Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT JÓHANN Karl Spánarkonungur lét Hugo Chavez, forseta Venesúela, hafa það óþvegið á fundi ríkja róm- önsku Ameríku og Íberíuskagans í Chile um helgina. Framganga kon- ungsins mæltist mjög vel fyrir á Spáni þar sem myndskeið sem sýnir orðaskipti þeirra var endurtekið í sí- fellu í sjónvarpsfréttunum. Hugo Chavez er þekktur fyrir að tala tæpitungulaust um Bandaríkin og bandamenn þeirra og tildrög uppákomunnar nú má rekja til þess að hann kallaði Jose Maria Aznar, fyrrverandi forsætisráðherra Spán- ar, fasista á föstudag. Jose Zapatero, núverandi forsætisráðherra Spánar, tók upp hanskann fyrir Aznar á laugardag, bað Chavez um að sýna spænsku þjóðinni ekki dónaskap, Aznar hefði verið réttkjörinn leið- togi hennar. Chavez lét sér hins veg- ar ekki segjast heldur var með frammíköll og svo fór að Jóhanni Karl var nóg boðið og kallaði: „Af hverju heldur þú ekki bara kjafti?!“ Spánarkonungur varð foxillur AP ÖFLUGUR stormur varð þess valdandi að rússneskt olíuskip rifn- aði í tvennt á Svartahafi í gær- morgun en áætlað var að 1.300 tonn af eldsneyti hefðu lekið úr skipinu. Rússneskur embættismaður kallaði atburðinn alvarlegt umhverfisslys sem tæki mörg ár að hreinsa upp. Skipið var á Kerch-sundi milli Azovshafs og Svartahafs þegar það brotnaði í 5 metra ölduhæð í gær- morgun. Þrettán manna áhöfn skipsins var bjargað en olíuskipið, sem var í eigu rússneska fyrirtæk- isins Volganeft, lá við ankeri þegar stefnið rifnaði frá í storminum. Slysið varð innan lögsögu Úkra- ínu sem sundið skilur frá Rússlandi. Olíuflutningaskipið var að flytja eldsneyti frá rússnesku borginni Samara sem er við ána Volgu á leið til hafnar í Úkraínu. Þrjú olíuskip til viðbótar eyði- lögðust í óveðrinu en enginn leki varð, að því er embættismenn sögðu AP. Þá varð tyrkneskt flutn- ingaskip, Ziya Kos, fyrir alvar- legum skemmdum. Umhverfisslys í óveðri                                 ! "!# $     %     #    &  '()       !" # ""$%$&$%$'( %) *  * +, %%"  '"$& $ %!""  -  ' $       DANILO Turk verður næsti for- seti Slóveníu en hann bar sig- urorð af Lojze Peterle, fyrrver- andi forsætisráð- herra, í kosn- ingum í gær. Turk, sem er fyrrverandi sendiherra hjá SÞ og var frambjóð- andi slóvensku stjórnarandstöð- unnar, fékk tæplega 70% atkvæða. Næsti forseti Slóveníu Danilo Turk DANSKA lögreglan handtók Dana af tyrknesku bergi brotinn sem grunaður er um að hafa ætlað að ræna dönskum ríkisborgurum á er- lendri grundu. Tilgangurinn mun hafa verið sá að krefjast lausnar tveggja manna sem sitja í varðhaldi grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk. Dönsk hryðjuverk FINNSKA lögreglan hefur hand- tekið unglingspilt sem setti á net- síðuna YouTube myndband þar sem hann sést með byssu og hótar fjöldamorði í líkingu við það sem framið var í gagnfræðaskóla norð- ur af Helsinki í síðustu viku. Hafði í hótunum STÆRSTU samtök öfgasinnaðra mótmælenda á Norður-Írlandi, Uls- ter Freedom Fighters, lýstu því í gær yfir þau hygðust farga öllum vopnum sínum. Friður virðist því nokkuð tryggur á svæðinu. Farga