Morgunblaðið - 12.11.2007, Side 8

Morgunblaðið - 12.11.2007, Side 8
8 MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KENNARAHÁSKÓLI Íslands hefur gert form- legan samstarfssamning við um 80 leik- og grunnskóla, um náið samstarf við þjálfun kenn- aranema. Með þessum samningum verða skól- arnir „heimaskólar“ einstakra nemenda KHÍ þar sem þeir munu fá starfsþjálfun og öðlast heildarsýn á skólastarfið. Anna Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður kennarabrautar KHÍ, segir undirritunina vilja- yfirlýsingu til aukinnar samvinnu á sviði rann- sókna, þróunarstarfs og fræðilegs starfs. Skilvirkari aðferðir Fram til þessa hafa kennaranemar hlaupið inn í starf hinna ýmsu skóla og segir Anna Kristín það fyrirkomulag vissulega hafa haft ýmsa kosti og verði að einhverju leyti haldið áfram. Hins vegar taki það vissan tíma að kynn- ast nýjum skóla og þekking kennaranemanna geti því ekki orðið eins djúpstæð og raunin verði með nýja fyrirkomulaginu. Mikilvæg atriði eins og undirbúningur skólaárs og námsmat hafi hingað til ekki verið inni í starfsþjálfuninni. Með fyrirkomulagi „heimaskóla“ muni kenn- araneminn kynnast starfsvettvanginum vel og afla sér þar þekkingar og reynslu. Sú reynsla muni svo skila sér í því hvernig hann vinni úr fræðunum. Hingað til hefur þessu verið öfugt farið. Kennaranemar hafa byggt upp fræðilegu hlið- ina fyrst, farið svo út í skólana og reynt að koma fræðunum í framkvæmd, þróa þau og prófa sig áfram. Þetta nýja fyrirkomulag á að tryggja betri kennaramenntun og betra starf hjá viðkomandi skólum. Verkefnið fékk góðar viðtökur hjá skól- unum þegar það var auglýst og komust færri að en vildu. Kennaranemar fá heimaskóla Í höfn Björn Björgvinsson, skólastjóri Laugalækj- arskóla, og Ólafur Proppé, rektor KHÍ. Kennaraháskólinn semur við áttatíu skóla um þjálfun kennaranema sinna MARGIR nota góðviðrisdaga til að ganga og koma blóðinu af stað. Það gerði þessi maður sem brá sér í gönguferð við Vífils- staðavatn um helgina. Veðrið var líka upplagt til að stunda útivist og mátti víða sjá fólk á gangi. Flestir voru vel búnir enda nokk- uð kalt í veðri. Morgunblaðið/Sverrir Í gönguferð í haustveðri VERKEFNI sem miðar að því að auka og efla jafnréttis- og kynjasjón- armið í skólastarfi er að hefja göngu sína. Með markvissri fræðslu og um- ræðu frá upphafi skólagöngu er hægt að gefa ungu fólki tækifæri til að taka ákvarðanir varðandi framtíð sína á eigin forsendum óháð staðalmyndum kynjanna og hefðbundnu starfsvali, segir í frétt frá félagsmálaráðu- neytinu. Meginmarkmið verkefnisins eru að efla jafnréttisfræðslu, samþætta kynjasjónarmið í kennslu og að auka upplýsingaflæði um jafnréttismál. Verkefnið er tvíþætt: sett verður upp vefsíða þar sem upplýsingar um jafn- réttisfræðslu verða aðgengilegar, auk upplýsinga um verkefni sem nota má í skólastarfi. Einnig verða fengnir grunnskólar og leikskólar til að sinna tilraunaverkefnum. Að verkefninu standa félagsmála- ráðuneytið, Jafnréttisstofa, Jafnrétt- isráð, Reykjavíkurborg, Hafnarfjörð- ur, Kópavogsbær og Akureyrarbær. Jafnréttisstofa hefur umsjón með verkefninu. Ætla að efla fræðslu um jafnrétti MIÐSTJÓRN Framsóknarflokks-ins lýsir andstöðu við fram-komnar hugmyndir um einkavæð- ingu í heilbrigðisþjónustu, sem yrði skref í átt til tvöfalds heil- brigðiskerfis. Þetta kemur m.a. fram í stjórnmálaályktun stjórn- arinnar sem hélt haustfund sinn á Akureyri um helgina. Einnig lýsir miðstjórn andstöðu við hug- myndir um einkavæðingu orku- fyrirtækja