Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 27 MINNINGAR ✝ Ásta Finns-dóttir fæddist á Akureyri 10. sept- ember 1919, en fluttist til Ísafjarð- ar með foreldrum sínum árið 1920. Hún lést á líkn- ardeild Landakots- spítala 1. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Finnur Jónsson, fv. alþingismaður og ráðherra, f. 28.9. 1894, d. 30.12. 1951, og kona hans, Auður Sig- urgeirsdóttir húsmóðir, f. 2.4. 1888, d. 20.6. 1935. Finnur giftist aftur 1946 Magneu Magn- úsdóttur, f. 21.11. 1914, d. 2002. Þeim varð ekki barna auðið. Systkini Ástu eru Þuríður, f. 1915, d. 1993, Birgir, f. 1917, Ingibjörg, f. 1921, d. 2003, Finn- ur, f. 1923, d. 2000, og Jón, f. 1926. Þeir Birgir og Jón lifa því systkini sín. Ásta giftist 6. desember 1941 Ragnari Jóhannssyni skipstjóra, f. 5.2. 1911, d. 29.9. 2003. Voru þau búsett á Ísafirði til árins 1953, en þá varð Ragnar að hætta sjósókn vegna veikinda og þau fluttu búrferlum til Reykja- víkur. Sonur Ragnars og Ástu er Bragi, f. 5.3. 1942, en afkom- endur hans eru nú 14; 6 börn og 8 barnabörn. Dóttir Braga og Lilju Hallgrímsdóttur er 1) Val- gerður, f. 7.8. 1965, maki Stein- þór Sigurðsson, f. 13.1. 1966. Dætur þeirra eru Ásgerður, f. 26.2. 1994, og Sólveig, f. 30.12. 1995. Fyrri kona Braga er Auður Ófeigsdóttir, f. 28.6. 1938, þau hún til Reykjavíkur og lauk námi frá Samvinnuskólanum vorið 1936. Auður móðir hennar féll frá árið 1935 eftir erfið veikindi og má nærri geta að það hefur haft áhrif á stóru heimili, þar sem húsbóndinn var að auki oft fjarverandi vegna fjölbreyttra verkefna. Eftir námið í Sam- vinnuskólanum hóf hún störf á skrifstofu hjá Samvinnufélagi Ís- firðinga og vann þar næstu árin, þar til veturinn 1940-1941, þegar hún stundaði hún nám við Hús- mæðraskólann á Ísafirði. Árið 1941 giftist hún Ragnari Jó- hannssyni, skipstjóra frá Ísafirði, og bjuggu þau á Ísafirði til ársins 1953, þegar Ragnar hætti sjósókn og þau fluttu til Reykjavíkur. Í Reykjavík festu þau kaup á raf- tækjaverslun sem fékk nafnið Verslunin Lampinn og var til húsa við Laugaveg. Verslunina ráku þau fram til ársins 1983, þegar starfsemin var lögð niður, m.a. vegna alvarlegra veikinda Ástu á þeim tíma. Komst hún gegnum þau veikindi með mikilli þrautseigju og erfiðri endurhæf- ingu og náði að lokum þokka- legri heilsu, sem hún hélt þar til á þessu ári, þegar veikindi þau sem lögðu hana að velli gerðu vart við sig. Ásta var ákveðið sameiningartákn stórfjölskyld- unnar og safnaði og miðlaði upp- lýsingum milli einstaklinga og kynslóða. Hún var minnisgóð og hélt andlegu atgervi til hins síð- asta og var t.d. virkur bridge- spilari alla tíð. Frá því árið 1956 bjuggu þau Ásta og Ragnar í Lönguhlíð 15 í Reykjavík og hélt hún þar heimili ein síðustu árin, eftir að Ragnar veiktist árið 2001. Útför Ástu fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. skildu. Börn Braga og Auðar eru: 2) Ragnar, búsettur í Madrid, f. 1.4. 1966, maki Mayte Santa Cecilia Lago. 3) Hörður Örn, f. 5.5. 