Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 19
heilsa MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 19 þeirra þræll ef svo má að orði komast, festa sig í vistarband (en til að taka íbúðalán hjá bönk- unum á þeim kjörum sem í boði voru þurfti maður að vera við- skiptavinur viðkomandi banka). Framganga Kaup- þings banka, svo hann sé nefndur sérstaklega, síðustu daga hefur auð- vitað staðfest að það var viturleg ákvörðun hjá Víkverja að halda sig við gamla góða Íbúðalána- sjóð. Vextirnir eru komnir vel yfir 6% hjá Kaupþingi og nú síðast átti að fara að meina fólki að flytja lán með sér við sölu á eigninni! Þetta er í huga Víkverja í hnot- skurn munurinn á því að byggja íbúðakaup sín á láni frá viðskipta- banka og Íbúðalánasjóði; bankinn er ekkert að hugsa um einstaklinginn sem fær lánað og færir öll landamerki til eins og honum hentar, hvað sem það kostar lántakann. Hagsmunir bankans ráða. Auðvitað er Víkverji ekki haldinn þeirri grillu að Íbúðalánasjóður sé góðgerðarstofnun en þessu tvennu er þó ekki hægt að líkja saman. Víkverji verður reyndar að játa að hann lét sér ekki detta í hug að þetta fimm ára endurmatsákvæði varðandi vextina, sem bankarnir settu í lána- samninga, kynni að skipta einhverju máli. Nú ætti þó að vera ljóst að svo kann vel að fara; þ.e. ef einhver væri svo óheppinn að vera lentur í fimm ára endurmati akkúrat núna, þegar vextir Kaupþings eru vel yfir 6%, og hefur upphaflega fengið lán hjá bank- anum á 4,15% vöxtum, nú þá er ljóst að hann á von á heldur leiðinlegum tíðindum – án þess að hafa nokkuð til þess unnið, að fótunum sé þannig kippt undan honum, og hefur sjálf- sagt í góðri trú talið að samningar skyldu standa. Þetta eru ekki skemmtilegir tímar fyrir skulduga Íslendinga. Víkverji skipti umhúsnæði haustið 2004 en þá höfðu við- skiptabankarnir einmitt skömmu áður komið inn á húsnæðislánamark- aðinn. Víkverji kaus að halda sig við Íbúðalána- sjóð (plús lífeyrissjóð fyrir því sem upp á vantaði) og var ástæðan sú að einhverra hluta vegna bar Víkverji ekki slíkt traust til viðskipta- bankanna – Lands- banka, Glitnis og Kaup- þings banka – að hann vildi eiga allt sitt undir þeim, vera    víkverji skrifar | vikverji@mbl.is ASPERÍN gagnast helst karlpen- ingnum því nýjar rannsókna- niðurstöður benda til að verkjalyfið verndi karlmannshjartað í mun meira mæli en kvenmannshjartað. Sumar fyrri rannsóknir hafa bent til þess að lyfið geti dregið úr hjartaáfalli um allt að helming, en nú hafa kanadískir sérfræðingar við háskólann í Bresku-Kólumbíu sem sagt sýnt fram á kynjamun í þessu tilliti, að því er vefmiðill BBC greindi frá fyrir skömmu. Þeir telja að lyfið gagnist konum síður en körlum, en mæla gegn því að kon- ur, sem eru að taka lyfið í kjölfar hjartaáfalls, hætti að taka það. Blóðkekkir myndast síður Hjartaáfall á sér stað að til- stuðlan æðaþrengsla eða skemmda í æðaveggjum með þeim afleið- ingum að blóðkekkir myndast sem stífla blóðflæði til hjartans. Asperín hefur þau áhrif að erfiðara er fyrir blóðkekkina að myndast sem aftur dregur úr líkum á hjartaáfalli. Þetta hefur leitt til þess að fjöldi fólks um heim allan er að taka lyfið á degi hverjum í forvarnarskyni. Það hefur þó ekki skýrt verið sýnt fram á nákvæma gagnsemi lyfsins í þessu samhengi og sumar rann- sóknir hafa gefið þá niðurstöðu að ólíklegt sé að asperínið hafi yfir höfuð nokkur hjartastyrkjandi áhrif. Asperín gagnast körlunum helst D-vítamín sem menn fá með geislum sólarinnar getur hægt á öldrun frumna og vefja. Þetta hefur BBC eftir breskum sérfræðingum í Kings-háskóla í Lundúnum. Við rannsókn á 2.160 konum á aldrinum 18-79 ára kom í ljós að þær sem höfðu mikið magn af D-vítamíni í líkamanum voru líka með færri öldrunarbreytingar í DNA-sýnum. Þó skal undirstrikað að rannsókn- armenn gátu ekki sýnt fram á hvað veldur því að vítamínið hafi þessi áhrif og viðurkenna m.a.s. að ein- hverjir samverkandi þættir geti þar komið til. D-vítamínsskortur hefur á hinn bóginn þegar verið tengdur mænusiggi og liðagigt. Líkindin til þess að fólk sem býr að ríkum D-vítamínforða eldist hæg- ar en annað fólk hljóta að hljóma vel í eyrum nútímafólks í heimi sem sí- fellt krefst æskuljóma úr andlitum sem á kroppi. Þversögn er þó að finna í ætluðum áhrifum sólbaða, það er að minnsta kosti absúrd að hugsa til þess að hin sama sól sem eykur hættuna á húðkrabbameini geti samhliða stuðlað að bættri heilsu. D-vítamín gegn öldrun Sól, sól! Sólin veitir okkur D- vítamín sem e.t.v. hægir á öldrun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.