Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 23
UMRÆÐAN
Auglýsendur!
Pantið fyrir klukkan 16
föstudaginn 23. nóvember.
Allar nánari uppl. veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105 eða kata@mbl.is
• Uppáhalds jólauppskriftirnar
• Uppskriftir að ýmsu góðgæti til
að borða á aðventu og jólum.
• Jólasiðir og jólamatur í útlöndum
• Villibráð á aðventunni
Meðal efnis er:
• Smákökur og jólakonfekt.
• Eftirréttir
• Jólaföndur
• Jólabækur og jólatónlist
Og margt, margt fleira.
Jólablaðið 2007
Hið árlega jólablað fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 30. nóvember.
EFST á lista yfir meginverkefni
meirihluta framsóknarmanna og
sjálfstæðismanna í bæjarstjórn
Kópavogs á sviði menningar og
lista á kjörtímabilinu er bygging
óperuhúss. Undirbún-
ingi miðar vel. Þrem-
ur arkitektastofum
hefur verið boðin
þátttaka í hönn-
unarsamkeppni um
húsið. Miðað er við að
það rísi á Borgarholt-
inu.
Snjallar tillögur
markmiðið
Markmið sam-
keppninnar er að fá
snjallar og raunhæfar
tillögur að óperuhúsi,
sem fellur vel að umhverfinu og
nærliggjandi húsum. Óperuhúsið
þarf að taka tillit til viðkvæmrar
myndar hæðarinnar, þar sem
Kópavogskirkja er í öndvegi. Hús-
ið þarf einnig að vera hagkvæmt í
byggingu og rekstri.
Gert er ráð fyrir um það bil 800
sæta bogadregnum sal með tvenn-
um svölum. Gengið verður út frá
því, að margvísleg önnur starfsemi
fari fram í óperuhúsinu, þótt óp-
eruflutningur sé höfuðmarkmiðið
og njóti forgangs. Áætlað er að
dómnefnd ljúki störfum í lok mars
árið 2008 og tilkynni úrslit eigi
síðar en 1. apríl 2008. Í framhaldi
af því verða tillögurnar í sam-
keppninni sýndar í Salnum.
Óperan þarf heimili
Að mörgu þarf að hyggja áður
en ráðist er í byggingu óperuhúss.
Hönnunin er liður í vönduðum
undirbúningi, reksturinn þarf að
vera tryggður og sömuleiðis fjár-
mögnunin. Enginn efast um þörf-
ina.
Óperustarfi á Íslandi er nauð-
synlegt að eiga sér
samastað ef óperulist
á að komast á svipað
stig og í þeim löndum,
sem við miðum helst
við í menningarlegu
tilliti. Húsnæði Ís-
lensku óperunnar í
Gamla bíói setur
starfseminni því mið-
ur þröngar listrænar
og fjárhagslegar
skorður og þótt gert
sé ráð fyrir flutningi
óperusýninga í Tón-
listarhúsinu, sem ver-
ið er að byggja í Reykjavík, getur
það ekki orðið heimili óperulistar
á Íslandi. Líta ber á þetta verk-
efni hér í Kópavogi sem samverk-
andi en ekki samkeppni við Tón-
listarhúsið.
Fjármögnun gengur vel
Fjárfestar úr einkageiranum
hafa sýnt áformum meirihlutans í
bæjarstjórn Kópavogs uppörvandi
áhuga. Ummæli Stefáns Bald-
urssonar óperustjóra og Þorgerð-
ar Katrínar Gunnarsdóttur
menntamálaráðherra í blaða-
viðtölum hvetja líka til dáða. Stef-
án segir að óperuhúsið myndi
breyta forsendum óperurekstrar á
Íslandi og Þorgerður Katrín telur
sjálfsagt að skoða aðkomu ríkisins
að byggingu þess. Ýmis skilyrði
þarf að uppfylla til þess að áform-
in um óperuhúsið verði að veru-
leika og er unnið hörðum höndum
að því að mæta þeim.
Raunar hef ég bara heyrt eina
úrtölurödd í allri þessari umræðu.
Guðríður Arnardóttir, oddviti
Samfylkingarinnar í Kópavogi,
segir að yfirlýsingar um byggingu
hússins séu marklausar og bæj-
arfulltrúar hafi ekki tekið afstöðu
í málinu. Ég bendi henni á að lesa
málefnasamning Framsókn-
arflokksins og Sjálfstæðisflokks-
ins, sem allir bæjarfulltrúar meiri-
hlutans undirrituðu. Okkur er full
alvara með þeim samningi og
stefnan er alveg skýr. Auk þess
kemur mér á óvart að Guðríður
undrist að hönnunarsamkeppni sé
hafin. Hún sat sjálf í undirbún-
ingsnefnd að byggingu óperuhúss
þar til nýlega, þegar hún skipti við
Hafstein Karlsson, samflokks-
mann sinn í bæjarstjórn.
