Morgunblaðið - 12.11.2007, Side 21

Morgunblaðið - 12.11.2007, Side 21
einstakra útgjaldaþátta er í heild- arútgjöldum heimilisins. Við ger- um okkur þá betur grein fyrir því hversu mikið við viljum eyða í til- tekinn lið og hvað eðlilegt er að eyða í hann miðað við heildar- útgjöld. Jafnframt er gott að gera sérstaka áætlun vegna einstakra viðburða. Jólin eru nú á næsta leiti og þá mæli ég með því að fólk setji sér markmið og geri áætlun um hvað eyða á í jólin að þessu sinni. Það eykur líkurnar á að við förum ekki fram úr sjálfum okkur og njótum þá jólanna enn betur en ella væri ef útgjöldin eru farin langt fram úr öllu velsæmi,“ segir Ragnhildur. Fjarskipti heimilanna kosta sitt Fjarskipti er óneitanlega út- gjaldaliður, sem vaxið hefur mjög hratt í útgjöldum heimilanna á undanförnum árum, að sögn Ragnhildar, sem nefnir til sög- unnar að nú tíðkist það að allir fjölskyldumeðlimirnir gangi helst með gemsa á sér auk þess sem hvert heimili þurfi nú netteng- ingar og fjölmargar sjónvarpsrásir til að „komast af“ í nútíma þjóð- félagi. „Þetta er útgjaldaliður, sem vert er að gefa gaum og halda inn- an eðlilegra marka. Ennfremur virðist sem kostnaður samfara ferðalögum fari sívaxandi enda ferðast fólk nú mun meira en áð- ur.“ Nái endar engan veginn saman þannig að lítið samræmi er á milli eyðslu og tekjuöflunar ber að grípa til sparnaðaraðgerða. „Alla jafna mæli ég með því að fólk skoði þá liði, sem það telur sig geta verið án eða dragi úr neyslu. Það getur líka þurft að hagræða lánakjörum eða lánstíma svo afborganir séu í takt við tekjur og útgjöld heimilisins. Mjög brýnt er að fólk ræði við sinn við- skiptabanka í tíma ef það sér fram á að í óefni er að stefna. Alltof margir umgangast yfirdráttarlán sem sjálfsagðan hlut. Staðreyndin er hinsvegar sú að á þeim hvíla mjög háir vextir og ég mæli með að fólk skoði hvað það er að borga fyrir þau á ári og velti fyrir sér hvort aðrir möguleikar séu í stöð- unni. Það getur margborgað sig,“ segir Ragnhildur. Rafrænt verðeftirlit í gagnið „Almenn neytendavakning er nú að verða til í íslensku samfélagi. Stjórnvöld hafa lagt aukna áherslu á málefni neytenda og sömuleiðis hafa fjölmiðlar látið til sín taka í umræðunni um þennan málaflokk. Af þessu leiðir að rödd neytand- ans heyrist nú mun betur en oft áður. Greina má í umræðunni að al- menningur er orðinn mjög meðvit- aður um verðlag. Þar af leiðandi er brýnt að vel sé staðið að verð- könnunum þannig að enginn vafi leiki á trúverðugleika þeirra gagn- vart almenningi. Að tilstuðlan rík- isstjórnarinnar er nú verið að hanna rafrænt verðeftirlit þar sem gert er ráð fyrir aðgangi að verð- grunni verslana þannig að betur verður hægt að fylgjast með verði einstakra vara og verðþróun í öll- um vöruflokkum. Forsenda fyrir slíku kerfi er að samkomulag um þetta náist við verslunina í land- inu. Það verður fróðlegt að fylgj- ast með verðþróun í landinu þegar rafræna eftirlitið verður komið í gagnið,“ segir Ragnhildur að lok- um. join@mbl.is plúsar átti hann 28 vetra gömul og er 31 vetrar í dag og lifir góðu lífi. Hann er alinn upp með Hrímni og á að hafa þessa takta nema hann hefur skeiðið til viðbótar! Þetta er mjög fallegur og efnilegur foli.“ Sannast sumsé hið fornkveðna að öllu gamni fylgi alvara – að geldingur geti „kennt“ hæfileika? „Já, stillingu og annað. Þetta var hlutverk Hrímnis síðustu árin og er ég sannfærður um að honum leið vel innan um ungviðið, og kallaði hann ávallt ef einhver var tekinn úr hópnum. Ég hélt honum annars aðeins við í reið á sumrin.“ Var hann kannski ekki allra? „Hann var ofsaviljugur en var allra að öðru leyti, því hann var mjög þjáll. Hann var alltaf gang- tregur, þótt hann næði langt í fjór- gangi þurfti að hafa svolítið fyrir því að láta hann ganga. En þetta var mikill kraftur og skemmtilegt að fást við. Það var alveg sama hvort hann var járnalaus eða á járn- um, hann var alltaf með þennan mikla fótaburð og framgrip,“ segir Björn. Tjaldið fellur og aðalnúmerið far- ið – eða hvað? „Núna er hann rétt við húsvegginn hjá mér og það fer vel á því að hafa hann stutt frá sér.