Morgunblaðið - 12.11.2007, Síða 10

Morgunblaðið - 12.11.2007, Síða 10
10 MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Gætu þér ekki bara gert það herra biskup, Geir er enn haldinn svo miklum fordómum gagnvart svona „money love“. VEÐUR Guðni Ágústsson, formaðurFramsóknarflokksins, flutti ræðu á miðstjórnarfundi flokks síns á Akureyri um helgina. Í ræðunni fjallaði hann um pólitískar hreins- anir eftir að ný ríkisstjórn tók við og réðst síðan á Morgunblaðið, sem hann kallaði málgagn Sjálfstæð- isflokksins (ætli fyrrverandi borg- arstjóra finnist það?) og sakaði blaðið um ósanngjarnan málflutn- ing gagnvart framsóknarmönnum.     Í forystugreinMorgunblaðs- ins hinn 25. októ- ber sl. var fjallað um þá staðreynd að Ólafur Örn Haraldsson, fyrr- verandi þing- maður Fram- sóknarflokks og þáverandi forstjóri Ratsjárstofnunar, hefði látið af störfum að ósk utanríkisráðherra og Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokks- ins, hefði látið af formennsku bygg- ingarnefndar nýs hátæknisjúkra- húss að ósk heilbrigðisráðherra.     Síðan sagði Morgunblaðið:„Í eina tíð var það siður í ís- lenzkri pólitík, að þeir sem völdin höfðu hverju sinni beittu þeim til þess að flæma pólitíska andstæð- inga úr stöðum … Svo lagðist þessi siður af ... Það væri stórt skref aft- ur á bak ef horfið yrði til gamalla ósiða í þessum efnum …“     Morgunblaðið tók upp hanzkannfyrir framsóknarmenn og sumir þeirra þökkuðu drengskap.     En svo kemur formaðurinn ogsakar Morgunblaðið um ósann- girni í garð framsóknarmanna!     Hver er ósanngjarn við hvern?!     Guðni Ágústsson er einhvers stað-ar úti að aka – en hvar? STAKSTEINAR Guðni Ágústsson Guðni úti að aka – en hvar? SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                           *(!  + ,- .  & / 0    + -              !!                     12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (               " #$          %     :  *$;<                     !"#   $   *! $$ ; *! & ' ($ '$% " )$ *) =2 =! =2 =! =2 &"$( + ! ,-#).  <! -         =                  "!       % & '     (    #  )      ))                      $   6 2  *                + %     /  )00 )$  1%) # )+ ! 3'45 >4 >*=5? @A *B./A=5? @A ,5C0B ).A    2 2 2                     2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Guðbjörg H. Kolbeins 10. nóvember Hvar er DV? Fyrir helgi voru kynnt- ar nýjar niðurstöður úr könnun Capacent Gall- up á lestri dagblaða sem Samband ís- lenskra auglýsinga- stofa, Samtök auglýs- enda og helstu fjölmiðlar landsins láta gera fyrir sig. Í könnun sem gerð var frá maí til júlí á þessu ári mældist meðallestur á hvert tölu- blað DV 7%. Nú bregður hins vegar svo við að engar upplýsingar er að finna um lestur á DV fyrir tímabilið frá ágúst til október. Er leyndarmál hversu margir/fáir lesa DV? Meira: kolbeins.blog.is/ Gísli Baldvinsson | 11. nóvember Kona til valda? […] staðan [er] sú að þrátt fyrir að Ny Alli- ance bendi á Anders Fough sem forsætis- ráðherra þá munu at- kvæðin frá Fær- eyjum og Grænlandi gera útslagið. Drottningin getur ákveðið að veita ekki Anders Fo- ugh stjórnarmyndurnarkeflið (dronningerunde). Það getur ákvarðast í beinni útsendingu hver verður næsti forsætisráðherra Dana. Það skyldi