Morgunblaðið - 12.11.2007, Page 47

Morgunblaðið - 12.11.2007, Page 47
TILBERTON prófessor býr með ráðskonunni og dýrunum sínum, sem eru m.a. keisaramörgæs, pelí- kani, eðla og rostungur, á hitabelt- iseyju langt út í hafi. Þau undur og stórmerki gerast að einn góðan veðurdag rekur ísjaka að landi, og ekki nóg með það, í jakanum er egg og úr því sprettur lítil, löngu út- dauð risaeðla. Til að fá spennu í þessa þýsku tölvuteiknimynd, kemur til sög- unnar kórónulaus kóngur (Örn), með þá ljótu áráttu að sækjast eftir því að veiða dýr í útrýmingarhættu. Konungurinn veiðiglaði hleypir dá- litlu fjöri í dýra- og mannlífið og lærir að sjálfsögðu sína lexíu eftir viðskiptin við íbúana. Persónurnar eru ólíkar, teikningarnar eru vand- aðar en í einfaldari kantinum líkt og söguþráðurinn og hentar mynd- in mjög vel yngsta aldurshópnum. Íslenska raddsetningin er fagmann- leg að venju, með þau Örn Arn- arson og Jóhönnu Vigdísi í far- arbroddi. Risaeðlan sem kom inn úr kuldanum KVIKMYNDIR Smárabíó, Laugarásbíó, Borg- arbíó Akureyri, Sam bíóin Kefla- vík og Selfossi Teiknimynd með íslensku tali. Leikstjóri: Reinhard Klooss, Holger Tappe. Að- alraddir: Örn Árnason, Jóhanna Vigdís Arnardóttir o.fl. 87 mín. Þýskaland 2006. Ævintýraeyja Ibba/Impy’s Island (Urmel aus dem Eis)  Sæbjörn Valdimarsson Ævintýraeyja Ibba „Persónurnar eru ólíkar, teikningarnar eru vand- aðar en í einfaldari kantinum ...“ MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 47 SÖNGKONAN Christina Aguilera hélt veislu í tilefni þess að hún er verðandi móðir á heimili sínu í Be- verly Hills á laugardaginn. Veislan, fyrsta af þrem sem eru á döfinni fyrir væntanlegt barn, var sótt af nánum vinum og fjölskyldu. Þrátt fyrir að Aguilera hafi ekki staðfest kyn barnsins sem hún ber undir belti var áberandi þema á gjöf- unum sem veislugestir færðu henni, nefnilega blái liturinn. Aguilera, 26 ára, staðfesti op- inberlega að hún ætti von á barni í viðtalið við Glamour tímaritið fyrir nokkru en von er á barninu í heim- inn í byrjun næsta árs. Þetta verður fyrsti afkomandi Aguilera og eiginmanns hennar, Jor- dan Bratman. Þau giftu sig í nóv- ember árið 2005. Verður það strákur? Christina Aguilera Reuters NÝLEGA var úthlutað starfsstyrkjum til ritstarfa 2007 á vegum Hagþenkis – félagi höfunda fræða- og námsbóka. Til starfsstyrkja vegna ritstarfa 2007 voru veittar 6.700.000 kr. Sótt var um styrki til 44 verkefna en úthlutað til 21 verk- efnis. Fjórir starfsstyrkir voru að upp- hæð 500.000 kr., fimm voru 400 þúsund kr., fjórir styrkir námu 300.000 kr. og sjö námu 200 þúsund kr. og einn 100.000 kr. Í úthlutunarnefnd starfsstyrkja til ritstarfa eru: Erlingur Gauksson, Guðni Th. Jóhannesson og Kristín Unnsteins- dóttir. Styrkþegar eru: Aðalgeir Krist- jánsson, Ágúst H. Bjarnason, Árni Daníel Júlíusson, Árni Einarsson, Ásdís Arnalds, Elínborg Ragnarsdóttir og Sólveig Einarsdóttir, Clarence E Glad, Davíð Kristjánsson, Guðríður Adda Ragnarsdóttir, Halldór Guðmundsson, Halldóra Arnardóttir, Hörður Berg- mann, Jóhanna Einarsdóttir, Jón Thor- oddsen, María Anna Þorsteinsdóttir, Ragnar Ólafsson og Svanhildur Stein- arsdóttir, Rannveig Þorkelsdóttir, Sess- elja. G. Magnúsdóttir, Smári Ólason, Snorri Baldursson, Svanhildur Kr. Sverrisdóttir og Sæunn Kjartansdóttir. Starfsstyrkir Hagþenkis 2007 Morgunblaðið/Ómar Styrkþegar Sitjandi f.v.: Clarens, Ásdís, Sólveig, Árni Daníel