1969, sambýliskona Kristín Nielsen. Dóttir Harðar og Unnar Helgu Krist- jánsdóttur er a) Ásta Sigríður, f. 12.12. 1990. Börn Harðar og fv. eiginkonu hans, Kolbrúnar Kristiansen, eru b) Auður Ýr, f. 29.10. 1994, og c) Trúmann, f. 2.11. 1999. 4) Haukur Þór, f. 5.5. 1969, maki Jórunn Magnúsdóttir, f. 7.12. 1972. Dóttir þeirra er Margrét Lilja, f. 15.7. 2003. Seinni kona Braga er Jónína Gissurardóttir, f. 9.1. 1948. Börn Braga og Jónínu eru: 5) Finnur, f. 28.9. 1977, dóttir hans og Tinnu Daggar Guðlaugsdóttur er Sara Lind, f. 10.5. 2005. 6) Bryn- dís Ásta, f. 18.8. 1978, sambýlis- maður Kolbeinn Guðmundsson, f. 26.4. 1978, dóttir þeirra er Tinna Björk, f. 2.12. 2006. Þegar Ásta var eins árs gömul fluttu foreldrar hennar frá Ak- ureyri til Ísafjarðar, þar sem fað- ir hennar var póstmeistari til árs- ins 1932. Finnur var jafnframt framkvæmdastjóri Samvinnu- félags Ísfirðinga 1928-1944. Hann sat á Alþingi fyrir Ísfirðinga frá 1933 til æviloka og var félags- og dómsmálaráðherra á árunum 1944 til 1947. Ásta ólst upp hjá foreldrum sínum og systkinum á Ísafirði og gekk þar í barna- og gagnfræðaskóla. Að því loknu fór Í dag kveð ég kæra tengdamóður mína hinstu kveðju. Eftir stendur minning um skemmtilega konu, sterka og jákvæða. Það var alltaf gaman að hitta hana og spjalla við hana, því áhugamálin voru svo mörg og hún fylgdist vel með hinum ólík- legustu málaflokkum. En þó var Ásta fyrst og fremst mikil fjöl- skyldumanneskja. Barnabörnin og síðar barnabarnabörnin skipuðu stóran sess í huga hennar og ræktaði hún tengslin við þau af alúð. Og frændfólkið, tengdafjölskyldur og vinir stóðu henni einnig nærri og það var með ólíkindum hvað hún hélt góðu sambandi við stóran hóp fólks og fylgdist með því sem á daga þess dreif. Hún miðlaði þessum upplýs- ingum og treysti þannig fjölskyldu- bönd og samheldni vina og ættingja. Þau voru ófá símtölin til hennar til að „fletta upp í henni“, því óbilandi minni hennar gerði það að verkum að það mátti algerlega treysta því sem hún sagði. Ásta var mikill Ísfirðingur, ef hún heyrði af einhverjum „að vestan“, þá tók hún gjarnan fram ættfræðibæk- urnar sínar því hún þurfti alltaf að koma öllu í samhengi og var lagin við að finna snertifleti og ættartengsl. Og þá kom sér vel að hafa minnið í lagi. Ásta átti stóran vinahóp og rækt- aði sambandið við þá mjög vel. Þær vinkonurnar spiluðu bridge í fjölda- mörg ár og var henni ekki ljúft að sleppa spilaklúbbnum sínum á mánudögum, enda gerðist það ekki oft. Þrátt fyrir að hún hafi tekið virk- an þátt í verslunarrekstrinum með Ragnari á sínum tíma var hún jafn- framt mikil húsmóðir og var heimilið alltaf snyrtilegt. Hún var góður kokkur og hafði yndi af því að elda góðan mat og bera fyrir gesti. En hófs var gætt í hverjum hlut, sparn- aður, nýtni og nægjusemi sem yngri kynslóðirnar geta lært af. Og hún hugsaði vel um mataræðið og útlitið, enda var vöxturinn alltaf spengileg- ur og hún glæsileg kona í alla staði. Ástu þótti gaman að ferðast. Fyrir nokkrum árum þurfti ég að skreppa til Akureyrar og ákvað