Morgunblaðið - 12.11.2007, Side 32

Morgunblaðið - 12.11.2007, Side 32
32 MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Elín Mar-íusdóttir fædd- ist í Vestmanna- eyjum 4. ágúst 1919. Hún andaðist á Hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ að kvöldi 31. október síðastliðins. For- eldrar hennar voru hjónin Vigdís Eyj- ólfsdóttir, f. í Snjallsteinshöfð- ahjáleigu í Land- sveit 26.8. 1893, d. 3.5. 1977, og Mar- íus Jóhannsson, f. í Ormskoti undir Eyjafjöllum 5.6. 1891, d. 1.11. 1983. Systkini Elínar eru: 1) Eyþór Elías, f. í Vest- mannaeyjum 18.11. 1916, d. 2.3. 1917, 2) Ásta, f. í Vestmanna- eyjum 20.2. 1918, d. 12.5. 2007, 3) Eyrún, f. í Reykjavík 21.6. 1923, d. 18.1. 1999, 4) Már, f. í Reykjavík 22.4. 1926, d. 29.3. 1936, 5) Guðbjörg Lilja, f. í Reykjavík 19.2. 1929, og 6) Jó- hann Már, f. í Reykjavík 16.11. 1935. Elín giftist í skrúðgarðinum við Múlakot í Fljótshlíð 23. júní 1946 Ólafi Birni Guðmundssyni Vigdís, f. 30.12. 1949, maki Guð- mundur Eiríksson, f. 26.10. 1947. Börn þeirra: a) Guðrún Dögg, f. 29.6. 1973, maki Óttar Freyr Gíslason, f. 1969. b) Ólaf- ur Björn, f. 6.5. 1977, unnusta Vigdís Pétursdóttir, f. 1975. c) Elín Vigdís, f. 31.10. 1985, unn- usti Jóhann Meunier, f. 1976. d) Helga, f. 22.7. 1988. 3) Maríus, f. 5.6. 1955, maki Helga Sigurð- ardóttir, f. 14.2. 1954. Börn þeirra eru Jóhann Teitur, f. 21.2. 1978, Elín, f. 24.3. 1984, unnusti Karl Erlingur Oddason, f. 1983, og Þórey María, f. 24.10. 1986. 4) Elín Soffía Ólafsdóttir, f. 31.10. 1957, maki Gylfi Magn- ússon, f. 24.7. 1957. Synir þeirra eru Tryggvi, f. 13.1. 1993 og Eg- ill, f. 9.7. 1995. Sonur Ólafs og Jóhönnu H. Bergland er Guð- mundur Hannes, f. 28.4. 1942, maki Anna Lilja Stefánsdóttir, f. 2.8. 1944. Þau eiga fjögur börn og fimm barnabörn. Elín ólst upp í Reykjavík. Hún lauk prófi frá Verzlunarskóla Ís- lands árið 1937. Aðalstarf henn- ar var húsmóðurstarfið en auk þess vann hún ýmis verslunar- og ritarastörf. Fjölskyldan bjó lengst af í Langagerði 96 í Reykjavík. Elín verður jarðsungin frá Bú- staðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. lyfjafræðingi, f. á Sauðárkróki 23.6. 1919. Foreldrar hans voru Þórey Ólafsdóttir, f. 23.8. 1895, d. 17.11. 1945 og Guðmundur Björnsson bóndi í Tungu í Göngu- skörðum, f. 20.7. 1894, d. 8.4. 1956. Börn Elínar og Ólafs eru fjögur: 1) Björn Már, f. 24.9. 1947, maki Sigríður Ólafsdóttir, f. 7.4. 1949. Börn þeirra: a) Ólafur Már, f. 11.4. 1969, maki Þóra Þórisdóttir, f. 1969. Börn þeirra Björn Már, f. 1990, Þórir Sveinn, f. 1994, Sóley, f. 1996 og Tómas Andri, f. 2003. b) Hjalti Már, f. 16.5. 1972, maki Sigríður Rut Júlíusdóttir, f. 1975. Dætur þeirra Áslaug, f. 2005 og Þórey, f. 2007. c) Elín María, f. 8.4. 1977, maki Hrafnkell Pálm- arsson, f. 1976. Dætur þeirra Sigríður, f. 1999 og Tinna Mar- grét, f. 2003. d) Birgir Már, f. 27.8. 1983, unnusta Hilda Valde- marsdóttir, f. 1983. e) Anna María, f. 11.2. 1987. 