Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING FINNINN Mika Hannula heldur fyrirlesturinn; The Poli- tics of Small Gestures? – Chan- ces and Challenges for Con- temporary Art? í hádeginu í Listaháskóla Íslands í dag, í húsnæði myndlistardeildar Laugarnesvegi 91. Mika Hannula er fæddur 1967 og býr í Berlín. Frá 2004 hefur hann gegnt stöðu pró- fessors í myndlistar- og hönn- unardeild háskólans í Gautaborg. Einnig var hann rektor Listaakademíunnar í Helsinki frá 2000- 2005. Fyrirlesturinn hefst kl. 12.30 og er öllum opinn. Fyrirlestur Hádegisfyrirlestur í Listaháskólanum Listaháskólinn Laugarnesvegi. NÝTT tölublað af Ritinu, Tímariti Hugvísindastofnunar er komið út. Þema heftisins í þetta skiptið er tungumál, en fjórar greinar fjalla um viðhorf til tungumálsins frá ólíkum sjónarhornum. Upphafs- greinin er beinskeytt og ítarleg greining Guðna Elíssonar á orðræðunni um hlýnun jarðar og Birna Arnbjörnsdóttir fjallar um breyttar samfélags- aðstæður í ljósi fjölgunar innflytjenda, einkum m.t.t. tungumálsins. Myndverk Ritsins að þessu sinni er eftir Önnu Jóa og ber titilinn Glímuskuggar. Tímarit Greinar um viðhorf til tungumálsins Nýtt tölublað Ritsins. ÞAU minna á fjallavötnin fag- urblá – Um dægurlagatexta og samfélag á seinni hluta tutt- ugustu aldar er yfirskrift fyr- irlestrar sem Kristín Ein- arsdóttir þjóðfræðingur og Ragnheiður Eiríksdóttir tón- listarmaður flytja annað kvöld, þriðjudagskvöld, á 2. hæð í Kaffi Sólon, Bankastræti 7 og hefst klukkan 20. Í fyrirlestrinum er leitast við að skilja hvaða samfélag það er sem birtist í vin- sælum dægurlagatextum, hverjar eru hetjurnar, hver er staða konunnar, hverjar eru vonir og þrár þeirra sem sungið er um eða sungið til? Fyrirlestur Um dægurlaga- texta og samfélag Kristín Einarsdóttir ANNA Guðjónsdóttir myndlist- armaður hlýtur Edwin-Scharff- listaverðlaunin í Hamborg í ár. Þeim fylgir verðlaunafé að upphæð 7.500 evrur, um 650.000 krónur. Þetta eru heiðursverðlaun sem út- hlutað er á hverju ári til listamanns sem sýnt hefur framúrskarandi ár- angur í listum og sett svip á menn- ingarlíf Hamborgar með verkum sínum. Sjö manna fagnefnd komst ein- hljóða að þeirri niðurstöðu að Anna skyldi hljóta verðlaunin í ár. Menn- ingarmálaráðherra Hamborgar, Karin von Welck, afhenti Önnu verðlaunin í listasafni Hamborgar hinn 25. september síðastliðinn. Í þakkarávarpi sagðist Anna óska þess að Hamborg myndi auka styrkveitingar og verðlaun til lista- manna. Slíkt stuðlaði að góðri myndlist, sem væri áríðandi þáttur í ört vaxandi menningarborg. Anna er búsett og starfar í Ham- borg. Hún lauk mastersgráðu frá Listaháskóla Hamborgar 1993 og starfaði seinna sem gestaprófessor við þann skóla. Hún stofnaði og rak gallerí fyrir landslagslist í Ham- borg í samvinnu við Till Krause í tíu ár en hefur einnig starfað sem gestaprófessor við Listaháskóla Ís- lands, haldið sýningar hér heima sem og erlendis. Auk verðlaunanna í Hamborg hefur Anna hlotið Listaverðlaun AEG í Þýskalandi og Edstrandska Stiftelsen-listaverðlaunin í Svíþjóð og listaverðaun Nordhornborgar. Takk Anna flytur þakkarræðu að viðteknum verðlaunum í Hamborg. Hlaut Ed- win-Scharff