Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 64
64 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Borgar-ráð hefur hafnað sam-runa Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysir Green Energy (GGE). Svandís Svavarsdóttir, for-maður stýri-hóps um sam-runa REI og GGE segir ástæðurnar fyrir því aðal-lega tvær: allar reglur hafi verið þver-brotnar, um-boð farið fyrir ofan garð og neðan auk þess sem kynningu og opin-berri um-ræðu hefði verið ábóta-vant. Full-trúar allra flokka fögnuðu niður-stöðunni að loknum borgar-ráðsfundi. Björn Ingi Hrafnsson sagði m.a. að upp-lýsingar hefðu komið fram um að ekki hefði verið rétt staðið að sam-runanum og því nauðsyn-legt að byrja með hreint borð. Hannes Smárason, stjórnar-formaður Geysir Green, segist þurfa að fara yfir málið með lög-mönnum fé-lagsins og telur samn-inga standa þar til annað kemur í ljós. Bjarni Ármannsson, stjórnar-formaður REI, sagði í fréttum Stöðvar 2, að ákvörðunin ylli sér þungum von-brigðum og sér sýndist að verið væri að kasta veru-legum fjár-munum á glæ. Borgar-ráð hafnar sam-runanum Morgunblaðið/Sverrir Gagn-rýna stýri-vexti Á föstu-daginn gagn-rýndu ráð-herrrar á Al-þingi Seðla-bankann fyrir hækkun stýri-vaxta, sem bankinn boðaði. Geir H. Haarde, forsætis-ráðherra, sagði að hækkunin væri ekki hepp-ileg fyrir það sem fram-undan væri, sérstak-lega í kjara-samningum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkis-ráðherra, sagði að Seðla-bankinn virtist í rök-stuðningi fyrir hækkuninni aðal-lega horfa í baksýnis-spegilinn. Ung-frú Skandinavía Fanney Lára Guðmundsdóttir var á miðvikudags-kvöld kjörin Miss Scandinavia Baltic Sea. Keppnin var haldin um borð í glæsilegu skemmti-- ferða-skipi sem sigldi á milli Helsinki og Tallinn. Fanney var valin Ungfrú Reykjavík í ár og hafnaði í 3. sæti í Ungfrú Ísland. „Til-finningin er alveg æðis-leg og ég bjóst alls ekki við þessu,“ sagði hin tví-tuga Kópavogs-mær. Valdir í heims-liðið Á þriðju-daginn voru hand-knattleiks-kappanir Snorri Steinn Guðjónsson, og Ólafur Stefánsson valdir í heims-liðið í hand-knattleik. Liðið kemur saman í Egypta-landi 2. desember af til-efni 50 ára afmælis Hand-knattleiks-sambands Egypta-lands. Bocelli hélt tón-leika Blindi tenór-- söngvarinn Andrea Bocelli frá Ítalíu hélt sína fyrstu á Íslanditón-leika á miðviku- dags-kvöld í Egilshöll. Hann söng ítölsk, spænsk og frönsk söng-lög, aríur og dúetta ásamt Danielu Bruera sópran og Gianfranco Montresor baritón. 6000 manns komu á tón-leikana, en flestir of seint vegna umferðar-öngþveitis við Egils-höllina. Ný-dönsk er 20 ára Á mánu-daginn hélt hljóm-sveitin Ný-dönsk 20 ára afmælis-tónleika í Borgar-leikhúsinu. Eftir-spurnin eftir miðum var svo mikil að sveitin hélt tvenna tón-leika og mun halda aðra tvenna tón-leika á Akureyri næsta þriðju-dag. Stutt Fanney Lára Andrea Bocelli Á fimmtu-daginn var gerð hús-leit í félags-heimili bifhjóla-samtakanna Fáfnis. Þar fundust ýmis-konar vopn af og smá-vegis af fíkni-efnum. Hús-leitin tengdist því að með-limir úr bifhjóla-samtökunum al-ræmdu Vítis-englum, eða Hell’s Angels, voru á leið til landsins, en Fáfnir á 11 ára afmæli nú um helgina. Af því til-efni ákvað Björn Bjarnason dómsmála-ráðherra að tíma-bundið landa-mæra-eftirlit á innri landa-mærum Schengen-svæðisins færi fram í Flug-stöð Leifs Eiríkssonar frá fimmtu-degi til mið-nættis á sunnu-degi. Hús-leit hjá Fáfni Cristina Fernandez de Kirchner, forseta-frú í Argentínu, sigraði í forseta-kosningum síðasta sunnu-dag. Þar með varð hún fyrst kvenna til að verða þjóð-kjörinn for-seti landsins. Fernandez er 54 ára, lög-fræðingur að mennt og kynntist Nestor Kirchner, frá-farandi for-seta, í há-skóla á 8. ára-tugnum. Hún er talinn hafa átt stóran þátt í sigri hans í forseta-kosningum árið 2003. Fernandez var fyrst kjörin í öldunga-deild þingsins árið 1995. Hún þykir laginn samninga-maður og ræðu-skörungur. Hún er vinstri-sinnuð eins og eigin-maðurinn og ekki er búist við miklum breytingum á efnahags-stefnunni eftir að hún tekur við forseta-embættinu. Fernandez hefur oft verið líkt við Evu „Evítu“ Peron, forseta-frú Argentínu á árunum 1946-52, vegna klæða-burðarins, og eins og Evíta á Frenandez auð-velt með að hrífa fólk með eld-heitum ræðum. Fyrsti þjóð-kjörni kven-forsetinn REUTERS Á miðviku-dag fóru Alþýðu-bandalagi Íslands (ASÍ) að berast bendingar þess efnis að verslanir beiti blekk-ingum í sam-bandi við verð-kannanir. Þær ná jafnt til Krónunnar og Bónuss, að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmda-stjóra ASÍ. Blekkinga-leikurinn virðist jafn-vel ná til heild-sala, því að birgjar verslana-keðjanna fram-leiði sér-merktar pakkningar á lægra verði sem séu dregnar fram þegar verð-könnun er í gangi. Björgvin G. Sigurðsson viðskipta-ráðherra segir að þessar ásakanir um blekkingar við verð-kannanir séu gríðar-lega alvar-legt mál og sem kalli á við-brögð Samkeppnis-eftirlitsins. Hagar, sem m.a. reka verslanir Bónuss, 10/11 og Hag-kaupa, hafa sent Samkeppnis-eftirlitinu bréf þar sem óskað er eftir tafar-lausri rann-sókn á þessum tilhæfu-lausum ásökunum. Blekkingar í verð-könnunum Morgunblaðið/Golli Ólafur Jóhannesson var í vikunni ráðinn þjálfari karla-lands-liðsins í knatt-spyrnu. Samningur Ólafs gildir til 31. desember 2009, eða fram yfir lok undan-keppni heims-meistara-mótsins. Ólafur hætti á dögunum sem þjálfari FH eftir 5 ára starf en undir hans stjórn náði liðið frá-bærum árangri, varð Íslands-meistari 3 ár í röð og varð bikar-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Ég var reyndar ákveðinn í að taka mér frí en þegar leitað var til mín um að taka að mér starfið gat ég ekki skorast undan því,“ sagði Ólafur. Pétur Pétursson verður aðstoðar-maður Ólafs. Hann að-stoðar Ólaf í fyrsta lands-leiknum, gegn Dönum 21. nóvember. Ólafur þjálfari land-liðsins Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.