Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 29
Runólfsdóttir, ásamt yngstu börnum
sínum. Þau felldu hugi saman og
gengu í hjónaband, bjuggu áfram á
Jaðri til 1978 og fluttust þá til
Reykjavíkur og komu sér þar fyrir í
eigin húsnæði. Síðar eignuðust þau
þjónustuíbúð í Ársölum 8. Heilsu
beggja tók nokkuð að hraka, Magna
lést árið 2005 eftir erfið veikindi.
Bergur annaðist hana eftir föngum
og bjó eftir lát hennar einn í íbúð
sinni síðustu misserin, slitinn nokk-
uð að kröftum en við allgóða líðan,
ágætlega hress og hafði yndi af að
finna vini og kunningja. Gott var þá
sem áður að sitja við fótskör hans.
Hann veiktist skyndilega að morgni
3. nóvember, gat gert viðvart með
öryggishnapp sínum svo að hjálp
barst samstundis, en stundin var
komin.
Feginn vildi ég geta samið eftir-
mæli mágs míns og fóstra eins og
honum hæfir, en fleira kemur í hug
en fest verði í orð: Þakklæti ofar öllu
öðru, ljúfar minningar og lærdóms-
rík kynni.
Minnistæðastur að leiðarlokum
verður þó einn eiginleiki sem Bergur
var ríkulega gæddur og ég leyfi mér
að nefna kærleiksríka þjónustulund.
Nærgætni hans og samkennd kom
bæði fram við menn og málleysingja.
Og táknrænt má það kalla, sem hér
hefur verið nefnt, að það kom í hans
hlut að hjúkra og líkna, fyrst tengda-
föður sínum og síðar báðum eigin-
konum í banalegum þeirra, og
kveðja síðast sjálfur einn og óstudd-
ur.
Í einlægri samúð og söknuði
hugsa ég til barnanna hans Bergs og
fjölskyldna þeirra. Í hugum okkar
allra lifir minning góðs manns.
Kristinn Kristmundsson.
Meira: mbl.is/minningar
Mitt annað heimili frá bernsku var
að Jaðri í Hrunamannahreppi hjá
föðurbróður mínum Guðbergi og
konu hans Jónínu. Hjá þeim sæmd-
arhjónum var ég í 13 sumur og nú
þegar Bergur er allur streyma fram
minningar, umhverfi og atvik á Jaðri
verða ljóslifandi.
Fyrst þegar ég man var austur-
bærinn í byggingu. Bergur og Jón-
ína giftu sig það árið og fluttu í nýja
húsið ásamt Elínu systur hennar og
föður þeirra. Í vesturbænum bjuggu
amma og afi, Davíð bróðir Bergs og
systurdætur þeirra bræðra, Lilja og
Björg. Þá var flest með öðrum brag
en nú, rafmagn frá ljósamótor, sím-
inn handsnúinn, stutt löng löng í
austurbænum og tvær langar í vest-
urbænum. Til var handtrekktur
grammófónn og fyrir kom að við Ella
fórum yfir og skemmtum okkur við
fóninn með Lilju og Björgu ásamt
Árna bróður sem var í sveit hjá afa
og ömmu. Stundum skemmtum við
okkur við að hlusta á óskalög sjúk-
linga í útvarpstæki með stórri raf-
hlöðu og Lilja og Björg tóku undir í
flottustu lögunum um leið og við
„hvítskúruðum“ gólfin í gamla bæn-
um.
Sumarið 1955 er mér minnisstætt.
Viðburðaríkt óþurrkasumar. Harð-
vítugar vinnudeilur í þjóðfélaginu,
langvinn verkföll og fjárhús í bygg-
ingu á Jaðri. Eldri bræður Bergs og
Kristinn mágur hans komu þá að
Jaðri og hjálpuðu til. Þetta sumar
fæddist Kristrún, eldra barn Jónínu
og Bergs, en Guðni sonur þeirra
fæddist haustið 1958.
Á Jaðri var ávallt viðhöfð einstök
snyrtimennska og nýtni í hávegum
höfð jafnframt því sem allar nýjung-
ar sem til framfara horfðu í bú-
skapnum voru nýttar til hins ítrasta.
Heyskapur var að sjálfsögðu stór
þáttur í sumarlífinu á Jaðri og mikið
lagt upp úr því að ná inn góðum
heyjum. Vélarnar voru alltaf yfir-
farnar fyrir sumarið, fylgst var vel
með veðurútliti og ekki mikið um
hrakið hey á Jaðri. Fyrsta minning
mín um heyskap er þegar verið var
að binda hey og reiða heim á klakki í
Klifhúsið og man vel samhent tök
Bergs og Jónínu við það verk.
