Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 48
MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 316. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Fann aldagamla öxi  Þórdís Guðbjartsdóttir úr Grinda- vík fann öxi fyrir tilviljun í Þjórs- árdal, ekki langt frá Stöng, fyrir tveimur árum. Í gær fékk hún að vita að öxin er sennilega frá elleftu eða tólftu öld en líklegt er að öxin hafi verið notuð til að kurla við þegar bændur voru við hrístekju. Þórdís hefur afhent Þjóðminjasafninu öx- ina. » 2 Mest í opinberri eigu  Eignarhald á háhitasvæði lands- ins í opinberri eigu skiptist senni- lega nokkuð jafnt á milli þjóðlendna og svæða í eigu ríkis, sveitarfélaga og opinberra fyrirtækja. Nýtanleg háhitasvæði eru raunar að lang- stærstum hluta í opinberru eigu, en talið er að einungis 10-12% háhita- svæða á landinu séu í einkaeign. » 4 Virkjað við Hagavatn?  Orkuveita Reykjavíkur kannar nú hagkvæmni þess að byggja virkjun við Hagavatn, sunnan Langjökuls. Talið er að orka frá virkjuninni geti orðið allt að 200 GW-stundir á ári. Landgræðslan telur stíflu á þessu svæði geta heft sandfok. » 6 Lofar kosningum  Pervez Musharraf, forseti Pakist- ans, vill ekki ljá máls á því að aflétta neyðarlögum sem hann setti í land- inu fyrir viku en hann hét því í gær að þingkosningar yrðu haldnar fyrir 9. janúar nk. » 14 SKOÐANIR» Stakst.: Guðni úti að aka – en hvar? Forystugreinar: Óvirðing við Alþingi | Íslenzkt sjónvarp Ljósvaki: Edduhnoð UMRÆÐAN» Af glannalegum ummælum … Hver er stefnan? Samastaður óperunnar í Kópavogi Landsvirkjun svarar … fyrir mig Skemmtilegt krydd í tilveruna Vanskil á húsaleigu Veðurhorfur í garðyrkju FASTEIGNIR » Heitast 6°C | Kaldast 0°C  Fremur hæg breyti- leg átt, en gengur í norðaustan 10-15 m/s norðvestan til síðdegis. Skúrir eða él. » 10 Sienna Miller á erf- itt með að losa sig við föt sem hún er hætt að nota þrátt fyrir að fá gefins föt á hverjum degi. » 41 FÓLK » Heldur upp á fötin MYNDDISKAR» Sex nýir og gamlir mynd- diskar dæmdir. » 42-43 Vefsíðan Techno.is stóð fyrir stór- árshátíð í Broadway um helgina þar sem fólk dansaði og dansaði. » 44 TÓNLIST» Dansað og dansað FLUGAN» Það var margt að gerast í bænum um helgina. » 40 KVIKMYNDIR» Assassination of Jesse James fær fjórar. » 47 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Redford og Streep þola ekki … 2. Aðalstöðin fær ekki … nafnið 3. Harry prins og Chelsy Davy … 4. Haldið sofandi í öndunarvél … Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is FJÖLGUN kvenna með erlent rík- isfang sem fæddu barn á Landspít- ala fjölgaði um 40-50% á milli fyrstu sjö mánaðanna í fyrra og í ár. Í júlí í fyrra höfðu 124 konur með erlent ríkisfang fætt barn á Landspítala en á sama tímabili í ár fæddu 185 konur börn sín á sjúkrahúsinu. „Þjónusta við einstaklinga sem ekki skilja ís- lensku er ávallt vandasöm og krefj- andi bæði fyrir þá sem hennar njóta og hana veita, en leitast er við að hafa túlka til staðar,“ segir í nýjasta hefti Starfsemisupplýsinga LSH. Ný þjónusta Margrét I. Hallgrímsson, sviðs- stjóri hjúkrunar á kvennasviði LSH, bendir á að samkvæmt lögum eigi allir, sem séu tryggðir á Íslandi, rétt á að hafa túlk sér til aðstoðar við ým- is tækifæri og þar á meðal fæðingar. Hún segir að spítalinn sé