Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 38
samfélag 38 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ I. Það mun hafa verið í lok júlí 1943, að ég var ráðinn í vinnu til föðurbróður míns, Ársæls Sveins- sonar (1893-1969), útvegsbónda á Fögrubrekku í Vestmannaeyjum. Tók ég mér far með áætlunarbíl Páls Guðjónssonar (1904-1959) frá Reykjavík til Stokkseyrar, en hann hafði þá sérleið og var nefndur „Bíla-Páll“. Vélbáturinn Gísli John- sen VE-100 hélt uppi siglingum milli Eyja og lands, skipstjóri Sig- urjón Ingvarsson (1895-1986). Sigl- ingin til Eyja tók röska þrjá tíma og var sæmilegt í sjóinn, svo ég varð ekki sjóveikur. Ársæll frændi tók á móti mér á bryggjunni og var þegar haldið heim á Fögrubrekku, þar sem höfðingskonan Laufey Sig- urðardóttir (1895-1962) tók á móti mér og dvaldi ég hjá þeim hjónum þær sjö vikur, sem ég dvaldi í Eyj- um. Í ljósriti af vinnuskýrslum, sem nafni minn Ársælsson sendi mér nýlega, er fyrirsögnin „Vinna við húsbyggingu“. Mun hér átt við Strandveg 80 en það var skrifstofu- og verkstæðisbygging í sambandi við Skipasmíðastöð Ársæls Sveins- sonar (Skipasmíðastöð Vest- mannaeyja). Ársæll keypti fyrst gamlan slipp um 1940, en gerði fljótlega úr honum alvöruslipp og man ég að talið var að 1.100 tunnur af sementi hefðu farið í þá end- urnýjun. Tók slippurinn allt upp í 150 tonna skip og gátu 20 vertíð- arbátar 50-60 tonna verið uppi í honum samtímis. Yfirsmiður við bygginguna á Strandvegi 80 var Magnús Ísleifsson (1875-1949) í London. Alls vorum við 15, sem unnum við bygginguna skv. launa- skránni. Steypuhrærivél var fengin að láni hjá Helga Benediktssyni (1899-1971) útgerðarmanni. Eng- ilbert Jónasson (1906-1987) í Hóls- húsi skar fyrir sementspokana og hellti sementinu í hrærivélina, ég sá um hraunmölina, en nafni minn Ár- sælsson um sandinn. Við vorum sendir inn í Herjólfsdal að sækja ryðgaðar tunnugjarðir, sem Magn- ús notaði til þess að styðja við upp- sláttinn í grunninum. Hlógu margir að þessari sérvisku Magnúsar, „en þeir hlógu ekki þegar uppslátturinn fauk hjá þeim, en stóð sig hjá mér“. Ein setning er mér minnisstæð, sem Magnús sagði við mig: „Hvað ert þú að gera hér í Eyjum, Leifur, ekki varst þú sendur hingað til þess að vinna?“ Hann hélt að synir frá efnaheimilum ynnu almennt ekki erfiðisvinnu, en þar ruglaði hann stríðsárunum saman við fyrirstríðs- árin, því þá var atvinnuleysi og kreppa, þannig að verkamenn sátu fyrir um alla vinnu. Smám saman þokaðist byggingin áfram og er ég hélt til Stokkseyrar snemma í sept- ember, þá var 2. hæðin uppsteypt. II. Ársæll hafði mikið umleikis fyrir utan byggingu Strandvegar 80, tvær kýr í fjósi og heyskapur í sam- bandi við þær. Léleg þótti mér nyt- in úr þessum kúm miðað við kýr Þórhallsbarna í Vogum í Mývatns- sveit. Grána gamla og Rauðka mjólkuðu þetta 18-20 merkur í mál eftir burð og héldu nytinni lengi á eftir, en kýr Ársæls 8-11 merkur í mál til samanburðar. Hafði ég Ár- nesinga grunaða um að selja mis- heppnaðar kýr til Eyja til að losna við þær. Minnisstæðast við vinnu okkar við Slippinn var þegar kjölur var reistur að 65 tonna bát, sem hlaut nafnið Kári VE-47. Allt liðið, sem hjá Ársæli vann, 19 manns, var mjög samtaka um þetta verk, allir með kaðla að halda kilinum réttum við reisninguna, sem tókst full- komlega, nema buxur verkstjórans rifnuðu við átakið. Verkstjórinn í Slippnum hét Runólfur Jóhannsson (1898-1967) og teiknaði hann flesta báta, sem í slipp Ársæls voru byggðir. Í fyrstu var Jón Gestsson (1909-1943) slippstjóri, en við lát hans tók Kristján Björnsson (1916- 1979) við. Einn iðnnemi var í Slippnum, Anton Júlíus Guðjónsson (1907-1991), en hann var um skeið kvæntur Aðalheiði Bjarnfreðs- dóttur (1921-1994), síðar alþing- iskonu. Mér er minnisstætt, er ég aðstoðaði hana við að skilja við Ant- on, en þar leysti vinur minn Guð- mundur Jónsson (f. 1925), þá fulltrúi borgardómara, síðar hæsta- réttardómari, ljúflega