Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nú er upplagt að skreppa til Prag og dekra við sig í aðbúnaði í þessari ein- staklega fögru borg. Bjóðum frábært sér- tilboð á Hotel Corinthia Towers sem er glæsilegt fimm stjörnu hótel. Gríptu tæki- færið og skelltu þér í til þessarar frábæru borgar og njóttu þess að hafa allan að- búnað í toppi. Ath. aðeins fá herbergi í boði á þessum kjörum. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 38.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi 18. nóv. í 4 nætur á Hotel Corinthia Towers ***** með morgunmat. 5 stjörnu gisting - Hotel Corinthia Towers ***** Prag 18. nóvember Frábært lúxustilboð frá kr. 38.990 ***** Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is NÝTANLEG háhitasvæði landsins eru að lang- stærstum hluta í opinberri eigu, þ.e. á þjóðlend- um eða þá í eigu ríkis, sveitarfélaga eða fyr- irtækja sem opinberir aðilar eiga að fullu eða að hluta. Talið er að einungis 10-12% háhitasvæða séu í einkaeigu. Þetta kom fram í erindi þeirra Þorkels Helgasonar orkumálastjóra og Elínar Smáradóttur, lögfræðings hjá Orkustofnun, á opnu málþingi Stofnunar Sæmundar fróða síðast- liðinn föstudag. Þar var fjallað um hverjir eigi jarðhitann. Þorkell sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að sér reiknaðist til að skiptingin á eignarhaldi háhitasvæða í opinberri eigu skiptist nokkuð jafnt á milli þjóðlendna og svæða í eigu ríkis, sveitarfélaga og opinberra fyrirtækja. Hann sagði þó erfitt að fullyrða nokkuð, því óvissa ríkti um ýmsa veigamikla þætti. „Þetta er að verulegu leyti ágiskun af því að þetta breytist verulega eftir því hvernig þjóð- lenduúrskurðir falla í Þingeyjarsýslu og eins hvernig mál verða leidd til lykta með Geysir Green Energy,“ sagði Þorkell. Hann kvaðst hafa reiknað með því að GGE ætti 30% í auðlindum Hitaveitu Suðurnesja (HS) og færði það sem einkaeign. Svo geti farið að ákveð- ið verði að skipta eignum HS með öðrum hætti. Hann minnti á orð iðnaðarráðherra nýlega í þá veru að það kynni að verða lögboðið að sveit- arfélög héldu auðlindaeign sinni. Þorkell sagði að færi allt á annan veginn eða hinn gæti einkaeign- in orðið frá 3% og upp í um 20%. Þessir útreikningar byggjast á orkumagni há- hitasvæðanna. Þorkell sagði að fyrst hefði verið gerður listi yfir háhitasvæðin og hvað þau gætu gefið. Svo voru dregin frá svæði sem líklega verða aldrei nýtt m.a. af umhverfisástæðum. Það sagði Þorkell vera fyrsta stóra álitamálið í þessu mati. Hann sagði t.d. Torfajökulssvæðið vega þungt en það væri allt á þjóðlendu. Óvissuþátt- urinn væri hversu mikið yrði nýtt af því í framtíð- inni. Lághitasvæðin voru ekki skoðuð sérstaklega en Þorkell taldi líklegt að þau væru að mestu komin í opinbera eigu. Orkufyrirtækin hefðu ára- tugum saman keypt upp lághitasvæði. Hann gisk- aði á að eignarhald á vatnsorku skiptist svipað og á háhita, en það er án talnalegs rökstuðnings. Þorkell sagði erfitt að meta eignarhald á vatns- orku því fljót geti átt uppruna í þjóðlendu, runnið síðan niður í byggð og verið þar í einkaeign. Um 10-12% einkaeign Háhitaauðlindin er að stærstum hluta í opinberri eigu, annaðhvort á þjóðlendum eða í eigu opinberra aðila á borð við ríki, sveitarfélög og fyrirtæki í þeirra eigu Í HNOTSKURN » Áætlað er að orkugeta háhitasvæða séalls 4.641 MWe miðað við 50 ára nýt- ingu. Um fjórðungur hennar er á Torfajök- ulssvæðinu. » Að teknu tilliti til affalla af umhverf-isástæðum o.fl. þykja 2.500-3.000 MWe líklegri orkugeta háhitans í raun. » Áætlað er að háhiti geti gefið 20-25TWh/a og vatnsorka 25-30 TWh/a eða samtals um 50 TWh/a. Djúphiti kæmi þar til viðbótar. Óbreytt líðan og haldið sofandi í öndunarvél LÍÐAN mannsins sem slasaðist al- varlega í bílslysi undir Eyjafjöllum á laugardag var óbreytt í gær- kvöldi, að sögn læknis á gjörgæslu- deild Landspítalans. Tveir menn voru í pallbíl sem fór út af Suðurlandsvegi við Ásólfs- skála og voru báðir fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. Annar maðurinn hefur verið útskrifaður þaðan en hinn gekkst undir aðgerð skömmu eftir komuna á spítalann og hefur verið haldið sofandi í öndunarvél síðan. Ástand hans er sagt stöðugt. Fækkar við Kárahnjúka STARFSMÖNNUM á virkjunar- svæðinu