Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÓVIRÐING VIÐ ALÞINGI Ein af forsendum heilbrigðs lýð-ræðis er þrískipting valdsinssem ætlað er að tryggja dreif- ingu valds í samfélaginu og koma í veg fyrir valdníðslu og misnotkun. Á Íslandi hefur Alþingi löngum átt und- ir högg að sækja gagnvart fram- kvæmdavaldinu. Í Morgunblaðinu á laugardag birtist grein eftir Bjarna Benediktsson, þingmann Sjálfstæðis- flokksins og formann utanríkismála- nefndar Alþingis, um skort á samráði við Alþingi í meðferð mála Evrópska efnahagssvæðisins. Bjarni vísar í greininni í reglur for- sætisnefndar Alþingis frá 1994 um þinglega meðferð EES-mála á mót- unarstigi: „Samkvæmt reglum for- sætisnefndar skal hafa virkt samráð við Alþingi um öll EES-mál á mót- unarstigi og var á þeim tíma sem reglurnar voru settar gert ráð fyrir að utanríkismálanefnd og EFTA- nefndin myndu funda mánaðarlega til að fjalla um EES-mál,“ skrifar hann. „Af einhverjum ástæðum hefur þess- um reglum ekki verið fylgt hin síðari ár. Svo virðist sem meðferð EES- mála á Alþingi hafi smám saman þróast í átt til minna samráðs og tak- markaðri upplýsinga, sérstaklega vegna mála á mótunarstigi. Um eitt- hvert árabil hefur engin upplýsinga- gjöf um mál á mótunarstigi átt sér stað.“ Þetta þýðir að mikilvæg EES-mál fara fram hjá þinginu. Möguleikar þess á að taka þátt í mótun þessara mála verða engir. Hlutverk þingsins verður einfaldlega að stimpla mál, sem búið er að ákveða annars staðar hvernig skuli háttað. Ástæðan er sú að mál koma það seint fyrir þingið að hinn kosturinn væri að beita neitun- arvaldi sem gæti haft afdrifaríkar af- leiðingar og engin fordæmi eru fyrir. Þetta eru óviðunandi vinnubrögð en því miður eru þau hluti af stærra vandamáli. Bjarni tekur undir tillögu Evrópunefndarinnar frá því fyrr á árinu um að fella Evrópumál í fastari skorður á þinginu, til dæmis með því að skipa sérstaka Evrópuþingnefnd. Þetta mál gæti einnig orðið tilefni til að fara nánar ofan í saumana á því hvernig auka megi bolmagn þingsins, til dæmis með því að tryggja þing- mönnum aðstoð til að afla sér upplýs- inga og sérþekkingar, hvort sem þeir eru stjórnarliðar eða stjórnarand- stæðingar. Í þessu máli hefur Alþingi verið sniðgengið, hvað sem því veldur. En þessi vinnubrögð veikja ekki aðeins þingið, þau veikja lýðræðið. Alþingi á ekki að vera í því hlutverki að veita áformum framkvæmdavaldsins trú- verðugleika- og lýðræðisvottun. Lög- gjafarvaldið á að halda framkvæmda- valdinu við efnið. En það þarf þá líka að efla sjálfstæði þess. „Ætli Alþingi að láta EES-mál til sín taka þarf að gera þinginu kleift að starfa sjálfstætt og af myndarskap að skoðun Evrópumála,“ skrifar Bjarni. Þessi orð má yfirfæra á öll störf þingsins sem á að hafa virðingar- og valdasess í samræmi við sögu þess. ÍSLENZKT SJÓNVARP Fyrir meira en fjórum áratugumrisu 60 einstaklingar úr ýmsum áttum upp og mótmæltu því að bandarískt hermannasjónvarp breiddist út um suðvesturhorn lands- ins. Þeir voru atyrtir af meirihluta landsmanna en framtak þeirra varð áreiðanlega til þess að flýta því að ís- lenzkt sjónvarp var sett á stofn. Því miður hefur íslenzkt sjónvarp sjaldnast staðið undir því nafni. Þvert á móti hefur amerískt sjón- varpsefni verið yfirgnæfandi í dag- skrá allra sjónvarpsstöðva sem hér hafa verið reknar, þótt Ríkissjón- varpið hafi vissulega reynt að and- æfa. Engin spurning er um að hið bandaríska sjónvarpsefni hefur haft mikil menningarleg áhrif hér á Ís- landi og á verulegan þátt í því að margir telja samfélag okkar einkenn- ast um of af milljónaþjóðfélaginu vestan hafs. Þótt víðtæk samstaða hafi verið um mikilvægi þess að framleiða íslenzkt sjónvarpsefni hefur það því miður ekki orðið í þeim mæli sem þurft hefði að vera. Í þessu sambandi er athygl- isvert hvað