Guðríður hefur ekki verið áber-
andi í klappliði meirihlutans í
Kópavogi til þessa. Það gerir ekki
til. Hún getur sparað lófatakið
fyrir söngvarana sem eiga eftir að
hrífa áhorfendur í nýju óperuhúsi
í Kópavogi, sem hefur heldur bet-
ur fengið byr undir báða vængi.
Samastaður
óperunnar í Kópavogi
Gunnar I. Birgisson fjallar um
nýtt óperuhús í Kópavogi » Ýmis skilyrði þarf aðuppfylla til þess að
áformin um óperuhúsið
verði að veruleika og er
unnið hörðum höndum
að því að mæta þeim.
Gunnar Birgisson
Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi.
EINHVERN tíma hefði ég talið
það óhugsandi að
Birgir Dýrfjörð réðist
óvart á álverin sem
slæman orkukaup-
anda og að Lands-
virkjun myndi koma
mér til aðstoðar í rit-
deilu við hann. En nú
hefur þetta gerst. Í
Morgunblaðsgrein á
dögunum vildi Birgir
fá hjá mér rökstuðn-
ing fyrir þeirri full-
yrðingu minni í grein
hér í blaðinu að net-
þjónabú sköpuðu fleiri
störf á orkueiningu en
álver. Nú hefur
Landsvirkjun svarað
fyrir mig og kann ég
henni þakkir fyrir
það.
Niðurstaða LV er
að auk fleiri starfa á
orkueiningu séu líkur
á að netþjónabúin
borgi hærra orkuverð.
Þess utan skapa net-
þjónabú enga meng-
un. Upphaflega
byggði ég fullyrðingar
mínar á upplýsingum
sem ég fékk á fundi
með forráðamönnum
eins slíks fyrirtækis í fyrravetur en
efaðist um að Birgir tæki mark á
því svo að ég ákvað að bíða aðeins.
Mér reiknaðist þá til að álver skap-
aði ca helmingi færri störf á orku-
einingu en netþjónabú. Það borgar
sig stundum að bíða því nú hefur
Landsvirkjun óvart staðfest það
sem ég sagði í grein minni að með
því að ráðast á netþjónabú fyrir
orkueyðslu væri Birgir í raun að
ráðast á álverin.
Stefnubreyting Landsvirkjunar í
orkusölumálum breytir
þó engu um ásóknina í
mestu verðmæti Ís-
lands, einstæðar nátt-
úrugersemar. Aukinn
þrýstingur verður sett-
ur á álver við Húsavík
með tilheyrandi virkj-
unum sem teygja sig
allt til Leirhnjúks og
Gjástykkis og jafnvel
norðlenskra fljóta, og
enda þótt netþjónabúin
séu minni einingar en
álver mun verða sótt
áfram í Neðri-Þjórsá,
Þjórsárver, Ölkeldu-
háls, Krýsuvík, Trölla-
dyngju og fleiri nátt-
úruverðmæti. Hin
„hreina og endurnýj-
anlega orka“ á Hellis-
heiðarsvæðinu er hvor-
ugt – varmaorka
svæðisins verður upp-
urin eftir 40 ár og lykt-
armengun í Reykjavík
fer nú þegar 40 daga á
ári yfir hæstu leyfilegu
mörk í Kaliforníu.
Þótt aðeins sé byrjað
að vinda ofan af stór-
iðjufárinu er því miður
langt í land að snúa
hjólinu við þótt aðeins hafi hægt á
því. Þar er mikið verk að vinna fyr-
ir náttúruverndarfólk. Bendi á
ályktun fundar hjá Íslandshreyfing-
unni í því efni.
Landsvirkjun svarar
Birgi Dýrfjörð fyrir mig
Ómar Ragnarsson skrifar um
stefnubreytingu Landsvirkj-
unar í orkusölumálum
Ómar Ragnarsson
» Stefnubreyt-ing Lands-
virkjunar í
orkusölumálum
á Suðvest-
urlandi breytir
engu um ásókn-
ina í mestu
verðmæti Ís-
lands, einstæðar
náttúrugersem-
ar.
Höfundur er formaður Íslandshreyf-
ingarinnar – lifandi lands.