Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÉG hefi í fyrri greinum um spillingarmál fjallað nokkuð um þau endemi að Fram- sóknarflokkurinn og framsóknarmenn skuli taldir spilltari en önnur stjórn- málaöfl í samfélag- inu, m.a. með umfjöll- un um hin makalausu REI-mál. En er eitt- hvað í hugsjóna- eða skoðanagrunni Fram- sóknarflokksins sem kallar öðru fremur á þennan stimpil. Svar- ið við þeirri spurn- ingu er já – svarað af hreinskilni manns sem situr á þingi fyr- ir Framsóknarflokk- inn. Hið faglega vald Það vill til að öfugt við hugmyndafræð- inga núverandi stjórnarflokka trúum við framsóknarmenn á ágæti hins pólitíska og lýðræðislega valds. Meðal krata og sósíalista allra þjóða er títt að trúa framar öllu á svokallað faglegt embættismannavald. Grundvall- arhugsunin er þá að hægt sé að mennta sig til þess að komast að réttlátum og hlutlausum nið- urstöðum. Þetta á sér beina sam- svörun í hina útópísku sýn gamalla kommúnista um vísindalega stjórnun samfélagsins. Í reynd eru niðurstöður þessa að í fyrsta lagi felum við fjar- lægum nafnlausum embætt- ismönnum alltof óskorað og yf- irdrottnandi vald, líkt og gerðist í Sovétríkjunum gömlu og gerist í dag í Evrópusambandinu. Í öðru lagi er slíkt andlitslaust vald gróðrarstía spillingar og misneyt- ingar. Þetta var um vinstri síðuna og á vitaskuld ekki síður við hina stjórnunarglöðu sósíalista vinstri grænna. Hliðarkenning við hið kratíska fagvald er trúin á beint lýðræði kosninga um einstök mál sem hin spaugilega álverskosning í Hafn- arfirði er gott dæmi um og þarf þar ekki fleiri orð um að hafa. Hið kapítalíska vald Alþekkt er gum hægri sinnaðra sjálfstæðismanna af formanni sín- um Davíð Oddssyni fyrir það að hann hefði í stjórnartíð sinni dreg- ið úr valdi sínu. Fært valdið frá stjórnmálamönnum yfir til sam- félagsins. Það orkar reyndar mjög tvímælis hvort eitthvað er hæft í þessu en í þessum órum liggur draumsýn frjálshyggjumanna. Að vald skuli vera í höndum kapítal- istanna sjálfra, hinna sterku. Þannig eigi að setja sem minnstar skorður við athafnafrelsi allra manna og leyfa helst allt sem kapítalisminn telur sér gróðavæn- legt. Sömuleiðis eigi að láta hverja þá þró- un sem verður í sam- félaginu afskiptalausa, hvort sem er hröð samþjöppun byggðar eða aukin misskipting tekna, svo dæmi séu tekin. En látum ekki blekkjast af því að hið kapítalíska frelsi sé vald fólksins, það er vald hinna fáu yfir hinum mörgu. Framsóknar- hugsjónir Öfugt við þetta allt trúum við framsókn- armenn á meðalhófs- regluna og ágæti hins pólitíska valds í lýðræðisríki. Eig- um okkar hugsjónagrunn í sam- hjálp, þjóðlegum gildum og átt- hagatryggð. Trúum á lýðræðið og að fulltrúar þess séu þeir sem kjörnir eru til að fara með valdið fyrir hönd fólksins. Kjósendur hafi enda möguleika á að kjósa sér nýja fulltrúa séu hinir fyrri þeim ekki að skapi. Hvort sem rýnt er í söguna eða grúskað í heimspeki og stjórn- málakenningum hefur mönnum ekki tekist að finna gæfulegri leið til þess að koma valdinu til al- mennings. Það er því raunalegt að heyra menn nota hugtakið „póli- tísk ákvörðun“ eða „pólitískt vald“ sem skammaryrði meðan geð- þóttaákvarðanir embættismanna og alræði fyrirtækjaforstjóra er hvort tveggja talið hafið yfir alla gagnrýni og umræðu. Við framsóknarmenn þorum að gangast við því að vera talsmenn hins pólitíska valds enda er það brjóstvörn lýðræðis og frelsis í heiminum. Fyrir þær sakir erum við ómaklega sakaðir um pólitíska spillingu og orðið pólitík notað sem skammaryrði. Þeir sem þann- ig tala vega um leið að raunveru- legu lýðræði og frelsi almennings til að ráða sínum málum. Pólitískar ákvarð- anir og