Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hjörtur ÞórGunnarsson fæddist á Sauð- árkróki 16. sept- ember 1946. Hann lést á líknardeild Landspítala í Kópa- vogi 1. nóvember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Þuríðar Kristjáns- dóttur frá Hamars- gerði í Lýtings- staðahreppi, f. 9.1. 1921, d. 28.4. 1991, og Gunnars Jó- hannssonar frá Mælifellsá í sama hreppi, f. 9.2. 1922, d. 9.1. 1979. Foreldrar Þuríðar voru Ingibjörg Jóhannsdóttir, f. í Þorsteins- staðakoti 1888, d. 1947, og Kristján Árnason, f. á Gili í Svartárdal 1885, d. 1964. Foreldrar Gunnars voru Lovísa Sveinsdóttir frá Mælifellsá, f. 1894, d. 1979, og Jóhann Pétur Magnússon frá Gilhaga í Lýtings- staðahreppi, f. 1892, d. 1979. Þur- íður og Gunnar bjuggu á Varma- læk til ársins 1954, þar sem þau ráku saumastofu og verslun. Þau 2000, Þóra Kristín, f. 26.3. 2003, og Elmar Darri, f. 27.1. 2005. 2) Þur- íður Hrund, f. 16.4. 1974. Gift 1999 Gísla Þorsteinssyni, f. 27.1. 1971. Þau skildu. Dætur þeirra eru: Selma Kristín, f. 1.12. 1999, og Sunna Sigríður, f. 27.7. 2003. Hjörtur gekk fyrst í Langholts- skóla og síðan í Vogaskólann og lauk gagnfræðaprófi þaðan. Fór svo í siglingar á Gullfossi og tók þátt í síldarævintýri á Raufarhöfn. Um 18 ára aldur hóf hann nám í húsasmíði við Iðnskólann í Reykja- vík á samningi hjá Árna Guðjóns- syni, trésmíðameistara í Súðarvogi 7, og starfaði þar við smíðar í nokk- ur ár og lauk síðan meistaraprófi í húsasmíði í beinu framhaldi af sveinsprófinu. Starfaði eftir það um árabil hjá Öryrkjabandalagi Ís- lands við byggingu háhýsa í Hátúni og í Kópavogi. Rak ásamt Jóni Inga Hjálmarssyni, vini sínum, bygging- arfélagið Burkna í fáein ár. Fór svo frá því til starfa sem húsvörður hjá Verslunarskóla Íslands við Grund- arstíg og síðan í Ofanleiti þegar nýi skólinn tók til starfa þar, allt til árs- ins 1998. Þegar Háskólinn í Reykja- vík tók til starfa það ár var hann ráðinn sem umsjónarmaður fast- eigna og vann þar óslitið þar til hann veiktist haustið 2006. Hjörtur verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. fluttu til Reykjavíkur þegar var Hjörtur var á 8. ári. Þau slitu síð- ar samvistir. Börn þeirra hjóna voru átta talsins. Systkinin Hjartar eru: 1) Bragi, f. 21.6. 1944, d. 16.1. 2006, 2) Sveinn Þröst- ur, f. 26.7. 1945, 3) Kristján Ingi, f. 25.9. 1949, 4) Jóhann Vísir, f. 10.1. 1951, 5) Svan- hildur Helga, f. 27.11. 1952, 6) Hrafnhildur, f. 26.11. 1955 og 7) Gunnar Þórir, f. 2.5. 1962. Hjörtur kvæntist 26. mars 1967 Kristínu V. Richardsdóttur, f. 15.3. 1946. Foreldrar hennar voru Hrafnhildur Guðmundsdóttir frá Stóra-Nýjabæ í Krísuvík, f. 24.11. 1916, d. 20.6. 1995 og Richard Run- ólfsson úr Reykjavík, f. 24.4. 1913, d. 1.3. 1952. Börn þeirra eru: 1) Ríkharður Gunnar, f. 21.6. 1968. Kona hans Stella Bára Eggerts- dóttir, f. 10.3. 1969. Þau skildu. Börn þeirra eru Glódís Una, f. 7.2. 1995, Bergsveinn Logi, f. 24.1. Sökkvi ég mér og sé ég í sálu þér og lífi þínu lifi andartak sérhvert, sem ann þér guð, finn ég í heitu hjarta. Hlógum við á heiði, himinn glaðnaði fagur á fjallabrún; alls yndi þótti mér ekki vera utan voru lífi lifa. Hélt ég þér á hesti í hörðum straumi, og fann til fullnustu, blómknapp þann gæti ég borið og varið öll yfir æviskeið. