Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 18
flokknum sem er fyrir fimmtán til sautján ára,“ segir Dominiqua og bætir við að danshöfundurinn hennar hafi verið Ungverjinn Béla Király.“ Stelpurnar æfðu stíft fyrir keppnina hjá Hreyfilandi en þar starfar Krisztina G. Agueda sem er fulltrúi IFF (International Fitness Federation) og hún segist alltaf vera að leita að nýjum keppendum til að taka þátt í þessari skemmtilegu keppni og eins leitar hún að dans- höfundum fyrir slíka keppni. Áhugasamir snúi sér því til Hreyfilands í Stangarhyl 7. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Okkur finnst ekkert mál að æfa marga daga íviku, þrjá tíma í senn, við erum svo vanarþví. Það væri bara leiðinlegt að hafa ekkertað gera,“ segja hinar orkumiklu vinkonur, þær Norma Dögg, Tinna, Aníta, Fanney, Daniella Perla og Dominiqua Alma, en tvær þær síðastnefndu eru systur. Þær æfa allar fimleika fimm daga vikunnar þegar engin keppni er framundan, en ef svo er æfa þær á hverjum degi. Flestar þeirra hafa æft fimleika frá því þær voru tveggja og þriggja ára og þótt þær æfi ekki allar hjá sama félagi fóru þær saman sem einn hópur í sumar til Malasíu og kepptu þar í alþjóðlegu stórmóti Fit-Kid World Championship, eða Heimsmeistaramóti í hreysti barna. Þar náðu þær þeim frábæra árangri að vera í þriðja sæti. „Þetta var rosalega gaman og það voru átján lönd sem kepptu og við kynntumst fullt af krökkum, til dæmis frá Indlandi, Spáni, Kanada og Hollandi. Við fórum líka í fullt af skoðunarferðum og Malasía er mjög skemmtilegt land, til dæmis hittum við nokkra apa á ferð okkar og einn þeirra stal af okk- ur myndavél. Í keppninni þurftum við að sýna átta at- riði sem voru byggð upp á ólíkan hátt, eiginlega var þetta dans þar sem fléttað er inn í alls konar erfiðum fimleikaatriðum.“ Gleðin skiptir öllu máli Gabríela sem er móðir Daníellu og Dominiqua, þjálf- aði hópinn fyrir keppnina og Björk Óðinsdóttir samdi dansana fyrir þær en þó í samráði við þær. „Dómararnir úti voru mjög ánægðir með þennan stelpnahóp frá Íslandi og þeir tóku sérstaklega fram hvað tæknin hjá þeim var góð, enda held ég að þeim hafi gengið svona vel vegna þess að þær hafa mjög góðan grunn í fimleikum,“ segir Gabríela og bætir við að í hreystikeppni barna og unglinga sé ekki verið að horfa á vöðva heldur á fegurð og samhæfingu í hreyf- ingum, tæknilega færni og síðast en ekki síst skiptir öllu máli að gleðin sé við völd í hverju spori, hoppi eða snúningi. Núna í nóvember fór svo Dominiqua til Belgrad til að keppa í einstaklingskeppni á Evrópumeistaramóti unglinga í barnahreysti og varð í þriðja sæti. „Það var rosalega gaman að hitta þessa krakka aft- ur og mér fannst ekkert mál að keppa ein. Andrúms- loftið var mjög notalegt og allir voru vinir. Þar sem ég er fimmtán ára þurfti ég að keppa í elsta aldurs- Liðugar og sigursælar Morgunblaðið/Kristinn Kattliðugar Norma er fremst, fyrir aftan hana eru í splitti þær Fanney (t.v.) og Daniella Perla (t.h.). Þar fyrir aftan standa þær Aníta (t.v.) og Dominiqua Alma og halda á Tinnu. Á verðlaunapalli Dominiqua Alma Belányi tekur við verðlaunabikar í Belgrad þar sem hún lenti í þriðja sæti í einstaklingskeppni í Evrópumeist- aramóti unglinga í barnahreysti. |mánudagur|12. 11. 2007| mbl.is daglegtlíf Hrímnir frá Hrafnagili hreif alltaf fjöldann með sér og er mörgum eftirminnilegur sem hesturinn í kvikmyndinni Magnús. »20 hestar Betri yfirsýn og ábyrgari ákvarðanir fást með færslu heimilisbókhalds segir Ragn- hildur Björg Guðjónsdóttir. »20 fjármál ÞÚ gætirauðveld-lega heill-að hitt kynið upp úr skón- um með því að senda frá þér af- dráttarlaust og seiðandi augnaráð með fallegu bros- ívafi, að því er ný rannsókn bendir til. Rannsóknin, sem náði til hundr- aða sjálfboðaliða við Stirling- og Aberdeen-háskóla, leiddi í ljós að með því að beina augnaráðinu aðeins brotabrot í burtu frá viðkomandi gerir þú þig ekki eins aðlaðandi í aug- um hans eða hennar og ef augnaráðið væri hiklaust og afdráttarlaust. Með öðrum orðum væri stefna augnaráðsins mikilvæg, samfara andlits- dráttum og heilnæmri húð. Þessir þættir gætu, að sögn sérfræðinga, sparað tíma með því að aftra fólki frá því að eyða orku í tilgangslaust tilhugalíf. Í rannsókninni voru notaðar ljósmyndir af konum og körlum til að meta aðdráttarafl fólks. Myndirnar voru sýndar 460 sjálfboðaliðum af báðum kynjum sem voru beðnir um að meta aðdráttarafl viðkomandi persóna á myndunum. Þeir, sem höfðu horft beint í myndavélina, þóttu margfalt meira aðlaðandi en þeir, sem litu út undan. Það þarf því eng- um blöðum um það að fletta lengur að augnaráðið virkar svo sannarlega á hitt kynið. Reuters Brostu Fallegt augnaráð er málið. Augnaráðið virkar á hitt kynið www.hreyfiland.is/fitness/ www.fitnesssport.org www.myeventsinternational.com hreyfiland@hreyfiland.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.