Morgunblaðið - 12.11.2007, Page 9

Morgunblaðið - 12.11.2007, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 9 FRÉTTIR Jólamyndatökur Pantið tímanlega MYND Bæjarhraun 26, Hafnarfirði, s. 565 4207 www.ljosmynd.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Rúllukragapeysur Álfhólsvegi 67, 200 Kópavogi, sími 554 5820. Opið kl. 16-18 þri., mið., fim. - - Silfurhúðum gamla muni Klapparstíg 44 • Sími 562 3614 19 87 - 2007 Jólavaran komin Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 „VÍÐA er brotinn pottur í málefnum skilnaðarbarna varðandi rétt þeirra til beggja foreldra,“ segir Lúðvík Börkur Jónsson, formaður Félags um foreldrajafnrétti. „Allir ræðu- menn tóku undir þetta og það var mikill einhugur um að á þessum mál- um þyrfti að taka.“ Í tilefni feðradagsins í gær hélt Félag um foreldrajafnrétti ráð- stefnu á Hótel Hilton í Reykjavík um réttindi barna við skilnað. For- seti Íslands Ólafur Ragnar Gríms- son, flutti ávarp og Jóhanna Sigurð- ardóttir félagsmálaráðherra, flutti erindi, auk annarra. Guðmundur Steingrímsson varaþingmaður dró niðurstöður saman í lokin. Lúðvík Börkur sagði í setning- Fjölga þyrfti úrræðum fyrir foreldra þegar þeir skilja því aðstæður væru mjög misjafnar og vonlaust að finna eitt form sem hentaði öllum en ljóst væri að rannsóknir sýndu að skiln- aðarbörnum vegnaði í réttu hlutfalli betur í lífinu eftir því sem þau nytu meiri og jafnari umgengni við báða foreldra sína eftir skilnað. Í Frakk- landi væri eitt af úrræðunum, sem foreldrum stæði til boða að taka upp tvöfalt lögheimili barns og barnið byggi hjá þeim báðum samkvæmt samkomulagi eða samningi. For- eldrarnir þyrftu að uppfylla ákveðin skilyrði til að fá slíka skráningu eins og til dæmis að búa í sama skóla- hverfi og sýna fram á viðunandi að- stæður á báðum heimilum. Víða pottur brotinn Morgunblaðið/Sverrir Fjölmenni Mikill einhugur ríkti á ráðstefnu Félags um foreldrajafnrétti á feðradeginum í gær. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is FORYSTUMENN stjórnmála- flokka í borgarstjórn Reykjavíkur segja eftir að ræða það hvort Orkuveita Reykjavíkur muni feta í fótspor Landsvirkjunar og taka ákvörðun um að selja ekki raforku til nýrra álvera á Suður- og Vest- urlandi. Áhugi á fleiri kostum „Þessi ákvörðun Landsvirkjunar breytir landslaginu,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og fulltrúi Samfylkingar í borgar- stjórn. Hann sagði eftir að fara yf- ir þessi mál og því ótímabært að vera með einhverjar yfirlýsingar á þessu stigi. Dagur minnti á að borgin væri bundin af þeim samningum sem væru í gildi. Hann sagði að vissu- lega hefði verið áhugi á fleiri kost- um í orkusölu, t.d. netþjónabúum, en ekki væri hægt að selja meiri orku en hægt væri að afla. Ef upp- bygging Alcan væri úr sögunni mundi það létta ákveðnum fram- kvæmdaþrýstingi af Orkuveitunni, „Alcan er með mjög stóran samning við Orkuveituna. Það skapast nýtt svigrúm ef sá samn- ingur er úr sögunni, en við höfum ekki fengið neitt formlegt um það frá Alcan,“ sagði Dagur. Stýrihópur mun skoða málið Svandís Svavarsdóttir, stað- gengill borgarstjóra og borgar- fulltrúi VG, sagði ákvörðun Lands- virkjunar ekki hafa komið á óvart því allt væri augljóslega að breyt- ast í umhverfi orkumála. Almenn- ingsálitið væri annað nú en það var fyrir fimm og tíu árum hvað þetta varðar. Hún kvaðst ekki vilja taka beina afstöðu til þess nú hvort Orkuveitan ætti að taka sömu ákvörðun og Landsvirkjun. „Mér finnst líkur á að þess sjái stað í pólitískum ákvörðunum í Orkuveitu Reykjavíkur, rétt eins og í öðrum viðfangsefnum Reykja- víkurborgar, að nýr meirihluti hef- ur tekið við stjórn í Reykjavík,“ sagði Svandís. Hún sagði að þetta mál yrði tek- ið til skoðunar, en niðurstaða nýs meirihluta í því lægi ekki fyrir. Svandís benti á að hlutverk stýrihóps borgarráðs væri að móta stefnu til framtíðar í orkumálum Reykjavíkurborgar. Stefnumótun- in