Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 64
64 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AUÐLESIÐ EFNI
Borgar-ráð hefur hafnað
sam-runa Reykjavík Energy
Invest (REI) og Geysir Green
Energy (GGE). Svandís
Svavarsdóttir, for-maður
stýri-hóps um sam-runa REI
og GGE segir ástæðurnar fyrir
því aðal-lega tvær: allar reglur
hafi verið þver-brotnar,
um-boð farið fyrir ofan garð og
neðan auk þess sem
kynningu og opin-berri
um-ræðu hefði verið
ábóta-vant. Full-trúar allra
flokka fögnuðu niður-stöðunni
að loknum borgar-ráðsfundi.
Björn Ingi Hrafnsson sagði
m.a. að upp-lýsingar hefðu
komið fram um að ekki hefði
verið rétt staðið að
sam-runanum og því
nauðsyn-legt að byrja með
hreint borð.
Hannes Smárason,
stjórnar-formaður Geysir
Green, segist þurfa að fara
yfir málið með lög-mönnum
fé-lagsins og telur samn-inga
standa þar til annað kemur í
ljós. Bjarni Ármannsson,
stjórnar-formaður REI, sagði í
fréttum Stöðvar 2, að
ákvörðunin ylli sér þungum
von-brigðum og sér sýndist að
verið væri að kasta
veru-legum fjár-munum á glæ.
Borgar-ráð hafnar sam-runanum
Morgunblaðið/Sverrir
Gagn-rýna stýri-vexti
Á föstu-daginn gagn-rýndu
ráð-herrrar á Al-þingi
Seðla-bankann fyrir hækkun
stýri-vaxta, sem bankinn
boðaði. Geir H. Haarde,
forsætis-ráðherra, sagði að
hækkunin væri ekki hepp-ileg
fyrir það sem fram-undan
væri, sérstak-lega í
kjara-samningum. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir,
utanríkis-ráðherra, sagði að
Seðla-bankinn virtist í
rök-stuðningi fyrir
hækkuninni aðal-lega horfa í
baksýnis-spegilinn.
Ung-frú Skandinavía
Fanney Lára
Guðmundsdóttir var á
miðvikudags-kvöld kjörin
Miss
Scandinavia
Baltic Sea.
Keppnin var
haldin um borð
í glæsilegu
skemmti--
ferða-skipi sem
sigldi á milli
Helsinki og
Tallinn. Fanney var valin
Ungfrú Reykjavík í ár og
hafnaði í 3. sæti í Ungfrú
Ísland. „Til-finningin er alveg
æðis-leg og ég bjóst alls ekki
við þessu,“ sagði hin tví-tuga
Kópavogs-mær.
Valdir í heims-liðið
Á þriðju-daginn voru
hand-knattleiks-kappanir
Snorri Steinn Guðjónsson,
og Ólafur Stefánsson valdir í
heims-liðið í hand-knattleik.
Liðið kemur saman í
Egypta-landi 2. desember af
til-efni 50 ára afmælis
Hand-knattleiks-sambands
Egypta-lands.
Bocelli hélt tón-leika
Blindi tenór--
söngvarinn
Andrea Bocelli
frá Ítalíu hélt
sína fyrstu
á
Íslanditón-leika
á miðviku-
dags-kvöld í
Egilshöll. Hann
söng ítölsk, spænsk og
frönsk söng-lög, aríur og
dúetta ásamt Danielu Bruera
sópran og Gianfranco
Montresor baritón. 6000
manns komu á tón-leikana,
en flestir of seint vegna
umferðar-öngþveitis við
Egils-höllina.
Ný-dönsk er 20 ára
Á mánu-daginn hélt
hljóm-sveitin Ný-dönsk 20 ára
afmælis-tónleika í
Borgar-leikhúsinu.
Eftir-spurnin eftir miðum var
svo mikil að sveitin hélt
tvenna tón-leika og mun
halda aðra tvenna tón-leika á
Akureyri næsta þriðju-dag.
Stutt
Fanney Lára
Andrea Bocelli
Á fimmtu-daginn var gerð
hús-leit í félags-heimili
bifhjóla-samtakanna Fáfnis.
