David Prutton og Jamie Clapham, sem raunar var fenginn að láni hjá Úlfunum. Frískir framherjar Einhverjir kannast örugglega líka við Jonathan Douglas, Matt Heath og markvörðinn Casper Ankergren. Þá er á mála hjá Leeds Tomi nokkur Ameobi, litli bróðir miðherja New- castle, Shola, en hann hefur enn sem komið er ekki fengið að spreyta sig í deildinni. Stjörnur liðsins á þessu hausti hafa þó að öðrum ólöstuðum verið miðherjarnir Jermaine Beckford og Trésor Kandol sem gert hafa þrett- án mörk samtals. Beckford, sem verður 24 ára í des- Upprisa í aðsigi? Vonarstjarna Jermaine Beckford er ásamt Trésor Kandol helsta von- arstjarna Leeds United, en þeir hafa skorað þrettán mörk samtals í haust. KNATTSPYRNA» Í HNOTSKURN »Leeds United var stofnaðárið 1919. »Félagið hefur í þrígangunnið enska meistaratit- ilinn, 1969, 1974 og 1992. »Leeds varð bikarmeistari1972 og deildabikarmeistari 1968. Þá vann félagið borga- keppni Evrópu 1968 og 1971. Eftir Joschka Fischer F rá lokum kalda stríðsins hefur tálmum af ýmsu tagi verið rutt í burtu og hagkerfi heimsins breyst í grundvallaratriðum. Fram að 1989 náði heimsmarkaðurinn til á milli 800 þúsund og eins milljarðs manna. Nú er hann þrefalt stærri og fer vaxandi. Satt að segja er einhver magnaðasta bylting nútíma- sögunnar að verða fyrir framan nefið á okkur, nánast án þess að nokkur taki eftir. Hið „vest- ræna neyslusamfélag“ náði aðeins til minni- hluta af íbúum heimsins en það er að verða módelið að ríkjandi hagkerfi í heiminum og staðan er smám saman að verða sú að aðrir kostir koma ekki til greina. Um miðja þessa öld má búast við því að líf sjö milljarða manna muni stjórnast af lögmálum þess. Vestræna efnahagsmódelið tekur völdin Vestrið hefur skapað efnahagsmódel 21. ald- arinnar. Því fylgja lífskjör, sem ekkert annað stenst samanburð við og nánast allar þjóðir í öllum heimshornum eru að reyna að nálgast þau, sama hvað það kostar. Þegar Rómar- klúbburinn sendi frá sér skýrsluna frægu, Tak- mörk vaxtar, á áttunda áratugnum vöknuðu áhyggjur. Eftir því sem árin hafa liðið og hag- vöxtur hefur verið óslitinn – án takmarka að því er virðist á tímum hnattvæðingar – má fremur segja að spádómar Rómarklúbbsins hafi verið hafðir að háði og spotti. Engu að síð- ur er það svo að meginniðurstaða Rómar- klúbbsins – að við lifum og störfum í hnattrænu vistkerfi sem er takmörkum háð og býr yfir takmörkuðum auðlindum og möguleikum – býður okkur nú birginn á ný. Heimurinn er ekki upptekinn af „takmörk- um vaxtar“, en vitundin um afleiðingarnar af vexti á loftslag jarðar og vistkerfið er farin að ryðja sér til rúms. Kínverjar þurfa til dæmis að halda hagvexti í 10% á ári til að hemja þann gerðarlega efnahagslega, félagslega og vist- fræðilega vanda, sem þeir eiga við að etja. Það væri ekkert stórbrotið við það ef Kína væri land á borð við Lúxemborg eða Singapúr. Í Kína búa hins vegar 1,3 milljarðar manna. Því eru afleiðingarnar af hagvexti í Kína mun al- varlegri. Óttinn um skort í framtíðinni Eftirspurn í heiminum eftir orku, hráefni og mat markast af auknum mæli af vaxandi eft- irspurn í Kína og á Indlandi, enda er sameig- inlegur íbúafjöldi þessara landa 2,5 milljarðar manna. önnur stór og mannmörg ríki í Asíu og Suður-Ameríku fylgja nú í fótspor þessara risa. Hækkandi verð á hráefnum, landbúnaðar- vörum og orkugjöfum er þegar farið að vekja ótta um skort í framtíðinni. Þessar óæskilegu afleiðingar af stækkun heimsmarkaða hafa tekið á sig ógnvekjandi mynd á tiltölulega skömmum tíma. Kína mun væntanlega taka fyrsta sætið af Bandaríkja- mönnum á þessu ári eða því næsta í að blása CO2 út í andrúmsloftið, jafnvel þótt útblást- urinn á mann sé ekki nema einn fimmti af því sem gerist í Bandaríkjunum eða minna. Hvernig mun veröldin líta út ef Kínverjar minnka þennan mun þannig að þeir komist í hálfkvisti við Bandaríkjamenn? Indverjar fylgja síðan fast á hæla Kínverja í útblæstri koldíoxíðs. Furðulegar deilur og þörfin á sinnaskiptum Mun vistkerfi heimsins geta tekið við þessari auknu mengun án umtalsverðra breytinga á loftslaginu? Augljóslega ekki eins og