en fagnar útrás ís- lenskrar þekkingar og reynslu á sviði orkumála. Þá leggur stjórn- in áherslu á að staðinn verði vörður um Íbúðalánasjóð. Einnig lýsir miðstjórn yfir von- brigðum með þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur boðað til að mæta skerðingu aflaheimilda í þorski og segir þær ómarkvissar. Á haustfundinum ályktaði mið- stjórn Framsóknarflokksins sér- staklega um að hún lýsi stuðningi við nýjan meirihluta í borg- arstjórn Reykjavíkur og við full- trúa flokksins í borgarstjórn. Fagnar útrás þekkingar ALÞINGISMENN og starfsmenn Alþingis hafa fallist á það að Sam- tök sykursjúkra mæli hjá þeim blóðsykur. Mælingin fer fram í Kringlunni í alþingishúsinu á mið- vikudag, 14. nóvember. Alþjóðadagur Samtaka syk- ursjúkra hefur verið haldinn há- tíðlegur á þessum degi síðan 1991 en núna í ár hafa Sameinuðu þjóð- irnar viðurkennt daginn og dag- skrá hans því fjölbreyttari en áð- ur. Af þessu tilefni verða m.a. stórhýsi um allan heim upplýst og í Reykjavík verður Höfði baðaður blárri birtu. Viðurkenning SÞ skuldbindur ríki til að setja upp áætlun um meðferð á sykursýki og forvarnir til að koma í veg fyrir sykursýki, tegund 2, segir í frétta- tilkynningu. Félag sykursjúka mun mæla blóðsykur vegfaranda í Smáralind laugardaginn 17. nóvember nk. Blóðsykur mældur í þinginu GJÖLD Landspítala eru 1.108 m.kr. umfram tekjur eða 4,4%, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fyrstu níu mán- aða ársins. Launagjöld eru rúm 4% umfram áætlun og rekstrarkostnað- ur rúm 8%. Meginskýringin er al- menn þensla í landinu og hækkun rekstrarkostnaðar og þá sér í lagi S- merktra lyfja sem hefur aukist um rúm 14% á einu ári. Sívaxandi eft- irspurn eftir þjónustu spítalans hef- ur leitt til aukinnar starfsemi á mörgum sviðum hans sem veldur því að tekjur ná ekki að standa undir kostnaði. Þetta kemur fram í sam- antekt Önnu Lilju Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra fjárreiðna og upplýsinga LSH í nýjasta hefti starf- semisupplýsinga spítalans. Á einu ári fjölgaði komum á göngudeildir spítalans um rúm 9%, fækkaði á dagdeildum um tæp 6% og á sólarhringsdeildum standa þær í stað. Heimavitjanir frá sjúkrahús- tengdri heimaþjónustu fjölgaði á sama tíma um 47%. Skammtímaskuldir verulegar Neikvæður höfuðstóll var skv. efnahagsreikningi um mitt ár 1.570 m.kr. Skammtímakröfur LSH voru á þeim tíma tæpur milljarður. Ber þar hátt skuldir ýmissa heilbrigðisstofn- ana sem átt hafa erfitt með að standa í skilum við spítalann og hefur það síst batnað eftir því sem líða tók á ár- ið, skrifar Anna Lilja. Skamm- tímaskuldir LSH eru verulegar og umtalsverð van- skil eru við birgja spítalans. „Greiðslustaða spítalans er því afar erfið og leiðir hún af sér dráttar- vaxtakröfur á hendur LSH ásamt því að öll samskipti við birgja spít- alans verða þyngri. Stjórnendur LSH binda vonir við það að skiln- ingur sé hjá stjórnvöldum á orsökum vanda spítalans og að vandanum verði aflétt með fjáraukalögum árs- ins,“ segir í greinargerð Önnu Lilju. Hún segir ljóst að starfsemi Land- spítala sé meiri en fjárveitingar rúma. Aukin aðsókn, vaxandi sjúk- dómsbyrði ásamt þenslu í efnahags- lífi landsins veldur auknum rekstr- arkostnaði. „Því er mikilvægt að horfa til framtíðar og þeirrar þjón- ustu sem spítalinn á að veita og að fjármagn verði í takt við verkefni hans,“ skrifar Anna Lilja. 4,4% halli er á rekstri LSH Anna Lilja Gunnarsdóttir Vanskil spítalans við birgja umtalsverð ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.