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg; en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. (Úr Ferðalokum Jónasar.) Nú er leiðir okkar Hjartar míns skilur um sinn, bið ég þess heitt að ástvinur minn megi hvíla í friði og farsæld. Hans fögru og ljúfu minn- ingu mun ég ætíð geyma í huga mín- um og hjarta og gleymist aldrei. Kristín. Í dag ertu til moldar borin elsku- legur pabbi minn og afi. Á kveðju- stund vil ég þakka þér allt það góða sem þú miðlaðir til mín um lífið og til- veruna, endalausa trú þína á mér og einlægan áhuga þinn á öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Með umhyggju þinni og visku kenndir þú mér að skilja hvað er mikilvægast í lífinu. Ég bið þess að þú fáir nú að hvílast á nýjum stað eftir hetjulega baráttu þína við meinið illa. Missirinn og söknuðurinn er mikill og erfiður en sagt er að tíminn lækni öll sár. Ég veit að þú verður áfram með mér eins og þú lofaðir. Minningin um heimsins besta pabba og afa lifir áfram í hjarta okkar. Þín dóttir, Þuríður. Mig, fyrstu 12 ára afastelpuna í fjölskyldunni, langar til þess að minnast Hjartar, afa míns, í nokkr- um orðum. Afi minn var mjög góð og skemmtileg persóna! Og mjög góður afi! Hann fylgdist með mér í öllu sem ég gerði. Hann kom og sá mig keppa á skautum, sá mig á bekkjarskemmt- unum og hlustaði á mig í barnakór Grafarvogskirkju. Afi var góður og gjafmildur og styrkti mig á alls kon- ar námskeið sem voru skemmtileg og ég lærði mikið af, t.d. í tónlist, leiklist og á reiðnámskeiðum. Þegar þessum námskeiðum lauk kom hann alltaf að fylgjast með og horfa á reið- sýningar okkar krakkanna sem voru í lok hvers námskeiðs. Hann fór líka oft með okkur krakkana í hestaferðir upp um fjöll og gerði margt skemmtilegt með okkur þar. Hann var mikill grínisti og hafði gaman af því að dansa við og umgangast fallegar konur, þar á meðal ömmu mína. Þetta sungum við barnabörnin til hans afa um morguninn á afmælis- daginn, þegar hann varð 60 ára, fyrir rúmu ári. Hann afi hann á afmæli og heldur veislu í dag, þegar við komum í bæinn inn þá gleði ríkja skal. Þegar við förum í sleppitúr og höldum upp um fjöll þá lítið er um langan lúr og alveg farin mjöll. Afi þú ert gæðablóð það vitum við öll. Ert með þitt stóra hestastóð sem hleypur um víðan völl. Hann afi hann á afmæli og heldur veislu í dag, þegar við komum í bæinn inn þá gleði ríkja skal. Þetta vakti mikinn fögnuð og afi fékk tár í augun, af því að hann var svo glaður og honum fannst þetta svo fallegt. Ég þakka afa mínum fyrir hvað hann var alltaf góður við mig og mér þykir voðalega sorglegt að hann sé farinn frá okkur og ég mun sakna hans mikið. Hvíldu í friði, elsku afi minn, þín Glódís Una Ríkharðsdóttir. Í fáum orðum langar okkur systur til að kveðja elskulegan bróður okk- ar. Lokið er hetjulegri baráttu Hjart- ar bróður okkar við illvígan sjúkdóm. Hann háði baráttuna af miklu æðru- leysi og sterkri þrá eftir að vinna sig- ur. Allt það þrek og sá kjarkur sem hann sýndi undangengna mánuði lýsir best hans persónu. Ekki skorti viljann né þróttinn til að brjóta á bak aftur þann vágest sem skyndilega hafði knúið dyra, hans lífsmottó var ávallt: „Maður á aldrei að gefast upp“, lífsviljinn var mikill, allt til hinstu stundar. En þrotinn að kröft- um lést Hjörtur langt um aldur fram á líknardeild Landspítalans að morgni 1. nóvember síðastliðins. Minningar