snerti ekki einungis útrásarmál og kjarnastarfsemi heldur einnig orkuöflun til stóriðju. „Sú vinna stendur yfir en það gefur augaleið að við getum ekki beðið með allar ákvarðanir þangað til þeirri stefnumótun er lokið. Þetta er eitt af því sem stýrihóp- urinn og nýr meirihluti munu skoða,“ sagði Svandís. Áhugi á að breikka sviðið Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs og borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sagði að þetta atriði hefði hvorki verið rætt innan borgarstjórnar né stjórnar Orkuveitunnar. „Þar hefur verið í gangi stefnu- mótun og verið unnið markvisst að því að kanna fleiri möguleika hjá stórkaupendum heldur en stóriðju. Til dæmis hafa átt sér stað við- ræður við aðila út af netþjóna- búum,“ sagði Björn Ingi. Hann sagði að ákvörðun hefði ekki verið tekin um að semja ekki við aðila í áliðnaði enda slíkir samningar í gangi. Björn Ingi kvaðst lengi hafa verið þeirrar skoðunar að breikka ætti sviðið. „Þess vegna tók ég þátt í því, m.a. á vettvangi stjórnar Orkuveitunnar, að kanna mögu- leika á að selja raforku til fleiri að- ila. Ég hef mikinn áhuga á að breikka sviðið, að öll eggin séu ekki í sömu körfunni.“ Björn Ingi minnti á að Lands- virkjun segði ákvörðun sína vera niðurstöðu stefnumótunarvinnu. Hann sagði að hjá borginni væri nú í gangi vinna á vegum stýri- hóps undir forystu Svandísar Svavarsdóttur um orkustefnu til framtíðar. „Þetta er þá væntan- lega eitt af því sem rætt verður á þeim vettvangi,“ sagði Björn Ingi. Ný tækifæri ákjósanleg Margrét K. Sverrisdóttir, fulltrúi frjáls- lyndra og óháðra, sagði að þetta mál hefði ekki verið rætt innan meirihlut- ans í borgar- stjórn og því ekki tímabært að vera með stórar yfirlýs- ingar. Hún sagði að sér þætti ákjósan- legast ef ný tækifæri gæfust til at- vinnusköpunar sem menguðu lítið og ykju fjölbreytni í atvinnulífinu, líkt og t.d. netþjónabú mundi gera. Þá sagði Margrét að taka þyrfti til greina hve mikið af orkufram- leiðslunni væri þegar samnings- bundið og hve mikið væri til ráð- stöfunar. Standa ber við samninga Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd- viti borgarstjórnarflokks Sjálf- stæðisflokksins, sagði að þetta mál hefði ekki verið til umfjöllunar á vettvangi borgarstjórnar né held- ur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Engin umræða hefði farið fram um það hvort Orkuveita Reykjavíkur ætlaði sér að marka þá stefnu að gera ekki nýja samninga um sölu á rafmagni til stóriðju. „Það er ætlunin að fara í um- ræðu um frekari framtíðarstefnu- mörkun varðandi hlutverk Orku- veitunnar og þetta er eitt af þeim málum sem verða örugglega rædd. Um þetta hefur ekki verið tekin nein ákvörðun ennþá, en við mun- um að sjálfsögðu standa við gerða samninga og viljayfirlýsingar sem hafa verið undirritaðar,“ sagði Vil- hjálmur. Breytt landslag í orkumálum Björn Ingi Hrafnsson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Borgarfulltrúar segja eftir að ræða hvort Orkuveita Reykjavíkur fetar í fótspor Landsvirkjunar varðandi gerð nýrra orkusölusamninga til stóriðju Dagur B. Eggertsson Margrét K. Sverrisdóttir Svandís Svavarsdóttir Fréttir í tölvupósti arræðu sinni að félagið berðist fyrst og fremst fyrir auknum réttindum þess stóra hóps barna sem ekki alast upp hjá báðum foreldrum. Sá hópur væri trúlega um fjórðungur allra barna á Íslandi eða 20-25 þúsund börn og hann lagði áherslu á að verið væri að ræða um réttindi barna til foreldra sinna en ekki rétt foreldra til barna sinna. Ísland væri á eftir öðrum löndum í sambandi við rétt- indi barna til beggja foreldra sinna. Fyrir skömmu mælti Dögg Páls- dóttir fyrir frumvarpi til laga um breytingu á barnalögum með síðari breytingum. Lúðvík Börkur sagði að frumvarp hennar færi nálægt því að veita íslenskum börnum sama rétt til beggja foreldra og frönsk börn nytu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.