2) Þórey Eins og ljúfur, bjartur dagur hefur líf mitt gengið hjá í ljósi augna þinna, svifið eins og blærinn um sumarfjöllin blá til sólskinsdrauma minna – draumanna sem lifðu í ljósi augna þinna. (ÓBG) Ólafur Björn. Nú kveð ég móður mína og minningarnar skína og létta þessa stund, um elsku’ og ástúð þína sem aldrei virtist dvína og þína glöðu léttu lund. Þér lét með litlum sálum að leysa’ úr þeirra málum. Þín vizka reyndist vel. Að geyma Guð í hjarta og gleði jafnan skarta. Um síðir styttir upp öll él. (BMÓ) Börnin. Amma hefur kvatt eftir langa og farsæla ævi. Sem barnabarn hennar upplifði ég hana sem einstaka konu, fulla af hlýju, visku og ekki síst gleði. Það var svo óskaplega stutt í hláturinn sem var einstaklega smit- andi og stundum óstöðvandi. Í Langagerði voru allir velkomnir og stundirnar á rauða bekknum í eldhúsinu voru ómetanlegar og lifa í minningunni. Maður gat alltaf nálg- ast ömmu á sínum forsendum. Hún hafði lag á að setja sig í spor ann- arra hvort sem um var að ræða barn, ungling eða fullorðinn og hún kunni að hlusta. Ávallt hafði hún tíma til að setjast niður og leysa lífsgátuna en sem oftast kom hún auga á jákvæðu og jafnvel spaugi- legu hliðarnar á málum. Það var eins og lífsgátan væri alltaf auðleys- anleg með henni. Hún sagði ávallt að hamingjuna væri ekki að finna í áfangastaðnum heldur í leiðinni þangað, nokkuð sem ég hef alltaf haft að leiðarljósi. Guð blessi minningu hennar. Ólafur Már Björnsson. Elín tengdamóðir mín hefur kvatt okkur eftir langt og farsælt líf. Síð- ustu árin dvaldist hún á Hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ. Elínu eða Ellu eins og hún var kölluð kynntist ég fyrir rúmum fjörutíu árum.Ég var þá ung stúlka, stödd á heimili þeirra Óla Björns í Langagerði. Ella bauð mér að setj- ast á rauða bekkinn í eldhúsinu og drekka kvöldkaffi með fjölskyld- unni. Ég þáði sætið og kvöldkaffið með þökkum og síðar kom í ljós að ég átti eftir að sitja oft á þessum rauða bekk. Það má segja að þetta hafi orðið minn brúðarbekkur, því síðar giftist ég elsta syni þeirra hjóna, Birni Má. Ella var greind, glaðleg og skemmtileg kona og ákaflega hlát- urmild. Strangheiðarleg var hún, heillynd og samviskusöm og mátti ekki vamm sitt vita. Hún hafði gam- an af að reyna að leysa lífsgátuna og sá ætíð góðar hliðar á lífinu. Ella átti því láni að fagna að eiga ein- stakan lífsförunaut, Ólaf Björn og voru þau óvenju samhent og sam- stiga hjón. Frá þeim stafaði mann- gæsku og hlýju. Í Langagerði bjuggu þau sér fag- urt heimili og innan þess réð Ella ríkjum en úti í garðinum og í gróð- urhúsinu réð Óli Björn. Bjó hann fjölskyldunni þar sannkallaða para- dís með blómunum sínum. Barnabörnunum var Ella einstök amma. Þau áttu hvert og eitt at- hygli hennar óskipta ef hún á annað borð tók að sér að gæta þeirra. Hún ræddi við þau eins og þau væru heimspekingar og það kunnu börnin að meta. Nú hefur Ella lagt upp í ferðina löngu og ekki er ólíklegt að hún leiti á vit fegurstu stjarnanna á himin- hvolfinu. Megi stjarna hennar skína þar skært