Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 42
42 MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ - Kauptu bíómiðann á netinu - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir Lions for Lambs kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 12 ára Lions for Lambs kl. 5:45 - 8 - 10:15 LÚXUS Balls of Fury kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára Dark is Rising kl. 3:45 - 5:50 B.i. 7 ára Heartbreak Kid kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára Ævintýraeyja Ibba m/ísl. tali kl. 4 - 6 Good Luck Chuck kl. 8 B.i. 14 ára Resident Evil kl. 10:10 B.i. 16 ára Hákarlabeita m/ísl. tali kl. 4 Mr. Woodcock kl. 6 - 8 - 10 Balls of Fury kl. 8 - 10 B.i. 7 ára Ævintýraeyja IBBA kl. 6 m/ísl. tali Sími 564 0000Sími 462 3500 Lions for Lambs kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára This is England kl. 6 - 8 - 10 Rouge Assassin kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára Superbad kl. 5:30 - 10:30 B.i. 12 ára Good Luck Chuck kl. 5:40 B.i. 14 ára * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * Sími 551 9000 Ver ð aðeins 600 kr. Ve rð a ðeins 600 kr . Með íslensku tali Gríðarstór gamanmynd með litlum kúlum! „...prýðileg skemmtun sem ætti að gleðja gáskafull bíógesti...!“ Dóri DNA - DV Stórkostleg ævintýra- mynd í anda Eragon. eeee - H.J. Mbl. eeee - T.S.K., 24 Stundir BÚÐU ÞIG UNDIR STRÍÐ SVAKALEG SPENNA FRÁ UPPHAFI TIL ENDA Hættulega fyndin grínmynd! Sannkölluð stórmynd með mögnuðum leikurum. Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is UM síðustu mánaðamót gaf War- ner Home Video út hina sögu- frægu mynd Jazzsöngvarinn – The Jazz Singer, sem almennt nýtur þess heiðurs að vera talin fyrsta talmynd kvikmyndanna. WHV sparaði heldur hvergi til við gerð disksins, Jazzsöngvarinn er eitt af höfuðdjásnum kvikmyndaversins og gæðin eru sögð frábær. Myndin skörp og tónninn tær, þökk sé staf- rænu tækninni sem við höfum margoft séð gera kraftaverk fyrir frumstæða kvikmyndatækni eldri mynda. Það er tilhlökkunarefni að fá að heyra og sjá þessa tímamótamynd í nýja búningnum því frumútgáfan var ekki mikið fyrir augað og frumstæðar hljóðupptökurnar hafa löngum verið bágbornar. Auk- inheldur hefur Warner verið óspart á að krydda þriggja diska hátíðarútgáfuna með forvitnilegu aukaefni. Þeir innihalda m.a. The Dawn of Sound: How the Movies Learned to Talk, nýja heimild- armynd gerða af Turner Classic Movies, auk fjölbreytts kynning- arefnis frá þeim tíma sem myndin var frumsýnd. Á þeim er einnig að finna teiknimyndina I Love to Sing, þar sem teiknimyndahöfund- urinn Tex Avery, gerir góðlátlegt grín að byltingu kvikmynda- hljóðsins. Stjarna Jazzsöngvarans, Als Jolson, kemur fram í Holly- wood Handicap, stuttmynd frá 1938, sem var jafnframt næstsíð- asta leikstjórnarverkefni Busters Keaton. Jolson syngur nokkur fræg lög í myndinni, þ. á m. „Mommy“, en framleiðandinn er enginn annar en Darryl F. Zanuck. Hitt er svo allt annað mál að fræðimenn eru ekki á eitt sáttir um hvort Jazzsöngvarinn, sem var frumsýnd 6. október árið 1927, er fyrsta kvikmyndin með hljóðrás. Don Juan, með John Barrymore, var sýnd nokkru fyrr, eða í ágúst 1926. Það heyrðist reyndar aðeins í hljómsveitinni og því geta fræði- menn deilt um það endalaust hvor þeirra á heiðurinn skilinn. The Jazz Singer Nýtur þess heiðurs að vera talin fyrsta talmyndin. Jazzsöngvarinn, „fyrsta talmyndin“, kemur út á mynddiski HUNDURINN Rexxx er víðfræg kvikmyndastjarna sem týnist í óbyggðum og stingur upp kollinum á slökkvistöð þar sem allt er í kalda- koli. Brennuvargur gengur laus, engir aurar í kassanum til endurnýj- unar, Conor slökkviliðsstjóri (Greenwood), nýbúinn að missa bróður sinn og konan horfin á braut. Shane (Hutcherson), 12 ára sonur hans er dálítið hnugginn yfir þessu öllu, en þá birtist Rexxx á svæðinu og allt fer á betri veg. Góð barnamynd, einföld og já- kvæð. Smáfólkið fær talsvert fyrir sinn snúð, líflega atburðarás, nota- legar tilfinningar, bæði manna á milli og manna og dýra og leik- ararnir eru þéttir, vita hvers krafist er af þeim. Þ. á m. hinn Tom Sker- ritt-legi Greenwood, sem gert hefur myndir sem þessar að sínu sérsviði og það hentar honum vel. Af öllum ber þó hundstíkin Rexxx, sem mun vera leikin af einum fjórum ferfæt- lingum sem stela auðveldlega sen- unni af mannfólkinu. Hundurinn sem vildi verða hetja en ekki Hollywoodstjarna Sæbjörn Valdimarsson MYNDDISKUR Fjölskyldumynd Bandaríkin 2007. Sena. 110 mín. Öllum leyfð. Leikstjóri: Tod Holland. Aðalleik- arar: Josh Hutcherson, Bruce Greenwo- od, Bill Nunn. Firehouse Dog  Firehouse Dog „Góð barnamynd, einföld og jákvæð.“ BAKSVIÐIÐ eru óhrjálegt kola- námuhérað í Pennsylvaniufylki á 8. áratug 19. aldar. Nafnið er dregið af samnefndum leynisamtökum írskra námuverkamanna sem búa við kröpp kjör og standa fyrir ólögleg- um mótmælaaðgerðum og hermd- arverkum gegn vondum launum og harðræði af hálfu eigendanna. Kehoe (Connery) fer fyrir fé- lagsskapnum sem hefur látið mikið að sér kveða og í upphafi myndar kemur McKenna (Harris) til sög- unnar, útsendari sem námustjórnin plantar í sveittan og rykugan hóp verkamannanna. Forkunnarfalleg mynd fyrir aug- að þar sem gætt er að hverju smáat- riði og eru þeir kaflar sem teknir eru í undirheimum námanna einkar raunsæir og innilokað andrúmsloftið trúverðugt. Það sama verður ekki sagt um dramað, vináttuböndin sem myndast á milli spæjarans, Kehoes og annarra námumanna eru óskýr og endalokin ganga þvert á fram- vinduna sem búið er að byggja upp. Forvitnileg mynd í sögulegum skiln- ingi með tveim, merkum stórleik- urum (Connery áður en fer að storma af honum), og samvöldum hóp gæðaleikara í minni hlut- verkum. Tekin af snillingnum James Wang Howe, en merkisleikstjórinn Ritt, gerði mun betri mynd um verkalýðsbaráttu, sem var Norma Rae. Blóð, sviti og svik Sæbjörn Valdimarsson MYNDDISKUR Spennudrama Bandaríkin 1970. Sam myndir 2007. 120 mín. Leikstjóri: Martin Ritt. Aðal- leikarar: Sean Connery, Richard Harris. The Molly Maguires  MYNDDISKAR»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.