frændum okkar Dönum gengur vel að framleiða sjónvarps- efni sem höfðar til fleiri þjóða en þeirra einna og alveg augljóst að sumt danskt sjónvarpsefni nær betur til Íslendinga en hið ameríska. Fjár- skortur hefur hamlað gerð íslenzks sjónvarpsefnis eða alla vega skortur á vilja stjórnmálamanna til þess að beina fjármunum í þann farveg. Hér er hins vegar hópur af fólki sem kann vel til verka við gerð kvikmynda og sjónvarpsefnis og full ástæða til að ætla að við gætum náð árangri við út- flutning á sjónvarpsefni. Þegar horft er til þessarar sögu er sérstök ástæða til að fagna því sam- komulagi sem kynnt var fyrir helgi á milli Björgólfs Guðmundssonar og Ríkisútvarpsins sem byggist á því að Björgólfur leggur fram umtalsvert fé á móti RÚV til framleiðslu á íslenzku sjónvarpsefni. Þetta samkomulag mun augljós- lega hleypa nýju lífi í íslenzka dag- skrárgerð og kvikmyndaiðnaðinn á Íslandi sem slíkan enda munar um þá fjármuni sem um er rætt. Þessir að- ilar munu samtals leggja fram um 300 milljónir króna á næstu þremur árum í þessu skyni. Líklegt má telja að nú verði þátta- skil í gerð íslenzks sjónvarpsefnis sem mun hafa mikil áhrif, ekki sízt á nýja kynslóð Íslendinga sem hingað til hefur alizt upp við bandarískt sjónvarpsefni að langmestu leyti og því miður of oft bandarískt rusl. Þess vegna er rík ástæða til að fagna þessu samkomulagi RÚV og Björgólfs Guðmundssonar. Vonandi fylgja fleiri í kjölfarið. Það er tími til kominn að íslenzkt sjónvarp verði ís- lenzkt, ekki bara í orði heldur líka á borði. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Heilsuhæli fyrir hinn þjáða vestrænaheim, skipulögð berjatínsla, rann-sóknarstofa á sviði loftslagsbreyt-inga og listamannahús á Flateyri þar sem myndlistarfólk fær að halda til í skamman tíma gegn því að hafa opnar vinnu- stofur og heitt á könnunni. Þetta var meðal þeirra hugmynda sem gestir á Vetrarþingi Framtíðarlandsins á Ísafirði komu með varð- andi framtíð atvinnulífs á Vestfjörðum en fæstir sem tóku til máls höfðu áhuga á „stórum pakka- lausnum“ á borð við olíuhreinsistöð eða aðra stóriðju. Jákvæði og kraftur einkenndi ráðstefnuna en einnig mátti merkja ákveðna þreytu á af- skiptaleysi gagnvart landshlutanum. Þannig sagði Steinþór Bragason heildarárstekjur sveit- arfélaganna á Vestfjörðum hafa snarminnkað vegna brotthvarfs togara, línubáta og fisk- vinnslna. Íbúum hefði að sama skapi fækkað en lítið komið í staðinn. Samgöngur væru enn slak- ar og mjög fá opinber störf hefðu orðið til á Vestfjörðum í samanburði við aðra landshluta. Al Gore á Ísafjörð? Krafan um háskóla á Vestfjörðum var hávær á þinginu, ekki síst í ljósi þess hversu margt ungt fólk flytur brott til náms og snýr ekki til baka. „Við eigum að reisa hér háskóla. Ekki há- skóla sem einbeitir sér að að mennta heimafólk í þeim fögum sem hægt er að læra við hina há- skólana, nei, við eigum einmitt að nýta okkur þetta stórkostlega umhverfi og reisa hér alþjóð- legan umhverfisháskóla, sýna alheiminum að okkur er annt um umhverfið,“ sagði Helga Vala Helgadóttir og hafði líka hugmyndir um hvern- ig ætti að fjármagna skólann. „Hér erum við ekkert bara að leita til Bjarna og Björgólfs. Við leitum líka til Al Gore og allra hinna sem fjár- magnið hafa og umhugað er um þetta verkefni. Verum stórhuga og hugrökk. Og þetta á ekki að vera útibú frá öðrum háskóla. Því við þurfum einmitt að breyta þeim hugsunarhætti, að hér geti eingöngu risið útibú, einhvers konar varas- keifa fyrir þá sem eru annars staðar. Við þurf- um ekki fleiri stofnanir með einum starfsmanni sem er forstöðumaður yfir sjálfum sér,“ sagði Helga Vala. Sigmundur Davíð Gunnarsson hélt erindi um efnahagslega velferð borga og bæja byggt á rannsókn sem hann vann í námi í Bretlandi. Hann sagði baráttu eiga sér stað í Vestur-Evr- ópu