um ókomna tíð. Hafðu þökk fyrir allt, elskulega tengdamóðir. Sigríður. Það sem mér fannst helst ein- kenna tengdamóður mína var já- kvætt viðhorf hennar til manna og málefna. Hún einblíndi á það skemmtilega og glettna við allar að- stæður og leyfði engum að taka sig of alvarlega. Á sama tíma var hún hámenningarleg, með brennandi áhuga á því fagra í öllum listgrein- um, bókmenntum, leiklist og tónlist. Það leið öllum vel í návist hennar. Hvernig var annað hægt? „O, hvað þú ert sæt“, „Sjáðu hvað hann er sætur“ var hennar viðkvæði. Langagerðið var sannkallað kær- leiksheimili og var ástarsamband þeirra Ólafs Björns og gagnkvæm virðing einstök. Þessir eiginleikar lifa í minningunni en ekki síður í fari afkomenda sem gátu ekki ann- að en tekið Elínu sér til fyrirmynd- ar. Ég þakka þá alúð sem hún ávallt sýndi mér og mínum, í mínu tilfelli nánast frá fyrstu mínútunum eftir að ég settist á rauða bekkinn í eld- húsinu. Blessuð sé minning hennar. Guðmundur. Hún elsku amma okkar í Langó var okkur systkinunum yndisleg amma. Það var alltaf mikil tilhlökk- un í okkur þegar við heimsóttum ömmu og afa í Langagerðinu. Afi heilsaði okkur úr garðinum og inni beið amma með kók í gleri og krem- kex sem var það besta sem við gát- um hugsað okkur. Amma hafði þennan eiginleika að í kringum hana ljómaði allt af gleði. Hún var brosmild, kát og með einstaklega smitandi hlátur. Við gátum setið svo tímunum skipti með ömmu í leiknum „amma, komdu að hlæja“ þar sem amma byrjaði að hlæja og strax smitaði það út frá sér þannig að allir sem í kringum hana voru gátu ekki haldið í sér hlátrinum. Amma kenndi okkur einnig að spila lönguvitleysu sem gat haldið endalaust áfram og endaði yfirleitt í einni stórri vitleysu og miklum hlátrasköllum. Amma hafði einstakt lag á því að láta öllum líða vel í kringum sig. Hún sá einungis það jákvæða í fólki og hrósaði því við hvert tækifæri. Sama hvar við vorum stödd á okkar uppvaxtarárum horfði amma alltaf á okkur aðdáunaraugum yfir því hversu góð og falleg við værum. Má því segja að þegar við fórum frá ömmu vorum við alltaf örlítið stærri en við vorum þegar við komum til hennar. Eftir að amma flutti á Skógarbæ voru ófáar sögustundirnar með afa heima í Langagerði þar sem hann sagði okkur sögur af ömmu og voru þær hverri annarri yndislegri. Hvar sem amma kom var hún hrókur alls fagnaðar, spilaði og söng og bros- mildi hennar og hlátur lýstu upp umhverfið. Nú þegar við kveðjum ömmu okk- ar þá erum við stolt af því að vera barnabörnin hennar, því hún gerði svo sannarlega heiminn betri og feg- urri. Birgir Már og Anna María. Amma var stórfengleg kona í litlum líkama en hún þreyttist aldrei á því að benda á að hún væri sko hærri en einn og sextíu, teinrétt í baki var hún nefnilega einn sextíu og EINN á hæð. Það var alltaf til- hlökkunarefni að fara í Langó, lagt var upp í langferðir í strætó til að gista og búa til bæli á háaloftinu þar sem ótrúlega fjársjóði var að finna. Þegar afi kom heim úr vinnunni var