við Kárahnjúka hefur fækkað verulega á undanförnum vikum. Um mánaðamótin október- nóvember var fjöldinn kominn nið- ur í um 800 manns og enn mun fólk- inu fækka á næstu vikum. Á svæði Arnarfells eru núna um 200 manns við gangagröft, stíflu- gerð og fleira sem tilheyrir Jökuls- árveitu/Hraunaveitu austan Snæ- fells. Gert er ráð fyrir að þar fækki fólki og um 120 manns verði á svæðinu í vetur á vegum fyrirtæk- isins. Í október voru boraðir 500 metr- ar í göngunum en hins vegar um 1.000 metrar á mánuði fjóra mán- uði þar á undan. Erfiðara berg á leið borsins í október, og tilheyr- andi vinna við frágang og styrk- ingu, skýrir þetta. Verkið í heild er vel á undan áætlun. NÝ leiguþyrla Landhelgisgæsl- unnar, LN-OBX, lenti í Reykjavík eftir flug frá Förde í Noregi á laug- ardag. Áhöfnin tók við vélinni í Förde sl. miðvikudag og gerði nauðsynlegar flugprófanir. Vélinni var flogið hingað með viðkomu á Hjaltlandseyjum og í Færeyjum þar sem Eiður Guðnason ræðismaður tók á móti áhöfninni. Vélin er af gerðinni Super Puma AS332c og er flugdeild LHG vel kunn þar sem þessi sama vél var í leigu hjá Gæslunni sl. vetur og er þar kölluð Steinríkur. Hún tekur við hlutverki TF-SIF. Í áhöfn eru Sigurður Ásgeirsson flugstjóri, Helgi Rafnsson flugvirki og Lárus Helgi Kristjánsson flugmaður. „Steinríkur“ kominn heim SJÖ ökumenn voru stöðvaðir á Reykjanesbraut fyrir of hraðan akstur á laugardag. Sá er ók hrað- ast var á 129 km hraða. Þá var einn ökumaður kærður fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suð- urnesjum. Tekinn á 129 km hraða VÆNIR sjóbirtingar hafa gengið í Hafnarfjarðarlæk og sjást þeir einn- ig stökkva þar sem lækurinn rennur út í Hafnarfjarðarhöfn. Sigurður Már Einarsson, fiski- fræðingur hjá Veiðimálastofnun, sagði algengt að lax, urriði eða stór- silungur skytist upp í litla læki á haustin til að hrygna. Lækirnir gætu verið góðar uppeldisstöðvar fyrir ungviðið. Ragnhildur Magnúsdóttir, líf- fræðingur hjá Veiðimálastofnun, kannaði Hafnarfjarðarlæk í maí 2001. Hún sagði að þá hefði fundist talsvert af staðbundnum urriða, eitt- hvað af bleikju og einnig regnboga- silungi í læknum en enginn sjógeng- inn fiskur. Veitt og sleppt í læknum Gunnar Bender veiðimaður sagði frá því í Ríkisútvarpinu að hann hefði tekið þátt í að veiða 6-7 punda sjóbirting í læknum nú nýverið. Það var Björn K. Rúnarsson í Veiðibúð- inni við lækinn í Hafnarfirði sem sýndi Gunnari fiskinn. Björn sagði í samtali við Morgunblaðið að fiskin- um hefði að sjálfsögðu verið sleppt. Auk þessa stóra fisks væru nokkrir 3-5 punda sjóbirtingar einnig í lækn- um. Á vorin sést mikið af seiðum í læknum sem bendir til að þar hrygni fiskur. Á veturna er fiskurinn fóðr- aður á brauði. „Svo vitum við að sjóbirtingar eru stökkvandi hér fyrir utan, þar sem lækurinn kemur út í höfnina,“ sagði Björn. „Vonandi eykst sjóbirtings- gengdin. Hann virðist ná að ganga hér upp þegar er stórstreymt. Gaml- ir menn hafa sagt mér að sjóbirting- ur hafi verið í Urriðakotsvatni fyrir mörgum árum.“ Hafnarfjarðarlæk- urinn er m.a. upprunninn þar. Sjóbirtingar sjást í læknum FIMLEIKASAMBAND Íslands hélt sitt fyrsta stóra mót í ár í húsa- kynnum Bjarkar í Hafnarfirði um helgina. Um er að ræða svokallað haustmót og tóku keppendur úr flestöllum fimleikafélögum á land- inu þátt í því. Þetta er eitt stærsta mót sem Björk hefur haldið. Börnin keyrðu í fyrsta sinn rút- ínuna sína fyrir veturinn og var það mál manna að allir hefðu staðið sig með mikilli prýði. Mikið var á seyði og fimleikar voru í gangi í húsinu frá því klukkan átta á laugardags- morgni og framundir kvöldmat- artíma á sunnudegi. Áhugasamir áhorfendur, for- eldrar og forráðamenn fylltu húsið og hvöttu sitt fólk og var fullt út úr dyrum allan tímann. Tilþrifin enda glæsileg og keppendurnir lögðu sig í líma við að skila æfingunum sínum á sem bestan máta. Einbeitingin skín úr andliti stúlk- unnar á myndinni þar sem hún klýf- ur loftið eins og kólfi væri skotið og vandar sig eins og best hún getur til að lendingin heppnist nú full- komlega. Morgunblaðið/Sverrir Klýfur loftið eins og kólfi væri skotið Fimleikasamband Íslands hélt sitt fyrsta stóra mót í ár um helgina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.