Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 30
bók 30 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ É g uppgötvaði hjá mér hegðunarmynstur, sem endurtók sig aft- ur og aftur, árum sam- an, jafnvel áratugum. Sérgrein mín voru vondar ákvarð- anir. Ef góð og heiðarleg manneskja varð á vegi mínum, sniðgekk ég hana eða hljóp í hina áttina.“ Svo mælir einn dáðasti rokkblús- ari heims, Eric Clapton, á einum stað í ævisögu sinni, Clapton – The Autobiography, sem nýlega kom út, samhliða rjómanum af tónlist hans á tveimur diskum, Complete Clapton. Í bókinni hlífir hann sér hvergi og er ótrúlega opinskár og einlægur. Á köflum dregur hann upp svo óvægna mynd af sjálfum sér að dyggustu aðdáendur geta varla ann- að en viðurkennt að átrúnaðargoð þeirra var lengi – afsakið orða- bragðið – algjör drullusokkur í einkalífinu. Eða allt þar til hann var kominn vel á miðjan aldur – og orð- inn edrú. Hann laug og sveik á báða bóga og urðu ástkonur hans, sem voru býsna margar og flestar íðilfagrar, einkum fyrir barðinu á óheilind- unum. Sjálfur var hann yfirleitt ann- að hvort útúrdópaður af heróíni eða dauðadrukkinn árum saman eins og hann dregur enga dul á. Rauði þráð- ur bókarinnar er fíknin með tilheyr- andi rugli og dómgreindarbresti og baráttan við hana. Uppruni, æska, ástir, öfundsýki, afbrýði og framhjá- höld koma líka mikið við sögu sem og rokk og ról út um allan heim. Clapton varð fljótt goðsögn í tón- listarheiminum, enda feikilega hæf- ur gítarleikari, söngvari, lagasmiður og tónskáld. Frægt varð þegar aðdáandi í hrifningarvímu úðaði slagorðunum Clapton is God á vegg í neðanjarðarlestarstöð í Islington í London eftir tónleika Claptons og John Mayall’s Bluesbreakers á miðjum sjöunda áratugnum. Síðan léku margir gjörninginn eftir og gera enn. Systirin var mamman Drengurinn, sem af mörgum er talinn mesti gítarsnillingur síðustu aldar og það sem af er þessari, ólst upp í fremur fátækri en músíkalskri verkamannafjölskyldu í Ripley í Surrey á Englandi. Þótt amma hans og afi, Rose og Jack Clapp, hafi ekki ættleitt hann, ólu þau hann upp sem sinn eigin son. Framan af vissi Clap- ton ekki betur en að sú væri raunin og að börn þeirra væru systkini hans, þ.á m. Patricia Molly, móðir hans, sem Rose hafði eignast með fyrri manni sínum, Reginald Cecil Clapton. Patricia var aðeins sextán ára þegar hún varð þunguð. Barnsfað- irinn var Edward Walter Fryer, 24 ára hermaður frá Montréal, sem einnig spilaði á píanó með ýmsum danshljómsveitum í Surrey og ná- grenni. Hann reyndist kvæntur og fór til Kanada áður en sonurinn leit dagsins ljós. Sjálf fluttist blóðmóðir Claptons þangað nokkrum árum síð- ar, giftist Kanadamanni og eignaðist með honum þrjú börn. Þegar Clapton var sex eða sjö ára og heyrði frænku sína spyrja Rose hvort hún hefði heyrt frá mömmu hans rann upp fyrir honum ljós. Litli bastarðurinn, eins og Harry frændi kallaði hann stundum góðlát- lega, var réttnefni. Honum hafði líka alltaf þótt skrýtið að þau hétu Clapp en hann Clapton. Þótt honum þætti mjög vænt um fjölskyldu sína, kveðst hann hafa skynjað að í litlum bæ eins og Ripley skammaðist fólk sín fyrir lausaleiksbörn. Allt þetta ruglaði sveininn unga í ríminu. Hann dró sig inn í skel, varð feiminn, einmana og hræddur, en fann hugarró í tónlist, sem hann hlustaði á lon og don. Tilfinningar hans voru því blendnar þegar hann var níu ára og móðir hans kom í heimsókn frá Kanada ásamt tveim- ur börnum sínum. Ógleymanleg höfnun Hann var uppnuminn af glæsileik hennar og persónutöfrum og þegar leið á dvöl hennar gat hann ekki stillt sig og gusaði út úr sér: „Má ég núna kalla þig mömmu?“ Loftið í litla húsinu var rafmagnað og hann skammaðist sín hræðilega. Þegar hún loks svaraði: „Ég held að það sé best, eftir allt sem þau hafa gert fyr- ir þig, að þú kallir ömmu þína og afa áfram mömmu og pabba.