Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 53 ... í öruggum höndum Fjarðargötu 19 • Fax 565 5572 Opið: mán-fim 9-18 og fös 9-17 Traust og góð þjónusta + Örugg skjalagerð = Vel heppnuð fasteignaviðskipti Gunnar Sv. Friðriksson hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali www.fasteignastofan.is • Allar eignir á mbl.is 565 5522 Opið hús í dag milli kl. 16 - 17 Krosseyrarvegur 6 – V. Hafnarfj. Í einkasölu mjög falleg neðri hæð og kjallari í tvíbýli á þessum frá- bæra stað. Íbúðin er alls 95 fm og er nýbúið að endurnýja allt bað- herbergið. Húsið sjálft var málað í sumar og lítur afar vel út. Stutt í skóla og miðbærinn í göngufæri. Áhvílandi lán frá Landsbankanum ca 14 millj. getur fylgt. Verð 24,9 millj. Sýnum í dag snyrtilega og töluvert endurnýjaða 92 fm íbúð á tveimur hæðum ásamt þvottahúsi og geymslu í kjallara. Íbúð er: Forstofa, baðher- bergi, 2 stofur, eldhús, gangur, 4 svefnherbergi, í kjallara er þvottahús og geymsla. Ástand og útlit húss að utan mjög gott. Fjöldi fermetra er talsvert meiri heldur en er gefið upp þar sem að efri hæð er undir súð. V. 27,9 m. Ásgerður s: 691 4161 & Margrét s: 696 3683 sölumenn frá Fasteign.is verða á staðnum. OPIÐ HÚS Í DAG KL. 16-16:30 Suðurgata 21 – HAFNARFIRÐI SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. M b l 9 31 69 3 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Ný uppgert ca 176 fm íbúðarhús úr timbri sem stendur á 751 fm lóð með mikilli trá- rækt. Aftan við lóðina er opið svæði en hinu megin við veginn er stutt í Elliðaárnar. Sölumenn Borga sýna. V. 57,0 m. 8042 DIMMUHVARF - KÓPAVOGUR www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Opið hús í dag á milli kl. kl. 16-17 Þorláksgeisla 1 Í einkasölu glæsileg ný, fullbúin, rúmgóð 101,8 fm, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð (0202) í nýju lyftu- húsi á rólegum stað í Grafar- holti. Stæði í upphituðu, loft- ræstu bílskýli fylgir íbúðinni, inn- angengt í stigagang úr bílskýl- inu. Tvennar svalir fylgja íbúðinni. ÍB: Forstofa (flísal.) þvottaher- bergi (flísal.) innaf með skolvask. Hol (eikarparket). Eldhús með borðkrók (eikarparket). Falleg eikarinnrétting. Rúmgóð stofa (eik- arparket). Útgengt á rúmgóðar flísalagðar suðvestursvalir. Svefn- álma (eikarparket). 2 góð svefnherbergi (eikarparket á báðum). skápar í báðum herb. Útgengt úr hjónaherbergi á sér suðvestur flísal. svalir. Baðherbergi flísalagt með baðkari, sturtu, innréttingu, handklæðaofni og innfeldu wc. Sérgeymsla í kjallara. Verð 26,9 millj. ÍBÚÐIN ER LAUS FLJÓTLEGA. Kristján tekur á móti gestum í dag á milli kl. 16:00-17:00 Sími 588 4477 Opið hús í dag á milli kl. kl. 15-16 Andrésbrunnur 14 íb 0301 Í einkasölu glæsileg fullbúin 3ja herb. ca 96 fm íb. á efstu hæð (3ju) í fallegu vel staðsettu húsi á útsýnisstað. Ljósar viðarinnrétt. Glæsilegt útsýni. Parket og flís- ar. Stórar svalir. Stæði í 3ja bíla bílskýli, innangengt úr sameign. Verð 25,4 millj. Bjarnheiður og Friðgeir taka á móti áhugasömum í dag sunnudag frá kl. 15-16. Skipholt 29B - ný glæsileg íbúð Bókið skoðun í dag hjá Heiðari í 693-3356 Í einkasölu glæsileg ca 105 fm íbúð á 2. hæð í nýju mjög vönd- uðu vel staðs. lyftuhúsi. Vand- aðar innrétt. Þvottah. í íbúð. Stórar suðursvalir. Á efstu hæð er sameiginl. garðskáli og ca 70 fm svalir. Til afh. við kaupsamn- ing Verð 33,9 millj. Heiðar sölumaður á Valhöll er með lykil og hægt er að bóka skoðun í dag í síma 693-3356. Opið hús í dag á milli kl. kl. 14-16 Sólheimar 25 – laus Vel skipulögð 4ra herb. íbúð á 3. hæð í eftirsóttu lyftuhúsi á frá- bærum stað í austurbænum. Íbúðin skiptist í 3 svefnherb., stofu, eldhús og flísalagt bað- herbergi. Íbúðin er mikið upp- runaleg. Sameign er mjög góð. Íbúðinni fylgir sérgeymsla og sameiginlegt þvottahús á 12. hæð. Verð 23,8 millj. Örn sýnir íbúðina í dag milli kl.14-16, íbúð 301. