Morgunblaðið - 12.11.2007, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 12.11.2007, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ORKUVEITA Reykjavíkur fékk fyrr á þessu ári rannsóknarleyfi til að kanna hagkvæmni þess að reisa og reka 30-40 MW vatnsaflsvirkjun við Hagavatn sunnan Langjökuls, svo- nefnda Hagavatnsvirkjun. Rann- sóknarleyfið, sem iðnaðarráðuneytið veitti í mars sl., felur í sér heimild til kortagerðar og annarra rannsókna sem unnt er að framkvæma án rasks. Orka frá virkjuninni gæti orðið allt að 200 GW-stundir á ári, samkvæmt upplýsingum OR sem lágu rannsókn- arleyfinu til grundvallar. Virkjunin yrði sennilega tengd flutningsneti Landsnets með 66 kW jarðstreng um 5 km leið að núverandi Sultartanga- línu 1. Ráðgert er að nota rafmagnið til að anna aukinni eftirspurn á al- mennum raforkumarkaði. Í tengslum við virkjunina yrði Far- ið, núverandi útrás Hagavatns, stíflað ofan við Nýjafoss og sömuleiðis yrði byggð lægri stífla ofan við gömlu út- rásina ofan við Leynifoss. Hagavatn yrði svo miðlunarlón virkjunarinnar. Stórbrotið landmótunarferli „Með stíflu og virkjun Hagavatns er gripið inn í eitt stórbrotnasta land- mótunarferli Langjökuls,“ segir Ólaf- ur Örn Haraldsson, forseti Ferða- félags Íslands, en félagið hefur í gegnum árin lagt mikið í uppbygg- ingu á svæðinu, m.a. byggt brýr og skála. „Þarna er aðgengilegasti stað- ur á Íslandi fyrir almenna ferðamenn sem vilja sjá slík umbrot í fullri virkni og aðeins tveggja tíma akstur frá Reykjavík. Landið er eins og opin og auðlesin jarðfræðibók þar sem sög- unni vindur fram á hverju ári. Þarna eru sannkallaðir jökulheimar. Uppi- stöðulón kemur þá í stað síbreytilegs jökulvatns, stíflur og vegir munu setja svip sinn á land sem nú er alger- lega ósnortið, tröllslegur foss sem steypist í trekt út úr vatninu hverfur svo nokkuð sé nefnt.“ Tilgangur rannsóknarleyfis OR er einnig að kanna hvort saman geti far- ið stöðvun sandfoks á svæðinu og raf- orkuframleiðsla. Landgræðslan hef- ur lengi verið þeirra skoðunar að minnka mætti jarðvegseyðingu á svæðinu með því að stífla Hagavatn en svipuðum aðferðum hefur verið beitt við stíflun Sandvatns í næsta ná- grenni með góðum árangri að sögn landgræðslustjóra. Náttúrufræði- stofnun hefur hins vegar bent á að verði Hagavatn notað sem miðlunar- lón muni leirfok úr botninum aukast seinni part vetrar og fyrri part sum- ars þegar vatnsborð hefur lækkað vegna miðlunar. Vinsælt göngusvæði Ferðafélag Íslands reisti skála við Hagavatn 1942 og hefur síðan starfað á svæðinu, skipulagt ferðir, merkt gönguleiðir, skrifað árbækur um svæðið og nýlega smíðað brú á ána Farið. Það er fjórða brú félagsins. Hinum fyrri hefur áin rutt burt með hlaupum og jakaburði. Með nýju brúnni opnaðist gönguleið frá Blá- fellshálsi, að Hagavatni, Hlöðufelli, Skjaldbreið og til Þingvalla eða Laugarvatns, leið sem er þegar orðin afar vinsæl. „Hún gæti jafnvel keppt við Laugveginn fræga frá Land- mannalaugum í Þórsmörk þegar fram í sækir,“ segir Ólafur Örn. Hann segir Ferðafélagið hafa átt einstak- lega gott samstarf við heimamenn og landeigendur alla tíð. Nú standi skáli FÍ í þjóðlendu og reyndar sé stór hluti lands umhverfis vatnið í þjóð- lendu og þess vegna þjóðareign. „Ósnortið Hagavatn og umgjörð þess er aðdráttarafl svæðisins,“ segir Ólaf- ur Örn „Virkjun Hagavatns spillir óhjákvæmilega starfi og hagsmunum Ferðafélag Íslands á þessum slóð- um.“ Stíflað í þágu landgræðslu Landgræðsla ríkisins hefur lengi bent á áhrif mikils sandfoks sem á upptök sín á svæðinu og fýkur yfir uppsveitir Árnessýslu. Landgræðsl- an telur fokið m.a. eiga upptök sín í Hagavatni sem hefur minnkað mikið undanfarna áratugi þar sem Farið hefur grafið sig niður og jökullinn hopað. Hefur stofnunin m.a. metið það svo að nauðsynlegt gæti reynst að hækka aftur í vatninu með stíflu- gerð til að hefta sandfokið. Var málið reyndar komið svo langt hjá Land- græðslunni að búið var að hanna stíflu fyrir rúmlega áratug. Ekkert varð þó úr framkvæmdum „þar sem Landgræðslan hafði einfaldlega ekki fjármagn til þess að ráðast í þær“, segir Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri. Hann segir virkjun vatnsins ekki hafa verið inni í þeirri mynd, „en hins vegar fara þeir hags- munir saman,“ segir hann. „Við höf- um hins vegar aldrei haldið fram að lækkandi vatnsborð Hagavatns væri eina uppspretta jarðvegsrofs á þessu svæði, þar kemur til samspil fleiri þátta.