deginum áð- ur að keyra ef ég fengi einhvern með mér. Hún þurfti ekki langan tíma til að hugsa sig um þegar ég hringdi í hana og varð þetta hin skemmtileg- asta ferð hjá okkur. Ásta talaði oft um gönguferðir sem hún fór í á sín- um yngri árum. Minnisstæð er ferð sem hún fór um tvítugt með vinkonu sinni, en þær fengu bát til að fara með sig inn í Jökulfirði og gengu svo með allt á bakinu norður í Hornvík þangað sem þær voru síðan sóttar. Þetta hefur ekki verið algengt hjá konum á þessum árum og sést á þessu hversu sjálfstæð kona hún var. Hún gekk alla tíð mikið og hafði oft orð á því hvað fólk væri latt að ganga. Ásta var sterk kona, bæði andlega og líkamlega. Það kom best fram í veikindum hennar fyrir um 25 árum, þegar annað lunga hennar var fjar- lægt. Komst hún þó aftur til þokka- legrar heilsu, eftir erfiða endurhæf- ingu. Fyrir nokkrum vikum kom í ljós sá sjúkdómur sem lagði hana að velli. Henni hrakaði hratt síðustu vikurnar og kom hvíldin því sem líknandi lausn. Að leiðarlokum vil ég þakka tengdamóður minni fyrir trausta og góða samleið í rúm 30 ár, sem aldrei bar skugga á. Jónína. Okkur bræðurna langar að minn- ast Ástu ömmu í nokkrum orðum, en hún lést aðfaranótt 1. nóvember sl. Margar af fyrstu minningum okkar bræðra eru frá heimili ömmu og afa í Lönguhlíðinni, þangað var alltaf gott að koma í heimsókn og þau hjónin voru alltaf reiðubúin til að aðstoða okkur bræðurna með hvaðeina ef svo bar undir. Margar minningar tengj- ast líka búðinni, Lampanum, sem þau ráku um áratugaskeið en við bræðurnir komum oft þangað og tókum jafnvel til hendinni í jólaös- inni. Amma Ásta var óvenju ern alla tíð og fylgdist af miklum áhuga með lífshlaupi afkomenda sinna og ann- ars samferðarfólks, sérstaklega Ís- firðinga. Því þrátt fyrir að amma hafi flust til Reykjavíkur um miðbik síðustu aldar, þá fylgdist hún alltaf vel með á Ísafirði og því kom Ísa- fjörður fljótlega upp þegar setið var hjá ömmu í Lönguhlíðinni og málin rædd yfir kaffibolla. Amma var í rauninni miðpunktur fjölskyldunnar og því var oft best að hringja í hana þegar dvalið var erlendis og mann fór að lengja eftir fréttum af fjöl- skyldunni heima á Íslandi, því hún vissi alltaf hvað stóð til hjá hverjum og einum og var í nánu sambandi við alla. Það gat því reynt á þolinmæð- ina vildi maður ná símasambandi við ömmu, enda oftar en ekki á tali, þar sem hún var sífellt að afla eða miðla upplýsingum til vina og vanda- manna. Baráttuvilji og lífskraftur einkenndu persónuleika ömmu alla tíð. Það sem lýsir þessum eiginleik- um hennar hvað best var þegar hún sigraðist á erfiðum veikindum fyrir um aldarfjórðungi, þvert á spár hæf- ustu lækna sem hugðu henni ekki líf. En sjaldan heyrðum við hana þó minnast á þessa lífsreynslu, enda var það ekki hennar að bera slíkt á torg. En þrátt fyrir að ná aldrei fyrri krafti eftir veikindin var það með miklum ólíkindum hve góðum bata hún náði, því hún var óvenju kvik og fjörug í öllu fasi allt fram á síðustu vikurnar. Það var ávallt mikil reisn yfir ömmu