Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 14
milljónir á genginu 1,278. Gangi OR gegn því samkomulagi sem gert var við Bjarna eða ef ágreiningur verður um samþykktir eða nýja fjárfesta hefur Bjarni sölurétt á OR á upp- runalegu kaupverði auk veðbóta. Engin slík trygging er þó fyrir þeim milljarði sem Bjarni skuldbatt sig síðar til að leggja fram við samruna REI og GGE. „Ég veit það ekki,“ segir Bjarni hreinskilnislega, aðspurður hvort fé- lagið hafi í raun verið tækt til að fá fjárfesta á þessum tíma. „En ég er fjárfestir og það var alltaf grunn- forsenda fyrir aðkomu minni. Og skilyrði að OR fengi einkafjármagn að fyrirtækinu og færi í minnihluta.“ Einnig er tilkynnt þennan dag að Guðmundur Þóroddsson taki sér sjö mánaða leyfi sem forstjóri OR og verði forstjóri REI til bráðabirgða. Birni Ársæli hafði verið boðin stað- an, en hafnað því. Straumhvörf í málinu Björn Ingi lýsti undrun og vel- þóknun þegar Haukur skýrði honum frá því að Bjarna hefði verið boðið starfið og segir viðbótarhlutafé Bjarna „innan heimilda“, ekkert hafi verið óeðlilegt við þau að sínu mati. Enda hafi þetta verið kynnt op- inberlega og engin mótmæli komið fram. „Ekki eitt einasta orð.“ Einhverjar óánægjuraddir hafa þó borist til OR, því Hjörleifur B. Kvar- an hafði orð á því að sér hefði komið á óvart eftir ráðninguna hvað Bjarni væri umdeildur. Og ekki var ánægja með ráðninguna sums staðar í röðum sjálfstæðismanna, sem töldu farið of geyst í sakirnar. En vart er um það blöðum að fletta að Bjarni hafði bæði reynslu og þekkingu til að takast á við þetta starf. „Ég held að þarna hafi orðið ákveðin straumhvörf í þessu máli,“ segir Hjörleifur B. Kvaran. „Þegar við vorum komnir með öflugan stjórnarformann og framkvæmda- stjóra í félagið sáu aðrir að Orkuveit- an færi út í þetta af miklum þunga, forskotið á aðra væri þegar mikið og yrði hugsanlega meira. Ég held að eigendur GGE hafi gert sér grein fyrir að risinn hefði vaknað og væri kominn af stað.“ Það sem vakti athygli meðal borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins var hinsvegar að í fréttatilkynningunni sagði að stefnt væri að því að OR yrði „kjölfestufjárfestir með um 40% hlutafjár“ í REI og að REI hygðist „búa yfir um 50 milljarða hlutafé til að hefja fjármögnun alþjóðlegra jarðhitaverkefna.“ Þegar borgarfulltrúarnir lesa töl- una 50 milljarðar í blöðunum fara þeir fram á fund um málefni OR og hvað standi til þar. „Við biðjum um þetta fund eftir fund, en aldrei gerist neitt,“ segir Gísli Marteinn Bald- ursson. „En við upplifðum þetta ekki þannig að það lægi neitt á. Nú vitum við að níu dögum seinna hefjast samningaviðræður og þá virðist ekki hafa mátt segja neitt.“ Fjárfestar í London Með ráðningu Bjarna fer „allt á fleygiferð“ og á tveim vikum er búið að „handsala“ samruna við GGE. Þó er staðan sú þegar Bjarni er ráðinn að „engar þreifingar um sameiningu eru komnar af stað [við GGE], að því er ég best veit,“ segir Hjörleifur B. Kvaran. Atburðarásin var hröð. Stuttu eftir ráðninguna, 17. til 18. september, fer Bjarni með stjórn REI, Birni Inga og Hauki, og heldur kynningarfundi í London með fjár- festum, s.s. Barclays, JP Morgan, Morgan Stanley, Merryl Lynch og Novator. Auk þess höfðu þreifingar haldið áfram við Landsbankann, Kaupþing og Century Aluminium. Í Lundúnaferðinni sýndu margir áhuga á að koma að félaginu, að sögn Hjörleifs, og var spurningin fyrst og fremst sú hversu margir fjárfestarnir ættu að vera og hversu stórir. „Flest- ir sóttust eftir því að vera stórir.