um ástkæran bróður streyma um hugann, hann auðgaði umhverfi sitt með hlýju og glaðlegu viðmóti, hvort sem var meðal fjöl- skyldumeðlima, vina eða samstarfs- fólks. Alltaf var stutt í góða skapið og kunni hann listina að lifa lífinu lifandi og taka þátt í öllu milli himins og jarðar. Ævintýraþráin, hesta- mennskan, söngurinn og ferðalögin, allt fékk þetta sinn sess í tilverunni. Fyrsta sætið í huga Hjartar skipaði þó ætíð eiginkonan og fjölskyldan öll. Okkur systrum þótti alla tíð svo gott að leita til hans ef eitthvað bjátaði á og ávallt var hann viðræðugóður, einlægur, kærleiksríkur og hafði góða nærveru, enda var hann uppá- haldsbróðir okkar systra. Hjörtur er og verður ávallt besti bróðir í heimi. Hljóð og klökk og hlý er okkar lund, hugur ristur sárri hjartans und. Komin hinsta kveðjustundin er kallið hljómar, leiðir skiljast hér. Skilning sýndir umhyggju og ást, aldrei hjálp né fórnarvilji brást. Velferð okkar fyrir brjóst barst, blíður trúr og ráðhollur jafnan varst. Bróðir og vinur okkur afar kær, frá innstu rótum þakkarrósin grær. Lýsa mun um lífs ófarinn stig, ljúf og fögur minningin um þig. Við viljum þakka honum fyrir allar frábæru stundirnar okkar saman, minningarnar um hann eru ljúfar og góðar. Það voru forréttindi að fá að vera honum samferða í gegnum öll árin sem hefðu átt að verða miklu fleiri. Við eigum eftir að sakna hans svo sárt og það verður erfitt að hugsa sér lífið og tilveruna án okkar elsku- lega bróður. En sárast er þó fyrir Diddu, Rikka, Þurý og barnabörnin að sjá á eftir yndislegum eiginmanni, föður og afa sem var þeim svo kær. Það var aðdáunarvert að fylgjast með Diddu og börnunum sem stóðu við hlið hans og umvöfðu hann kær- leika og ást í þessari erfiðu baráttu, allt þar til yfir lauk. Við vottum okkar ástkæru mág- konu Diddu, börnunum Rikka og Þurý og öðrum ástvinum öllum, okk- ar dýpstu samúð. Megi minningin um yndislegan mann veita okkur öll- um styrk í sorginni. Far þú í friði, kæri bróðir, friður guðs þig blessi. Þínar systur Svanhildur, Hrafnhildur og fjölskyldur þeirra. Nú hefur hann Hjörtur mágur minn kvatt þetta jarðlíf eftir harða baráttu við hinn illvíga sjúkdóm krabbameinið. Hann ætlaði svo sannarlega ekki að gefast upp og sagði strax, er hann greindist fyrir rúmu ári, að hann væri ákveðinn í að berjast til sigurs. Öll reyndum við að vera bjartsýn enda gekk baráttan nokkuð vel fram á sumar, en þá fór að síga á ógæfu- hliðina. Það voru mikil vonbrigði og sorg, þegar úrskurður kom, að mein- ið hefði tekið sig upp og ekkert væri hægt að gera. Hjörtur tók þessum fréttum af mikilli karlmennsku og æðruleysi. Hann ræddi um sjúkdóminn af raunsæi við vini og vandamenn og byrjaði fljótlega að skipuleggja eitt og annað fyrir Diddu og börnin sín Ríkharð og Þuríði og gefa þeim ráð- leggingar varðandi framtíðina. Já, hann Hjörtur var alltaf svo duglegur að skipuleggja og redda hinu og þessu fyrir vini og vandamenn. Okkur í fjölskyldunni finnst hann hafa verið kallaður burtu allt of fljótt og ég veit, að það finnst öllum öðrum sem hann þekktu. Elsku Didda mín, þið hafið misst mikið. Þú hefur ekki bara misst eig- inmann til 40 ára, heldur þinn besta vin og félaga. Ég kynntist Hirti fyrir 43 árum þegar þau Didda voru nýbyrjuð að vera saman og leist mér strax mjög vel á þennan unga, glaðlega