Morgunblaðið - 12.11.2007, Page 40

Morgunblaðið - 12.11.2007, Page 40
■ Fim. 15. nóvember kl. 19.30 Sígaunar og fögur fljóð Píanókonsert eftir Haydn, fjórða sinfónía Schumanns og nýtt verk eftir Tryggva M. Baldvinsson. Stjórnandi: Kurt Kopecky Einleikari: Edda Erlendsdóttir ■ Lau. 17. nóvember kl. 17 Kristallinn – kammertónleikaröð SÍ í Þjóðmenningarhúsinu. Felix Mendelssohn: Oktett fyrir strengi ■ Fim. 22. nóvember kl. 19.30 Pétur Gautur. Tónlist Griegs við stórvirki Ibsens. Petri Sakari stjórnar, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir syngur og Gunnar Eyjólfsson segir söguna og flytur valda kafla. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is Af öllum ber þó hunds- tíkin Rexxx, sem mun vera leikin af einum fjórum ferfætlingum … 42 » reykjavíkreykjavík Skilaboðaskjóða ÞorvaldsÞorsteinssonar var frum-sýnd í Þjóðleikhúsinu á mið- vikudagskvöldið og fékk fluga af því tilefni lánaða litla prinsess- ufrænku sér til selskaps, þar sem um barna- leikrit var að ræða. Á leiðinni inn í leikhúsið urð- um við vitni að því er maður hrasaði um kapalfargan mikið sem lá í reiðileysi á stéttinni fyrir framan tröppurnar og skall hann beint á höfuðið. Til allrar lukku virtist honum ekki hafa orðið meint af þótt við frænkurnar hefðum verið handvissar um hann væri hálsbrotinn. Aum- ingja leikhúsgesturinn varð svo bara að láta sig hafa það að mæta á frumsýninguna með risa- stóran, sótsvartan blett framan á fínu hvítu spariskyrtunni. Annars ríkti ótrúlega mikil gleði og fjör í Þjóðleikhúsinu þetta kvöld og brosandi út að eyrum voru Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarmaður, Hinrik Ólafsson leikari, Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleik- stjóri og Felix Bergsson leikari. 101 parið og rithöfundarnir Oddný Sturludóttir og Hall- grímur Helgason voru líka kát. Litla frænka var mjög glöð yfir að sjá söngkonuna Selmu Björnsdóttur í eigin persónu í hléinu og hvíslaði uppnumin að flugu: ,,Rosalega mikið af frægu fólki hérna!“ Nú, næsta kvöld var mætt á ljóðalestur á hinn nöturlega Næsta bar – þar sem sex stór- góð skáld létu ljós sitt skína. Ljóð Steinunnar Sigurðardóttur voru töff í flutningi Tinnu Hrafnsdóttur leikkonu en skærast skein samt nýstirnið Kristín Svava Tómasdóttir með ljóða- bókina sína Blótgælur. Kristín Svava var dásamlega hressandi og hamingjusöm hún hafnar því að allt sem íslenskt er sé ,,bezt í heimi“. Blótgælum er hér með bætt á jólagjafa- óskalista óþekkra stelpna. Á laugardaginn var Ólafur Sigurðsson fyrr- verandi fréttamaður Sjónvarpsins að spóka sig í Kolaportinu, í matarhorninu þar sem fluga var einmitt að birgja sig upp af ferskum skelfiski, risarækjum og öðru konfekti sjávarins fyrir litla veislu síðar um kvöldið. Hafði einmitt hitt sjálf- an bjargvætt Kolaportsins, Dag B. Eggertsson borgarstjóra, þegar undirrituð var nánast á náttfötunum að kaupa sér kaffi í bítið sama morgun í Kaffitári í Bankastræti. Gleymdi reyndar að spyrja borgarstjórann, sem er jú líka læknir í hjáverkum, hvort hann geti ekki látið opna læknavakt í höfuðborginni? Litla leik- húsfrænka veiktist um helgina og í ljós kom sú furðulega staðreynd að næsta læknavakt væri í öðru bæjarfélagi eða í Kópavogi. En þar hafði skapast stríðsástand vegna opnunar þriggja verslunarskrímsla og hvergi bílastæði að finna nálægt vaktinni, fyrir veika litla stelpu og aðra reykvíska sjúklinga. Heimsborg, hvað? Hrafnhildur Kjartansdóttir, Jóna Lárusdóttir, Laufey Arna Johansen og Guðný Jóna Einarsdóttir. Sigríður Guðlaugsdóttir, Dina Akhmetzhanova, Stein- grímur Wernerson og Alma Kristjana Steingrímsdóttir. Árni Geir Pálsson, Petrína Ásgeirsdóttir og Helga Sverrisdóttir. Sir Mike Aaronson, og Andrene Aaronson, Elaine og Alp Mehmet. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Aron Gunnarsson, Laufey Arna Johansen og Gunnar Elfarsson. Erna Katrín Pétursdóttir, Kristín Johansen, Berglind Johansen, Hendrika Waage og Guðvarður Gíslason. Lilja Hilmarsdóttir, Kristín Jónsdóttir og Þuríður Sigurðardóttir. Flugan … ,,Rosalega mikið af frægu fólki hérna …!“ Ásdís Guðmundsdóttir, Dögg Pálsdóttir og Linda Rós Michaelsdóttir. Morgunblaðið/Sverrir » Laufey A. Johansen opnaðisýninguna Á milli heima í Galleríi Sævar Karls á laug- ardaginn. Ellen Tryggvadóttir, Vignir Jóhannsson, Finnbogi Pétursson, Kristína Ragn- arsdóttir, Magnús Kristinsson, Lóa Skarphéðinsdóttir og Bjarni Ármannsson. Kristinn Björnsson og Sólveig Pét- ursdóttir. … Kolaportið og kaffi með borgarstjóra … »Hátíð trjánna – fjáröflunarkvöld-verður Barnaheilla var haldinn á Hótel Nordica á föstudagskvöldið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.