vopnum Islamabad. AFP, AP. | Pervez Mushar- raf, forseti Pakistans, hét því í gær að haldnar yrðu þingkosningar í landinu fyrir 9. janúar nk. Hann gaf hins vegar jafnframt til kynna að neyðarlög, sem hann setti fyrir viku, sem höfðu í för með sér skerðingu á borgaralegum réttindum, yrðu í gildi a.m.k. þangað til. Neyðarlögin væru nauðsynleg í baráttunni gegn hryðjuverkum og til að tryggja að kosningarnar yrðu frjálsar. Musharraf hélt fréttamannafund í gær, þann fyrsta frá því að hann nam stjórnarskrá landsins úr gildi. Sagð- ist hann láta kjörstjórn eftir að ákveða nákvæma dagsetningu vænt- anlegra kosninga. Musharraf gaf lít- ið fyrir gagnrýni í Pakistan og ann- ars staðar á setningu neyðarlaga og sagði að hann hefði engra annarra kosta átt völ. „Þetta var erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið á ævinni,“ sagði hann. „Ég hefði getað hugsað um eigið skinn en það hefði skaðað þjóðarhagsmuni,“ sagði hann en Musharraf hefur verið sakaður um að ræna í reynd völdum í annað sinn – hann komst til valda 1999 í valda- ráni – og fullyrt hefur verið að gjörð- ir hans stjórnist af þeirri vissu hans, að öðruvísi hefði hann ekki getað haldið völdum. Benazir Bhutto, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar, sagði það „jákvætt skref“ að nú lægi fyrir hvenær kosn- ingar færu fram. Hún sagði hins veg- ar að stjórnvöld yrðu einnig að af- nema neyðarlögin sem í gildi eru. Stjórnvöld sendu landsmönnum ruglingsleg skilaboð með því að til- kynna um kosningar degi eftir að herlögum var breytt til að auka möguleika hersins til að grípa til að- gerða gegn borgurunum. Frjálsar og heiðarlegar kosningar væru ekki mögulegar við þessar aðstæður. Sveittur Musharraf á fundinum. Heitir því að halda kosningar í janúar Reuters Sao Paulo. AFP. | Ban Ki-moon, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom í gær til Brasilíu en landið er meðal viðkomustaða í ferðalagi hans sem miðar að því að sjá frá fyrstu hendi áhrif loftslagsbreytinga í ver- öldinni og reyna að vekja fólk til vit- undar um þann vanda sem mannkyn stendur frammi fyrir. Ban hafði áður heimsótt Suðurskautslandið, fyrstur framkvæmdastjóra SÞ, og Patag- óníu í Chile en þar bráðna jöklar nú hratt vegna loftslagsbreytinga. Ban sagðist „afar sorgmæddur og áhyggjufullur“ yfir því sem fyrir augu bar í Chile. „Það á við um Chile-búa, eins og margar fleiri þjóð- ir í heiminum, að þar eru menn að greiða hlýnun andrúmsloftsins dýru verði án þess að hafa gert nokkuð til að stuðla að henni,“ sagði hann og notaði orðið „neyðarástand“. Ban vill vitundarvakningu AP Jöklar bráðna Ban Ki-moon kynnti sér aðstæður í Patagóníu í Chile. Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is KANNANIR benda til að mjög mjótt verði á munum í dönsku þingkosning- unum sem fara fram á morgun en for- ystumenn stjórnmálaflokkanna mættust í síðasta skipti í kappræðum í danska sjónvarpinu í gærkvöldi. Hægristjórn Anders Fogh Rasmus- sen er ekki langt frá því að halda velli en þarf sennilega að leita eftir stuðn- ingi nýs flokks, sá heitir Nýtt banda- lag og lýtur forystu Nasers Khader. Samsteypustjórn Venstre og Íhaldsflokksins heldur ekki velli í nú- verandi mynd, skv. könnunum sem birtar voru í Berlingske Tidende og Politiken í gær. Í könnun sem fyrr- nefnda blaðið birtir fær Venstre 47 þingmenn og Íhaldsflokkurinn nítján en auk þess fær Danski þjóðarflokk- urinn, sem Pia Kjærsgaard fer fyrir, 22 þingmenn en hann styður stjórn Foghs án þess að eiga aðild að henni. Könnun Politiken er svipuð, þar fær Venstre 45 þingmenn kjörna, Íhaldsflokkurinn 21 og Þjóðarflokkur- inn 21, sem sagt samanlagt 87 en 179 sitja á danska þinginu og því þarf 90 þingmenn til að hafa meirihluta. Fjór- ir fulltrúar á þinginu koma frá Fær- eyjum og Grænlandi en miðað við þessar tölur myndi það tæplega duga Fogh að helmingur þeirra styddi hann til áframhaldandi valda. Hafa ber hins vegar í huga að Na- ser Khader hefur lýst yfir að helst vilji hann að Fogh sitji áfram við stjórnvöl- inn – raunar sagði Khader í sjón- varpskappræðunum í gær að Fogh væri „forsætisráðherraefni“ flokksins – og í ljósi þess að Nýtt bandalag fær í könnun Berlingske sjö þingmenn og í könnun Politiken fimm myndi sá þing- styrkur duga til að Fogh yrði áfram forsætisráðherra. Khader – en hann er sonur palestínsks föður og sýr- lenskrar móður og flutti til Danmerk- ur ellefu ára – vill þó að Fogh geri breytingar á stefnu ríkisstjórnarinn- ar, en þar ber hæst kröfu Khaders um breytingar á innflytjendastefnunni. Trúleg niðurstaða? Margir eiga hins vegar nokkuð erf- itt með að sjá ríkisstjórn sem styddist annars vegar við Nýtt bandalag og Þjóðarflokkinn hins vegar enda hefur Pia Kjærsgaard verið eindreginn and- stæðingur þess að fleiri innflytjendur fái að koma til Danmerkur. Í því sam- bandi vekur athygli að í auglýsinga- spjöldum Þjóðarflokksins hefur síð- ustu daga spjótunum æ meir verið beint að innflytjendum, einkum músl- ímum. Í einni auglýsingu sést t.d. kona með múslímasjal, hijab, taka peninga út úr hraðbanka en hann er merktur félagsmálastofnun ríkisins; í texta sem fylgir auglýsingunni stend- ur: „Setjum fram kröfur á útlend- ingana. Nú verða þeir að leggja eitt- hvað af mörkum!“                 +  , -. %      "           %  . "      .          %. /  %  %          !  0   # /  % $$ %!   '$$+) %%! $ /  $"$$%  %%  ( $  % $ 0 %%"%"% %$ %%1 $ "'$+) % %!$ "0 +12,$ 32455          !  "#$% $&  ' 6786 6:8: ()   * ,;* < =>*?> 2  $%% 345 674%%% "+ % ' % " $' % "   + % $8 $   9 :% %!   '/: (+" 66 ,  %$ $)$' $"1 ,%$ .  %"    ;$ %" 9 :% %!@/: (+ @   A %$  2 5B@ < %  . %% 2 567  %$+).  " %% 2/5@6 /+ ! %$: '7) - !$.  " %% 2/5'C )$' '$ +) .  " %% 2 /5'' =%% . $%% 2=566 : !  %$  2 5'7 !  "!    2 /5 > %! %%+ %   %% '$+) % %!$ "0 &  2 5 / " /  $"$$%0 D .   25 ? !  $ $(&"$+) %/ 0 E       2 5 @"   $  !  ! %$"$+) % "'%" '%  $"%!"+ % %  %AB  :  $%%"0@" )  !  '$$+) %$' % */  . 2 ;  " $" $ $ :  $(+ $+) %"%!  ($"/ 0 ="!    2CC5 ?#%  !  '$$+) %%%% $("  %  %0 1  2=5 > %! %%+ %   %% 0 DED $ %%"  +  %$   0  .    2 5 > %! %% + %   %% 0 Naser Khader í lykilstöðu Danir ganga að kjörborðinu á morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.