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Nýkomið í einkasölu sérlega gott, nýlegt (2002) 217 fm hesthús. Um er að ræða 30 hesta hús í Fjárborgum, Hólmsheiði 18 B í Rvík. Húsið er nær fullbúið, óvenju stór lóð. Hag- stæð lán ca 30 millj. Verð 33,5 millj. Upplýsingar gefur Helgi Jón s. 893-2233. HESTHÚS HÓLMSHEIÐI - FJÁRBORGIR Fasteignasala Lögmanna Suðurlandi Austurvegi 3 - 800 Selfossi sími 480 2900 - www.log.is Löggiltir fasteignasalar: Ólafur Björnsson hrl. Sigurður Sigurjónsson hrl. og Christiane L. Bahner hdl. LANDSPILDA VIÐ SELFOSS Um er að ræða 25 ha landspildu sem liggur alveg við suðurbyggðarhverfið á Selfossi og er því kjörið byggingaland. Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi Í LEIÐARA Morgunblaðsins 30. október sem ber yfirskriftina „Framkvæmdagleði og fúsk“ er vís- að í frásagnir fjölmiðla um galla og ófullnægjandi frágang á nýbyggðu íbúðarhúsnæði. Þau orð, sem mælt eru í þessum leiðara, eru í tíma töl- uð. Þar segir að mikill hraði sé nú í framkvæmdum og heil hverfi rísi á fáum árum, en framkvæmdahrað- inn eigi sér dökkar hliðar. Galla- málum „rigni“ yfir Húseigendafé- lagið og forstjóri verktakafyrirtækis segi, að menn séu almennt sammála um að bygg- ingarhraðinn sé orðinn óraunhæfur: „Það er alltaf verið að ganga út á ystu nöf með að steypa sé orðin nógu hörð þegar hitt eða þetta er gert.“ Í leiðara Mbl. segir ennfremur, að ef húsnæði er reist svo hratt, að ekki vinnist tími til að ganga al- mennilega frá, sé komið í óefni. Mál af þessu tagi bitni verst á neytandanum. Eigendur húsnæðis eigi sérlega erfitt með að sækja rétt sinn og það geti kostað mikinn tíma og fé að fá gert við húsnæði eða tjón bætt þegar eitthvað fer úrskeiðis. Loks segir Mbl., að það sé óþol- andi fyrir einstaklinga, sem hafi lagt í mestu fjárfestingu ævinnar, að uppgötva að nýja húsnæðið heldur ekki vatni – og spyr hvernig best sé að veita þeim, sem standa í og bera ábyrgð á framkvæmdum, viðunandi aðhald. Hvernig á að tryggja að fúskararnir haldi ekki áfram að byggja og vinnubrögð þeirra bitni ekki á fleirum? Þeirri spurningu svarar blaðið með því að segja að „eftirlit með fram- kvæmdum þarf að vera í lagi.“ Þar stendur hnífurinn í kúnni! Í gildandi byggingarreglugerð, sem öllum ber að hlíta, segir að markmið hennar sé að tryggja rétt- aröryggi í meðferð byggingarmála þannig að réttur einstaklinga verði ekki fyrir borð borinn. Þar segir einnig að bygging- arfulltrúar skuli hafa eftirlit með að byggt sé í samræmi við gildandi lagaákvæði og reglugerðir um skipulags- og byggingarmál. Vott- orð um lokaúttekt megi ekki gefa út nema að fullnægt hafi verið öll- um tilskildum ákvæðum um gerð og búnað, sem krafist er fyrir íbúð- arhúsnæði. Er þetta ekki nóg? Jú, sam- kvæmt orðanna hljóðan – en ekki í verki. Kjarni málsins er sá, að því er ekki fylgt nógsamlega eftir, að ákvæði byggingarreglugerðar séu virt. Eftirlit er í höndum bygging- arfulltrúa á hverjum stað, en það eftirlit hefur í raun ekki náð nema að takmörkuðu leyti yfir þá verk- þætti, sem skera úr um, hvort hús- bygging sé ógölluð, vel smíðuð og frágengin. Eftirlitið er lögum sam- kvæmt einnig á könnu bygging- arstjóra viðkomandi húsbyggingar. Byggingarstjóri er oftar en ekki sá, sem byggir húsið og jafnvel selur, á meðan væntanlegur eigandi er víðs fjarri. Hann á því eftirlitslítið að hafa eftirlit með sjálfum sér. Og hvers konar eftirlit er nú það? Trúverðugt eftirlit byggist á gæðakerfum og gæðastöðlum, sem eiga að fyrirbyggja galla og eru órofa þáttur í góðum verkferlum, hvort heldur sem um er að ræða vöruframleiðslu, þjónustu eða verk- framkvæmdir. Bygging íbúðar- húsnæðis virðist undanþegin þessu sjálfsagða aðhaldi með þeim hrap- allegu afleiðingum, sem fólk les nú um í fjölmiðlum og býr við í „draumaíbúðum“ sínum. EGGERT HAUKSSON, viðskiptafræðingur, Kórsölum 5, Kópavogi. Er fúsk í bygging- areftirliti? Frá Eggerti Haukssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.