Morgunblaðið - 09.11.2007, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv.
Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
HUGMYNDIR um að Reykjanes-
bær kaupi meirihluta hlutafjár í
Hitaveitu Suðurnesja ganga ekki
upp að mati Júlíusar Jónssonar,
forstjóra hitaveitunnar. Rekstur
fyrirtækisins stendur ekki undir
vaxtagreiðslum hvað þá afborg-
unum af slíkri fjárfestingu að hans
sögn.
Þetta kom fram hjá Júlíusi á
fundi sem sjálfstæðismenn í
Reykjanesbæ héldu í Njarðvík-
urskóla í gærkvöldi. Um 200
manns sátu fundinn.
Árni Sigfússon bæjarstjóri lagði
á það áherslu á fundinum að
Reykjanesbær hefði öll tök á mál-
efnum hitaveitunnar og lagði
áherslu á að umræðan færi ekki út
og suður. Hann sagði frá samn-
ingsmarkmiðum Reykjanesbæjar
vegna hugsanlegra breytinga á
eignarhaldi hitaveitunnar og sagði
að þau miðuðu öll að því að halda
og efla starfsemi hitaveitunnar á
Suðurnesjum.
Ásgeir Margeirsson, forstjóri
Geysir Green Energy, sagði frá
aðkomu fyrirtækisins að Hitaveitu
Suðurnesja og starfsemi GGE.
Fundurinn var m.a. haldinn til
að skýra sjónarmið forráðamanna
Reykjanesbæjar og hitaveitunnar
vegna umræðu um málefni hita-
veitunnar. M.a. hefur Hannes
Friðriksson, íbúi í Reykjanesbæ,
safnað undirskriftum undir áskor-
un þar sem lögð er áhersla á að
Hitaveita Suðurnesja verði í meiri-
hlutaeign sveitarfélaganna. Hafa
rúmlega fimm þúsund íbúar skrif-
að undir þessa áskorun, að hans
sögn. Fyrirhugað er að afhenda
undirskriftalistana á aðalfundi
Sambands sveitarfélaga á Suð-
urnesjum á morgun.
Að loknum framsöguerindum
tjáðu nokkrir fundarmenn sig um
málefnið. Hannes Friðriksson
kvaddi sér m.a. hljóðs og sagði að
um tíma hefði hann velt því fyrir
sér að Reykjanesbær keypti meiri-
hluta í hitaveitunni. Nú væri hann
kominn á þá skoðun að það væri
ekki raunhæfur möguleiki. Fram
komu mismunandi sjónarmið í
máli annarra sem tjáðu sig.
Segir Reykjanesbæ hafa öll tök
Forstjóri HS
telur meirihluta-
kaup óraunhæf
Ljósmynd/Víkurfréttir
Hitamál Fundur sjálfstæðismanna um málefni Hitaveitu Suðurnesja,
sem haldinn var í Njarðvíkurskóla í gærkvöldi, var vel sóttur.
HÁSKÓLI Íslands og Fudan-háskóli í Shanghai
undirrituðu í gær samning um rannsóknarsamstarf
og nemendaskipti. Vilji beggja aðila er að geta
veitt sameiginlegar prófgráður, bæði á meistara-
og doktorsstigi, og stuðla þannig að öflugu rann-
sóknarsamstarfi. Stjórnsýslurektor Fudan-háskóla,
prófessor Qin Shaode, og Kristín Ingólfsdóttir,
rektor Háskóla Íslands, skrifuðu undir samninginn,
að viðstöddum sendiherra Kína á Íslandi, Zhang
Keyuan og gestum.
Morgunblaðið/Kristinn
HÍ í samstarf við kínverska háskóla
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ
segir kröfur Lögreglufélags Suð-
urlands um endurskoðun á fjár-
veitingum til lögreglunnar á Sel-
fossi byggðar á misskilningi. Að
sögn Þórunnar J. Hafstein, skrif-
stofustjóra hjá dómstóla- og lög-
gæsluskrifstofu ráðuneytisins,
stafar umræddur misskilningur
líklega af því að embættið annaðist
sjúkraflutninga fram til 2006 sam-
kvæmt samningi við heilbrigðisyf-
irvöld. Þegar lögreglan hefði sagt
upp samningnum hefði losnað um
lögreglumenn sem áður sinntu
sjúkraflutningum. Með því hurfu
sértekjur af sjúkraflutningunum.
Þótt breytingar hafi orðið á tekju-
samsetningu embættisins hafi fjár-
veitingar ekki lækkað, heldur
hækkað ef eitthvað er. Tekur hún
fram að þótt tekjur embættisins
hafi lækkað sé ekki um niðurskurð
að ræða. Dómsmálaráðuneytið eigi
í góðum viðræðum við lögregluna á
Selfossi og sé með málefni hennar
til athugunar líkt og raunin sé með
önnur lögregluembætti.
Fjárveit-
ingar ekki
lækkað
Sértekjur minnkuðu
hjá Selfosslögreglu
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
AÐALSTJÓRN íþróttafélagsins
Fylkis hefur sent skipulagsstjóra
Reykjavíkurborgar erindi þar sem
formlega er óskað eftir lóð við
Rauðavatn. Samkvæmt upplýs-
ingum frá skipulags- og bygg-
ingasviði verður bréfið tekið fyrir
á fundi skipulagsstjóra í dag.