og huggulega mann. Þau giftu sig árið 1967, eignuðust 2 mannvænleg börn og 6 barnabörn, hafa verið mjög samrýmd og átt far- sælt líf. Hjörtur lærði húsasmíði og vann við það í mörg ár, eða þar til hann gerðist húsvörður í Verzlunarskóla Íslands og síðan í Háskólanum í Reykjavík. Hann var mjög verklag- inn og vann alla tíð mikið. Eftir að hafa búið í nokkur ár að Leirubakka 18, fluttu þau í nýbyggt, reisulegt hús í Grófarseli 26. Heimili þeirra er bæði fallegt og myndarlegt og þar hefur alltaf ríkt mikil gest- risni. Þær eru orðnar margar ánægjustundirnar, sem ég og fjöl- skylda mín höfum átt þar við hin ýmsu tækifæri, í afmælum, jólaboð- um, nýársboðum og kosningavökum, svo eitthvað sé nefnt. Margar góðar og skemmtilegar minningar á ég einnig úr ferðalögum með Hirti og Diddu bæði innanlands og utan. Hjörtur var Skagfirðingur í báðar ættir og var hann mjög stoltur af ætterni sínu og einstaklega duglegur að halda sambandi við skyldfólkið fyrir norðan, þó að hann flytti hingað til Reykjavíkur sem barn. Hann var félagslyndur, hress og skemmtilegur og átti mjög auðvelt með að kynnast fólki enda hafa þau hjónin eignast mjög stóran og góðan vinahóp, sem sýndi sig best í veikindum hans. Líf og yndi Hjartar var hesta- mennska og hafa þau Didda farið í margar skemmtilegar hestaferðir undanfarin sumur í góðra vina hópi. Hjörtur var mikill faðir og afi og naut þess vel að vera með fjölskyld- unni. Það var yndisleg og ógleymanleg stund, sem við áttum með Hirti, Diddu, fjölskyldunni og vinum, þeg- ar sönghópurinn Veirurnar hélt tón- leika á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi fyrir stuttu. Hjörtur var mjög þakklátur þessu unga söngfólki og naut stundarinnar vel, þó hann væri orðinn mjög veikur. Að lokum vil ég þakka Hirti mági mínum fyrir allt, sem hann hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína. Elsku Didda mín, Rikki, Þurý og barnabörn: Ég bið góðan Guð að styðja ykkur og styrkja í sorginni. Þín mágkona, Fríða. Ég kveð í dag elskulegan mág minn og vin til 42 ára með miklum söknuði og trega. Þó missi ég heyrn og mál og róm og máttinn ég þverra finni þá sofna ég hinzt við dauðadóm, ó, Drottin, gef sálu minni að vakna við söngsins helga hljóm í himneskri kirkju þinni. (Ólína Andrésdóttir.) Elsku Didda mín, Rikki og Þurý, Glódís Una, Bergsveinn Logi, Þóra Kristín, Elmar Darri, Selma Kristín og Sunna Sigríður. Ég vona að góður Guð styrki ykk- ur og styðji við fráfall yndislegs manns, sem hefur átt svo stóran þátt í lífi ykkar allra. Minningin um góðan dreng lifir. Kolbrún Gunnarsdóttir. Ég kynntist „svila“ fyrst sumarið 1966 en þá var Didda í London og starfaði þar sem gengilbeina á ís- lenskum matsölustað. Fannst mér hann kúnstugur fýr, þó sérstaklega vegna þess að hann lauk öllum gleði- kvöldum með því að skoða mynd af henni er stillt var út í glugga við hlið- ina á Hressó í Austurstræti. Á þess- um tíma hófst vinskapur okkar sem hélst alla tíð. Þegar maður lítur til baka á þær mörgu gleðistundir sem við og fjöl- skyldur okkar áttum saman, kemur margt upp í huga manns. Eitt af því sem einkenndi „svila“ öðru fremur var hjálpsemi og vilji til að lifa lífinu lifandi. Hann varð t.d. fúslega við beiðni litlu systur konu sinnar um að vera svaramaður hennar þegar við giftum okkur. Hann kynnti mig fyrir Skagafirði