Bergur var ósérhlífinn við það
sem hann tók sér fyrir hendur, snar
og úrræðagóður og hann ætlaði
aldrei öðrum erfiðustu verkin. Hjá
honum lærði ég snemma að „því sem
manni er trúað fyrir, því er manni
trúað fyrir“. Þannig var hann sjálfur
og naut virðingar og trausts hjá
sveitungum sínum. Hann var lengi
formaður Ræktunarfélags Hruna-
manna og í sveitarstjórn. Bergur
kunni að láta okkur börnum og ung-
lingum á Jaðri finnast við gera gagn
en kröfur hans til okkar voru þó
aldrei strangar. Hann bar virðingu
fyrir öðru fólki. Hann meðhöndlaði
búfé af natni og bar mikla virðingu
fyrir náttúrunni. Við landið lagði
hann rækt og kenndi öðrum. Bergi
var jörðin mjög kær og þegar hann
og seinni kona hans Magna Ágústa
brugðu búi hélt hann landskika af
Jaðrinum fyrir sig og sína til að
njóta.
Við fráfall Bergs laugardaginn 3.
nóvember sl. var okkur í fjölskyld-
unni mjög brugðið. Hann sem virtist
svo hress og hlakkaði til að koma í
afmælisveislu bróður síns og hitta
þar fólkið sitt. Þar fundum við sann-
arlega fyrir návist Bergs sem var
okkur svo kær og öllum svo hlýtt til.
Far þú í friði kæri vinur og besti
frændi.
Snorri Sigurjónsson.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 29
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
MAGNÚS HANNESSON STEPHENSEN
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn
13.nóvember kl 13.00
Vilborg G.Stephensen,
Guðrún Stephensen, Sigurbjörn Þór Bjarnason,
Hannes Stephensen, Anika Stephensen,
Magnús Stephensen, Sigrún Björnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær sambýlismaður minn, faðir, sonur og bróðir,
GUNNAR ÞÓR HRAUNDAL,
sem lést á heimili sínu mánudaginn 5. nóvember,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 15. nóvember kl. 13.00.
Sigríður Guðrún Stefánsdóttir,
Elva Rut, Stefán Örn, Björn Anton,
Sigrún Óskasdóttir,
Óskar Páll Björnsson, Sigrún Helga Eiríksdóttir,
Jónas Friðbertsson, Berglind Helgadóttir.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
BJARNI EYVINDSSON,
Dynskógum 8,
Hveragerði,
lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði föstu-
daginn 9. nóvember.
Jarðarför auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gunnhildur Þórmundsdóttir.
✝ Eðvald Gunn-laugsson fæddist
á Siglufirði 31. ágúst
1923. Hann lést í
Reykjavík 5. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldar hans voru
Sólveig Árnadóttir
og Gunnlaugur Guð-
jónsson. Hálfsystkini
Eðvalds eru Karl
(látinn), Baldur, Þór-
ey, Haraldur (látinn)
og Hólmfríður (lát-
in). Eðvald ólst upp í
Gröf á Höfðaströnd í
Skagafirði hjá hjónunum Sigfúsi
Lárussyni og Jónínu Jósafats-
dóttur. Hinn 12. október 1946
gekk Eðvald að eiga Málfríði Eyj-
ólfsdóttur. Fyrri maður Málfríðar
var Halldór Dagbjartsson. Börn
þeirra voru Hrefna og Eyjólfur,
bæði látin. Börn Eyjólfs og Elsu
Sigurðardóttur eru Fríða, Linda
og Halldór. Eðvald
og Málfríður hófu
búskap í Reykjavík
en fluttust búferlum
árið 1954 til Sauð-
árkróks, þar sem
þau ráku verslunina
Skemmuna í rúma
tvo áratugi. Að lokn-
um verslunarrekstri
árið 1982 fluttust
þau hjónin aftur til
Reykjavíkur. Lengst
af bjuggu þau á
Miklubrautinni en
síðustu tvö árin hafa
þau verið búsett í Lönguhlíð 3.
Dóttir Eðvalds og Málfríðar er
Edda Eðvaldsdóttir gift Þór Þor-
valdssyni, búsett í Sviss. Börn
þeirra eru Eðvald, Brynjar og Þór-
dís.
Útför Eðvalds verður gerð frá
Fossvogskirkju mánudaginn 12.
nóvember og hefst athöfnin kl. 15.
Föðurbróðir minn, hann Eddi
frændi, eins og við systkinin kölluðum
hann, var mér mjög kær. Fráfall hans
bar að með skjótum hætti eins og hann
hafði óskað sér. Eddi frændi talaði
hátt, hafði mikinn húmor og sagði ein-
staklega vel frá. Athugasemdir hans
um menn og málefni, hnittin tilsvör og
hneggjandi, smitandi hláturinn eru
ógleymanleg.