listaverð- launin Anna Guðjónsdóttir fær heiðursverðlaun RITHÖFUNDURINN Norman Mailer er látinn, 84 ára gamall, af völdum nýrnabilunar. Hann var talinn frum- kvöðull svokall- aðrar nýblaða- mennsku eða skapandi skrifa sem ekki teljast skáldskapur. Hann hlaut Pu- litzer-verðlaun- in tvisvar og National Book Award einu sinni. Hann sló fyrst í gegn 1948 með bók sinni The Naked and the Dead þar sem hann lýsti reynslu sinni í seinni heimsstyrjöldinni. Sumt af því sem Mailer skrifaði flokkaðist sem fagurfræðileg blaðamennska af bestu gerð og sumt fékk mjög slæma dóma. Hann lifði lífinu hratt og skapaði sjálfum sér ímynd manns sem þekkti til í undirheimum jafnt sem hærri stigum samfélagsins, hann drakk, reykti hass, slóst, giftist sex sinnum og eignaðist níu börn. Norman Mailer er látinn Norman Mailer Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is ÍSLENSK málnefnd og Mjólk- ursamsalan héldu málræktarþing um helgina í hátíðarsal Háskóla Íslands undir nafninu Málstefna í mótun. Engin eiginleg íslensk málstefna er til en nefndin vinnur meðal annars að því að breyta því. „Íslensk málnefnd hef- ur um nokkurra mánaða skeið unnið að undirbúningi íslenskrar málstefnu og stefnir að því að hafa drögin tilbúin til afhendingar að ári,“ sagði Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar mál- nefndar en bætti við að öll nágranna- löndin stæðu betur að vígi en við í þessum málum. Hvergi væri heldur að finna í stjórnarskrá nein ákvæði um að íslenska skyldi vera opinbert mál á Íslandi. Á þinginu greindi Guð- rún fyrst frá starfi nefndarinnar en í kjölfarið fluttu erindi fulltrúar fimm hópa sem könnuðu mismunandi svið þjóðlífsins. Fyrst kynnti hins vegar Guðrún Kvaran ályktun um stöðu ís- lenskrar tungu. Í ályktuninni kemur fram að nefnd- in telji mjög brýnt að þorri starfs- manna leikskóla og grunnskóla hafi ís- lensku að móðurmáli, enda séu árin sem börnin eyða í þessum skólum að- almáltökuskeið þeirra. Þá telur mál- nefndin óráðlegt og óþarft að stofna við íslenska framhaldsskóla náms- brautir þar sem kennt er á öðru máli en íslensku. Íslenskir háskólar eru hvattir til þess að kenna fyrst og fremst á íslensku og tryggja stöðu málsins í fræðasamfélaginu. Stjórn- völd eru hvött til þess að efla íslensku- kennslu fyrir útlendinga auk þess sem fyrirtæki sem eru með útlendinga í vinnu eru hvött til þess að veita þeim vandaða íslenskukennslu í vinnutíma. Þá er almenningur hvattur til þess að hvetja umrædda starfsmenn til dáða í íslenskunámi sínu og sýna þeim já- kvætt viðmót. Í lok fyrirlesturs síns gerði svo Guðrún lokaorð skýrslunnar að sínum: ,,Íslenskt samfélag hefur tekið miklum breytingum á skömm- um tíma. Íslenska hefur alla burði til að verða samskiptamálið í fjölmenn- ingarsamfélagi á Íslandi og að því ætt- um við öll að stefna.