Morgunblaðið - 14.11.2007, Page 2

Morgunblaðið - 14.11.2007, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is SIGURÐUR P. Björns- son, fyrrverandi útibús- stjóri Landsbanka Ís- lands á Húsavík, lést í gærmorgun á Heilbrigð- isstofnun Þingeyinga. Hann varð níræður í byrjun mánaðarins. Sig- urður var fréttaritari Morgunblaðsins á Húsa- vík frá árinu 1937 eða í 70 ár samfleytt. Sigurður Pétur (Silli) fæddist á Kópaskeri 1. nóvember 1917. Foreldr- ar hans voru Björn Jós- efsson héraðslæknir og Sigríður Lovísa Sigurðardóttir kona hans. Þau fluttu til Húsavíkur haustið 1918 og þar bjó Sigurður Pétur alla tíð, frá árinu 1922 í Læknishúsinu að Garðarsbraut 17. Sigurður gaf Safna- húsinu á Húsavík húsið ásamt öllu innbúi, bóka- og filmusafni á afmæl- isdaginn þegar hann varð níræður. Sigurður Pétur lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands 1940 og kynnti sér síðar bankaviðskipti í Eng- landi. Hann var starfsmaður hjá Landssíma Íslands á Húsavík og sýsluskrifari áður en hann tók við starfi framkvæmdastjóra Sparisjóðs Húsavíkur 1. nóvember 1943. Þegar sparisjóðurinn hætti störfum í árslok 1962 var hann ráðinn útibússtjóri Lands- banka Íslands á Húsa- vík. Hann lét af störf- um sjötugur, 1987. Samhliða störfum við sparisjóðinn var Sig- urður ráðsmaður Sjúkrahússins á Húsa- vík og trúnaðarmaður verðlagsstjóra. Hann vann að ýms- um félags- og fram- faramálum, var meðal annars formaður Íþróttafélagsins Völs- ungs í átta ár og safn- aðarfulltrúi Húsavíkursóknar í þrjá- tíu ár. Eftir að hann lét af störfum teiknaði hann upp alla kirkjugarða í Þingeyjarprófastsdæmi og skráði legstæði og í hluta Skagafjarðarpró- fastsdæmis. Sigurður Pétur Björnsson var fréttaritari Morgunblaðsins frá árinu 1937, einnig útsölumaður í upphafi, og var sá fréttaritari blaðsins sem lengst hefur starfað. Við leiðarlok færir Morgunblaðið Silla þakkir fyrir frábær störf í þágu blaðsins um áratuga skeið og vináttu við starfsmenn þess. Um leið sendir Morgunblaðið aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur. Andlát Sigurður Pétur Björnsson X E IN N IX 0 7 11 0 02 Fataska´par Innrettingar Dalvegi 10-14 • 200 Kópavogur Sími 577 1170 • Fax 533 1127 • www.innx.is Nú býðst 25% afsláttur af öllum fataskápum frá Inn X í lagerstærðum, til 15. nóvember. %afsla´ttur25 Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is BÆTT líðan og heilsa nemenda er markmið samstarfsverkefnis sem var formlega ýtt af stað í gær. Að verkefninu, sem stendur til þriggja ára, standa heilbrigð- isráðuneytið, menntamálaráðu- neytið, Lýðheilsustöð og samtök framhaldsskólanema. Aðstandendur minningarsjóðs Susie Rutar Einarsdóttur voru hvatamenn að verkefninu, en Susie lést á Landspítalanum síðastliðið sumar ung að árum af völdum of stórs skammts fíkniefna. Í tilkynningu vegna samningsins kemur fram að menntamálaráðu- neytið leggur til verkefnisins einn starfsmann, sem mun standa fyrir eflingu forvarnastarfs í samráði við yfirvöld og námsráðgjafa skól- anna. Heilbrigðisráðuneytið kemur að því að efla tengsl milli heilsu- gæslu og skóla. Nemendur jákvæðir Lýðheilsustöð leggur til tvo starfsmenn sem munu vinna að forvörnum auk þess að leiða fag- hóp samstarfsaðila. Árlega munu ráðuneytin og Lýðheilsustöð leggja til fjármagn til að fram- fylgja markmiðum verkefnisins. Gabríela Unnur Kristjánsdóttir, formaður samtaka íslenskra fram- haldsskólanema, sem undirritaði samstarfssamninginn fyrir hönd nemenda, er mjög bjartsýn á verk- efnið. „Okkur þykir þetta gott tækifæri til að grípa inn í, því það þarf að gera eitthvað í málinu. Fíkniefni í framhaldsskólum eru alltof stórt vandamál og það er tími til kominn að sameina fólkið og gera eitthvað í þessu,“ sagði Gabríela. Hlutverk fulltrúa nem- enda verður að koma með sýn unga fólksins á vandamálin. „Við vitum hvernig er best að nálgast þetta vandamál, við hlökkum öll mjög til, þetta verður bara frá- bært,“ sagði Gabríela. „Tími til kominn að sameina fólkið“ Morgunblaðið/Frikki Samstarf Samningur um samstarfið undirritaður. Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra flutti ávarp.  