Morgunblaðið - 12.11.2007, Síða 38

Morgunblaðið - 12.11.2007, Síða 38
38 MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand MÉR ÞYKIR LEIÐINLEGT AÐ HAFA RIFIÐ BUX- URNAR ÞÍNAR MJÖG LEIÐINLEGT MIKIÐ ER HANN MEÐ LJÓTA FÓTLEGGI HÉRNA ER MATURINN, SNOOPY! SKRÍTIÐ... FLESTUM ÞJÓNUM FINNST BETRA ÞEGAR FÓLK SÝNIR ÁHUGA ER SNATI HREIN- RÆKTAÐUR? NEI, HANN ER U.B.F. HVAÐ ÞÝÐIR EIGINLEGA U.B.F.? UPPÁHALDS BLENDINGUR FJÖLSKYLD- UNNAR MÁ NOKKUÐ BJÓÐA ÞÉR Í „RIVERDANCE“ VIÐ MEGUM SOFA HVAR SEM ER Í SAFNINU! HVAR VILJIÐ ÞIÐ SOFA? Í RISAEÐLU- HERBERGINU !! Í RISAEÐLU- HERBERGINU? ÆTLI VIÐ GETUM EKKI SOFIÐ ÞAR ÉG HEFÐI ÁTT AÐ BIÐJA UM AÐ FÁ AÐ SOFA HJÁ FIÐRILDASÝNINGUNNI EFTIR ÞETTA ÓHAPP ÆTLA ÉG EKKI AÐ HLEYPA ÞÉR NÁLÆGT NEINUM HÆTTULEGUM TÆKJUM ÞAÐ FINNST MÉR ÁGÆTT! MÉR LÍKA! EN ÉG HELD AÐ ÉG ÆTTI AÐ SKOÐA ÞESSA VALSLÖNGVU dagbók|velvakandi Alvatna ÞEGAR ég mætti ásamt um 120 öðr- um á Vatnasafnið í Stykkishólmi til að heyra og sjá Megas og Senuþjóf- ana hafði tónleikunum verið frestað um klukkutíma. Bíllinn bilaði. Ég rifjaði upp þegar sambærilegt gerð- ist fyrir nokkuð löngu síðan en þá var það Sviatoslav Richter, sem þá var orðinn nokkuð aldraður, sem frestaði tónleikum. Í það skiptið var frestunin hálfur mánuður. Líkast til er þetta góðs viti. Því þeir tónleikar fóru í sjóð minninganna sem einir þeir eftirminnilegustu. Þessir eiga eftir að gera það líka. Fyrir það fyrsta er sérstakt að vera þarna inni á Vatnasafninu. Listaverkið sjálft, sem safnið er, hefur alltaf áhrif á mig. Áhrifin eru ólík í hvert sinn. Í þetta sinn voru áhrifin dálítið fyndin. Þetta samspil af fljótandi jöklum í súlum, áhorfendum sem sátu á gólf- inu með bláa poka á fótunum og svo flytjendum sem þurftu að fóta sig á milli fólksins á gólfinu til að komast á sviðið, allir í bláum pokum líka, olli fyndnum og sérkennilegum áhrifum. Þau áhrif mögnuðust enn meira upp þegar hljómsveitin byrjaði að spila og meistari Megas hóf upp raust sína. Breitt bros var á hverju andliti í Vatnasafninu. Tónlist Meg- asar er mögnuð, það verður ekki af honum tekið. Hann skapar hughrif á skondinn hátt. Vitneskja um inni- haldsríki textanna gerir það að verk- um að áhorfendur reyna að heyra orðaskil, en oftast án árangurs. Flest laganna könnuðust áhorfendur augsýnilega vel við og fengu flytj- endur mjög góð viðbrögð úr salnum. Eitt laganna vakti sérlega mikla lukku, en það var frumflutingur á laginu „Alvatna“ sem var samið sér- staklega fyrir þetta tilefni. Líflegur flutningur listamannanna, og það hversu greinilega þeir höfðu gaman að því að flytja þessa tónlist, gerði það að verkum að þeir hrifu áhorf- endur með sér og héldu athygli þeirra hverja stund. Ég hreifst af út- setningum þeirra á gömlu lögunum, margar þeirra mjög hugmyndarík- ar. Það þarf ekkert að orðlengja það að Senuþjófarnir áttu fínt kvöld. Menn spiluðu sig vel saman, og af- skaplega falleg og lagræn sóló Guð- mundar Péturssonar fengu hárin til að rísa. Gaman þegar menn ná þeim þroska að verða svo einlægir þjónar listarinnar. Þá hættir maður að taka eftir tækninni. Það er því ljóst að enginn var svik- inn af því að hlýða á og upplifa tón- leika Megasar og Senuþjófanna í Vatnasafninu. Hólmgeir S. Þórsteinsson, Stykkishólmi. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Göngustígar á Reykjavíkursvæðinu liggja víða svo hæglega verður gengið milli bæjarfélaga. Unga fólkið á myndinni gengur rösklega eftir einum slíkum, klætt í takt við veðrið, meðfram strandlengjunni. Morgunblaðið/Frikki Fjörlegar samræður á göngu FRÉTTIR SAMTÖK náttúru- og útiskóla voru formlega stofnuð sl. laugardag í hús- næði Kennaraháskóla Íslands. Stofnfélagar voru um 80. Tilgangur samtakanna er marg- þættur en fyrst og fremst er þeim ætlað að vera í forystu fyrir þróun útináms á Íslandi og sameiginlegur vettvangur útikennsluaðila. Félag- inu er einnig ætlað að vera tengiliður milli útikennsluaðila og stjórnvalda sem og að vera tengiliður erlendra samskipta á Íslandi á sviði útináms og útikennslu. Helena Óladóttir frá Náttúruskóla Reykjavíkur var kosin formaður til ársins 2010, Hjördís Ásgeirsdóttir frá Landvernd meðstjórnandi og Auður Pálsdóttir frá Kennarahá- skóla Íslands ritari. Stjórnarmenn kosnir til ársins 2009 eru þau Hafdís Roysdóttir frá Þjóðgarðinum í Skaftafelli og Björn Guðbrandur Jónsson frá GFF varaformaður. Þórunn Sveinbjarnardóttir um- hverfisráðherra flutti ávarp í upp- hafi fundarins þar sem hún lýsti yfir ánægju með stofnun samtakanna. Samtök Auður Pálsdóttir ritari, Helena Óladóttir formaður, Björn Guð- brandur Jónsson varaformaður og Hafdís Roysdóttir gjaldkeri. Stofnfundur Samtaka náttúru- og útiskóla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.