Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 74
74 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
- Kauptu bíómiðann á netinu -
Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir
Balls of Fury kl. 1:30 - 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára
Balls of Fury kl. 1:30 - 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS
Dark is Rising kl. 1:30 - 3:45 - 5:50 - 8 B.i. 7 ára
Heartbreak Kid kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Ævintýraeyja Ibba m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6
Good Luck Chuck kl. 8 - 10:10 B.i. 14 ára
Resident Evil kl. 10:10 B.i. 16 ára
Hákarlabeita m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:50
Balls of Fury kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára
Dark is Rising kl. 4 - 8 B.i. 7 ára
Eastern Promises kl. 10 B.i. 16 ára
Heartbreak Kid kl. 6 B.i. 12 ára
Sími 564 0000Sími 462 3500
This is England kl. 3 - 6 - 8 - 10
Rouge Assassin kl. 3 - 5:50 - 8 - 10:10
Superbad kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Good Luck Chuck kl. 3 - 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára * Gildir á allar
sýningar merktar
með rauðu
450
KRÓNUR
Í BÍÓ
*
Sími 551 9000
Brjálæðislega fyndin mynd!!
ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST
FRÁ LEIKSTJÓRANUM
DAVID CRONEBERG
Stórkostleg
ævintýramynd
í anda Eragon.
HANN BEIÐ ALLT SITT LÍF EFTIR ÞEIRRI
RÉTTU... VERST AÐ HANN BEIÐ EKKI
VIKU LENGUR
TOPPMYN
DIN
Á ÍSLANDI
Í DAG
Ver
ð aðeins
600 kr.
Í undirheimum ólöglegs borðtennis
er einn maður tilbúinn að leggja allt
í sölurnar til að verða ódauðleg hetja!
Gríðarstór gamanmynd
með litlum kúlum!
BÚÐU ÞIG UNDIR STRÍÐ
HÖRKU HASARMYND MEÐ TVEIMUR
HEITUSTU TÖFFURUNUM Í DAG SVAKALEG
SPENNA FRÁ UPPHAFI TIL ENDA
FRUMSÝNING
SVONA ER ENGLAND
„Þetta er einfaldlega
besta kvikmynd síðustu
ára. Hrá, mikilvæg og
stórskemmtileg!“
- Glamour
Ve
rð a
ðeins
600 kr
.
HVER SAGÐI AÐ RISAEÐLUR VÆRU ÚTDAUÐAR
Með íslensku tali
* Gildir á allar sýningar merktar með rauðu
450 KR. Í BÍÓ*
Fáir tónlistarmenn hafa átteins glæsilega byrjun ásínum ferli og Zach Cond-on. Þegar fyrsta breið-
skífa hans, Gulag Orkestar, sló í
gegn vorið 2006 var hann þegar bú-
inn að hljóðrita þrjár skífur og átti
mikið lagasafn. Ekki er það bara að
hann sé afkastamikill, heldur er
hann og fjölhæfur; tók fyrst upp raf-
tónlistarskífu, þá dúvoppplötu og
rokkskífu. Gulag Orkestar var svo
bræðingur af nýbylgjurokki og
Balkanskagastuði, en ný plata Cond-
ons, The Flying Cup Club, berg-
málar franska sönglagahefð.
Zach Condon, sem fæddist í Albu-
querque í Nýju-Mexíkó, tók fyrst
upp undir nafninu The Real People,
þá fimmtán ára gamall, síðan sem
1971, en hann tók svo upp nafnið
Beirut. Þá var hann nýkominn úr
Evrópuferð þar sem hann komst í
tæri við sígaunatónlist frá Balk-
anskaga. Sú upplifun hafði svo mikil
áhrif á hann að hann tók að semja
tónlist með Balkanskagablæ.
Condon spilar á allt
Í Albuquerque bjó á þeim tíma, og
býr kannski enn, tónlistarmaðurinn
Jeremy Barnes, sem starfar undir
listamannsnafninu A Hawk and a
Hacksaw, en er þó mörgum helst í
minni fyrir það að hafa verið meðal
liðsmanna Neutral Milk Hotel og
komið þannig að meistaraverkinu In
the Aeroplane Over the Sea. Condon
fékk Barnes í lið með sér við að taka
upp hluta af lagasafni sínu, en hann
átti þá 150 lög tilbúin til upptöku, og
Barnes kallaði til félaga sinn úr A
Hawk and a Hacksaw, Heather
Trost.
Condon vann svo megnið af lög-
unum heima í svefnherberginu sínu,
spilaði á hljómborð, harmonikku,
saxófón, klarínett, mandólín, uku-
lele, skógarhorn, klukkuspil og ann-
að slagverk, en Barnes sá um
trommuleik og Trost spilaði á selló
og fiðlu.
Átta manna hljómsveit
Með þessari óvenjulegu hljóð-
færaskipan varð svo til breiðskífan
Gulag Orkestar sem fékk frábæra
dóma víða um heim og var enda með
bestu skífum ársins 2006. Tónlistin
fannst mönnum frábær og iðulega
heyrðist sú samlíking að Condon
sameinaði það besta frá Jeff Mang-
um (Neutral Milk Hotel), Conor
Oberst (Bright Eyes) og Sufjan Ste-
vens.
Viðtökur plötunnar urðu til þess
að Condon fluttist til New York og
smalaði saman í hljómsveit, því tón-
leikatilboðum rigndi yfir sveitina.
Mannaskipan er víst losaraleg og sí-
breytileg, en dugði þó til að leika á
fjölda tónleika á heimslóð vestan
hafs, um þvera Evrópu og eins í
Rússlandi, Tyrklandi og víðar. Með
tímanum varð svo til þéttari kjarni
og nú er sveitin nokkuð fastmótaður
átta manna félagsskapur.
Menn í loftbelg
Þegar mesta tónleikastússið var
að baki fór Condon síðan með sveit-
ina í hljóðver og tók upp stuttskífu,
Lon Gisland, svona rétt til að prufu-
keyra mannskapinn, en í kjölfarið
hófst vinna við nýja breiðskífu fyrir
alvöru. Þær upptökur stóðu í hálft ár
og afraksturinn, The Flying Club
Cup, kom út fyrir skemmstu.
Heiti plötunnar vísar í forna ljós-
mynd sem Condon hafði uppi á vegg
hjá sér á meðan hann samdi lög á
skífuna, ljósmynd af mönnum að
fara upp í loftbelg árið 1910, en
þema plötunnar var Frakkland og er
hverju lagi ætlað að draga upp mynd
af franskri borg. Það kemur kannski
ekki á óvart að Condon býr í París
sem stendur og hefur greinilega
kynnt sér vel franskan vísnasöng og
listamenn á við Francois Hardy,
Charles Aznavour og Jacques Brel.
Myndlýsing Frakklands
Bráðger Zach Condon, hinn bráðungi forsprakki Beirut.
Víst er að unglingurinn
sem rekur hljómsveit-
ina Beirut, Zach Cond-
on, er með efnilegustu
tónlistarmönnum
Bandaríkjanna nú um
stundir. Hann sendi ný-
verið frá sér skífuna
The Flying Club Cup.
arnim@mbl.is
Árni Matthíasson
TÓNLIST Á SUNNUDEGI