“ Erlend stýrikerfi allsráðandi Halldóra Björt Ewen talaði fyrir hönd vinnuhóps um stöðu íslensku í grunnskólum, leikskólum og fram- haldsskólum. Hún minnti á að sam- kvæmt námskrá ættu allir kennarar að vera íslenskukennarar. Þá varð henni tíðrætt um tölvuumhverfi nem- enda. Í þeim skólum og sveit- arfélögum sem nefndin tók til athug- unar notaði yfirgnæfandi fjöldi aðeins stýrikerfi á ensku, jafnvel þótt ís- lenskt stýrikerfi væri til staðar. Fátt virtist vera um meðvitaðar ástæður fyrir þeirri ákvörðun en þó heyrðist stundum að uppfærslur bærust síðar í íslenska stýrikerfið auk þess sem einn gestur málþingsins benti á að margir teldu of marga galla í íslenska kerfinu. Nefndin kannaði fagmenntun ís- lenskukennara í skólum landsins en fékk þó ekki nægilega skýr svör, þó kom í ljós að í þeim framhaldsskólum sem rætt var við höfðu allir íslensku- kennarar að minnsta kosti BA-próf í íslensku utan einn, en sá var með BA- próf í málvísindum. Loks minnti Hall- dóra á að í aðalnámskrá grunnskóla segði að nemendur ættu að hafa ræktað með sér áhuga á móðurmál- inu og öðlast trú á eigin málhæfni. Skiptar skoðanir um íslensku Fyrir hönd vinnuhóps um háskóla, vísindi og fræði talaði Brynhildur Þórarinsdóttir. Hún sagði mjög skiptar skoðanir um íslensku á há- skólastigi og sumir teldu ensku lyk- ilinn að alþjóðlegu fræðasamfélagi. Af átta háskólum hefði aðeins Há- skóli Íslands sérstaka málstefnu en í Háskólanum á Akureyri biðu drög að málstefnu afgreiðslu. Við þetta bætti hún að „fátt eða ekkert er gert í HÍ formlega séð til að minna á málstefn- una og sumir vita vart að hún sé til.“ Í sumum skólum eru heilu náms- leiðirnar kenndar á ensku og tók Brynhildur þar dæmi af tölv- unarfræði við Háskólann á Akureyri. Sumir nemendur væru vissulega ánægðir með þá skipan mála en Bryn- hildur sagði að „nokkrir útskrifaðir tölvunarfræðingar viðurkenndu erf- iðleika við að tjá sig á íslensku við við- skiptavini sína.“ Öðruvísi væri hins vegar farið í Hólaskóla en þar lærðu allir nemendur á íslensku þrátt fyrir að hlutfallslega væru mjög margir er- lendir nemendur þar. Hópurinn er mjög gagnrýninn á stigamatskerfi það sem notað er í ís- lenskum háskólum, en þar er mikil hvatning til að birta greinar á ensku. Brynhildur nefndi að fyrir greinar í erlendum tímaritum væri hægt að fá allt að fimmtán stig en fyrir íslensk tímarit hámark tíu stig. „Fimm stig í kerfinu eru á annað hundrað þúsund krónur í vasann,“ sagði hún og því ljóst að hvatinn til skrifa á erlendum málum er umtalsverður. Orðið tvítyngi var nokkuð til um- ræðu og misvísandi notkun orðsins, en það þýðir ekki að vera tvímála heldur að hafa tileinkað sér tvö tungumál í bernsku. Brynhildur sagð- ist vona að orðið tvítyngi væri ekki notað hér sem skrauthvörf fyrir mál- skipti, að ekki væri verið að fela þann ásetning að skipta alveg yfir í ensku við einhverja háskóla. „Það er lyk- ilatriði fyrir tunguna að íslenskan verði áfram fræðimál á Íslandi, ís- lenskir nemendur verða að geta hugs- að og skrifað um fræði sín á íslensku, annars eru skólarnir að bregðast skyldum sínum gagnvart íslensku samfélagi.“ Íslenska sem annað mál Þriðji vinnuhópurinn fjallaði um ís- lensku sem annað mál, íslensku- kennslu erlendis og tengslin við nor- rænt málsamfélag. Veturliði Óskarsson flutti erindi hópsins og sagði mikla fjölgun þeirra sem lærðu íslensku sem annað mál og þörf væri á að leggja aukna áherslu á að ís- lenska á öðru máli væri sérstök kennslugrein. Yfir 17 þúsund erlendir ríkisborgarar voru á íslenskum vinnu- markaði í löglega skráðri vinnu í árs- lok 2006, þær tölur sagði Veturliði örugglega of lágar enda vitneskja um töluverða ólöglega vinnu útlendinga. „En hvað vitum við um þetta fólk? Hvernig gengur því að tjá sig? Hvað skilur það af því sem fer fram í ís- lensku samfélagi?