við að halda í íbúa og þ.a.l. hafi mikið verið lagt upp úr því að finna út hvað fengi fólk til að sækja í borgir og dvelja þar til lengri eða skemmri tíma. „Það sem virðist skipta sköpum er að búa til aðlandi umhverfi sem dregur að fólk. Þ.e.a.s. að það eru ekki borgir sem eru með stærstu verksmiðjurnar sem hefur farnast best,“ sagði Sigmundur og tók dæmi frá fjölda borga í Evrópu og sagði að sums staðar hefðu miðborgir jafnvel verið jafnaðar við jörðu til að byggja þær upp að nýju með það að markmiði að skapa heildarásýnd sem laðar að fólk. Sig- mundur sagði Ísafjörð hafa einstakt tækifæri til að byggja upp góðan miðbæ. „Sterk miðja getur haldið uppi bæ eða borg í heild,“ sagði Sigmund- ur en var ekki sérstaklega hrifinn af því bygg- ingarskipulagi sem hefur verið við lýði í Reykja- vík þar sem „öllu úir og grúir saman“. Sjá ekki skóginn fyrir trjám Segja má að náttúran og hafið hafi verið í for- grunni á þinginu en það rímaði ágætlega við nið- urstöðu óformlegrar könnunar sem Sverrir Björnsson, frá auglýsingastofunni Hvíta húsinu, gerði. Hann spurði í kringum fimmtíu höfuð- borgarbúa hvað væri frábært og hvað væri glat- að við Vestfirði. Ónýtir vegir, snjóflóð, fólks- flótti, kvótakerfið, volæði og „fólk sem vill láta bjarga sér“, var meðal þess sem neikvæða sem var nefnt. „Fólk myndar sér skoðun út frá því sem það heyrir,“ sagði Sverrir og vakti athygli á að fréttir af lélegum samgöngum og uppsögnum væru hvað algengastar frá Vestfjörðum. Þegar kom að því að nefna jákvæða hluti var náttúrufegurðin efst á blaði ásamt kyrrðinni og einangruninni. „Það var líka athyglisvert að þeir Vestfirðingar sem ég talaði við nefndu ekki náttúruna. En ef maður minntist á það kviknaði hvílíkur eldmóður, kraftur og sögur,“ sagði Sverrir og bætti við að það virtist sem menn sæju ekki skóginn fyrir trjánum. Vestfirðingar hefðu hins vegar talað um samfélagið og ná- lægðina og tækifæri til að koma hugmyndum á framfæri. Sverrir sagði lykilatriði í ímyndarsköpun að segja satt og velja sér markhópa. „Mér sýnist að Vestfirðingar hafi valið sér tvo markhópa. Í fyrsta lagi er það samgönguráðherra og í öðru lagi sjávarútvegsráðherra,“ sagði Sverrir og uppskar hlátur en lagði áherslu á að Vestfirðir nýttu sér bæði náttúruna og menninguna. Í fra len haf L unn dót ar hel lind sjá hei Atvinnumál á Vestfjörðum voru til umræðu á vetrarþin Engar pakkalau Vetrarþing Framtíðarlandsins fór fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði um helgina undir yf- irskriftinni „Vestfirðir á teikniborðinu“. Halla Gunnarsdóttir fylgdist með því sem fram fór. Kósí nágrenni Aðlaðandi umhverfi sem dregur að fó þegar kemur að því að halda borgum í byggð, sagði S lo fjö á h er að sv ha ka og se Ha ræ m ið síð tjá Ve en ei af fy ar sp ar se fé hu la se V e f Ól Jó Í HNOTSKURN »„Við þurfum aðhætta að velta fyrir okkur hvort nokkur vilji búa hér eða starfa hér eða koma hingað yf- irleitt. Við þurfum að segja: Við erum forréttindafólk.“ Helga Vala Helgadóttir, um lífið á Vestfjörðum. »„Reynt er aðkenna fólki t.d. að gera hluti ósýni- lega, vekja upp og kveða niður drauga. Þetta er allt saman mjög mikilvægt að kunna, ekki síst í dag. Ég er t.d. núna að undirbúa gríðarlega niðurkvaðn- ingu til að koma í veg fyrir olíu- hreinsistöð hér á Vestfjörðum.“ Sigurður Atlason um líflega galdrasýningu á Ströndum. »„Ég held aðþetta sé eins- dæmi í uppbygg- ingu ferðaþjónustu á Íslandi.“ Elías Guðmundsson, um velgengni í kynn- ingu á sjóstangveiði. »„Varðandi olíu-hreinsistöð er það mitt persónu- lega mat að hug- myndin falli svolítið um sjálfa sig á því að ég held að einn stór vinnustaður sé ekki það sem Vest- firðir þurfa […] sem er hægt að leggja niður með einu pennastriki.“ Harpa Grímsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.