Um er að ræða gamla hugmynd
en árið 2005 var teiknuð upp hug-
mynd að deiliskipulagi við Rauða-
vatn. Þær hugmyndir gerðu ráð
fyrir tveimur knattspyrnuvöllum,
æfingavöllum og fjölnota íþrótta-
svæði svo fátt eitt sé nefnt. Hug-
myndir Fylkismanna hafa hins
vegar þróast þannig að þeir vilja
reisa við Rauðavatn fimleikahús
með samtengdri áhorfendastúku
og knattspyrnuvöll, þannig að
stúkan yrði staðsett miðlægt við
völlinn. Áður var gert ráð fyrir að
sú uppbygging færi fram í Laut-
inni – íþróttasvæði Fylkis – en nú
hefur að mestu verið horfið frá
þeim áformum, m.a. vegna þess að
framkvæmdir í Lautinni myndu
takmarka starfsemi félagsins í eitt
til eitt og hálft ár og slíkt er óvið-
unandi fyrir félag í örum vexti.
Áfram yrði öflugt unglinga- og
uppeldisstarf Fylkis í Lautinni,
enda hentar svæðið afar vel.
Svæðið sprungið
Á aðalfundi knattspyrnudeildar
Fylkis sem fram fór 30. október
sl. var samþykkt að beina því til
aðalstjórnar að hlutast til um mál-
ið og hefur það verið gert. „Félag-
ið hefur lengi einblínt á að byggja
í Lautinni en það hefur komið á
daginn að svæðið er sprungið,“
segir Halldór Páll Gíslason, gjald-
keri stjórnar knattspyrnudeildar
Fylkis. „Í dag eru um sex hundr-
uð knattspyrnuiðkendur í Fylki og
þetta svæði er ekki nógu stórt fyr-
ir þennan fjölda. Eins og staðan
er í dag þurfum við þetta svæði
[við Rauðavatn] til að halda úti
eðlilegri félagsstarfsemi.“
Hönnun fari fram í vetur
Ekki hefur verið gengið frá end-
anlegri útfærslu hugmyndar Fylk-
is, s.s. um hvað margir knatt-
spyrnuvellir eigi að vera þar eða
æfingavellir, en vonast er til að
hönnun geti farið fram strax í vet-
ur og framkvæmdir því hafist á
næsta ári. Það er þó háð því að
málið fari hratt og örugglega í
gegnum borgarkerfið.
Halldór segir að lóðin hafi lengi
verið eyrnamerkt félaginu þó svo
að hún hafi formlega ekki verið
úthlutuð því. „Þannig að ég held
að borgaryfirvöld hafi haft þann
skilning að við værum að sprengja
utan af okkur svæðið.“
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
fyrrverandi borgarstjóri, lofaði fé-
laginu nýju fimleikahúsi og stúku
og hefur fjármagn verið lagt til
vegna framkvæmdanna. Þegar
Morgunblaðið hafði sambandi við
Dag B. Eggertsson borgarstjóra
sagðist hann þekkja málið en gæti
lítið tjáð sig um það að svo komnu
máli.
Núverandi húsnæði orðið of lítið Vilja reisa fimleikahús með áhorfendastúku og knattspyrnuvöll
Fylkir vill fá lóð við Rauðavatn
!"
MÖRG aðildarríki
NATO hafa boðið fram
flugsveitir til loftrým-
isgæslu við Ísland
næstu þrjú árin.
Frakkar munu hafa
hér flugsveit í 5-6 vik-
ur fyrri hluta árs 2008
og Bandaríkjamenn
senda flugsveitir í 2-3
vikur næsta sumar og
aftur sumarið 2009.
Danir og Spánverjar hafa gefið almenn
fyrirheit um þátttöku árið 2009 og
Norðmenn munu eiga frekara samráð
við íslensk stjórnvöld um þátttöku. Þá
senda Pólverjar flugsveit hingað árið
2010.
Tilkynnt var um þátttöku aðildarland-
anna í loftrýmisgæslunni á mannafla-
ráðstefnu NATO sem haldin var í her-
stjórnarmiðstöð bandalagsins í Mons í
gærmorgun, samkvæmt tilkynningu frá
utanríkisráðuneytinu.
„Niðurstaðan er að mínu viti þess efn-
is að það eru greinilega fleiri tilbúnir
að taka þátt í loftrýmiseftirlitinu en við
hefðum kannski talið að óreyndu,“
sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan-
ríkisráðherra.
Hún sagði þátttöku bandalagsríkj-
anna koma í kjölfar ákvörðunar fast-
aráðs Atlantshafsbandalagsins frá 26.
júlí sl. um framkvæmd loftrýmisgæslu
við Ísland. Í þeirri ákvörðun hefði falist
að tengja þyrfti ratsjárkerfið hér við
ratsjárkerfi Evrópu svo hægt væri að
hafa lofthelgiseftirlit á því svæði sem
ratsjárkerfið næði til. Einnig þyrfti loft-
rýmiseftirlit ársfjórðungslega til að við-
unandi varnarviðbúnaður væri hér á
landi.
Ingibjörg Sólrún sagði eftir að meta
hver þáttur Íslendinga yrði í kostnaði
við loftrýmiseftirlitið. Nú lægi einungis
fyrir vilji þjóða til að koma að eftirlit-
inu.
Mörg Nato-ríki
bjóða sig fram til
loftrýmiseftirlits
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest farbann
yfir pólskum ríkisborgara vegna aðildar
hans að nauðgun sem er til rannsóknar hjá
lögreglunni á Selfossi. Maðurinn sætir far-
banni til 17. desember nk.
Í greinargerð með kröfu lögreglustjór-
ans á Selfossi kemur fram að maðurinn
hafi neitað sök, en kærandi og vitni beri á
annan veg. Þá segir að beðið sé niðurstöðu
á fatnaði kæranda auk lífsýna úr mann-
inum. Hann liggi undir rökstuddum grun
um að hafa framið alvarlegt kynferðisbrot
gegn kæranda.
Hæstiréttur stað-
festir farbann