Aðstandendur minningarsjóðs um Susie Rut Einarsdóttur hvatamenn samstarfsins  Verkefnið er til þriggja ára RANNSÓKN á hrottalegri nauðgun sem átti sér stað í mið- borg Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins sl. gengur vel, að sögn Friðriks Smára Björgvins- sonar, yfirmanns rannsóknar- deildar. Tveir karlmenn á þrí- tugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. nóvember nk. en báðir kærðu þeir úrskurð- inn til Hæstaréttar. Kona á fimmtugsaldri hlaut töluverða áverka við nauðgunina sem talið er að hafi átt sér stað í húsasundi ofarlega á Laugavegi. Hún leitaði á neyðarmóttöku í kjölfarið og einnig til lögreglu. Friðrik Smári segir hana hafa verið afar skelkaða. Konan gat þó gefið greinargóða lýsingu á mönnunum og með því að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum úr miðbænum voru kennsl borin á þá. Mennirnir sem báðir eru grunaðir um að hafa nauðgað konunni voru handteknir síðdegis á sunnudag. Fundum þeirra bar saman á ölstofu og yfirgáfu þau hana saman. Þótt einungis hafi verið búið að kæra eina nauðgun í gær, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar, leituðu fimm konur til neyðarmóttöku nauðgana við bráðamótt- töku Landspítalans um nýliðna helgi, að sögn Eyrúnar B. Jóns- dóttur deildarstjóra. Fjórar þess- ara nauðgana urðu á höfuðborg- arsvæðinu og ein úti á landi. Eyrún sagði að því miður kæmu oft upp nokkur nauðgunarmál um helgar því þessi tegund ofbeldis, líkt og annað ofbeldi, væri svo tengd skemmtanalífinu. Hún sagði að brotin væru ekki alltaf kærð strax og sagði óljóst nú hve mörg brotanna um nýliðna helgi yrðu kærð. 118 mál á þessu ári Eyrún sagði að það sem af væri árinu hefðu 118 nauðgunarmál borist neyðarmóttökunni. Í fyrra urðu málin 145 allt árið og 130 í hitteðfyrra. Langflest fórnar- lambanna eru konur en karlar frá einum og upp í sex á ári. Það sem af er þessu ári hafa fimm karlar tilkynnt nauðgun. Í febrúar sl. var gerð tilraun til nauðgunar í húsasundi við Vesturgötu í Reykjavík og komst fórnarlambið undan við illan leik. Í október á síðasta ári voru kærðar þrjár nauðganir sem rekja má til miðborgarinnar. Öll eru mál- in óupplýst en ein konan hefur dregið kæru sína til baka. Tveir grunaðir um hrottalega nauðgun Óupplýst Nokkur nauðgunarmál og ein nauðgunartilraun í miðbænum eru óupplýst.                                     !  " #   #           $   %             !       & !  '(      )   !       %                 *   +  $$   , #   '-       !"# $%   '   ( # )    Fimm leituðu til neyðarmóttöku eftir helgina vegna nauðgana Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is LANDSVIRKJUN og Þeistareykir ehf. hafa samið við Jarðboranir hf. um borun á fimm nýjum rannsóknarhol- um á Norðausturlandi á næsta ári. Boranirnar eiga að hefjast í janúar næstkomandi. Rannsóknarholurnar verða borað- ar á Kröflusvæðinu, í Bjarnarflagi og í Gjástykki fyrir Landsvirkjun. Fyrir Þeistareyki ehf. verður boruð rann- sóknarhola við Þeistareyki. Lands- virkjun er í samvinnu við Norður- orku, Hitaveitu Húsavíkur og landeigendur í Þeistareykjum ehf. Gert er ráð fyrir að holurnar verði all- ar stefnuboraðar og að hver þeirra verði um 2.300 metra djúp. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar, sagði að Al- coa og Landsvirkjun hefði gert vilja- yfirlýsingu þar sem ætluð voru þrjú ár til að kanna möguleika á orku- vinnslu á Norðausturlandi og stað- setningu álvers á Bakka við Húsavík. Þessar boranir eru síðasti liðurinn í könnun á stærð þessara jarðhita- svæða og grundvöllur ákvörðunar um hvort vænlegt þyki að ganga til samn- inga um orkusölu til álvers, að sögn Þorsteins. Samkvæmt viljayfirlýsing- unni á niðurstaða rannsóknanna að liggja fyrir í lok næsta árs. „Menn hafa gælt við að þarna væri hægt að virkja 400 MW afl til raf- orkuframleiðslu, en það er byggt á takmörkuðum rannsóknum,“ sagði Þorsteinn. „Það kemur ekki í ljós fyrr en að loknum þessum borunum og öðrum rannsóknum sem unnið hefur verið að hver staðan raunverulega er. Í fyrsta lagi hvert orkumagnið er og svo í öðru lagi hve auðvelt verður að nýta það.“ Að því er fram kemur í fréttatil- kynningu frá Jarðborunum hf. er stefnt að því að hægt verði að hefja sölu á rafmagni frá háhitasvæðunum á Norðausturlandi á árabilinu 2012- 2015, ef um semst. Framkvæmdir þessar eru leyfisskyldar samkvæmt skipulagslögum og lögum um mat á umhverfisáhrifum. Bora fimm nýjar rannsóknarholur Í HNOTSKURN » Holurnar verða boraðar áKröflusvæðinu, í Bjarnar- flagi og í Gjástykki fyrir Lands- virkjun og við Þeistareyki fyrir Þeistareyki ehf. » Gert er ráð fyrir að hverhola verði 2.300 metra djúp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.