Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 39
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Forstjóri Íbúðalánasjóðs segir óhjákvæmilegt að gera breytingar
á sjóðnum. Hver er forstjórinn? Svar: Guðmundur Bjarnason. 2. Ný
ævisaga Jónasar Hallgrímssonar kemur út á 200 ára afmælisdegi
hans. Hver er höfundurinn? Svar: Böðvar Guðmundsson. 3. Saga
Arnalds Indriðasonar, Vetrarborg, hefur verið tilnefnd til sænskra
verðlauna. Við hvern eru þau kennd? Svar: Martin Beck. 4. 70 ung-
lingar fengu óvænt þakkarbréf fyrir framlag sitt til vígslu friðarsúl-
unnar í Viðey. Hver var bréfritari? Svar: Yoko Ono.
1 Emil Hallfreðsson er rétt á eftir knattspyrnumanninumKaká í einkunn í efstu deild ítölsku deildarinnar. Hvar
leikur Kaká?
2 Hvaða plata er besta íslenska plata allra tíma í net-kosningu mbl.is og með hvaða hljómsveit?
3 Skógræktarfélag Íslands hefur fengið öflugan sam-starfsaðila. Hvern?
4 Sveitarstjórinn í Djúpavogi fór fyrir mikilli sviðaveisluþar sl. laugardag. Hver er hann?
Spurter… ritstjorn@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 39
Krossgáta
Lárétt | 1 kafaldið, 8 gata,
9 guðum, 10 uxa, 11 bik,
13 líffærum, 15 hreinsa,
18 moð, 21 kvendýr, 22
blessa, 23 svardagi, 24
endis.
Lóðrétt | 2 svertingja, 3
svikula, 4 hljóðfæri, 5
tómar, 6 brýni, 7 tunnum,
12 bein, 14 fiskur, 15 sæti,
16 hryggi, 17 óhreinkaðu,
18 áfall, 19 fim, 20 sjá eft-
ir.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 kúgar, 4 sekur, 7 tíðum, 8 álkan, 9 tel, 11 ræna,
13 espi, 14 numið, 15 forn, 17 alfa, 20 ára, 22 sálir, 23
nifls, 24 skaði, 25 auman.
Lóðrétt: 1 kútur, 2 gæðin, 3 rúmt, 4 skál, 5 kokks, 6 rengi,
10 eimur, 12 ann, 13 eða, 15 fisks, 16 rulla, 18 lofum, 19
assan, 20 Árni, 21 anga.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Svona eða hinsegin? Vertu fljótur
að ákveða þig og líttu svo ekki til baka.
Þegar munurinn er mikill veistu hvað skal
velja. Þegar hann er lítill skiptir valið litlu
máli.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þér finnst lífið í kyrrstöðu en það er
bara aðferð til að túlka rólegan tíma. Þeg-
ar þú gerir lítið ertu að undirbúa hug-
myndaríkt tímabil sem brátt gengur í
garð.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú gerir þér grein fyrir að með
því að þarfnast fólks of mikið hrekurðu
það á brott. Þess vegna ætlarðu að gera
sjálfan þig mjög hamingjusaman núna.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Ekki eyða tíma í að sannfæra fólk
um að það geri hlutina rangt. Leyfðu því
frekar að gera hlutina á sinn hátt, og síð-
an má dæma afleiðingarnar.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Það er skapandi titringur í loftinu.
Og þótt þér finnist gaman að rugla og
flippa muntu – þegar á reynir – gera það
sem þú álítur að gera þurfi.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Það reynir á skuldbindingu þína
við vissa manneskju. Að halda loforð
vegna smámuna er jafnerfitt og halda
stór loforð. Það á við loforð gagnvart þér
líka.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þér finnst þú viðkvæmur gagnvart
fólkinu í kringum þig. Ef umhverfið er ei-
lítið óþægilegt áttu það til að bíða með að
tjá þig þar til aðstæður breytast.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Vertu einbeittur. Nú er
skynsamlegast að hugsa mjög vel um
sjálfan sig. Þú siglir þrönga leið milli
klettaveggja eigin hæfileika og metnaðar.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú ert elskulegur. Og þar sem
fólk fær eitthvað út úr því að gera þér
greiða skaltu leyfa því það. Það erfitt að
slaka á og láta þjóna sér, en það gerir þér
gott.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Fólk er æst í að eiga við þig
samskipti. Mun það skemmta þér, ögra
þér eða kenna þér? Það er undir þér kom-
ið. Skapaðu stemningu sem hentar óskum
þínum.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Eitthvað óvænt kemur upp á
vinnustað sem fólki stendur ógn af. Þú
tekur aðstæður í þínar hendur og reddar
málunum. Hvað gerði fólk án þín?
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Það er erfiðast að brjótast út úr
sjálfskipuðu fangelsi – samt tekst þér
það! Og þar með muntu njóta frelsis á
svæði sem þú tengdir áður við þjáningar.
stjörnuspá
Holiday Mathis
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rf3 Bg7 4. g3 O–O 5.
Bg2 d6 6. O–O Rc6 7. Rc3 a6 8. Bd2 Bg4
9. b3 e5 10. d5 Re7 11. e4 Rd7 12. h3
Bxf3 13. Dxf3 f5 14. h4 Kh8 15. Bh3 Rc5
16. b4 Rxe4 17. Rxe4 fxe4 18. Dxe4 Rf5
19. Bc3 Rxh4 20. gxh4 Hf4 21. Dg2
Dxh4 22. Bd2 Hxc4 23. Hac1 b5 24.