“ Rannsóknir á þessu sviði væru enn tiltölulega skammt komnar en Veturliði ítrekaði að hér gæfist okkur gott tækifæri til að læra af mistökum annarra þjóða. „Erlendis eru hópar sem hafa komist í gegnum skólakerfið án þess að hafa lært að lesa eða skrifa að gagni. Þetta þarf ekki að gerast hér.“ Ekki nógu mikið tillit er tekið til þeirrar sérstöðu að flestir íslenskir innflytjendur stunda atvinnu að sögn Veturliða sem harmaði það að einhver bestu kvöldnámskeið í íslensku hefðu verið lögð niður og átti þar við nám- skeið hjá endurmenntun Háskóla Ís- lands. Þá hefðu stjórnvöld sýnt tak- markaðan áhuga á öðrum námsleiðum. Sterk staða RÚV Björn Gíslason talaði fyrir hópinn sem fjallaði um fjölmiðla og listir. Í máli Björns kom fram að langmest ís- lenskt efni væri á Ríkissjónvarpinu af sjónvarpsstöðvunum en þó eru fleiri leiknir íslenskir þættir á Stöð 2. Hann taldi stöðu bókmennta nokkuð sterka enda 46 bókaforlög í Félagi íslenskra bókaútgefenda en vísaði þó til varn- aðarorða Páls Valssonar sem varaði við minnkandi lestri og versnandi stöðu barnabóka á málþingi síðasta vetur. Þá minntist hann á að leikhúsin teldu þörf fyrir að stofnaður yrði öfl- ugur höfundasjóður, enda væri nú 5-6 sinnum dýrara að kaup íslensk verk en erlend og með slíkum höfundasjóði gætu leikhúsin tekið meiri áhættu þegar kæmi að nýrri íslenskri leik- ritun. Dagný Jónsdóttir, íslenskunemi og fyrrverandi þingkona, var fulltrúi hóps um málfar í stjórnsýslu og við- skiptum. Í samanburði á fréttum sem finna mátti á heimasíðu ráðuneytanna þrettán og þrettán stærstu fyrirtækja landsins kom í ljós að málfarsvillur hvers konar voru álíka margar hjá fyrirtækjum og ráðuneytum, helst væri að fyrirtækin stæðu sig betur. Í þessum hópum komu Actavis og for- sætisráðuneytið best út. Þá lýsti Dagný yfir áhyggjum yfir því að „samhliða auknu erlendu sam- starfi hefur það færst í aukana að skjöl frá opinberum stofnunum eru ekki þýdd á íslensku.“ Þetta sagði hún geta valdið misskilningi í viðkvæmum málum, „enda oft um mjög flókin og tæknileg mál að ræða. Þetta flokkast undir slæleg vinnubrögð og hið op- inbera gengur ekki á undan hér með góðu fordæmi.“ Staða íslenskrar tungu á breyttum tímum Íslensk málstefna mótuð Morgunblaðið/Sverrir Fyrrverandi þingkona Dagný Jónsdóttir sagði það hafa færst í aukana að skjöl frá opinberum stofnunum væru ekki þýdd á íslensku. Í HNOTSKURN » Guðbrandur Sigurðsson,forstjóri Mjólkursamsöl- unnar, kynnti Jónasarvefinn sem verður opnaður næsta laugardag. Það er ætlunin að ljóð og náttúra verði tengd saman á lifandi hátt og þar verði viðamesta safn íslenskra náttúruljóða sem til er. » Þá voru veitt verðlaunfyrir íslenskunotkun í fjöl- miðlum og féllu þau í skaut þeirra Karls Th. Birgissonar fyrir útvarpsþáttinn Orð skulu standa og Ásdísar Þórsdóttur fyrir sunnudagskrossgátu Morgunblaðsins. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.