Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ástkær sambýliskona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA GUÐJÓNSDÓTTIR, Dalbraut 21, áður Stangarholti 26, sem lést sunnudaginn 4. nóvember s.l., verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 13. nóvember kl. 13:00. Sveinn Teitsson, Ágústa Bárðardóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Guðbjörg Bárðardóttir, Garðar Einarsson, Elínborg Bárðardóttir, Ómar Sigfússon, Sigurbjörn Bárðarson, Fríða Steinarsdóttir, Bárður Bárðarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FJÓLA ÞORLEIFSDÓTTIR ljósmóðir, Hólavegi 21, Sauðárkróki, lést þann 6. nóvember. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 17. nóvember kl. 11.00. Þorleifur Ingólfsson, Brynja Ólafsdóttir, Guðmundur Örn Ingólfsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Jóhann Helgi Ingólfsson, Hrönn Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ GuðbergurGuðnason fædd- ist í Hlíð í Hruna- mannahreppi 5. mars 1924. Hann lést 3. nóvember sl. Hann var sonur hjónanna Guðna Jónsonar frá Tungufelli í sömu sveit f. 20.04. 1895, d. 07.11. 1982 og Kristínar Jóns- dóttur f. 02.04. 1892, d. 03.06. 1988 frá Granda í Arnarfirði. Systkini Guðbergs eru: Sigurjón f. 6.11. 1917, Jón f. 31.10. 1920, Davíð Brynjólfur f. 14.12. 1922, d. 30.03. 2003, Jóhanna f. 01.06. 1925, d. 24.07. 2005. Guðmundur f. 24.01. 1931 og Guðrún f. 24.01. 1931. Fyrri kona Guðbergs var Jónína Guðrún Kristmundsdóttir frá Kaldbak í Hrunamannahreppi f. 27.08. 1926, d. 09.12.1967. Þeirra börn eru 1) Elín Kristrún f. 24.06. börn af fyrra hjónabandi. Guðbergur ólst upp í foreldra- húsum að Jaðri í Hrunamanna- hreppi. Að loknum barnaskóla á Flúðum fór hann í Bændaskólann að Hvanneyri 1944-1946. Að loknu námi tók hann til við búskap með foreldrum og Davíð bróður sínum þar til þau hættu búskap 1964. Guðbergur kvæntist Jónínu Guð- rúnu Kristmundsdóttur 28.08 1954 og byggðu þau nýbýlið Jaðar II þar sem þau stunduðu búskap þar til Jónína lést 9.12. 1967. Guð- bergur kvæntist Mögnu Ágústu Runólfsdóttur 24. október 1973 og bjuggu þau á Jaðri til ársins 1978 er þau brugðu búi og fluttust til Reykjavíkur. Þar stundaði Guð- bergur verslunarstörf hjá Jes Zim- sen, fyrst sem afgreiðslumaður í versluninni í Ármúla og síðar sem verslunarstjóri í Hafnarstræti. Guðbergur var virkur í fé- lagsstarfi og var m.a. formaður Ræktunarfélags Hrunamanna um árabil og sat í hreppsnefnd Hruna- mannahrepps í 12. ár. Síðustu árin bjó hann í Árskógum 8 í Reykjavík. Útför Guðbergs verður gerð í dag frá Seljakirkju og hefst at- höfnin kl 13. 1955, lífeindafræð- ingur, maki Magnús Magnússon fram- kvæmdastjóri f. 22.02. 1954. Börn þeirra eru a) Magnús Bergur nemi, f. 12.07. 1984, b) Jónína Guðný, nemi f. 20.04 1987, c) Súsanna Hrund nemi f. 16.12. 1992. 2) Guðni, fiski- fræðingur f. 22.10. 1958, kona hans er Jóhanna Jónsdóttir lífeindafræðingur f. 28.10. 1958. Dóttir þeirra er Krist- ín Anna, nemi f. 14.02. 1988. Fyrir átti Jóhanna soninn Friðrik Óskar Friðriksson tölvunarfræðing f. 24.05. 1978, sambýliskona hans er Steinunn Ósk Geirsdóttir nemi f. 06.08. 