oft búið að umturna stofunni, sófinn á hvolfi og Langagerðið orðið að sófa- og teppahöll þar sem amma drottning/grýla ríkti yfir skríkjandi barnaskara sem samanstóð af sjó- ræningjum, skrímslum og prinsess- um. Auðvitað skríkti amma manna mest, hún hló svo dátt að tárin streymdu úr augunum enda var oft það fyrsta sem barnabörnin sögðu þegar komið var í Langó „amma, koddu að hlæja“ og svo var hlegið tímunum saman. Við slógumst um að ná hásætinu á hitaristinni í stig- anum þar sem legið var í allra besta yfirlæti í heimi að lesa – djásna- skúffan í eldhúsinu, fagurfiskurísjó, klepparinn, Andrésblaðasafnið, rauða míníhillan, fornu barbídúkk- urnar og beljudósin voru paradís. Kók í gleri var lúxusinn hjá ömmu Línu og fátt betra en að fá kaffi úti í gróðurhúsi eða liggja út í garði í sól- baði. Svo var gaman að baka en amma vildi hafa allt pínulítið, dvergsmákökur, hún drakk bara kaffi úr örlitlum kaffibollum sem minnkuðu með árunum og jafnvel smæstu súkkulaðistykki voru skorin í lekkerustu sneiðar. Amma passaði okkur oft, hún var til í allt, hvort sem það var grýlu- leikur, fótbolti, vatnsslagur eða leik- sýning. Hún var prakkari með en- demum sem tók jafnvel þátt í að stríða nágrönnunum á Flyðrugr- anda. Þegar amma kom í heimsókn laumaði hún oft ljúflega seðli í litlu lófana á heimilinu og blikkaði glettn- islega. Amma var fagurkeri og blóma- skreytingameistari enda með sinn eigin blómálf við höndina. Afi og amma voru alltaf yfir sig ástfangin og ,,ræktuðu garðinn sinn“ af hlýju og kærleika alla tíð. Samband þeirra var yndislegt og það var eins og þau væru sköpuð fyrir hvort annað. Ást- arljóðin hans afa bera gæfuríku lífi þeirra fagurt vitni. Amma var drottning, grýla, leik- stjóri, dansari, snillingur og stjarna. Hún dró fram það besta í okkur öll- um enda alltaf hlæjandi, með hrós- yrði og bros á vör og jafnvel eftir að hún veiktist var hún gleðigjafi sem yljaði öllum um hjartaræturnar. Það eru forréttindi að hafa átt svo stór- kostlega ömmu sem geislar í minn- ingu okkar allra. Guðrún, Ólafur, Elín og Helga. Elsku besta amma er látin eftir langa og hamingjuríka ævi. Amma Ella var ein af þeim konum sem lifa lífinu lifandi, hún var alltaf hlæjandi og með einstakt blik í auga sem heillaði alla. Mér eru sérstaklega minnisstæðar heimsóknirnar til ömmu og afa í Langó, en við barna- börnin kenndum þau alltaf við Langagerðið enda var gott þangað að koma. Á heimili þeirra ríkti alltaf friður, hlýja og dillandi hlátur. Þar var alltaf fundinn tími fyrir okkur barnabörnin, lífið snerist um að vera saman og hafa gaman. Ótal daga og kvöld var ég hjá henni þar sem við fórum í látbragðsleiki, klæddum okkur upp í múnderíngar og döns- uðum dansinn hennar ömmu „tilt/ skem“ sem fólst í því að tylla sér á tá og síðan á hælana og mikið svaka- lega gátum við alltaf hlegið mikið. Yfirleitt þurfti ekki meira til en ,,amma, komdu að hlæja“ og þá sprungum við úr hlátri. Það var allt- af gaman að vera með ömmu. Amma Ella var ein af