Hxc4 Dxc4 25. Hc1 Dxa2 26. Be3 a5 27.
Hxc7 axb4 28. Dg4 Hf8 29. Dd7 Da1+
30. Kg2 e4
Staðan kom upp í Evrópukeppni tafl-
félaga sem lauk fyrir skömmu í Tyrk-
landi. Stórmeistarinn Milan Drasko
(2557) frá Svartfjallalandi hafði hvítt
gegn Hellismanninum Sigurði Daða
Sigfússyni (2320). 31. Bh6! Hxf2+ 32.
Kxf2 Db2+ svartur hefði einnig orðið
óverjandi mát eftir 32… Bd4+ 33. Ke2.
33. Kg1 og svartur gafst upp enda fátt
um fína drætti í stöðu hans eftir t.d.
33… Bd4+ 34. Kh1 Db1+ 35. Bc1.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.
Einfalt spil?
Norður
♠654
♥972
♦G1093
♣654
Vestur Austur
♠G32 ♠10987
♥D10853 ♥G4
♦2 ♦K65
♣ÁDG3 ♣10987
Suður
♠ÁKD
♥ÁK6
♦ÁD874
♣K2
Suður spilar 3G.
„Þetta er einfalt spil,“ segir James
S. Kauder í bók sinni The Bridge
Philosopher. „Samt þekki ég engan
sem hefur spilað það rétt.“
Það má deila um einfaldleikann úr
því að enginn ratar á réttu lausnina, en
kannski er aðalþrautin sú að sjá hver
vandinn er. Vestur kemur út með
hjarta og sagnhafi tekur gosa austurs
með kóng. Hvernig myndi lesandinn
spila?
Það virðist eðlilegt að spila ás og
meiri tígli, enda engin leið að komast
inn á blindan til að svína. „Sá hængur
er á þessari spilamennsku,“ segir Kau-
der, „að vestur getur hent litlu hjarta
og þá er auðvelt fyrir austur að skipta
yfir í lauf.“ Kauder er til í að fórna
þeim möguleika að tígulkóngur sé
blankur til að fyrirbyggja samskipti í
vörninni – hann vill spila litlum tígli
strax.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
dagbók|dægradvöl
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
BRAUTSKRÁNING 10 kandídata með meistaragráðu í
uppeldis- og menntunarfræði frá Kennaraháskóla Ís-
lands fór fram 27. október sl. Fimm kandídatar luku
meistaranámi í uppeldis- og menntunarfræði í vor og
hafa þá alls 152 kandídatar lokið M.Ed.-gráðu frá skól-
anum.
Helga Gísladóttir hlaut verðlaun Vísindaráðs Kenn-
araháskóla Íslands fyrir besta meistaraprófsverkefnið
árið 2007. Ritgerðin nefnist Nám á starfsbraut fram-
haldsskóla: Undirbúningur fyrir fullorðinsár og fjallar
um menntun nemenda á starfsbrautum tveggja fram-
haldsskóla.
Óskýr tilgangur náms á starfsbraut
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að til-
gangur náms á starfsbraut sé óskýr og ekki séu nein
lokamarkmið með náminu, segir í fréttatilkynningu.
Nemendur útskrifast ekki með nein réttindi sem nýtast
þeim á vinnumarkaði og það er alls óvíst hvort námið skil-
ar þeim vinnu að skóla loknum. Ekki eru gerðar til-
færsluáætlanir og samstarf skortir á milli skóla og þeirr-
ar fullorðinsþjónustu sem tekur við að skóla loknum.
Nemendur hafa takmarkað val í námi sínu og foreldrar
eru ekki virkir þátttakendur þegar kemur að skipulagn-
ingu náms barna þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar
benda einnig til að hugmyndafræði náms án aðgreiningar
hafi að takmörkuðu leyti náð inn í framhaldsskólana.
Uppeldis- og menntunar-
fræðingar útskrifast frá KHÍ
Brautskráning Helga Gísladóttir hlaut verðlaun Vís-
indaráðs KHÍ fyrir besta meistaraprófsverkefnið.
UMSÓKN Mannréttindastofu varð
fyrir valinu þetta árið til að hljóta
ókeypis auglýsingaherferð á vegum
góðgerðasjóðs auglýsingaiðnarins –
AUGA. Herferðin er gegn tortryggni
og ótta gagnvart útlendingum.
Í tilkynningu frá stjórn AUGA segir
m.a.: „Við lifum í samfélagi sem verð-
ur stöðugt alþjóðlegra og sama þróun
á sér stað um allan heim. Þörfin á að
þessar samfélagsbreytingar gangi vel
skiptir allt samfélagið máli. Jákvætt
hugarfar er þar lykilatriði. Herferðin
verður hvatning til að byggja upp
samfélag þar sem allir eru jafnir og
eiga jöfn tækifæri, óháð útliti, uppruna
og kynþætti. Guðrún Guðmundsdóttir
frá Mannréttindastofu segir stofuna
afskaplega ánægða með valið og
hlakkar mikið til samstarfsins.“
Aðilar að AUGA eru Samband ís-
lenskra auglýsingastofa (SÍA), Félag
íslensks markaðsfólks (ÍMARK),
Samtök auglýsenda (SAU), 365 miðl-
ar, Árvakur, Birtíngur, Ríkisútvarpið,
Skjárinn, AFA JC Decaux, Capacent.
Fær ókeypis
auglýsingar
FRÉTTIR