Hann hafði sterkar skoðanir á
stjórnmálum og dró ekkert af í lýsing-
um sínum á þjóðlífinu. Stjórnmála-
skýringar hans voru oft óborganlegar.
Hann var stálminnugur og gat ættfært
flesta þá einstaklinga sem rætt var um.
Eddi frændi vildi verða bóndi, en ör-
lögin höguðu því svo til að hann varð
kaupmaður á Króknum. Hann kom oft
til foreldra minna í sveitina og er ná-
tengdur bernskuminningum um hey-
skap, smalamennsku, réttir og sláturt-
íð. Eddi frændi var barngóður og
næmur á líðan barna. Hann var óspar á
að hæla okkur systkinum fyrir allt og
ekkert og m.a. fyrir dugnað við bú-
störfin þrátt fyrir að oft hafi viljinn ver-
ið meiri en getan.
Þegar hann sá að lítil sál var eitthvað
döpur svo sem eins og gerðist þegar
slátrað var á haustin, þá hafði hann
þann sið að taka fast í höndina á manni,
horfa stíft í augun og segja „og svo
ekkert kjaftæði Lova litla“ og hló sín-
um dillandi hlátri.
Eitt sinn var fjórum ungum hönum
sem voru í sérstöku uppáhaldi hjá okk-
ur systrum, slátrað. Ætluðu Eddi
frændi og Fríða að fá þá í matinn. Við
systur jörðuðum hanana með viðhöfn
og fundust þeir ekki þegar frændi ætl-
aði með þá heim á Krók. Við fengum
ávítur fyrir að fara illa með matinn en
Eddi frændi sá hvernig okkur leið og
sagði „auðvitað étur maður ekki vini
sína elskurnar mínar“.
Kæri frændi, hjartans þakkir fyrir
umhyggju þína og elsku.
Innilegar samúðarkveðjur til Fríðu,
Eddu, Eðvalds, Þórdísar, Brynjars og
Þórs.
Fyrir hönd systkinanna frá Páfa-
stöðum,
Lovísa Baldursdóttir.
Eðvald Gunnlaugsson
✝ Ólafur J. Ein-arsson fyrrv.
framkvæmdastjóri
fæddist á Ísafirði
30. ágúst 1920.
Hann andaðist á
hjúkrunarheimilinu
Holtsbúð í Garðabæ
2. nóvember síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Einar
Guðmundur Eyjólfs-
son fiskmatsmaður
á Ísafirði og Helga
Margrét Jónsdóttir
kona hans. Systkini
Ólafs, Þorbjörg Matthildur, Birg-
itta, Ásgeir Hálfdán, Ólöf Stein-
unn, Ellen Kjartans og Hrefna og
hálfsystkini Ingvar Jón, Að-
alheiður Nanna og Pálína Halla.
Ólafur kvæntist 4. apríl 1942
Guðrúnu Rebekku Sigurð-
ardóttur, f. á Ísafirði 15. ágúst
skólanum í Reykjavík 1940. Stund-
aði síðan verslunarstörf hjá Kaup-
félagi Ísfirðinga 1940-42 og síðan
hjá Verslun J. S. Edwald á Ísafirði.
Við skrifstofu og verslunarstörf
hjá Stefáni Thorarensen hf. í
Reykjavík 1944-55. Einn stofn-
enda Innkaupasambands apótek-
ara, Pharmaco hf 1956 og fyrsti
framkvæmdastjóri 1956-1966.
Stofnaði heildverslunina Farm-
asíu hf. í Reykjavík 1966 og var
framkvæmdastjóri þar til hann lét
af störfum 1994. Ólafur var einn af
stofnendum Ísfirðingafélagsins í
Reykjavík 1945 og í stjórn þess fé-
lags í mörg ár, þar af formaður
1963-1970. Einn af stofnendum
Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi
1964. Forseti Kiwanisklúbbsins
Heklu í Reykjavík 1968-69. Um-
dæmisstjóri Kiwanishreyfing-
arinnar á Íslandi 1972-73. Félagi í
Oddfellow-stúkunni Þorkeli Mána
frá 1960.
Ólafur verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13
1921, d. 4. apríl 1996.
Foreldrar hennar
voru Sigurður Ás-
geirsson húsasmíða-
meistari á Ísafirði og
kona hans Jóna Guð-
rún Ísaksdóttir. Börn
Ólafs og Guðrúnar
eru: 1) Sjöfn, f. 2.
júní, 1942, maki Eyj-
ólfur Sigurðsson, f.
29. nóvember 1938,
dætur þeirra eru
Guðrún f. 14. júlí
1960, Erla f. 30. nóv-
ember 1961, og Katr-
ín Björk f. 24. október 1966. 2)
Einar, f. 4. júní 1948, lést 22. júní
sl., maki Inga Jóna Andrésdóttir,
f. 7. janúar 1949, dætur þeirra eru
Ásta Sigríður, f. 4. nóvember,
1970, og Elínborg, f. 13. mars
1976.
