Morgunblaðið - 14.11.2007, Page 24

Morgunblaðið - 14.11.2007, Page 24
heilsa 24 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur M öguleikarnir til að lifa sem eðlilegustu lífi þrátt fyrir sjúk- dóminn, eru sem betur fer miklir. Súrefnisbúnaður er alltaf að verða betri og nú getur fólk farið hvert sem er með sinn súrefnisbúnað sem er í litlum hliðartöskum. Fólk getur því farið upp til fjalla, hvert á land sem er eða til útlanda. Þetta rífur einangrun margra,“ segja þær Þor- björg Sóley Ingadóttir og Guðbjörg Pétursdóttir sem báðar eru lungna- hjúkrunarfræðingar, en dagurinn í dag er tileinkaður baráttunni gegn langvinnri lungnateppu (LLT). „Því hefur verið spáð að langvinn lungnateppa verði þriðja algengasta dánarorsök í heiminum árið 2020. Hlutfallslega eru fleiri íslenskar konur á aldrinum 40-49 ára með sjúkdóminn en karlar á sama aldri. Konur eru með grennri berkjur og minni lungu en karlar og þær þola þar af leiðandi verr reykingar.“ Langvinn lungnateppa er algeng- ur og alvarlegur lungnasjúkdómur sem margir eru haldnir án þess að gera sér grein fyrir því. „Einkennin eru mæði, hósti, slímuppgangur og skert þrek. Í byrjun geta einkennin verið lúmsk og fólk finnur kannski að það er mæðnara en venjulega þegar það gengur upp stiga og það fær oftar kvef. Þá er um að gera að fara á heilsugæslustöð og láta gera öndunarmælingu, sem er mjög ein- falt og tekur ekki nema tíu mínútur. Því fyrr sem fólk greinist, því betra, því þá er hægt að bregðast við. Til dæmis er besta meðalið að hætta að reykja, ef viðkomandi reykir. Reyk- ingar eru stærsti orsakavaldurinn og um tuttugu prósent af reyk- ingafólki þróa með sér þennan sjúk- dóm. Skemmdirnar á öndunarfær- unum vegna reykinga eru vissulega óafturkræfar, en með því að hætta að reykja þá getur fólk haldið ein- kennum í skefjum. Þeir sem halda áfram að reykja eftir að þeir hafa greinst með þennan sjúkdóm verða tíðir gestir inni á bráðamóttöku, en langvinn lungnateppa er algeng innlagnarástæða.“ Sóley og Guðbjörg segja marga tala um að heilsa þeirra versni við að hætta að reykja, en það er vegna þess að bifhárin verða virkari við það að hætta að reykja og þá fer að losna upp úr fólki slím og því verð- ur hóstinn meiri fyrst eftir að hætt er. „En það lagast og því er ár- íðandi að fólk haldi ekki áfram að reykja til að kæfa eigin hósta. Úða- lyf sem eru berkjuvíkkandi og bólgueyðandi geta hjálpað fólki mikið.“ Aðstoð við að hætta að reykja En reykingar eru ekki eini áhættuþátturinn heldur líka hvers- konar mengun og óbeinar reyk- ingar eru líka mikill skaðvaldur. „Þegar sjúkdómurinn er farinn að hafa veruleg áhrif á lífsgæði fólks og það þarf jafnvel þess vegna að hætta að vinna, þá upplifir það vanmátt og því fylgir oft kvíði og depurð sem getur leitt til minnk- aðrar hreyfingar og tilhneigingar til að einangra sig.“ Eitt af því sem getur fylgt sjúk- dómnum er að fólk léttist. „Ef fólk fer mikið undir kjörþyngd, þá verða vöðvarnir veikari og líka lungun og þá á fólk erfiðara með að hreyfa sig og verður mæðnara. Þetta verður vítahringur sem mikilvægt er að fá aðstoð við að rjúfa. Fræðsla fyrir þessa sjúklinga er því mjög ár- íðandi og að þeir fái aðstoð við að hætta að reykja. Það er ekki nóg að segja fólki að það þurfi að hreyfa sig, hætta að reykja og borða hollan mat. Fólk þarf líka að vita hvers vegna, því þá er það miklu duglegra við að taka á þessum hlutum.