Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is FASTEIGNAVERÐ er lægra á landsvæðum á Íslandi þar sem færri konur búa en karlar, samkvæmt niðurstöðum Vífils Karlssonar hag- fræðings en hann greindi frá rann- sóknum sínum á ráðstefnu um stöðu og leiðir kvenna- og kynjafræða í Háskóla Íslands um helgina. Vífill Karlsson segir að fast- eignaverð sé oft notað í hagrann- sóknum til þess að skoða eða af- hjúpa hegðun neytenda rétt eins og læknar noti blóð til þess að kanna heilsufar sjúklinga. Ýmislegt megi lesa út úr fasteignaverði og þar á meðal hvernig menn verðleggja staðsetningu ákveðinna bú- svæða eða hverfa. Í svæða- hagfræðirann- sóknum hafi komið fram að á búsvæði utan borga hafi vantað konur og tilgangur hans með rann- sókn sinni hafi verið að kanna hvort svæði á Íslandi, þar sem frekar vantaði konur en á öðrum svæðum, liðu að einhverju leyti fyrir það, m.a. í virði fasteigna. Bráðabirgðanið- urstöður hafi leitt í ljós að þau land- svæði þar sem konur væru hlutfalls- lega færri en karlar væru með marktækt lægra fasteignaverð en önnur landsvæði. Rannsóknin náði til áranna 1981 til 2004 eða í 24 ár og skipti Vífill landinu í 19 svæði. Hann segir að rannsóknin sé ekki fullkomin og nið- urstöðurnar séu háðar ákveðnum fyrirvörum. Næsta skref sé að stækka rannsóknarsafn sitt og brjóta það upp í fínni einingar í þeirri von að fá traustari nið- urstöður. Hann hafi til dæmis skipt niðurstöðunum í fyrri hluta og seinni hluta og þá hafi komið í ljós að sambandið milli fasteignaverðs og fjölda kvenna á landsvæði utan stór-höfuðborgarsvæðisins hafi minnkað, þ.e. að hlutfallslega færri konur en karlar hafi minni áhrif á fasteignaverð, þegar borin væru saman tímabilin 1981-1992 og 1993- 2004. Það geti verið til marks um að fólk eigi auðveldara með að búa eitt en áður frekar en að samfélagslegt mikilvægi kvenna hafi minnkað. Konur á faraldsfæti Vífill rannsakaði einnig kynja- hlutfall frá aldamótunum 1900. Hann segir að þá hafi það verið 1,1 (fleiri konur en karlar) en það hafi verið komið undir 1 um miðja 20. öld og þannig sé það enn. Allan tím- ann hafi verið miklu fleiri konur en karlar í Reykjavík en munurinn hafi verið minni á landsbyggðinni. Mest- ur hafi munurinn verið 1910 þegar konur hafi verið 25% fleiri en karlar í Reykjavík. Slysatíðni sjómanna hafi haft áhrif en ekki síður megi rekja muninn til dánartíðni ung- barna. Hún hafi verið um 150 börn af hverjum 1.000 í aldursflokknum 0-4 ára samanborið við sex börn árið 1990. Í öllum tilfellum hafi drengir verið í nokkrum meirihluta þeirra sem hafi dáið í þessum aldursflokki. Búferlarannsóknir hagfræðinga hófust 1880 og Vífill segir að alla tíð síðan hafi komið fram að konur væru miklu meira á faraldsfæti á milli landshluta en karlar.  Landsvæði þar sem konur eru hlutfallslega færri en karlar eru með marktækt lægra fasteignaverð en önnur landsvæði  Landinu skipt í 19 svæði í rannsókn sem tekur til áranna 1981 til 2004 Færri konur – lægra fasteignaverð Vífill Karlsson ÆFING vegna heimsfaraldurs inflú- ensu verður mánudaginn 10. desem- ber næstkomandi og mun æfingin standa yfir allan daginn. Markmið æfingarinnar eru þau að æfa sam- skipti og boðleiðir á milli Samhæf- ingarstöðvar, ríkisstjórnar og þeirra fimmtán aðgerðastjórna sem munu stjórna hver í sínu umdæmi, komi til heimsfaraldurs inflúensu. Í hverri aðgerðastjórn situr lögreglustjóri og sóttvarnarlæknir svæðis eða um- dæmis. Ný reglugerð um skipan sóttvarn- arlækna umdæma tók gildi 4. sept- ember sl. Sóttvarnarsvæðum hefur verið fjölgað um eitt þannig að Vest- mannaeyjar mynda nú eitt sóttvarn- arumdæmi en eru ekki hluti af Suð- urlandi. Einnig leyfir reglugerðin að fleiri en einn sóttvarnarlæknir sitji í hverju sóttvarnarumdæmi. Æfa við- brögð við fuglaflensu Sóttvarnarsvæðum hefur verið fjölgað SIGLINGANEFND Trygginga- stofnunar fjallaði á síðasta ári um 160 umsóknir um greiðslu kostn- aðar vegna sjúkrahúsdvalar erlend- is. Nefndin samþykkti umsóknir um greiðslu meðferðarkostnaðar erlendis vegna 146 sjúklinga. Auk þess var samþykkt að greiða kostn- að vegna komu lækna til landsins vegna meðferðar 30 sjúklinga. Skýringar 14 synjana voru ýmist að unnt væri að veita meðferðina hér á landi, að meðferð hér á landi væri ekki fullreynd eða að með- ferðin sem sótt var um teldist ekki viðurkennd læknismeðferð. Á árinu 2006 var greiddur kostnaður vegna þessara ferða tæplega 616 milljónir króna. Kynjaskipting er nokkuð jöfn. Konur voru 74 en karlar 72. Börn og unglingar undir 18 ára voru 42 en fullorðnir 104. Líffæra- og beinmergsflutningur var al- gengasta orsök þess að siglinga- nefnd samþykkti greiðslu fyrir læknismeðferð utanlands eða í 27 tilfellum, en hjartasjúkdómar næstalgengasta orsökin, eða í 19 tilfellum. Samþykktar voru greiðslur fyrir læknismeðferð í níu löndum. Langflestir fóru til Sví- þjóðar. 