og hestamennskunni þar, enda var hann mjög stoltur af upp- runa sínum. Þær voru ekki fáar ferð- irnar sem við fórum saman, sauma- klúbbsferðir með Kátu nálinni, en þær systur voru og eru enn í þeim fé- lagsskap. Fóru þær mikið til fjalla á árum áður og buðu okkur eigin- mönnum sínum með. Einnig fórum við í sumarbústaðaferðir og ferðalög vítt og breitt um landið. Síðan var það árið 1977 að við sóttum um bygg- ingalóðir og fengum úthlutað hlið við hlið í Grófarselinu í Breiðholti og höfum búið svo síðan. Við svilarnir fórum mikið í bíó saman, en þá þurftu það að vera almennilegar spennumyndir, þar sem að minnsta kosti fimm væru drepnir fyrir hlé, annars fannst honum myndin frekar dauf. Það var margt skemmtilegt sem við gerðum saman, t.d. hjálpaði hann mér að smíða fataskápana í íbúðina okkar Kollu á Maríubakkan- um og fór sú vinna fram í þvotta- herberginu í kjallaranum á blokk- inni. Eitt sinn urðum við eftir í bænum þegar fjölskyldurnar fóru í sumarbústað, en þá steyptum við plöturnar fyrir húsin okkar. Eftir steypuvinnuna átti að njóta þess að vera bara tveir í bænum, fara í bíó og á ball en við enduðum með því að fá okkur að borða, dauðþreyttir og vor- um komnir heim að sofa kl. 9 um kvöldið. Eitt sinn riðum við frá Stafnsrétt yfir í Skagafjörð með fleiri góðum mönnum, þegar „svili“ tók allt í einu bakföll af hlátri og datt aftur af hestinum. Það er svo margs að minnast þegar góðir vinir hverfa héðan í blóma lífsins, en hér skal staðar numið. Elsku Didda, Rikki, Þurý og barnabörnin öll! Mínar inni- legustu samúðarkveðjur til ykkar allra og megi Guð gefa ykkur styrk í framtíðinni. Sigurður Pétur Sigurðsson (Tumi.) Það er sem það hafi verið í gær að Hjörtur kom á heimili okkar við Fjólugötu, þaðan sem við gengum upp á Grundarstíg til að skoða gaml- ar húseignir Verzlunarskóla Íslands. Þó er um aldarfjórðungur liðinn síð- an. Okkur varð strax vel til vina enda varð Hjörtur hvers manns hugljúfi sem honum kynntist. Við urðum strax sammála um að ekki ætti að eyða tíma og fé í fasteignirnar við Grundarstíg enda flutningur fram- undan. Hjörtur gat því strax við ráðningu sem húsvörður helgað sig því sem hann var bestur í, en það var að sinna kennurunum og sjá um að þeir hefðu þau tæki til afnota sem skólinn best gat boðið. Það var gæfuspor að ráða Hjört húsvörð við Verzlunarskólann. Þar þurfti að byggja allt upp frá grunni á nýjum stað og fór Hirti það afar vel úr hendi. Minningarnar eru þó ekki síður bundnar við það hve laginn hann var í samskiptum við annað fólk og fús til að bera allt og alla á hönd- um sér, bæði fólk og hluti. Hjörtur var driffjöður í félagslífi starfsfólks og átti stóran þátt í að skapa þá samheldni sem ríkti innan skólans. Skemmtanir, árshátíðir, haust- og vorferðir voru meðal við- fangsefna sem hann hafði góð tök á. Eitt af hans skemmtilegu uppátækj- um var að láta gullhúða skóflu sem skyldi notuð til að taka fyrstu skóflu- stunguna vegna byggingar sem Verzlunarskólinn hafði ákveðið að reisa undir háskóla sinn. Vonandi fær sú skófla að hanga enn um sinn á vegg HR. Þegar skilið var á milli HR og VÍ sóttust kennarar beggja skólanna eftir að fá að halda Hirti. Það var ekki án sársauka sem skólastjóri bað Hjört um að gæta húseigna háskól- Hjörtur Þór Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.