Þar fundust ýmis-konar
vopn af og smá-vegis af
fíkni-efnum. Hús-leitin
tengdist því að með-limir úr
bifhjóla-samtökunum
al-ræmdu Vítis-englum, eða
Hell’s Angels, voru á leið til
landsins, en Fáfnir á 11 ára
afmæli nú um helgina.
Af því til-efni ákvað Björn
Bjarnason
dómsmála-ráðherra að
tíma-bundið
landa-mæra-eftirlit á innri
landa-mærum
Schengen-svæðisins færi
fram í Flug-stöð Leifs
Eiríkssonar frá fimmtu-degi til
mið-nættis á sunnu-degi.
Hús-leit
hjá Fáfni
Cristina Fernandez de Kirchner, forseta-frú í
Argentínu, sigraði í forseta-kosningum
síðasta sunnu-dag. Þar með varð hún fyrst
kvenna til að verða þjóð-kjörinn for-seti
landsins. Fernandez er 54 ára,
lög-fræðingur að mennt og kynntist Nestor
Kirchner, frá-farandi for-seta, í há-skóla á 8.
ára-tugnum. Hún er talinn hafa átt stóran
þátt í sigri hans í forseta-kosningum árið
2003.
Fernandez var fyrst kjörin í öldunga-deild
þingsins árið 1995. Hún þykir laginn
samninga-maður og ræðu-skörungur. Hún
er vinstri-sinnuð eins og eigin-maðurinn og
ekki er búist við miklum breytingum á
efnahags-stefnunni eftir að hún tekur við
forseta-embættinu.
Fernandez hefur oft verið líkt við Evu
„Evítu“ Peron, forseta-frú Argentínu á
árunum 1946-52, vegna klæða-burðarins,
og eins og Evíta á Frenandez auð-velt með
að hrífa fólk með eld-heitum ræðum.
Fyrsti þjóð-kjörni
kven-forsetinn
REUTERS
Á miðviku-dag fóru
Alþýðu-bandalagi Íslands
(ASÍ) að berast bendingar
þess efnis að verslanir beiti
blekk-ingum í sam-bandi við
verð-kannanir. Þær ná jafnt til
Krónunnar og Bónuss, að
sögn Gylfa Arnbjörnssonar,
framkvæmda-stjóra ASÍ.
Blekkinga-leikurinn virðist
jafn-vel ná til heild-sala, því
að birgjar verslana-keðjanna
fram-leiði sér-merktar
pakkningar á lægra verði
sem séu dregnar fram þegar
verð-könnun er í gangi.
Björgvin G. Sigurðsson
viðskipta-ráðherra segir að
þessar ásakanir um
blekkingar við verð-kannanir
séu gríðar-lega alvar-legt mál
og sem kalli á við-brögð
Samkeppnis-eftirlitsins.
Hagar, sem m.a. reka
verslanir Bónuss, 10/11 og
Hag-kaupa, hafa sent
Samkeppnis-eftirlitinu bréf
þar sem óskað er eftir
tafar-lausri rann-sókn á
þessum tilhæfu-lausum
ásökunum.
Blekkingar í
verð-könnunum
Morgunblaðið/Golli
Ólafur Jóhannesson var í
vikunni ráðinn þjálfari
karla-lands-liðsins í
knatt-spyrnu. Samningur
Ólafs gildir til 31. desember
2009, eða fram yfir lok
undan-keppni
heims-meistara-mótsins.
Ólafur hætti á dögunum
sem þjálfari FH eftir 5 ára
starf en undir hans stjórn
náði liðið frá-bærum árangri,
varð Íslands-meistari 3 ár í
röð og varð bikar-meistari í
fyrsta sinn í sögu félagsins.
„Ég var reyndar ákveðinn í
að taka mér frí en þegar
leitað var til mín um að taka
að mér starfið gat ég ekki
skorast undan því,“ sagði
Ólafur. Pétur Pétursson
verður aðstoðar-maður Ólafs.
Hann að-stoðar Ólaf í fyrsta
lands-leiknum, gegn Dönum
21. nóvember.
Ólafur þjálfari
land-liðsins
Netfang: auefni@mbl.is