“ Heima á Íslandi er Lex lögmanns- stofu falið 17. september að vinna samning byggðan á stofnsamningi REI og skjali þar sem gert er ráð fyr- ir einkaréttarsamningi til tíu ára, m.a. „á öllum ferlum, aðferðafræði og uppfinningum OR utan Íslands.“ Sama dag er stjórnarformanni heimilað að semja við Jón Diðrik Jónsson um að gerast ráðgjafi til ára- móta við stefnumótun, en hann hafði áður unnið að því með Bjarna að koma upp orkuteymi Glitnis og hafði reynslu af viðskiptum í Suðaustur- Asíu. Jón Diðrik kemur með viðbót- arhlutafé upp á 30 milljónir á genginu 1,278. Viðræður við Geysi GGE óskaði eftir því við Hauk Leósson að taka upp viðræður um hugsanlegan samruna við REI. Að sögn Bjarna Ármannssonar kom þrennt til greina, samruni, krosseign- arhald eða samstarf. Og skilaboðin voru skýr frá GGE – stefnt yrði að formlegu eða óformlegu samstarfi og ef ekki, þá yrði samkeppni af fullri hörku. „Ég held að spilað hafi inn í, sem menn áttu ekki von á, að það skap- aðist fljótlega núningur á milli félag- anna. Menn héldu að heimurinn væri svo stór leikvöllur að menn myndu ekki rekast á, en reyndin varð önn- ur,“ segir Hjörleifur B. Kvaran. Einnig höfðu verið hörð átök um Hitaveitu Suðurnesja á milli OR og GGE. Þeim lauk með hluthafa- samkomulagi í júlí sem fól í sér að sveitarfélögin héldu meirihluta sínum í félaginu. „Nú var komin upp ný staða, sem kom á óvart miðað við hvað þeir höfðu verið kokhraustir í sinni nálgun,“ segir Björn Ingi. Fyrstu viðræður fóru fram í stöðv- arstjórahúsinu 20. september. Sá vettvangur átti eftir að komast í sögubækurnar. Fyrir hönd REI voru á fundinum Bjarni Ármannsson, Haukur Leósson, Björn Ingi Hrafns- son og Guðmundur Þóroddsson, en Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason fyrir GGE. Á meðal þess sem var til umræðu voru forsendur verðmats á REI og GGE. Björn Ingi Hrafnsson segir að sér sé minnisstætt frá þeim fundi að „það sé alveg á hreinu að þær hugmyndir sem hann hafi sett fram um verðmat á REI hafi þeim fundist „vera brand- ari, bísnessmönnunum.“ Enda hafi ekki mikið af því verið fast í hendi hjá REI á meðan GGE státaði af nokkrum fyrirtækjum í heilbrigðum rekstri. Bjarni Ármannsson kannast við lýsinguna á viðbrögðum „bísness- mannanna“. „Hannes hló hæðnislega að okkur þegar verðið var nefnt. En það er allt partur af geiminu,“ segir hann sallarólegur. „Þetta er bara eins og í pólitíkinni; maður verður að hlusta á hvað fólk vill en ekki hvað það segir.“ Þetta var ekki langur fundur. Nið- urstaðan var sú að Bjarni og Hannes héldu umleitunum áfram „ásamt sín- um mönnum“. Tveim dögum síðar, á laugardegi, funduðu þeir á heimili Hannesar og sömdu um meg- inatriðin. Umrædda helgi var Hjör- leifur B. Kvaran erlendis. „Þar náum við saman um eitthvað sem ég get treyst mér til að mæla með við REI og Haukur sín megin við OR. Ég sagði skýrt að sá sem hefði ákvörð- unarvald um það hvort málið héldi áfram héti Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son,“ segir Bjarni. Margfrægt minnisblað Upp úr því skrifar Bjarni marg- frægt minnisblað sem hann segist hafa farið með ásamt Hauki til Vil- hjálms á sunnudeginum, en Vil- hjálmur kannast ekki við að hafa fengið. Þar er farið yfir samrunaferl- ið og segir Bjarni að hann og Haukur hafi „labbað í gegnum það“ með Vil- hjálmi á þriggja tíma fundi. Það vekur spurningar hjá viðmæl- endum hvernig standi á því að Vil- hjálmur hitti Bjarna og Hauk einn heima hjá sér þegar svona stórt mál er umræðu og af hverju hafi ekki verið