“ Höfn- uninni og niðurlægingunni gleymdi hann aldrei. Ekki bætti úr skák að komið var fram við hálfsystkini hans með sinn kanadíska hreim eins og hálfgerðar stjörnur í þorpinu og sjálfur féll hann í skuggann, að því er honum fannst. Hann varð ekki aðeins öfund- sjúkur og skapvondur heldur hröp- uðu einkunnir hans svo að fyrri áform um skólagöngu í Ripley runnu út í sandinn og á endanum fór hann í skóla í næsta þorpi. Þar gerði hann merka uppgötvun, því árið var 1956 og Elvis nokkur Presley kom- inn til sögunnar. Óhamingjusami drengurinn frá Ripley tók gleði sína á ný og áhugi hans á tónlist jókst til muna. Með rjómanum í rokkinu Eftir hefðbundna skólagöngu og ársönn í listum í Kingston College starfaði hann um skeið sem bréfberi og aðstoðarmaður afa síns, sem var múrari. Þeim starfa gegndi hann jafnframt þegar hann var að feta sig áfram á tónlistarbrautinni. Þrettán ára hafði hann fengið sinn fyrsta gítar í afmælisgjöf, en 1962 tókst honum með aðstoð ömmu sinnar og afa að öngla saman fyrir rafmagnsgítar. Innblásinn af áhuga á blús æfði hann sig tímunum saman og náði svo góðum árangri að hon- um þótti sér ekkert að vanbúnaði að fara til London og freista þar gæf- unnar, enda borgin miðpunktur nýrrar gerðar tónlistar á þessum tíma, sannkölluð paradís, ungra, skapandi listamanna. Clapton gekk til liðs við rokk- og blúshljómsveitina The Roosters árið 1963, síðan hljómsveitir eins og The Yardbirds, John Mayall & The Blu- esbreakers og Cream, sem vakti mikla athygli á hljómleikaferðalagi um Bandaríkin og varð heimsfræg fyrir plöturnar Fresh Cream, Dis- raeli Gears, og Wheels of Fire. Þótt Cream væri aðeins starfandi í tvö ár, er hljómsveitin talin ein af áhrifamestu rokkhljómsveitum heims til þessa dags. Ósætti og fleira varð til þess að sveitin leystist upp eftir tvenna tónleika í Royal Al- bert Hall í London síðla árs 1968. Clapton stofnaði þá hljómsveitina, Blind Faith, sem stundum er nefnd fyrsta rokk-„súpergrúppan“, en hún lagði upp laupana eftir útgáfu einn- ar plötu. Þá hafði Clapton fengið nóg af frægðinni og faldi sig hálf- partinn á tónleikaferðalagi með Del- aney & Bonnie & Friends. Hann hóf í auknum mæli að semja lög og Del- aney hvatti hann til að syngja meira sjálfur. Upptökur frá tónleikum sveitarinnar komu út á plötu 1970 og sama ár frumraun Claptons, sem nefndist einfaldlega Clapton. Reuters Lífsblúsinn Frá því Eric Clapton hóf fyrst að spila með hljómsveitum árið 1963 hefur hann verið heillaður af blús. Platan From The Cradle, sem hann sendi frá sér 1994, er óður til blúsins. Ævisaga Erics Claptons er nýkomin út og er hún opinská í meira lagi. Val- gerður Þ. Jónsdóttir las um heróínneyslu, drykkju- skap, tilfinningaflækjur og kvennafar eins dáðasta blúsrokkara heims. Syndajátning rokkara WWW.EBK.DK Á þessum fundi þar sem hægt er að fá einkaviðtöl getum við skýrt þér frá þeim byggingarmöguleikum sem í boði eru fyrir þig miðað við húsin okkar, byggingaraðferðir og afgreiðsluskilyrði við að reisa hús á Íslandi. Gerum tilboð samkvæmt ykkar hugmyndum og óskum. Skráning í einkaviðtal á www.ebk.dk eða beint hjá söluráðgjafa: Trine Lundgaard Olsen - farsími nr. +45 61 62 05 25 – netfang: tlo@ebk.dk Anders Ingemann Jensen - farsími nr.+45 40 20 32 38 – netfang: aj@ebk.dk Söluráðgjafar eru dönsku- og enskutalandi. Vinsamlegast virðið tímaskráningu. EBK Huse A/S hefur meira en 30 ára reynslu af því að byggja og reisa sumarbústaði úr tré. Þekkt dönsk gæðahönnun. EBK Huse er meðal leiðandi fyrirtækja á markaðinum, með 4 útibú í Danmörku og 4 útibú í Þýskalandi. Höfum einnig margra ára reynslu af sumarhúsbyggingum á Íslandi, Þýskalandi og Færeyjum. EBK Huse A/S býður hér með til byggingarfundar 13. – 15. nóvember 2007 í Reykjavík. V/ BELLA CENTER: +45-32 52 46 54, C.F. Møllers Allé, Ørestaden, København Mán.- mið. og lau. 13-17, Sun. og helgidaga 11-17 7 5 6 3 Ert þú í byggingarhugleiðingum? DANSKIR GÆÐASUMARBÚSTAÐIR (HEILSÁRSBÚSTAÐIR)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.