“ Hvort Björn finni fyrir nærveru senuþjófsins Hrímnis segist hann kankvís ekki viss um það en það sé notalegt að vita af honum svona ná- lægt. Efstir Frá verðlaunaafhendingu í B-flokki gæðinga á Landsmóti hestamanna á Vind- heimamelum 1982. Í fullu fjöri Björn Sveinsson á Hrímni frá Hrafnagili, 32 vetra, í júlí í sumar. „Ég á aldrei eftir að kynnast svona hesti aftur […] þetta var mikill kraftur og skemmtilegt að fást við,“ segir Björn. thuridur@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 21 Það er alveg ótrúlegt hvað litlu smáaurarnir geta safnast saman í stórar upphæðir þegar allt er lagt saman, segja þau Ragnheiður Úlf- arsdóttir og Börkur Smári Krist- insson, 17 ára nemendur í öðrum bekk Kvennaskólans í Reykjavík. Þau hafa bæði lært að tileinka sér færslu heimilisbókhalds í lífsleikn- itímum hjá Ragnhildi Björgu Guð- jónsdóttur og eru bæði harð- ákveðin í að nýta sér þá kunnáttu í framtíðinni. Þau segjast bæði eyða tíu til tutt- ugu þúsundum króna á mánuði ef böll og föt eru frátalin og vegur skyndibitinn óneitanlega hvað þyngst í útgjöldunum. Ef aðstæður kalla á meiri sparnað væri þá helst að herða sultarólina enn frekar með því að skera niður matarinn- kaupin og redda sér á nesti og sam- lokum að heiman. Mömmumatur í nestishólfið „Sjoppumaturinn er rosalega dýr póstur þó upphæðirnar séu smáar í hvert skipti enda gerir margt smátt eitt stórt. Ef maður er til dæmis að kaupa sér bara fyrir þrjú hundruð krónur tvisvar á dag eru þrjú þús- und krónur farnar í þetta á viku og heilar tólf þúsund eftir mánuðinn. Því hef ég vanið mig á að taka með mér nesti að heiman, yfirleitt af- ganga frá heimilismatnum kvöldið áður, sem ég hita svo í örbylgjuofni hér í skólanum. Þessi háttur hefur vakið talsverða eftirtekt bekkjar- félaganna, sem finnst þetta ekkert hallærislegt, heldur miklu fremur svolítið krúttlegt,“ segir Börkur Smári, sem segist vera mikill mat- maður. Hann þurfi að auki að gæta þess að setja ofan í sig orkuríka næringu þar sem hann æfi frjálsar íþróttir með ÍR sex sinnum í viku, þrjá til fjóra tíma í senn. Snúður á 150 kall lúti því yfirleitt í lægra haldi fyrir tveimur banönum á 50 kall. „Ég reyni mjög oft að taka með mér samlokur að heiman, en kaupi mér líka mjög oft að borða í sjopp- unum hér í kring,“ segir Ragnheið- ur. „Með því að færa bókhald reglu- lega fær maður betra yfirlit yfir eyðsluna og lærir að spara. Ég ætla pottþétt að vera með heimilis- bókhald þegar ég verð komin með fjölskyldu. Núna nota ég þá pen- inga, sem ég fæ útborgaða á mán- uði, í eyðslu sem dugir mér að mestu, en svo koma „óvænt“ út- gjöld þegar haldin eru böll, sem kalla auðvitað á nýjan kjól í hvert skipti. Ég hef hinsvegar náð að skera niður gemsa-kostnaðinn um helming með því að skipta frá Vodafone yfir í Sko þar sem maður getur hringt frítt í fimm vini sína í tvo tíma á dag og sent sms-skilaboð fyrir fimm krónur í stað ellefu króna á hinum staðnum,“ segir Ragnheiður. Ábyrgð og verðvitund misjöfn Þau Ragnheiður og Börkur, sem bæði stunda vinnu með námi, hann hjá Útilífi og hún hjá Sýslumann- inum í Reykjavík, segjast bæði hafa nokkuð gott verðskyn og pæli virki- lega í því hvað hlutirnir kosta. Þau telja verðvitund jafnaldranna vera mjög mismunandi og menn misjafn- lega ábyrgir í fjármálunum því á meðan sumir spái heilmikið í hvað hlutirnir kosta er öðrum nákvæm- lega sama og eyða útborguninni helst strax. Skyndibit- inn vegur þyngst í út- gjöldunum Morgunblaðið/Ómar Heimilisbókhaldið Kvennaskólanemendurnir Ragnheiður Úlfarsdóttir og Börkur Smári Kristinsson hugsa vel um í hvað peningarnir þeirra fara og segja að færsla bókhalds veiti bæði aðhald og yfirsýn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.