Ólafur lauk námi frá Samvinnu-
Tengdafaðir minn, Ólafur J. Ein-
arsson, hefur nú kvatt þennan
heim. Hann skilur eftir sig langan
og farsælan lífsferil þar sem festa
og heiðarleiki voru hans leiðarljós.
Við kynntumst fyrir 50 árum þegar
kynni mín og dóttur hans Sjafnar
hófust.
Það var mikil lífshamingja að
eiga Guðrúnu og Ólaf að sem
tengdaforeldra og fyrir börnin að
eiga afa og ömmu sem vildu allt
fyrir þau gera, enda varð heimili
þeirra hjóna miðjan í lífi fjölskyld-
unnar í áratugi. Að heimsækja
ömmu og afa í Garðabæ var há-
punktur í lífi barnanna og liðu
sjaldan margir dagar á milli heim-
sókna.
Ólafur var mjög lánsamur að
hafa Guðrúnu að lífsförunaut.
Hann hinn trausti bakhjarl, stund-
um allt að því hlédrægur en hún
lífsglöð og félagslynd. Þetta fór vel
saman og reyndist hjónaband
þeirra farsælt. Þau voru bæði Ís-
firðingar og þrátt fyrir að þau
flyttu búferlum til Reykjavíkur
skipuðu bernskuslóðirnar alltaf
ríkan sess í þeirra lífi. Ólafur átt
þátt í því að sameina brottflutta Ís-
firðinga í Ísfirðingafélaginu í
Reykjavík. Var einn af stofnendum
þess félags og sat í stjórn þess í
fjölda ára og síðar sem formaður í
nokkur ár. Ólafur tók einnig þátt í
margvíslegu öðru félagsstarfi og
reyndist alltaf hinn besti liðsmaður
enda oftast beðinn um að taka að
sér mikilvæg trúnaðarstörf á veg-
um þeirra samtaka sem hann starf-
aði í. Guðrún og Ólafur ferðuðust
mikið til annarra landa, oft vegna
viðskiptahagsmuna þeirra fyrir-
tækja sem hann veitti forstöðu eða
af beinni þörf fyrir að sjá og kynn-
ast öðrum stöðum og þjóðum. Við
hjónin ferðuðumst víða með Guð-
rúnu og Ólafi og er óhætt að full-
yrða að ekki var á betra kosið en
að hafa þau sem ferðafélaga. Þau
eignuðust marga vini á þessum
ferðalögum og óhætt að segja að
þau vinasambönd entust ævina á
enda. Árið 1960 gerðist hann félagi
í Oddfellow, í stúkunni Þorkeli
Mána og gegndi þar ýmsum trún-
aðarstörfum. Hann mat Oddfellow
regluna mikils alla tíð og var félagi
þar til æviloka.
Kiwanishreyfingin var vettvang-
ur þar sem Ólafur var valinn til
forystu. Hann var einn af stofn-
endum samtakanna. Gegndi hann
þar margvíslegum trúnaðarstörf-
um, var m.a. umdæmisstjóri ís-
lensku Kiwanishreyfingarinnar. Á
þeim vettvangi nutu þau hjónin
virðingar og reyndust bæði mjög
mikilvæg í því umfangsmikla fé-
lags- og líknarstarfi sem hreyfingin
vinnur um allan heim.
Ólafur var grandvar maður og
tók aldrei óþarfa áhættu í neinu
sem að honum snéri. Hann ígrund-
aði alla hluti mjög vel áður en
ákvörðun var tekin, það reyndist
honum vel. Hann hafði mikinn
áhuga á þjóðmálum og áttum við
margar samræður um innlend og
erlend stjórnmál. Við vorum ekki
alltaf sammála en það hafði aldrei
áhrif á okkar vinskap. Hann var
mikill talsmaður frjálsra viðskipta
enda viðskipti hans starfsvettvang-
ur alla tíð. Uppruninn hafði einnig
áhrif, lífsbarátta fólksins fyrir vest-
an setti sitt mark og minntist hann
oft með stolti vestfirskra verka-
lýðsleiðtoga þegar talað var um
þjóðmál þess tíma enda kominn af
alþýðufólki og þekkti lífskjör og
baráttu þess fólks af eigin raun.
Ólafur hefur nú hvatt þennan
heim og fer nú til móts við Guð-
rúnu konu sína og nýlátinn son
sinn Einar, það verða fagnaðar-
fundir. Hann var tilbúinn til far-
arinnar. Fyrir hönd fjölskyldunnar
þökkum við samfylgdina, far þú í
friði.
Eyjólfur Sigurðsson.
Ólafur J. Einarsson