skrifuð fundargerð eða a.m- .k.minnsta kosti eitthvað til staðfest- ingar á því að skilningur allra á fund- inum væri sá sami á niðurstöðunni. Í þeim hluta minnisblaðsins sem gerður hefur verið opinber er hlutur OR í Hitaveitu Suðurnesja skyndi- lega kominn inn og metinn á 9 millj- arða, en svo hafði ekki verið í eldri hugmyndum og samningsdrögum. Jafnframt er kveðið á um að REI fái kauprétt að þeim bréfum sem OR kunni að eignast í Hitaveitunni og OR reyni að kaupa hlutabréf Hafn- arfjarðar „svo fljótt sem auðið er“. Það sem vakið hefur mestar um- ræður er klásúla um að OR og REI „geri samning sín á milli sem tryggi aðgang að þekkingu og starfsfólki OR. Jafnframt heimili notkun vöru- merkisins og að Orkuveitan beini öll- um verkefnum utan Íslands til REI. Samningur um slíkt sé til 20 ára.“ Vilhjálmur kannast ekki við að hafa heyrt um 20 ára samning, sem feli í sér einkarétt, á fundinum. En hvað sem fram fór, þá fá Bjarni og Haukur umboð borgarstjóra til að semja við GGE og handsala Bjarni og Hannes samkomulagið á mánu- deginum. Eftir annasamar tvær vik- ur fer Bjarni síðdegis sama dag til Afríku að skoða hjálparstarf SPES og Unicef. Það hefur verið gagnrýnt að geng- ið hafi verið til samninga við GGE þegar margir aðrir hafi sýnt áhuga. „Af hverju vorum við að púkka upp á REI – komu þeir með eitthvað að samningaborðinu?“ veltir Bjarni Ár- mannsson upp. „Allir fjárfestar verða að svara einni spurningu: Hvernig ætlum við að exitera? Í þessu tilfelli var horft til skráningar á markað. Með samruna REI og GGE er skráningu flýtt um 1,5 til 3 ár, að mínu mati.“ Hann segir að framleiðsla hefjist ekki hjá REI fyrr en í fyrsta lagi árið 2011. „Maður fer ekki með félag á markað sem ekki er með framleiðslu. En með sameiningu við GGE er orð- ið að veruleika fyrirtæki með fram- leiðslu, sérþekkingu á lykilsviði, einkaleyfi, framleiðslu- og verk- efnalínu og starfsemi sem teygir anga sína um allan heim.“ Lagst yfir samninga Haukur lætur Hjörleifi í té minn- isblaðið 25. september og segir að                                                       ! "       #    $   # %   # &      #'  ! (  )    *    &    !# !     +   (     # &  ,     #   + ! )      ) ! )  -%  &           '      -!         # ,    .+   /   0   !     /   &       #   1   ! & #    &     *    &     /    /       ' 2     #    /&     #  %  $    #3       ,   ,1 # # ,-! ) ,(  )% ! -! #     , )        ! -! )  #   /& !# ' 24  ++)     5   )! 4     0. #!    !     #    ++  #!  , #    !    #      (  .  #!  . !       3 #!    $  &   ,  , -! )  ! -! #       /& ++ #   1     ,.     /&,#!       #    (    &    # !#      /&         # /        6 !##   &'7 ,       !#    #            &'7 ( ( '       $   #  !  '   & #    &    !#    1   &       # ! .   )!! 8!     " #!      #    "    !#                  Það kom þrennt til greina, samruni, krosseignarhald eða samstarf. Og skilaboðin voru skýr frá Geysi Green Energy – stefnt yrði að form- legu eða óformlegu samstarfi og ef ekki, þá yrði samkeppni af fullri hörku. Efst Bjarni Ármannsson, Björn Ingi Hrafnsson og Björgólfur Guðmunds- son í kvöldverði borgarstjóra eftir tendrun friðarljóss í Viðey. Í miðju Al- freð Þorsteinsson, þáverandi stjórnarformaður OR, og Guðmundur Þór- oddsson, sem er í leyfi hjá OR til að gegna stöðu forstjóra REI. Neðst Guðlaugur Þór Þórðarson, þáv. stjórnarformaður OR, borgarstjóri Djíbút- ís og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri skrifa undir.  » 14 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.