Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
Eftir Eyþór Árnason
Þórarinn Eymunds-son var valinnknapi ársins ogíþróttaknapi ársins
af hestafréttariturum þetta
árið á uppskeruhátíð hesta-
manna á Brodway síðastliðið
laugardagskvöld. Þórarinn
átt sérlega gott ár og varð
meðal annars tvöfaldur
heimsmeistari, fékk gull í
fimmgangi og samanlagður
meistari fimmgangsgreina
auk þess sem hann fékk silf-
ur í tölti, þar á bætist svo að
annað árið í röð er hann tvö-
faldur Íslandsmeistari í tölti
og fimmgangi. Alla þessa
titla náði hann í á Krafti frá
Bringu sem hefur verið hans
helsti keppnishestur nokkur
síðustu ár. Þórarinn var
einnig sæmdur á árinu
meistaratitli reiðkennara eða
A-reiðkennari sem ekki
nema þrír aðrir hestamenn
hafa áður fengið. Þórarinn
náði einnig mjög góðum ár-
angri á mörgum öðrum mót-
um á árinu. Auk þess hefur
hann sýnt það að hann er
mikill íþróttamaður og er
góð fyrirmynd annarra
hestamanna. Morgunblaðið
óskar Þórarni til hamingju
með titilinn sem hann er
sannarlega vel að kominn.
Góðir á árinu
Gæðingaknapi ársins var
valinn Viðar Ingólfsson. Við-
ar átti einnig mjög gott ár og
sigraði hann meðal annars í
B-flokki á Fjórðungsmótinu
og í B-flokki á Hvítasunn-
umóti Fáks á Takti frá
Tjarnalandi.
Kynbótaknapi ársins var
valinn Þórður Þorgeirsson
en hann hefur verið einn af
okkar allra fremstu kynbóta-
hrossasýnendum í áraraðir.
Þórður sýndi á árinu 87
hross og var meðalhæfi-
leikaeinkunn þeirra 8,04.
Einn af hápunktum ársins
hjá Þórði var þegar hann
náði að sýna Kormák vom
Lipperthof upp á 10 fyrir
tölt á heimsmeistaramótinu í
Hollandi.
Valið á skeiðknapa ársins
var sérlega erfitt þetta árið
og komu nokkrir þar sterk-
lega til greina. Svo fór að
nefndin valdi tvo skeiðknapa
ársins, þá Bergþór Eggerts-
son og Sigurð Sigurðarson.
Bergþór kom sá og sigraði á
heimsmeistaramótinu í sum-
ar og nældi sér þar í tvö
gull, í 250 metra skeiði og
100 metra fljúgandi skeiði.
Kom hann þar með Íslandi
aftur á kortið í þessum
greinum á HM eftir margra
ára lægð. Sigurður Sigurð-
arson var mjög heitur á
skeiðbrautinni síðasta sumar
og náði þeim frábæra ár-
angri að setja heimsmet í
100 metra flugskeiði með
tímann 7,18 sekúndur á
Drífu frá Hafsteinsstöðum.
Sigurður varð einnig Ís-
landsmeistari í sömu grein á
Drífu auk þess sem hann
gerði það sérlega gott á mót-
um Skeiðfélagsins.
Valdimar Bergstað var
valinn efnilegasti knapi árs-
ins. Á Íslandsmóti yngri
flokka varð Valdimar fjór-
faldur Íslandsmeistari, í
fimmgangi, 100 metra skeiði,
gæðingaskeiði og slaktauma-
tölti, auk þess keppti hann
fyrir Íslands hönd á heims-
meistaramótinu í ungmenna-
flokki.
Fagráð í hrossarækt velur
ár hvert ræktunarbú ársins.
Í ár varð Fet fyrir valinu og
er það í þriðja sinn sem búið
hlýtur þessa viðurkenningu.
37 hross frá Feti voru sýnd á
árinu. Meðalaldur þeirra var
5,4 ár og meðaleinkunn var
7,87, þar af voru 13 yfir átta.
Eitt eftirminnilegasta hross-
ið frá þeim á árinu var Finna
frá Feti sem stóð efst í fimm
vetra flokki hryssa á heims-
meistaramótinu.
Heiðursverðlaun
Rósmarí Þorleifsdóttir í
Vestra-Geldingaholti fékk að
þessu sinni heiðursverðlaun
LH. Rósmarí hefur um ára-
tuga skeið rekið reiðskóla
þar sem margt ungmennið
hefur notið ómetanlegrar
leiðsagnar. Rósmarí hefur
einnig verið ötul í æskulýðs-
starfi Landssambands hesta-
manna og innan FEIF.
Áhrifa hennar gætir einnig
víða í hestamennskunni. Hún
var fyrst Íslendinga til þess
að fara í reiðskóla erlendis, í
Bremen í Þýskalandi, og tók
þaðan með sér dýrmæta
þekkingu. Frá Þýskalandi
kom hún með nasamúlinn og
kynnti hann fyrir Íslend-
ingum. Einnig kom hún heim
með reiðhjálminn sem þá var
óþekkt fyrirbæri hér á landi.
Þetta eru hlutir sem við
hestamenn getum vart verið
án núorðið.
Morgunblaðið/Eggert
Efnilegasti knapinn Valdimar Bergstað ásamt Ingibjörgu S. Gísladóttur utanríkisráðherra og Árna Mathiesen fjármálaráðherra.
Morgunblaðið/Eggert
Heiður Rósmarí Þorleifsdóttur fékk heiðursverðlaun LH.
Morgunblaðið/Eggert
Gleði Knapar ársins samglöddust Þórarni Eymundssyni sem var valinn knapi ársins.
Þórarinn knapi ársins
Morgunblaðið/Eyþór
Knapi ársins Þórarinn Eymundsson á Krafti frá Bringu.