og hún bar harm sinn í hljóði, líkt og þegar afi Ragnar lést fyrir nokkrum árum, en það var henni mikill missir eftir langt og far- sælt hjónaband. Það er viðeigandi að við kveðjum ömmu með ljóðabroti, sem afi fór oft með, eftir Steingrím Thorsteinsson. Trúðu á tvennt í heimi, tign sem hæsta ber, guð í alheims geimi, guð í sjálfum þér. Ragnar, Haukur og Hörður. Það eina sem er öruggt í lífinu er dauðinn en samt er maður aldrei sáttur við hann. Eigingirni kannski, því oft er dauðinn líkn en hann skilur eftir sig tómarúm í lífi þeirra sem syrgja. Ásta var orðin 88 ára en samt fannst manni hún aldrei gömul. Létt í spori eins og unglingur og með mik- inn áhuga á lífinu. Hafði áhuga á öllu sem manni viðkom. Var dugleg að hringja og fylgjast með og varla kom fjölskyldan saman öðruvísi en hún væri með. Minningarnar streyma fram á svona tímamótum. Þegar ég fékk að fara bak við búðarborðið í Lampan- um inn í litla kompu sem var full af boxum og kössum og upp úr þeim gægðust ótrúlegustu hlutir sem í augum lítillar stelpur voru mjög dul- arfullir því þeir komu frá útlöndum. Að Ásta frænka og Ragnar áttu lampabúð á Laugaveginum var ekk- ert smáflott og þegar við vinkonurn- ar fengum að taka strætó úr Hafn- arfirði til Reykjavíkur var alltaf stoppað í Lampanum hjá Ástu og Ragnari. Oftar en ekki barst einhver sería eða ljós suður í Hafnarfjörð og fyrir hver jól tek ég upp fuglahús með rauðum ljósaperum frá Ástu og Ragnari og ákveð hvar ég set það upp þessi jólin. Á mánudögum hringdi maður ekki í Ástu né planaði nokkuð. Það voru spiladagarnir hennar. Þá spilaði hún bridge með gömlum vinkonum sínum. Það er ár- legur siður í fjölskyldunni að koma saman fyrir jólin og skera laufa- brauð. Þessi jól verða öðruvísi því Ásta verður ekki með okkur. Hlýja, vinátta og trygglyndi eru orð sem koma upp í hugann núna þegar við kveðjum Ástu. Kristín Jónsdóttir og fjölskylda. Amma Ásta var kraftmikil og skemmtileg kona og alltaf var nóg að gerast í kringum hana. Það var svo gott að koma í heimsókn í Löngu- hlíðina og amma tók alltaf hlýlega á móti manni. Hún var mjög sjálfstæð og sá um sig, t.d. tók ekki í mál að maður færi að versla fyrir hana held- ur vildi alltaf koma með í verslunina. Amma hélt sínu ótrúlega minni og snerpu allt fram á það síðasta. Hún var mjög umhyggjusöm og hringdi alltaf ef einhver í fjölskyldunni var veikur til að athuga hvernig maður hefði það. Einnig var hún ein af þeim sem muna eftir öllum afmælisdög- um. Hún var mjög félagslynd, spilaði bridge vikulega og var í góðu sam- bandi við alla í kringum sig. Ég, amma og pabbi fórum í heim- sókn til Ragga bróður í Madrid um haust fyrir 3 árum. Það var mjög skemmtileg ferð og amma, þá 85 ára, stóð sig rosalega vel – gat sko vel skemmt sér fram eftir öllu með okk- ur og var hin hressasta! Ég á margar fleiri skemmtilegar minningar um ömmu sem eru mér kærar og ég geymi vel. Elsku besta amma mín, ég mun sakna þín svo mikið. Bryndís Ásta. Þakklæti og góðar minningar eru mér efst í huga er ég lít aftur