Fram- sóknarhugsjónir Bjarni Harðarson skrifar um Framsóknarflokkinn Bjarni Harðarson » Það er þvíraunalegt að heyra menn nota hugtakið pólitísk ákvörð- un eða pólitískt vald sem skamm- aryrði … Höfundur er þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn. KRAFTMESTA rödd óperulistarinnar á Íslandi nú um stund- ir kemur ekki úr skól- uðum barka heldur bæjarstjóranum í Kópavogi. Gunnar I. Birgisson gefur unn- endum óperusýninga og íslenskum söngv- urum von um sóma- samlega aðstöðu svo við Íslendingar getum á þessu sviði sem öðr- um talist jafningjar nágrannaþjóða okkar. Hann vill byggja óperuhús í Kópa- vogi sem verði heimili óperustarf- seminnar og um leið þáttur í fjör- legu listatorgi á Borgarholtinu ásamt Salnum, Gerðarsafni og Nátt- úrusafni Kópavogs þar sem Kópa- vogskirkja verður í öndvegi. Ég hef sagt það áður og segi það enn: Bravó, nafni! Staðsetningin er hentug fyrir þorra íbúa höfuðborgarsvæðisins og mun þjóna allri byggð á Reykjanesi sömuleiðis. Má eiginlega segja að óperuhús á þessum stað yrði fremur mið- svæðis en Tónlistar- húsið í Reykjavík, þótt óneitanlega hefði verið skynsamlegt að hýsa óperuna þar. Um það er tómt mál að tala úr þessu og líka ástæðu- laust þegar stórhuga menn með hugmyndir í takt við stórborgir heimsins eru tilbúnir að taka málefnið upp á arma sína. Samkeppni er hafin milli arkitekta um hönnun óp- eruhússins og þeim er skylt að starfa í samráði við erlenda hönnuði sem hafa reynslu af hönnun óp- eruhúsa eða sambærilegra mann- virkja. Niðurstaðna er að vænta í apríl næstkomandi. Með 6.000 fermetra óperuhúsi og 800 sæta bogadregnum sal með tvennum sölum skapar Kópavogur sér sérstöðu á sviði menningarmála og myndar miðpunkt í listastarfsemi höfuðborgarsvæðisins. Hvílík um- bylting sem þetta yrði fyrir Íslensku óperuna sem hefur um árabil búið við þröngan kost í Gamla bíói þar sem sýningar standa ekki undir sér þótt uppselt sé. Þetta minnir helst á ævintýrið um Öskubusku. En bygging óperuhúss í Kópavogi er ekki í höfn þótt blási byrlega. Fjármögnun er ekki alfarið lokið þótt ætla megi af fréttum að hún gangi vel. Formlegar viðræður við ríkið eru ekki hafnar. Ég hvet því alla sem vettlingi geta valdið, bæj- aryfirvöld, einkaframtakið svokall- aða, ríkið og listunnendur að greiða götu þessa verkefnis eins og kostur er, og bæjarstjórann hvet ég til að láta ekki deigan síga. Bravó, nafni Gunnar Guðbjörnsson fagnar ákvörðun um óperuhús í Kópa- vogi Gunnar Guðbjörnsson » Staðsetningin erhentug fyrir þorra íbúa höfuðborgarsvæð- isins og mun þjóna allri byggð á Reykjanesi sömuleiðis. Höfundur er óperusöngvari. BÆJARSTJÓRINN okkar á Ak- ureyri, Sigrún Björk Jakobsdóttir, liggur undir ámæli. Ragnar Sverrisson sakar hana um glanna- skap í tali og jafnvel valdníðslu (sjá Morg- unblaðið 2. nóv. sl.). Hún neiti Hagkaup um leyfi til að byggja á íþróttavellinum við Hólabraut sem sé gagnstætt staðfestu aðalskipulagi bæjarins – og til að gera óskammfeilni Sigrúnar enn meiri – þá hafi bæjarbúar á sínum tíma tekið virkan þátt í að móta umrætt miðbæjarskipulag. Ef Ragnar er með þessum orðum að skírskota til íbúaþingsins mikla sem hann stóð fyrir forðum daga, og gerði vel í því, þá fullyrði ég að hann fer með rangt mál. Það er þvert á móti Sigrún sem fer miklu nær vilja íbúaþingsins en títtnefnt skipulag (og Ragnar sjálfur ef farið er út í þá sálma). Ég staðhæfi hér og nú að stór hluti þeirra sem sóttu íbúaþingið, kannski allir – þó að undanskildum einum – var á móti því að byggja hús, hvað þá verslunarmiðstöð, og malbika bílaplan á íþróttavellinum. Hins vegar virtist meirihluti þinggesta vera þeirrar skoðunar að breyta ætti vellinum í