Morgunblaðið - 09.11.2007, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 09.11.2007, Qupperneq 25
mælt með ... MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 25 Harmonikuball Alveg kjörið smjörið að skella sér í dansinn og liðka legginn. Ekki láta eftir sér að liggja heima í leti þegar stendur til boða að snúast í hringi á dansgólfinu undir tónum sem koma úr þöndum nikkum. Harmoniku- félag Reykjavíkur blæs til Harm- onikudansleiks á morgun, laug- ardag, í Húnabúð, Skeifunni 11, uppi á þriðju hæð klukkan 22.00. Kona úr fortíðinni Ekki spurning. Fara í Þjóðleik- húsið á sunnudagskvöld kl. 20.00 og sjá leikritið Konan áður eftir leik- skáldið Roland Schimmelpfennig sem er eitt mest leikna samtíma- leikskáld Þýskalands í dag. Um verkið segir meðal annars: Hún stendur við útidyrnar og segir: „Hingað er ég komin, til að minna þig á.“ Þetta hljómar í senn eins og hótun og vináttuvottur. Konan úr fortíðinni minnir Frank á loforðið sem hann gaf henni fyrir tuttugu og fjórum árum, um að hann myndi alltaf elska hana. Frank og Kládía hafa verið gift í nítján ár, þau eru miðaldra og þrá breytingar. Þau hafa pakkað bú- slóðinni niður í kassa og ætla að hefja nýtt líf með syni sínum hand- an við hafið, þegar æskuástin birtist skyndilega og krefst þess að hús- bóndinn efni gamalt loforð. Í þessu verki leikstýrir Hafliði Arngrímsson þeim Baldri Trausta Hreinssyni, Eddu Arnljótsdóttur og Eddu Björgu Eyjólfsdóttur. Ráðstefna um kvenna- og kynjarannsóknir Ráðstefna um kvenna- og kynja- rannsóknir í dag kl. 13.15 í Rann- sóknastofu í kvenna- og kynjafræð- um við Háskóla Íslands, aðalbyggingu. Meðal gesta eru Drude Dahlerup, prófessor í stjórn- málafræði, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. Nán- ari upplýsingar um ráðstefnuna og dagskrá má nálgast á heimasíðu RIKK: www.rikik.hi.is Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Sankt Martin skrúðganga Lagt verður upp í skrúðgöngu frá Hafnarfjarðarbókasafni á morgun, laugardag, kl. 17.00. Þessi ganga tengist Sankt Martinsdeginum í Þýskalandi sem er á morgun. Dag- urinn er nefndur eftir heilögum Martin sem var uppi 316-397 eftir Krist. Hann var góðhjartaður her- maður sem sýndi góðvild í verki. Hann lét skírast og helgaði líf sitt kristni. Seinna varð hann biskup og enn í dag þekkja allir Þjóðverjar sögu hans. Á hverju ári safnast fjöl- skyldur í öllum fylkjum Þýskalands saman til þess heiðra minningu hans með því að fara í skrúðgöngu. Þessi ganga hefur verið farin í nokkur skipti hér á landi með sí- aukinni þátttöku og áhuga. Í þetta sinn mun sagan vera sviðsett með leikurum og hesti og hljóðfæraleik- arar taka þátt. Hafnarfjarðarbókasafn mun hafa opið lengur til þess að allir geti fengið sér smáhressingu eftir á. Kúra heima með kertaljós Dásemdin við dimmuna á haustin og yfir vetrartímann er hversu notalegt er að kúra með kertaljós og jafnvel kakóbolla í hönd og hlusta á veðrið úti og njóta hlýj- unnar inni við. Ótal margt er hægt að gera í kúri: Það er til dæmis mjög gaman að kúra með börnum sínum undir stóru teppi og skiptast á að segja draugasögur eða deila hinum ýmsu vetrarminningum. Börnum finnst gaman að heyra sög- ur af mömmu og pabba þegar þau voru lítil og myrkfælin og rafmagn- ið fór af. Eða þegar þau þurftu að ganga ein í myrkrinu á milli bæj- anna í sveitinni þar sem engin raf- lýsing var við veginn. Og það er gaman fyrir foreldra að heyra sög- ur af börnum sínum, ævintýrum þeirra í leikskólanum eða grunn- skólanum. Það er líka hægt að spila á gömlu góðu spilin undir teppi, með vasaljós, eins og í tjaldútilegu. Og það er kunnara en frá þurfi að segja að þeir sem eru ástfangnir geta dúllað sér endalaust saman undir teppi. Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Jim Smart Morgunblaðið/Ómar Sími: 551 1200 midasala@leikhusid.is www.leikhusid.is/ LÍFRÆNT fram- leiddar matvörur eru heilsu- samlegri en aðrar vörur, samkvæmt viðamikilli fjög- urra ára rann- sókn, sem kostuð var af Evrópu- sambandinu. Sérfræðingar við há- skólann í Newcastle á Englandi leiddu rannsóknina. Rannsóknin leiddi í ljós að lífrænt ræktaður mat- ur inniheldur mun meira af andoxun- arefnum og minna af fitusýrum en matur, ræktaður á hefðbundinn hátt. Niðurstöður benda til að andoxunar- efni í lífrænni mjólk séu 50–80% meiri en í venjulegri mjólk og lífrænt ræktað hveiti, tómatar, kartöflur, hvítkál, laukur og salat inniheldur 20–40% meira af næringarefnum en ólífræna ræktunin. „Nú þegar sýnt hefur verið fram á það að lífræna ræktunin hafi kosti umfram aðra ræktun, er óhjákvæmi- legt að við taki rannsóknir, sem snúa að því í hverju þessi munur liggur í reynd. Við þurfum að svara því m.a. hvað það er í jarðyrkjunni sem gefur af sér aukin næringarefni og dregur úr óhollustu sem aftur gæti hjálpað bændum við að bæta ræktunarskil- yrði sín,“ sagði prófessor Carlo Lei- fert í samtali við vefmiðil BBC, en lokaniðurstöður rannsóknarinnar verða birtar að ári liðnu. Lífræna framleiðslan hollari Frelsarinn eftir Kristján Ingimarsson eftir Áslaugu Jónsdóttur Söngleikur eftir Hugleik Dagsson og Flís Dönsk/íslensk gestasýning á Stóra sviðinu 22. nóv. Myndræn og líkamlega krefjandi sýning sem ögrar ófáum lögmálum, skráðum og óskráðum Leikin barnasýning með brúðum og söngvum. Fjörug og stórskemmtileg sýning í Kúlunni. Þjóðleikhúsið Á öllum sviðum lífsins Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Gott kvöld LEG Yfir 12.000 áhorfendur. Frábær skemmtun fyrir ungmenni á öllum aldri! Allra síðustu sýningar. Skilaboða-skjóðan Sprellfjörug og litrík sýning. Uppselt fram að jólum. Ævintýrasöngleikur fyrir alla fjölskylduna eftir Þorvald Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson Tö sk ur & ve sk i Laugavegi 7 • 101 Reykjavík • Sími 561 6262 • www.kisan.is Opið MÁN - FIM 10:30 - 18:00 FÖS 10:30 - 19:30 LAU 10:30 - 18:00 Sonia Rykiel, Jamin Puech, Jerome Dreyfus, Orla Kiely … C O N C E P T S T O R E Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.