til þess tíma þegar ég sem barn og ungling- ur átti heima hjá þeim Ástu móð- ursystur minni, Ragnari manni hennar og Braga syni þeirra á Hlíð- arveginum hér á Ísafirði. Ragnar var þá skipstjóri á Ísborginni en Ásta sjómannskonan sem annaðist börn og bú. Við vorum umkringd góðum nágrönnum og vinum og samskipti fólks voru mikil. Þetta voru ljúf ár sem liðu við leik og störf. Heimilis- bragurinn var ákaflega hlýr og nota- legur og samkomulagið gott. Þar með vil ég nú ekki fullyrða að skoð- anir þeirra Ástu og Ragnars hafi alltaf verið í „takt“, a.m.k. er mér minnisstætt þegar við fórum að ná í dagblöðin, þá daga sem þau bárust vestur, að það var farið í Bókhlöðuna og náð í Alþýðublaðið, stílað á nafn Ástu og síðan var farið upp í bóka- búð Matthíasar Bjarnasonar til þess að sækja Morgunblaðið stílað á Ragnar. Vegna heilsubrests þurfti Ragnar að láta af sjómennsku og varð þá úr að fjölskyldan fluttist suður. Í Reykjavík festu Ásta og Ragnar kaup á raftækjaverzluninni Lamp- anum við Laugaveg og ráku í mörg ár. Minnast margir Ísfirðingar þeirra frá þeim árum því að þeir lögðu gjarnan leið sína í búðina til þeirra í Reykjavíkurferðum. Þau festu kaup á íbúð í Lönguhlíð 15 og var heimili þeirra þar óslitið upp frá því. Í Reykjavíkurferðum hefur alltaf verið komið við í Löngu- hlíðinni og hin síðari ár hefur maður í þeim heimsóknum orðið rækilega var við hversu vinsæl kona hún Ásta frænka mín var. Síminn hringdi oft og ósjaldan birtist einhver í eldhús- dyrunum, annað hvort Bragi, Jónína eða þá eitthvert barnabarnanna jafnvel með langömmubarn með. Alla tíð hefur verið einstaklega fal- legt og gott samband Ástu og Ragn- ars við börnin sex hans Braga og þeirra fjölskyldur, ekki kynslóðabil- ið þar. Mann sinn missti Ásta fyrir fjórum árum. Stór þáttur í lífi Ástu hin síðari ár var samband hennar við vinkonur sínar að vestan. Miklar bridskonur sem spiluðu a.m.k. einu sinn í viku, oftast á Aflagrandanum. Stundum fóru þær í smá ferðalög t.d. í sum- arbústað og var þá tekið í spil og lífs- ins notið. Frábær félagsskapur og einstakar konur. Við stórfjölskylduna hélt Ásta góðu sambandi, hún fylgdist vel með okkur öllum og bar umhyggju fyrir hverjum og einum. Alla afmælisdaga mundi hún og hringdi í okkur til skiptis og tók þátt í gleði og í sorg. Hún fylgdist með hverju nýju barni og vissi nöfn þeirra allra, fylgdist með skólagöngu og atvinnuleit unga fólksins og var með á hreinu hver var hvar í veröldinni. Við fráfall hennar sé ég fyrir mér stórt tóma- rúm í röðum okkar ættmenna henn- ar sem seint verður fyllt. Mikið mun- um við öll sakna hennar og smeyk er ég um að við verðum bara óttalega sambandslaus án hennar. Og nú er komið að kveðjustund. Við Ingibjargarbörn og fjölskyldur okkar kveðjum Ástu móðursystur okkar með þökk og söknuði um leið og við vottum Braga, Jónínu, ömmu-, langömmubörnum og fjöl- skyldum þeirra einlæga samúð. Guð blessi minningu mætrar konu. Auður H. Hagalín. Ásta Finnsdóttir Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.