1982 og eiga þau dótturina Iðunni Lilju f.11.11. 2003. Síðari kona Guðbergs var Magna Ágústa Runólfsdóttir frá Gestsstöðum í Kirkjubólshreppi f. 14.07.1925, d. 01.10.2005. Fyrir átti Magna 7 Á kveðjustund föður og tengda- föður, koma margar minningar upp í hugann. Guðbergur eða Bergur eins og hann var jafnan kallaður fluttist tveggja ára að Jaðri í Hrunamanna- hreppi þar sem hann ólst upp hjá for- eldrum sínum og systkinum. Þar lagði hann stund á búskap, fyrst með foreldrum sínum og í félagi við Davíð bróður sinn. Eftir að þau hættu bú- skap 1964 og fluttu til Reykjavíkur hélt hann áfram búskap á Jaðri með fjölskyldu sinni. Búskapinn stundaði Bergur af natni og umhirðu og nýtt- ist honum vel nám og hugmyndir frá Bændasólanum á Hvanneyri. Snyrti- mennska var honum í blóð borinn og bar öll umgengni hans þess vel merki. Vel var gengið um útivið og hey skorin beinum skurðum, vel var rakað og sópað og skepnur vel fóðr- aðar. Bergur hafði mikið yndi af smalamennskum og var jafnan leitað í högum og afrétti þar til nær víst var að fé væri fram komið. Tók hann m.a. þátt í þeirri nýbreytni að leita fjár á afréttum með þyrlu. Stór hluti af búskap er ræktun og gegndi Bergur formennsku í Ræktunar- félagi Hrunamanna um árabil. Berg- ur var frekar hlédrægur að eðlisfari en tókst meðvitað á við óframfærni sína m.a. með námi í fundarsköpum og ræðumennsku. Hann var kosinn í hreppsnefnd Hrunamannahrepps en þar lét hann ekki síst til sín taka á vettvangi gróðurverndar, afréttar- og samgöngumála. Oft var gest- kvæmt á Jaðri og naut Bergur þess að taka vel á móti fólki. Eftir að Bergur fluttist til Reykja- víkur lagði hann stund á verslunar- störf hjá Jes Zimsen, fyrst við af- greiðslu og síðar sem verslunarstjóri. Þá var sá aukni frí- tími sem gafst nýttur til að ferðast og skoða landið sem hann hafði mikið yndi af. Auk þess var tekið til hönd- um við landgræðslu og skógrækt í landi Jaðars á austurbakka Hvítár við Gullfoss. Þar hefur landi verið breytt úr foklandi og rofabörðum í gróið land og birkiskóg. Eftir að dagsverkinu lauk tók Bergur til við að rita minningar sínar. Þar sagði hann af vandvirkni frá lífshlaupi sínu og öllum þeim miklu breytingum og framförum sem urðu í hans búskap- artíð. Lagði hann sig fram við gera grein fyrir verklagi og venjum við búskapinn. Við það verk naut hann aðstoðar og samstarfs bræðra sinna. Bergur sendi m.a. afrit af skrifum sínum til þjóðminjavarðar til varð- veislu. Eins og oft er á langri lífsleið verða brekkur á vegi. Í veikindum eiginkvenna sinna lagði hann sig fram af mikilli fórnfýsi. Bergur var ekki mikið fyrir að bera tilfinningar sínar á torg þótt skilaboð dagsins í dag séu í öðrum anda. Engu að síður kom hann jafnan fram af æðruleysi. Upprunninn var honum ofarlega í huga og jafnan réð hann í drauma um smalamennskur og þá ráðið í fjölda og lit fjár og gang í smala- mennskum. Fór hann oft nærri um að segja til um tíðarfar, veðurbrigði og óorðna atburði. Við viljum þakka pabba fyrir alla þá umhyggju og hlýju sem hann veitti okkur og okkar fjölskyldu. Blessuð sé