þessum heil- brigðu og hraustu konum sem fara í sund á hverjum morgni, ég var svo lánsöm að ég fékk oft að fara með henni í laugina. Ég man enn hvernig lifnað yfir öllum þegar hún kom of- aní pottinn, allir fóru að brosa og voru einhvern veginn kátari en áður en hún kom. Þannig var hún, ljós hennar lýsti upp líf flestra sem á vegi hennar urðu. Hún hafði alveg sérstakt lag á því að láta öllum líða vel í kringum sig og bar hag þeirra ávallt fyrir brjósti. Ég er full stolts yfir að bera nafn hennar og mun reyna að halda gild- um hennar og lífssýn í heiðri. Þannig verður lífið betra. Guð blessi einstaka konu. Elín María. Minningar frá bernsku minni eru allar á einn veg; Ella systir var óum- deildur leiðtogi í systkinahópnum. Hún hafði skarpa dómgreind, var listfeng, úrræðagóð og vönduð til orðs og æðis. Ella var 10 árum eldri en ég og annaðist mig sem lítið barn af elsku og natni. Ég leit upp til hennar og hún var mér góð fyrirmynd. Ég kynntist Farfuglahreyfingunni í gegnum Ellu og áttum við þar margar skemmtilegar stundir sam- an. Hún hafði einkar smitandi hlátur og var oftar en ekki hrókur alls fagnaðar. Gæfuspor Ellu var að finna Óla sinn, ljóðmælskan, léttstígan lyfja- fræðing úr Skagafirðinum. Hún var alla tíð samstiga manni sínum í merkilegu frumkvöðlastarfi hans í blómarækt á Íslandi. Allt lék í höndum Ellu, jafnt heim- ilishald sem listrænar hannyrðir. Heimili þeirra Óla í Langagerði var einstaklega fallegt. Viðmót þeirra hjóna var ávallt hlýtt og einlægt enda fjölsótt af vinum og vanda- mönnum. Þau eignuðust fjögur börn, sem bera foreldrum sínum fagurt vitni. Eftir að við báðar vorum komnar með börn og buru voru ófáir göngu- túrarnir farnir frá Langholtsvegin- um upp í Langagerði þar sem við nutum skemmtilegra stunda, oftar en ekki í fallega garðinum þeirra. Í mörg ár hittumst við systurnar vikulega í laugunum, ásamt fámenn- um hópi vina og náinna ættingja. Á eftir fórum við í sundkaffi þar sem bókmenntir og málefni líðandi stundar voru rædd yfir rjúkandi kaffi. Fyrir meira en áratug náði Alz- heimer-sjúkdómurinn undirtökunum hjá Ellu systur. Söknuðurinn var sár þegar hún smám saman hvarf okkur inn á óþekkt svið. Á þessari stundu býr þakklæti í huga mínum fyrir að loks skuli hún laus úr viðjum þessa erfiða sjúkdóms. Fararheill og guðsblessun fylgi kærri systur minni. Óla Birni, börnum þeirra og fjöl- skyldum votta ég innilega samúð mína á skilnaðarstundu. Lilja. Elín Maríusdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar ✝ Innilegar kveðjur og þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför SIGRÍÐAR JÓHANNESDÓTTUR húsmóður, Gunnarsstöðum, Þistilfirði. Lifið heil. Kristín Sigfúsdóttir, Ólafur H. Oddsson, Jóhannes Sigfússon, Fjóla Runólfsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Bergný Marvinsdóttir, Árni Sigfússon, Hanne Matre, Ragnar Már Sigfússon, Ásta Laufey Þórarinsdóttir, Aðalbjörg Þuríður Sigfúsdóttir, Jón Hallur Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.