úr málum hennar. Tveir menn höfðu þann starfa í Slippnum að „kalfatre“ eins og það heitir á dönsku, en almennt kallað að kalfatta á íslensku, þótt það finnist ekki í orðabókum. Lærði ég að kalfatta af þeim félögum og kom það sér vel síðar í lífinu, þegar við hestamenn fluttum hross út í Viðey til haustbeitar, þá kalfattaði ég míglekan nótabát með öðrum, svo hann flaut út í Viðey og voru sex hross flutt í einu í hverri ferð. Þau voru síðan sótt aftur fyrir jólin. Mig minnir að kalfattararnir hafi verið þeir Guðjón Jónsson (1905- 1965) frá Vinaminni og Sigurður Bjarnason (1895-1981), Brekastíg 23, en nafni minn Ársælsson telur það vera misminni hjá mér, enda vart að treysta minni eftir 64 ár. III. Fyrir utan steypuvinnuna var að- alstarf okkar aðdrættir á efni. Sandur var sóttur inn í Botn, þar sem síðar var byggð Friðarhöfnin. Hraunmöl sótt inn í Herjólfsdal, eða miðja vegu þangað, í hrauns- kriður, og var það hið versta verk að moka mölinni upp á bílpallinn. Ekki má gleyma heyskapnum. Tvær kýr þurftu mikið vetrarfóður og átti Ársæll m.a. tún, sem nefnt var Helgafellstún. Þar var heyjað handa kúnum, en miklir óþurrkar höfðu verið í júlí og var heyið á Helgafellstúninu marghrakið, svo háin var tekin að spretta upp á milli hins hrakta heys. Besta veður var, þegar við vorum að reyna að bjarga þessu heyi og það svo, að einn fé- lagi minn sofnaði í heyinu og var hýrudreginn um 1½ tíma fyrir þá sök. Trausti Jónsson veðurfræð- ingur lýsir þessu sumri svo í bók sinni „Veður á Íslandi í 100 ár“: „Júlí: Fremur hráslagalegt með köflum og votviðrasamt, einkum fyrir norðan. Hafís við Horn- strandir og inn eftir Húnaflóa og NV af Grímsey.“ „Ágúst: Mjög kalt, mjög þurrt, nema n-lands, þar voru miklir óþurrkar.“ Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum átti að venju að fara fram í byrjun ágúst, þ.e. hinn 6.-8., en vegna fárviðris varð að framlengja hana um einn dag, þar sem mörg tjöld höfðu fokið í Herj- ólfsdal og ófært til Stokkseyrar með Gísla Johnsen VE-100. Menn höfðu yfirleitt klárað allt sitt áfengi, svo nú settu nokkrir ógæfumenn eitraðan tréspíra í umferð með þeim hörmulegu afleiðingum, að níu dóu, einn varð blindur og 20 urðu veikir. Í hæstaréttardómi í málinu nr. 73/1944 var dómur kveðinn upp hinn 9. febrúar 1945 og tveir menn dæmdir í fangelsi, annar í 12 mán- aða, en hinn í sex mánaða fangelsi. Sá þriðji, sem ákærður var, var sýknaður. Áhöfnin á Stakksárfossi VE-245 hafði fundið ómerkta tunnu á reki, hirt hana og fór með sýn- ishorn af innihaldinu til apótek- arans í Vestmannaeyjum. Einn hinna ákærðu skildi eftir sýnishorn af innihaldi tunnunnar hjá lyfsal- anum, en „hann kvaðst ekki geta sagt um, hvaða vökvi þetta væri, þar sem hann hefði ekki tæki til efnagreiningar. Hins vegar varaði hann við að nota vökvann til drykkjar“. Þrátt fyrir þessar aðvar- anir lyfsalans fór nokkurt magn af þessu eitraða metanóli í umferð með fyrrgreindum afleiðingum. Andrúmsloftið í bænum dagana á eftir var ólýsanlegt. Alger drungi lagðist yfir bæinn, í tvo daga var engin vinna hafin, hvorki hjá Ársæli frænda né á öðrum vinnustöðum. Menn voru sem lamaðir. IV. Ég fór í tvær heimsóknir þessar vikur, fyrri heimsóknin var til Vestmannaeyjasumarið 1943 Ársæll keypti fyrst gamlan slipp um 1940, en gerði fljót- lega úr honum alvöru- slipp og man ég að talið var að 1.100 tunnur af sementi hefðu farið í þá end- urnýjun. Tók slipp- urinn allt upp í 150 tonna skip og gátu 20 vertíðarbátar 50-60 tonna verið uppi í honum samtímis. Eftir Leif Sveinsson Úr bókinni Iceland frá 1955/Hanns Reich Verlag, Munich. Athafnalíf Skipasmíðastöð Ársæls Sveinssonar (Skipasmíðastöð Vestmannaeyja) og Strandvegur 80. Reisulegt Fagrabrekka í Vestmannaeyjum (Vestmannabraut 68).Vestmannaeyjar Falleg Stremba í dag. Höfðingshjón Laufey Sigurðardóttir og Ársæll Sveinsson á Fögrubrekku. Sumarkvöld Vestmannaeyjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.