fjölskyldugarð. Hann ætti sem sé áfram að vera útivist- arsvæði fyrir Akureyringa. Ég ætla ekki að elta ólar við aðr- ar túlkanir Ragnars í umræddri grein en vil þó benda honum á að það er fjarri því einhugur um verð- launatillöguna sem lögð var til grundvallar skipulagi miðbæjarins á Akureyri, enda er hún meingölluð, svo vægt sé til orða tekið. Sigrún gerir því vel að spyrna við fótum og því meira sem henni tekst að víkja frá verðlaunahugmyndinni því betra. Af glannalegum ummælum bæjarstjóra Jón Hjaltason skrifar um skipu- lagsmál á Akureyri »Miðbæjarskipu-lagið er mein- gallað og Sigrún gerir vel að hnika því til betri vegar. Jón Hjaltason sagn- fræðingur Höfundur er sagnfræðingur. Í BÆJARRÁÐI Reykjanes- bæjar 12. júlí sl. var á dagskrá kaupsamningur (samkomulag) um sölu á hlutafé Reykjanesbæjar í Hitaveitu Suðurnesja til Geysir Green Energy. Samningurinn var samþykktur með 3 atkvæðum sjálfstæð- ismanna gegn 2 at- kvæðum a-lista- manna. Undirritaður og Guðbrandur Ein- arsson, oddviti okkar í A-listanum, lögðu fram bókun og skýrðu út afstöðu sína. Það gerðu sjálfstæðismenn einnig. Bókun sjálfstæðismanna er í raun sögu- leg og mjög athyglisverð. Þar segir m.a. orðrétt: „Samkomulagið tryggir jafn- framt fyrstu skef í einkavæðingu orkufyrirtækja á Íslandi.“ Bókun sjálfstæðismanna er mjög afgerandi, ekki er hægt að skilja vilja bæjarfull- trúa sjálfstæðismanna í Reyknesbæ öðruvísi en að þeir vilji einka- væða íslensku orku- fyrirtækin. Undirritaður vakti athygli á þessari bók- un á síðasta bæj- arstjórnarfundi og spurði hvort þetta væri vilji bæj- arfulltrúanna, ekki var hægt að skilja við- brögð þeirra öðruvísi en svo að þeir væru enn sömu skoðunar. Íbúar Reykjanesbæjar eiga rétt á því að vita hug bæjarfulltrúa sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Ég vona að íbúar gleymi ekki þessum vilja þeirra. Í raun skýrir þessi vilji bæj- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, þær starfsaðferðir sem viðhafðar hafa verið í málefnum Hitaveitu Suðurnesja. Nú er bara spurn- ingin hvort Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ styður þessar hug- myndir og hver verða þá næstu skref úr því að hér hafa einungis verið stigin fyrstu skrefin! Hvernig verða næstu skref sjálfstæðismanna í einka- væðingu orkufyrirtækja? Eysteinn Jónsson skrifar um einkavæðingu orkufyrir tækja á Íslandi Eysteinn Jónsson » Íbúar Reykjanes-bæjar eiga rétt á því að vita hug bæjarfull- trúa sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Höfundur er bæjarfulltrúi í Reykja- nesbæ. ÁKVÖRÐUN Landsvirkjunar um að virkja ekki meira á Suð- ur- og Vesturlandi vegna álfram- leiðslu virðist skynsamleg út frá hagsmunum þess fyrirtækis. Ákvörðunin mun augljóslega hafa margvíslegar afleiðingar og ein þeirra snýr að möguleikum á uppbyggingu álvers í Helguvík. Til að framkvæmdin gangi fram þarf að koma til orka frá Orku- veitu Reykjavíkur, en því fyr- irtæki er stjórnað eins og kunn- ugt er af Vinstri grænum, Samfylkingu og Framsókn. Fulltrúar Vinstri grænna á Al- þingi hafa talað fyrir því að ekki verði ráðist í álversframkvæmdir í Helguvík og skammað m.a. Samfylkinguna fyrir að bera fyr- ir sig að málið væri á forræði sveitarfélaganna og orkufyr- irtækjanna. Nú ráða Vinstri grænir ásamt Samfylkingu í borgarstjórn. Mun stefna flokk- anna á Alþingi ráða eða er breytinga að vænta? Það er mjög mikilvægt að strax komi fram hver stefna borgarstjórnarmeirihlutans er í þessu máli, einkum fyrir Seðla- bankann og Alþingi vegna hags- tjórnarinnar og eins fyrir íbúa Suðurnesja. Málið þolir enga bið. Illugi Gunnarsson Hver er stefnan? Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.