minning þín. Guðni og Jóhanna. Með þessu fáu orðum vil ég minn- ast tengdaföður míns, Guðbergs Guðnasonar frá Jaðri. Margt leitar á hugann og margs er að minnast við andlát Bergs. Leiðir okkar lágu sam- an fyrir 45 árum síðan þegar ég fór 8 ára í kaupavinnu að Tungufelli sem er næsti bær. Fljótlega komst ég að því hvaða mann Bergur hafði að geyma. Snyrtimennsku, hlýju, gest- risni og hófsemi. Ég var einnig svo lánsamur að kynnast fyrri konu hans og móður konu minnar henni Jónínu. Hlýr faðmur og myndarskapur var þar á bæ. Bergur var þannig kostum bú- inn að hann hefði getað valið sér starfsvettvang að vild en tíðarandinn og aðstæður réðu valinu. Árrisull, at- hugull og vinnusamur gekk hann skipulega til verka. Líf Berg hefur ekki alltaf verið dans á rósum og erfitt hefur það ver- ið honum að missa Jónínu konu sína frá tveimur ungum börnum. Það var huggun harmi gegn að hann átti góða að. Seinna gekk Bergur aftur í gegn- um erfiða tíma þegar seinni kona hans Magna veiktist. Þau erfiðu veikindi tóku mjög á Berg þar sem hann af mikilli fórnfýsi og æðruleysi aðstoðaði maka sinn eftir mætti þar til hún andaðist fyrir tveimur árum. Það er lofsvert hversu mikið hann vandaði sig við að styggja ekki nokk- urn mann og að gefa hverjum og ein- um sitt tækifæri. Aldrei heyrði ég hann hallmæla neinum manni og heldur rétti hann hlut þess sem hon- um fannst hallað á. Heimurinn væri betri ef hann ætti fleiri slíka. Ég er þakklátur fyrir að börn okk- ar Kristrúnar, Magnús Bergur, Jón- ína Guðný og Súsanna Hrund fengu að kynnast þessari góðu fyrirmynd og þá sérstaklega síðustu ár þegar hann gat betur gefið sig að þeim. Reyndar hefur Bergur tekið þátt í uppeldi margra skyldmenna sem eiga honum þakkir skilið. Ég vil þakka tengdaföður mínum kærleik- ann og samfylgdina í gegnum árin. Ég bið Guð að varðveita hann og blessa. Magnús Magnússon. Margs er að minnast og mikið að þakka þegar við kveðjum nú kæran frænda. Jákvæðni, heiðarleiki og sterk samfélagsvitund einkenndi Berg og hann miðlaði umhverfi sínu miklu. Hann hafði ríka réttlætis- kennd og siðferðisþroska og mat samferðafólk sitt eftir mannkostum en ekki stöðutáknum. Bergur, sem var ári eldri en mamma, lagði virka hönd á plóg við uppeldi okkar systra því auk afa, ömmu og mömmu voru Davíð, Berg- ur og Gunna móðursystkini okkar á heimilinu svo og Snorri, gamall mað- ur sem bjó á Jaðri áður en fjölskylda okkar flutti þangað. Bergur var óþreytandi við að kenna okkur og fræða og fléttaði það inn í dagleg störf. Margföldunartafl- an var auðlærð í fjósinu með því að þeir Davíð sendu okkur fram og til baka milli sín til að láta okkur flytja hinum tíðindin um þrisvar sinnum, fjórum sinnum o.s.frv. þar til við kunnum örugglega allt utan bókar. Síðar var ekki flókið að sýna fram á Arkimedesarlögmálið þegar mjólk- urbrúsunum var sökkt í kælinn og þeir ruddu frá sér þyngd sinni af vatni. Svipuðu máli gegndi um aðra þætti, s.s. samband fóðurgjafar og afurða, áburðarnotkun og uppskeru en líklega fór umfjöllun um viðgerðir á traktor og jeppa nokkuð fyrir ofan garð og neðan hjá okkur, a.m.k. þeirri