og Ágúst. Standandi f.v.: Sæunn, Smári, Svan- hildur, Rannveig, María Anna, Ragnar, Jón T., Jóhanna, Hörður og Guðríður Adda. FJÖLMARGAR kvikmyndir hafa verið gerðar um bófagengi James- bræðra sem á ofanverðri nítjándu öld rændi lestir og banka. Dagblöð fylgdust af athygli með glæpastarf- semi gengisins en einkum voru það strákabækur og ódýrir reyfarar sem gerðu James-bræður fræga og þar var það einkum sá yngsti, Jesse, sem fangaði hug og hjarta lesenda. Í þessum verkum voru bræðurnir baðaðir hetjuljóma, þeir rændu ríka og gáfu fátækum, voru snöggir að skjóta en réttlátir inni við beinið. Áþekk viðhorf hafa lengst af einkennt kvikmyndaum- fjöllun um þá bræður. Þar birtast þeir gjarnan sem göfuglyndir útlag- ar, táknmyndir fyrir frelsið við endimörk villta vestursins. Staðal- ímyndin breyttist þó að nokkru leyti þegar Walter Hill gerði The Long Riders á öndverðum 9. ára- tugnum en þar fylgdi Hill í kjölfar leikstjóra á borð við Robert Altman og Arthur Penn sem höfðu á rót- tækan hátt endurskoðað lögmál vestrahefðarinnar í myndum á borð við McCabe and Mrs Miller og Little Big Man. Í mynd Hill var lífshlaup James-bræðra gætt aukn- um raunveruleikablæ og dregið í land með meintan hetjuskap ræn- ingjanna þó að enn væri yfir þeim rómantískur blær. Ný mynd Andrew Dominik um útlagann Jesse James er ekki ósvipuð verki Hills hvað það varðar að vega salt milli róttækrar endur- skoðunar og rómantískrar hetju- dýrkunar, en hér er reynt að end- urskilgreina lífshlaup útlagans og setja í samhengi við nútímavæðingu og breytta lífshætti. Auk þess er skyggnst inn í einkalíf James og nokkur áhersla lögð á að sýna hvernig daglegt líf hans gekk fyrir sig en eins og titillinn gefur til kynna er hér gripið niður í loka- kafla ævisögunnar. Myndin hefur rólegt og huglægt yfirbragð, ekki er ólíklegt að einhverjum verði hugsað til Terence Malick þar sem öldur bylgjast á yfirborði hveitiekra sem bærast í vindinum, en útlit myndarinnar er fallegt og ljóðrænt. Þetta er verk sem leitast við skapa hughrif í kringum tíðaranda og samskipti persóna, og jafnvel má lesa sem hugleiðingu um vestra- hefðina sjálfa. Brad Pitt passar ágætlega í hlutverk manns sem er ásóttur af eigin frægð en mikið veltur á Casey Affleck í hlutverki Roberts Fords, hann er í raun meira áberandi í myndinni en Pitt, og veldur hann eilítið vanþakklátu hlutverki vel. Þetta er heillandi mynd, ögn óræð en eftirminnileg. Bófi verður goðsögn KVIKMYNDIR Sambíóin Kringlunni og Akureyri Leikstjórn: Andrew Dominik. Aðal- hlutverk: Brad Pitt, Casey Affleck, Sam Rockwell, Sam Shepard, Mary-Louise Parker. Bandaríkin, 160 mín. Launmorð Jesse James, framið af heigl- inum Robert Ford (The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford)  Heiða Jóhannsdóttir Jesse Pitt þykir passa vel í hlutverk manns sem er ásóttur af eigin frægð. SIGURVEGARI fegurðarsamkeppninnar Ungfrú jörð (Miss Earth) sem fram fór á Filippseyjum í gær er Ungfrú Kanada, Jessica Nicole Trisko. Katrín Dögg Sigurðardóttir tók þátt í Ungfrú jörð í ár fyrir Íslands hönd. Á myndinni má sjá stúlkurnar sem lentu í sigursæt- unum, frá vinstri; Ungfrú vatn, Silvana Santaella Arell- ano frá Venesúela , Ungfrú jörð Jessica Nicole Trisko, Ungfrú loft, Pooja Chitgopeker frá Indlandi og Ungfrú eldur, Angela Gomez frá Spáni. Reuters Ungfrú Kanada fallegust

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.