Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 35
kvæðu lífsviðhorfi.“ (Pétur Pét- ursson, þulur) Þátttakan í þjóðlífinu Áhrif og athafnasemi heið- urshjónanna voru mikil inn í íslenskt þjóðlíf. Samhliða baráttu Jóns Sig- urðssonar fyrir sjálfstæði okkar Ís- lendinga, sem Jón vann að mestu á danskri grund, unnu þau Tönnies Daníel og María Elizabeth hug og hjarta landans með framtaki sínu, greiðasemi, góðmennsku og gleði. Tönnies Daníel rak með reisn brauðgerðarhúsið. Hann lagði sinn eigin móveg frá brauðgerðinni út í Vatnsmýri, þar sem slíkur vegur var ekki til í Reykjavík. Hann rak myllu til að mala kornið, en myllan er sögð hafa staðið við Garðastræti í nálægð við þar sem nú stendur hús nr. 41 sem var eitt sinn í eigu Ólafs heitins Thors fyrrverandi forsætisráðherra. Tönnies Daníel var bæjarfulltrúi í Reykjavík, hann var elsti borgari Reykjavíkur er hann lést hinn 10. júní árið 1886, sama ár og Reykjavík hélt upp á 100 ára kaupstaðarafmæli sitt. María Elízabeth var myndarleg húsmóðir sem sá um heimilið af mikl- um skörungskap. Hún var besti bak- hjarl sem Tönnies Daníel Bernhöft gat átt. Hún lést í Reykjavík hinn 26. september árið 1875, ári eftir að Danakonungur Kristján IX., færði Íslendingum stjórnaskrá um hin sér- stöku málefni Íslands. Háttsemin Ída Pfeffer, austurísk hefðarkona, segir frá mörgu í ferðasögu sinni sem hún skrifar árið 1845 þegar hún dvaldi hér á landi. En Ída var fyrst kvenna til að skrifa ferðasögu frá Ís- landi. Hún dvaldi hjá Bernhöfts- hjónunum þegar hún var hér á ferð. Í bókinni þakkar hún herra Bernhöft einstaka alúð og vinsemd, ágætri konu hans og elskulegum börnum sem voru henni jafnástúðleg og hjálp- söm. En húsbóndinn og bakarameist- arinn var ólatur þrátt fyrir annríki að aðstoða Ídu með að finna ýmis af- brigði af blómum, skordýrum og skeljum og komst hann í sjöunda himin ef hann fann eitthvað sem var henni framandi. Í bókinni Aldarminning brauðgerð- ariðnaðar á Íslandi 1834-1934 kemur fram að þann 25. ágúst 1934 var ald- arafmælisins minnst með virðulegum hætti. Þar segir meðal annars Daníel Bernhöft barnabarn Bernhöftshjón- anna í þakkarræðu sinni þegar blóm- sveigur var lagður á fjölskyldugraf- reit þeirra í Hólavallakirkjugarði: „Þegar við frændur hinna fram- liðnu, nú erum af þeim komnir, sumir hverjir í fimmta lið, og fyrir löngu orðnir Íslendingar, þá gleður það oss, að forfeður vorir hafa ekki aðeins keypt oss íslenskt þjóðerni, með því að blanda blóði við þjóðina, heldur líka með því, að skapa henni verð- mæti sem fá staðið. Við fyllumst ósk um það, að föðurland vort megi alltaf njóta góðra manna, hvort sem þeir eru íslenskir eins og vér, eða erlendir eins og forfeður vorir voru. Með bestu óskum til föðurlands vors bið ég íslenska mold geyma bein þessara manna og allra annarra sem á einn eða annan veg stuðla að framgangi fósturjarðarinnar og frama.“ Að vera Íslendingur Innflytjendur sem tilbúnir eru að taka þátt í íslensku þjóðlífi af heil- indum eiga góða framtíð í nýju landi. Bernhöftshjónin lögðu sitt af mörk- um inn í íslenskt samfélag af virðingu fyrir landi og þjóð. „Ég get ekki annað gert en biðja Guð að endurgjalda þeim þúsundfalt vingjarnlegt viðmót þeirra.“ (Ída Pfeffer) Við fyllumst ósk um það, að föðurland vort megi alltaf njóta góðra manna, hvort sem þeir eru íslensk- ir eins og vér, eða erlendir eins og forfeður vorir voru. Höfundur er afkomandi Maríu Elíza- bethar og Tönnies Daníels Bernhöft. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 35 Fréttir í tölvupósti Síðumúla 3 · Reykjavík · 553 7355 Hæðasmára 4 · Kópavogur · 555 7355 Tvær verslanir fullar af nýjum vörum Ný sending - Glæsilegur kvenfatnaður Nýtt - Nýtt - Nýtt - Nýtt Ný verslun í Hæðasmára 4 (í sama húsi og Bílaapótek og NC Næs Connection) M b l 9 24 07 9 Aðhaldsundirföt Allar nánari upplýsingar veitir Eggert í síma 896 2644 Til sölu matvöruverslun í Kópavogi Kjörið tækifæri fyrir útsjónasaman og duglegan einstakling sem vill vera sinn eigin herra og njóta ávaxtana. Auðveld kaup - sanngjarnt verð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.