þó aldrei verða kona?!! Meira: gislibal.blog.is/ Sóley Tómasdóttir | 11. nóvember Kynjafræði og próflaus aumingi Sagt var um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur að hún væri heimtufrek þegar hún fór fram á 150 krónur í sund- kennslu fyrir stelpur á meðan föst upphæð í sundkennslu stráka var 450 krónur. Fyndið! Þegar farið var fram á einn kvenkyns fulltrúa í nefndum á vegum ríkisins í upphafi síðustu aldar var það talið skerða réttindi karla. Fyndið! Stjórnmálaskýrandi sem sjálfur segist vera próflaus aumingi og ræðir helst bara við karla um karllæg málefni tekur sé það vald að skilgreina kynjafræði sem vafa- sama fræðigrein. Fyndið! Meira: soley.blog.is Stefán Friðrik | 11. nóvember Veislustjórn í beinni Það vakti athygli mína þegar að ég horfði á Laugardagslögin í Sjónvarpinu í gær- kvöldi að Gísli Ein- arsson fléttaði þátta- stjórn og veislustjórn í hófi hestamanna saman í eitt verk- efni á sama laugardagskvöldinu. Gísli er um margt ágætismaður sem hefur gert margt gott, en hinsvegar finnst mér það algjörlega út í hött fyrir hann að taka að sér veislu- stjórn í hófi á sama tíma í beinni út- sendingu í þættinum og geri það að einu og sama verkefninu. Skildi ekki þessa innkomu hans í þáttinn nema með þeim hætti að skemmti- atriði í aukavinnu hans, veislu- stjórahlutverki, ætti að fylla upp í þann hluta þáttarins sem hann sér um ásamt Ragnhildi Steinunni. Það hlýtur að vera lágmark að fólk skilji á milli tveggja verkefna af þessum toga og sjái sóma sinn í að boða frekar forföll frá verkefninu í Sjón- varpinu meðan öðrum hlutum er sinnt. Það er ekkert að því að þátta- stjórnendur séu veislustjórar á öðr- um vettvangi en það á ekki erindi í þátt viðkomandi. Hef annars ekki skilið hlutverk Gísla í þættinum Laugardagslögum. Hann virðist vera svona hliðarkarakter í pró- gramminu og fylgihlutur Ragnhild- ar Steinunnar sem er frábær sjón- varpskona og gjörsamlega fædd í hlutverkið. Finnst taktar hans að vera últrahress á laugardagskvöldi hinsvegar frekar misheppnaðir. […] Gísli kom, sá og sigraði í huga sjón- varpsáhorfenda sem spyrillinn í hinum yndislegu og sveitalegu sjón- varpsþáttum Út og suður. Hann á best heima í þeim þáttum að mínu mati og á að halda framleiðslu þeirra áfram helst. Þar er hann ein- faldlega bestur. Meira: stebbifr.blog.is/ BLOG.IS WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 Týpa: PV70 VERÐLAUNAÐ SJÓNVARP 219.900- Glæsilegt tæki af nýjustu kynslóðinni sem fékk nýlega hin eftirsóttu EISA verðlaun. HDTV Ready / Upplausn1024x768 / Skerpa: 10.000:1 42” plasma Hjörtur J. Guðmundsson | 11. nóv. Furðuleg grein Í umfjöllun um einka- væðingar segir Björn Ingi að á sumum svið- um eigi einkavæðing ekki við og að fram- sóknarmenn eigi ekk- ert að vera feimnir við að segja það. Það sé „ekkert hallær- islegt að hafa prinsipp.“ Fyrir það fyrsta mætti spyrja sig að því hvaða prinsipp Björn Ingi hafi fyrir utan það sem hentar honum persónulega bezt hverju sinni […]. Síðar í grein- inni hvetur hann hins vegar beinlínis til þess að Framsóknarflokkurinn endurnýi hugmyndafræði sína með það fyrir augum að höfða til sem flestra og hala inn sem flest atkvæði. Meira: sveiflan.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.