með samn- ing við túlkafyrirtækið Inter Culture og í raun sé lítið vandamál að fá túlka til að túlka á hinum ýmsu tungu- málum, en þörfin sé mest vegna tungumála í Austur-Evrópu og Asíu. Á Íslandi fæðast 4.200-4.300 börn á ári, þar af um 3.100 börn á kvenna- sviði Landspítala. Fæðingum hefur fjölgað hægt og sígandi síðustu ár. Skýrist hún e.t.v. af því að konum á frjósemisaldri (18 ára – 40 ára) hefur fjölgað um nær 9% á höfuðborgar- svæðinu síðustu tíu ár samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Á síðustu 10 árum hefur hlutfall kvenna sem eru að eiga sitt fyrsta barn hækkað. Hlutfall kvenna sem eru að fæða annað, þriðja barn sitt o.s.frv. hefur hins vegar lækkað. Tíðni keisaraskurða jókst jafnt og þétt á tímabilinu 1994-2003, en hefur verið nokkuð jöfn síðan, á bilinu 16- 18% allra fæðinga. Í mörgum ná- grannalöndum okkar er keisara- skurðatíðni hins vegar komin yfir 20%. Túlka á fæðingardeild  50% fjölgun kvenna með erlent ríkisfang sem fæða á Landspítalanum  Aukin þörf fyrir túlka í heilbrigðisþjónustunni og stöðugt fleiri nýta sér réttinn Í HNOTSKURN » Erlendar konur eiga réttá að hafa túlk sér til að- stoðar við fæðingu barns hér á landi. » Mikil aukning hefur veriðá þessari þjónustu und- anfarin misseri. » Í júlí í fyrra höfðu 124konur með erlent rík- isfang fætt barn á Landspítala en á sama tímabili í ár fæddu 185 konur börn sín á sjúkra- húsinu.  !"# $##%#&%'!(  )( *++,&*++- *++. *++/ *++0 *++-*++, 1*2 2- 13/ 1*/ 1*. LÖGREGLA höfuðborgarsvæðisins fann mikið þýfi í húsi í austurborg Reykjavíkur á laugardaginn var. Mikið af því var persónulegir munir fólks sem lögreglan taldi fyrst og fremst hafa gildi fyrir eigendur mun- anna. Þrír karlar og ein kona voru handtekin og yfirheyrð. Voru þau í haldi lögreglunnar þar til í gær- kvöldi. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar var gerð húsleit á laugardag í umræddu húsi vegna innbrots í bíl. „Munaðarlausir“ munir Við húsleitina fannst óvænt mikið af þýfi sem stolið hafði verið úr geymslum í fjölbýlishúsi í austur- borginni á föstudaginn var. Þýfið samanstóð af m.a. af persónulegum munum sem erfitt er að meta til fjár og gagnast líklega engum nema rétt- um eigendum, að sögn lögreglu. Megnið af því sem saknað var úr geymslunum fannst þarna. Einnig fannst talsvert af munum sem ekki er vitað hvaðan eru ættaðir og eftir er að finna út hverjir eru réttir eig- endur þeirra. Þess má geta að innbrotið í bílinn upplýstist við húsleitina. Mikið þýfi gert upptækt Stálu persónulegum munum úr geymslum KVIKMYNDIN Foreldrar var ótvíræður sigurvegari Edduverðlaunanna á verðlaunahátíð Íslensku kvik- mynda- og sjónvarpsakademíunnar sem fór fram í gær- kvöldi í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Var myndin valin kvikmynd ársins, Ragnar Bragason leikstjóri ársins, Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona ársins og Ingvar E. Sigurðsson leikari ársins. Handrit myndarinnar Foreldrar var valið handrit ársins og Bergsteinn Björgúlfsson hlaut Edduna fyrir kvikmynd- un á Foreldrum. Kvikmyndin Veðramót, sem fékk ellefu tilnefningar til Eddunnar, fékk hins vegar einungis ein verðlaun. | 45 Foreldrar fengu sex Eddur Morgunblaðið/Eggert Verðlaunahátíð kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.