“ Vatnið hækkað um 15 metra Skipulagsstjóri ríkisins (nú Skipu- lagsstofnun) féllst á sínum tíma á að heimila stækkun Hagavatns til að draga úr sandfoki á svæðinu eftir er- indi þar að lútandi frá Landgræðslu ríkisins. Í frummatsskýrslu kom fram að hækka ætti vatnsborð Haga- vatns þar til vatn færi að renna út um útfall sem vatnið hafði á árunum 1929-1939. Núverandi útfall átti að stífla með 15 m hárri stíflu og vatns- borð hækka um 10,5 m. Vatnið átti að stækka við það úr um 5 km² í um 13,5 km² og vatnsborð fara í um 447 m.y.s. Kom fram að Hagavatn hefði mest náð nærri 460 m.y.s., líklega laust fyr- ir aldamótin 1900. Markmið fram- kvæmdar var að sökkva gömlum vatnsbotni Hagavatns undir vatn og stöðva þaðan áfok. Umhverfisráðuneytið hnekkti úr- skurði skipulagsstjóra hins vegar í ársbyrjun 1997 og úrskurðaði fram- kvæmdina í frekara umhverfismat eftir þágildandi lögum. Að mati ráðu- neytisins lágu ekki fyrir rannsóknir sem studdu þá fullyrðingu að sand- fokið á svæðinu mætti rekja til upp- þornaðra vatnsbotna Hagavatns og Sandvatns hins forna frekar en til nærliggjandi svæða suður og suð- vestur af Hagavatni. Í umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands sumarið 2006, við umsókn OR um rannsóknarleyfi við Hagavatn vegna Hagavatnsvirkjunar, kemur fram að ekki hafi komið fram nein gögn sem hnekkt hafa efnislegri nið- urstöðu ráðuneytisins. „Það er því enn ósannað að stækkun Hagavatns sé réttlætanleg leið til að hefta sand- fok á svæðinu,“ segir í umsögninni. Náttúrufræðistofnun segir að verði Hagavatn notað sem miðlunarlón muni leirfok úr botninum aukast seinni part vetrar og fyrri part sum- ars þegar vatnsborð hefur lækkað vegna miðlunar. Náttúrufræðistofnun fellst í um- sögn sinni ekki á, að órannsökuðu máli, að unnt verði að nota upp- græðslu og aðrar aðgerðir sem nú er verið að þróa við Hálslón til að bregð- ast við foki við Hagavatn. Umhverf- isaðstæður séu afar ólíkar á þessum tveimur svæðum. „Þvert á móti er það mat Náttúrufræðistofnunar að vatnsmiðlun í Hagavatni geti hugsan- lega aukið þann uppfoksvanda sem við er að glíma á svæðinu,“ segir í um- söginni. „Hlífa þarf þessum stað“ Náttúrufræðistofnun hefur unnið að jarðfræðirannsóknum á svæðinu á undanförnum árum og gert þar jarð- fræðikort og athuganir á aldri og bergfræði jarðmyndana. Í umsögn stofnunarinnar kemur fram að við Farið sé „eitt af bestu sniðum á land- inu til að rannsaka neðri og innri hluta móbergshryggja. „Hlífa þarf þessum stað,“ segir í umsögninni. Næsta nágrenni Hagavatns sé merkilegt vegna jarðfræði og mælir stofnunin með því að línur og lagnir verði settar í jörð, verði af virkjun. Rannsóknir hafi verið gerðar fyrir nokkrum áratugum á jökulgörðum sem munu fara á kaf í stækkuðu Hagavatni. Telur stofnunin rétt að endurtaka þær rannsóknir með nýrri tækni áður en af stækkun Hagavatns yrði. „Þarna eru sannkallaðir jökulheimar“  Orkuveita Reykjavíkur kannar hag- kvæmni þess að byggja virkjun við Hagavatn sunnan Langjökuls  Land- græðslan telur stíflu geta heft sandfok SKRIÐ og hop Langjökuls og skriðjökla hans, Vestari og Eystri Hagafells- jökla, eru stærstu mótunaröflin sem áhrif hafa haft á Hagavatn. Tvö stór hlaup urðu í Hagavatni á síðustu öld sem breyttu stærð og stað- setningu vatnsins. Fyrir fyrra hlaupið, árið 1929, var útrennsli Hagavatns neðanjarðar. En árið 1929 hafði Eystri Hagafellsjökull hopað það mikið að útrennsli myndaðist þar sem er slakki í Brekknafjöllum og var sem stífla væri tekin úr, gríðarlegt hlaup varð í Fari og Tungufljóti. Er áin braust fram varð m.a. Leynifoss til. Í kjölfarið lækkaði yfirborð Hagavatns um 6-7 metra. Á næstu árum hopaði jökulinn hratt og árið 1939 braut útrennsli vatnsins sér aftur nýjan farveg, þá um Farið og Nýjafoss. Enn lækkaði vatnsborðið, nú um ca. 10 m. Mótunarsaga Hagavatns                                      !      "                     " #!    $   " # %    &' (    &' )     Morgunblaðið/RAX Hlaup Tungufljót í ham eftir framhlaup Hagafellsjökuls í Hagavatn árið 2001. Myndin er tekin við brúna á veginum milli Geysis og Gullfoss. Ljósmynd/Ólafur Örn Haraldsson Jarðsagan skrifuð Hagavatn liggur í kvos við Eystri Hagafellsjökul. Saman mynda Jarlhettur, Hagavatn, árnar og jöklarnir sérstakt landslag sem er sífellt í mótun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.