eldri. Bergur var búfræðingur frá Hvanneyri og hafði því góða mennt- un á sínu sviði. Félagsbú afa, Bergs og Davíðs, sem Bergur tók síðar við að fullu, var fyrirmynd vel rekins fyrirtækis. Þar ríkti fyrirhyggja og skipulag. Bókhald og afurðaskrán- ing veitti góða yfirsýn yfir afkomu. Hver tími ársins átti sín viðfangsefni og aldrei kom neitt flatt upp á menn, svo sem að heyvinnutæki væru í lamasessi þegar fyrst viðraði til sláttar eða að lambamerki skorti við upphaf sauðburðar. Aldrei var girð- ingum leyft að sligast né byggingar látnar drabbast. Gæðastjórnunar- hugtakið var lítt þekkt á búrekstr- arárum Bergs en var þó hinn rauði þráður í störfum hans. Hann var mikill ræktunarmaður og með elju og þrautseigju tókst að breyta upp- blásnum rofabörðum og örfoka mel- um inn með Hvítá í gróið kjarrlendi. Því starfi hélt hann áfram svo lengi sem kraftar entust. Bergur var kallaður til forystu á ýmsum sviðum í sveitarfélagi sínu og gegndi öllu með prýði. Hann var bókelskur og fróðleiksfús, hafði sér- stakan áhuga á jarðfræði og fornleif- um, þótti gaman að setja saman vís- ur og kvæði og ræddi þjóðmál af áhuga til síðasta dags. Hann var óþreytandi að heimsækja Björgu á Skógarbæ og stytta henni stundir. Fyrir það er þakkað og hans er sárt saknað. Við systurnar þökkum það góða veganesti sem þessi mikli mann- kostamaður veitti okkur. Við erum forsjóninni þakklátar fyrir að hafa fengið að hafa Berg svo lengi á meðal okkar. Kristrúnu og Guðna vottum við samúð svo og fjölskyldum þeirra. Guð blessi minningu Guðbergs Guðnasonar. Lilja og Björg. Kveðjustundin er runnin upp, ekki bjóst ég við því að hún kæmi svo fljótt. Afi minn var mikill snyrtipinni og vildi hafa allt í röð og reglu í kring um sig. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til afa, hann vildi alltaf allt fyrir alla gera og var alltaf mjög þakklátur fyrir það sem gert var fyr- ir hann. Hann afi sýndi mér alltaf mikla þolinmæði þó að ég sjálf ætti ekki alltaf mikið af henni og kenndi mér og sýndi ýmislegt, hvort sem það var að kenna mér að spila eða kenna mér um hluti sem við rákumst á þegar við fórum út í gönguferðir. Afa þótti líka mjög vænt um sveit- ina. Hann hafði gaman af því að vera úti í náttúrunni og græða upp landið og reyndi að fylgjast með hvernig plöntunum vegnaði. Afa verður sárt saknað en minning hans lifir. Kristín Anna. Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi og leiði þig hin kærleiksríka hönd í nýjum heimi æ þér vörður vísi, sem vitar inn í himnesk sólarlönd. Þér sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir öll við færum þér. Við sálu þína biðjum guð að geyma, þín göfga minning okkur heilög er (Guðrún Elísabet Vormsdóttir.) Ekki grunaði mig er við Bergur keyrðum saman inn í Deild og fylgd- umst með þegar smalað var í Tungu- felli á liðnu hausti, að hann ætti svo stutt eftir ólifað. Því svo hress var hann og glaður, við rifjuðum upp ör- nefni og atvik tengd þeim. Ég iðrast þess nú að hafa ekki skapað okkur fleiri svona daga nú í seinni tíð. Frá 12 ára aldri var Bergur mér sem faðir. Ég átti heimili hjá honum og systur