146 utan til lækninga ♦♦♦ Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „ÞETTA var kolryðgað en þar sem öxin fannst á þessum stað varðveitti ég hana vel innan um gömlu munina mína. Ég hafði smávegis samviskubit og þegar ég heyrði um þennan fornminjadag ákvað ég strax að sýna þeim þetta,“ segir Þórdís Guðbjartsdóttir úr Grinda- vík. Hún afhenti Þjóðminjasafninu í gær öxi sem fornleifafræðingar telja að sé frá 11. eða 12. öld. Þórdís var í útilegu í Þjórsárdal, ekki langt frá Stöng, fyrir tveimur árum þegar hún fann öxina. „Það var dóttir mín sem þá var fimm ára sem rak tærnar í hana. Hún lá bara þarna,“ segir Þórdís. Öxin var ryðg- uð og Þórdísi datt fyrst í hug að jeppamenn hefðu kannski tapað þarna einhverju fyrir fimmtíu árum eða svo. Henni brá því nokkuð þeg- ar fornleifafræðingarnir á Þjóð- minjasafninu höfðu skoðað gripinn og lýst þeirri skoðun sinni að þetta væri öxi frá því snemma á miðöld- um, líklega 11. eða 12. öld. Hún skildi því öxina eftir á Þjóðminja- safninu og var að vissu leyti fegin að vera laus undan ábyrgðinni. Lilja Árnadóttir, fagstjóri muna- safns á Þjóðminjasafninu, segir lík- legt að öxin sé frá Steinastöðum eða einhverju öðru eyðibýli í nágrenni Stangar í Þjórsárdal. Hún segir að farið verði betur yfir það með Þór- dísi hvar hún fannst og öxin fari í forvörslu. Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur telur að öxin sé frá tólftu eða jafnvel elleftu öld og ræður það af lögun hennar og fund- arstað. Þau Lilja telja að öxin hafi verið verkfæri, hún sé heldur smá til þess að geta verið vopn, og lík- legt að hún hafi verið notuð til að höggva niður við. Þessi hluti Þjórsárdals fór í eyði í Heklugosi rétt eftir aldamótin ell- efu hundruð. Guðmundur segir þó ekki víst að öxin sé frá því fyrir þann tíma því að svæðið hafi áfram verið notað til hrístekju í margar aldir. Ættargripir og silfur Þjóðminjasafnið bauð fólki að koma með forngripi eða gamla muni í skoðun og greiningu. Er þetta í fyrsta skipti sem Þjóðminjasafnið býður þessa þjónustu. Viðbrögð urðu meiri en starfsfólkið átti von á. Bryndís Sverrisdóttir, sviðsstjóri miðlunarsviðs, segir að um 100 manns hafi komist að en fjöldi fólks orðið frá að hverfa. Þjóðminjasafnið mun því bjóða almenningi þessa þjónustu reglulega. Fólk kom með alls kyns hluti til greiningar, gamla ættarmuni, skartgripi, silfur, útskurð og mynd- ir. Þar á meðal var silfurkanna frá 1776, merkilegur gripur að sögn Bryndísar. Þórdís Guðbjartsdóttir á ýmsa gamla muni, ekki síst frá afa sínum á Barðaströnd. Hún tók með sér í gær látúnssjónauka sem gam- all maður hafði gefið bróður hennar en fékk strax þau svör að slíkir sjónaukar hefðu fengist í verslunum hér á landi í byrjun síðustu aldar. Þannig að hún gat tekið sjónaukann með sér heim en öxin úr Þjórsárdal varð eftir á safninu. Rak tærnar í öxi frá elleftu eða tólftu öld í Þjórsárdal Líklegt að öxin hafi verið notuð til að kurla við þegar bændur voru við hrístekju Ljósmynd/Guðmundur Ólafsson Viðaröxi Öxin sem fannst fyrir tilviljun í Þjórsárdal fyrir nokkru fer nú í forvörslu á Þjóðminjasafninu. Hún er talin vera frá 11. eða 12. öld. Í HNOTSKURN »Fólki var boðið að koma meðgamla gripi í skoðun og greiningu hjá sérfræðingum Þjóðminjasafnsins. »Reynt var að greina muninameð tilliti til aldurs, efnis og uppruna en ekki var boðið upp á verðmat. »Ákveðið hefur verið að Þjóð-minjasafnið bjóði almenningi reglulega slíka þjónustu, meðal annars í marsmánuði. Morgunblaðið/Sverrir Gömul mynd Kristján Flygenring kom með gamla mynd frá Grundarfirði sem hann vildi sýna sérfræðingum Þjóð- minjasafnsins. Ekki komust allir að í þetta skipti en yfir 100 manns komu með muni til safnsins til skoðunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.