margir loftslagsfræðingar vara nú við. Grundvallar- upplýsingarnar hafa lengi legið fyrir og þeir eru fáir, sem neita því að miklar og vaxandi breytingar eru að verða á loftslaginu af manna völdum. Hins vegar mætti ætla af þeim furðu- legu deilum, sem fara fram um loftslagsbreyt- ingar, að heimurinn þurfi á pólitískum og sál- rænum sinnaskiptum að halda frekar en djúpsæðum félagslegum og efnahagslegum breytingum. Þrátt fyrir fjálglegar yfirlýsingar er lítið gert. Ríki á uppleið halda áfram að vaxa á hverju ári. Bandaríkjamenn hafa nánast al- veg horfið út úr hinni alþjóðlegu baráttu gegn mengun og styrkja stöðu sína í fararbroddi mengunarþjóðanna með stjórnlausum vexti. Það sama á við um Evrópu og Japan, þótt smærra sé í sniðum. Átta helstu iðnríki heims hafa í ljósi þessa hnattræna vanda tekið hetju- lega ákvörðun: átta ríkustu löndin, sem einnig menga mest, hafa heitið því að „skoða af al- vöru“ að skera útblástur niður um helming fyr- ir 2050. Þessi hetjulegi málflutningur gerir heiminn orðlausan. Reyndar á enn eftir að koma í ljós hvort Evrópusambandið mun geta knúið fram loforðin um að skera útblástur CO2 niður um 20til 30% fyrir árið 2020. Enn sem komið eru hefur ESB ekki fundið raunhæfa leið til að ná því. Lausnin blasir við Lausnin við hinum hnattræna loftslags- vanda blasir hins vegar við. Eina leiðin til að bæta ástandið er að kúpla hagvöxt frá orku- notkun og útblæstri. Það getur aðeins gerst ef við eyðum blekkingunni um að mengun sé ókeypis. Við komumst ekki lengur upp með að niðurgreiða hagvöxt og lífskjör á kostnað um- hverfisins. Mannkynið er einfaldlega orðið of fjölmennt til að hafa efni á því. Til að eyða þessari blekkingu þarf að búa til heimsmarkað útblásturs, sem enn er mjög fjarlægt markmið. Einnig þarf að nýta orkuna betur, sem krefst þess að dregið verði úr sóun bæði í framleiðslu orku og neyslu. Hækkandi orkuverð vísar nú þegar í þessa átt, en það er vitundin um þetta sem þarf að gera vart við sig. Í síðasta lagi þurfa að verða tæknileg og póli- tísk/hagfræðileg vatnaskil endurnýjanlegri orku í vil, frekar en að sjónum verði beint að kjarnorku eða kolum. Við okkur blasir þríþætt áskorun nýrrar, „grænnar“ iðnbyltingar. Ef tekið verður á henni á alþjóðlega vísu blasa við gríðarleg tækifæri til velmegunar og fé- lagslegs réttlætis og þau verður að grípa. Vitaskuld munu þessar breytingar verða til þess að margir valdamiklir aðilar missa spón úr aski sínum. Þeir munu ekki sætta sig við að vera sviptir völdum án þess að svara fyrir sig. Eins og stendur virðast þeir enn hafa yfirhönd- ina eins og sést af því að mikið er talað, en ekk- ert gert. Einmitt þetta þarf að breytast. „Takmörk vaxtar“ blasa við á ný Á áttunda áratugnum vöknuðu áhyggjur vegna spár um takmörk vaxtar  Linnulaus hagvöxtur virtist gera þær áhyggjur óþarfar og jafnvel hlægilegar en nú verður þeirra vart á ný Reuters Vaxtarverkir Bóndi plægir akur í skugga orkuvers í Hubei í Kína. Á flokksþingi kínverska kommúnistaflokksins var lýst yfir að takmarka ætti umhverfisspjöll af völdum mikils vaxtar. UMHVERFISMÁL» Höfundur var utanríkisráðherra Þýskalands og varakanslari 1998 til 2005 og leiðtogi Græningja í næstum því 20 ár. ©Project Syndicate/Institute for Human Sciences 2007. » Vitaskuld munu þessarbreytingar verða til þess að margir valdamiklir aðilar missa spón úr aski sínum. Þeir munu ekki sætta sig við að vera sviptir völdum án þess að svara fyrir sig. Eins og stendur virðast þeir enn hafa yfirhönd- ina eins og sést af því að mikið er talað, en ekkert gert. Ein- mitt þetta þarf að breytast. Í HNOTSKURN »Ítalski iðnjöfurinn Aurelio Peccei ogskoski vísindamaðurinn Alexander King stofnuðu Rómarklúbbinn 1968. »Árið 1972 gaf Rómarklúbburinn útskýrsluna Takmörk vaxtar þar sem því var haldið fram að hagvöxtur gæti ekki haldið áfram endalaust vegna takmark- aðra auðlinda, einkum og sér í lagi olíu. »Skýrslan vakti mikla athygli og seldistí 30 milljónum eintaka. Hún var síðar gagnrýnd fyrir ýkjur og óra, en nú er farið að draga hana fram á ný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.