minni á Jaðri í 6 ár. Aldrei man ég eftir að hann reiddist mér, þó oft hafi verið tilefni til, en tók á öllu með ákveðni og festu. Einhvern tíma fannst mér ég ekki vera nógu vand- virk við verkin mín, því Bergur var alveg sérstakt snyrtimenni. Þá sagði hann: ,,Í lífinu er ekki hægt að gera betur en sitt besta“. Í þessum orðum finnst mér fólgin hógværð hans í hví- vetna. Við deildum saman sorg og gleði en alltaf var hann kletturinn í hafinu sem aldrei haggaðist. Bergur átti það til að setja saman vísur en ekki var hann að flíka því mikið. Mig langar samt að lokum að láta fylgja hér vísu eftir hann, sem lýsir huga hans nú í seinni tíð. Örlagavefi enginn skilur. Allt er hulið hlýrri móðu. Hugarorka hjartans styður. Hjálpa bænir þeirra hljóðu. Um leið og ég kveð Berg mág minn þakka ég honum allt það sem hann var mér og mínum í gegnum árin. Bið ég guð að blessa hann og varðveita í nýjum heimkynnum. Elín Kristmundsdóttir. Á útmánuðum 1954 fékk ég bréf frá systur minni, Jónínu Guðrúnu Kristmundsdótturá Kaldbak í Hrunamannahreppi. Ég var þá sex- tán ára og nýbyrjaður nám í Menntaskólanum á Laugarvatni. Í bréfinu tjáði hún mér- og kom ekki á óvart – að hún mundi á komandi vori giftast unnusta sínum, Guðbergi Guðnasyni á Jaðri í sömu sveit, og hefja þar búskap með honum. Einnig væri ákveðið að faðir okkar brygði búi á Kaldbak sama vor og bernskuheimili okkar systkina leys- ast upp. Mér væri velkomið að flytj- ast með ungu hjónunum, ásamt yngstu systur okkar, að Jaðri og eiga þar heima svo lengi sem ég vildi. Næstu árin var ég í skólum á vet- urna og ýmiss konar vinnu utan heimilis á sumrin. Hjá systur minni og mági á Jaðri átti ég heimili, at- hvarf og skjól – og naut hjá Bergi fósturs og föðurlegrar umhyggju á viðkvæmum aldri. Það lýsir dreng- skap hans að taka að sér tvö yngstu systkin konu sinnar. Og föður okkar, sem greindist með ólæknandi krabbamein sama vor, tóku þau hjón einnig til sín og hjúkruðu honum til dauðadags. Bergur stundaði búfræðinám á Hvanneyri í tvo vetur; hann eignað- ist góðar minningar um dvöl sína þar og ævilanga vináttu við skólafélaga. Hann stofnaði eigið býli, Jaðar II, þegar hann kvæntist. Hann kunni vel til alls þess er laut að hefðbundn- um sveitabúskap. Jarðræktin var helsta áhugamál hans á því sviði og um skeið gegndi hann formennsku í Ræktunarsambandi Hrunamanna, auk fleiri trúnaðarstarfa í hreppn- um. Hitt fór hann aldrei dult með að vel hefði hann getað hugsað sér ann- að lífsstarf en búskap. Svo fór líka að hann ákvað að bregða búi og flytjast til Reykjavíkur árið 1978. Þar réðst hann til verslunarstarfa og lengst hjá járnvöruverslun Ziemsens. Þá var breyting orðin á högum hans og höfðu skipst á skin og skúrir: Árið 1967 veiktist Jónína kona hans og lést af völdum krabbameins í desem- ber það ár, fjörutíu og eins árs göm- ul, frá tveimur ungum börnum þeirra. Fyrstu misserin eftir lát hennar voru Bergi erfið, og þá kom í ljós hve miklu þreki hann bjó yfir. En árið 1970 réðst til hans mikilhæf dugnaðar- og atorkukona, Magna Guðbergur Guðnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.