“ khk@mbl.is Margir vita ekki af sjúkdóminum Morgunblaðið/Ómar Lungnahjúkrunarfræðingar Þær Sóley og Guðbjörg leggja áherslu á að greina sjúkdóminn snemma. Langvinn lungnateppa getur verið lúmskur sjúkdómur. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti tvo lungnahjúkr- unarfræðinga og eina konu sem hefur greinst með sjúkdóminn. Þegar mæðin er farin að hafa veruleg áhrif á lífs- gæði fólks og það þarf jafnvel þess vegna að hætta að vinna, þá upplifir það vanmátt og því fylgir oft kvíði. Verst finnst mér að sætta mig við að þetta er sjálf-skaparvíti. Ég byrjaði að reykja sem unglingurog reykti í áratugi. Ég vildi auðvitað að ég hefði aldrei byrjað því þá væri líf mitt öðruvísi í dag. En þegar ég var ung þá vissi fólk lítið sem ekkert um skaðsemi reykinga og enginn þótti maður með mönnum nema hann reykti,“ segir Elsa Aðalsteinsdóttir sem greindist með LLT fyrir tæpum tíu árum þegar hún var rúmlega fimmtug. „Ég greindist nánast fyrir tilviljun þegar ég fékk slæmt lungnakvef og stóð gjörsamlega á öndinni og komst ekki á milli herbergja heima hjá mér. Ég leit- aði til læknis og í framhaldi af því greindist ég með langvinna lungnateppu en sjálfsagt var ég búin að vera lengi með sjúkdóminn án þess að vita það.“ Elsa hætti smátt og smátt að reykja og fékk púst til að nota dag- lega. Sjúkdómurinn hefur þau áhrif á daglegt líf hennar að hún getur ekki gert allt sem hún vildi. „Ég veit að þetta mun ekki lagast og sjúkdómurinn hefur ágerst síð- an ég var greind. En ég gefst aldrei upp. Uppgjöf er ekki til í minni orðabók. En ég er ekki fær um að gera alla hluti og ég er lengur að gera það sem ég get en áð- ur. Ég get ekki ruslað af einföldum hlutum sem ég gerði kannski áður á tíu mínútum. Núna tekur það mig hálf- tíma. Mæðin er svo mikil og hún er hamlandi við einföld- ustu störf. En ég læt þetta ekki stoppa mig eða einangra mig. Ég hef lært að lifa með þessu og ég fer allra minna ferða og tek þátt í öllu því sem mig langar til.“ Í vetur lagðist Elsa inn á sjúkrahús með mjög slæma lungnabólgu. Í framhaldi af því fór hún í sjö vikur á Reykjalund í endurhæfingu og það kom henni á óvart hversu mikill árangur varð af þeirri dvöl. „Ég var orðin allt of grönn og alveg þreklaus, enda lenti ég í ýmsum andlegum áföllum á sama tíma og ég fékk lungnabólg- una. En mér tókst að bæta á mig nokkrum kílóum og efla þrekið og núna fer ég alltaf í æfingar tvisvar í viku á hjarta- og lungnaendurhæfingarstöðinni. Þar fæ ég súrefni á meðan ég er að hjóla eða reyna á mig, svo mér takist að gera meira og byggja mig upp. Þjálfunin skipt- ir miklu máli til að ég geti gert það sem ég þarf að gera í daglegu lífi. Þjálfaðir vöðvar þurfa nefnilega minna súr- efni en óþjálfaðir vöðvar. Ég passa líka upp á að borða vel. En það skiptir miklu máli að vera jákvæður. Mér dettur ekki í huga að leggjast í eymd og volæði þó ég hafi greinst með þennan sjúkdóm. Maður verður að að- laga sig að sjúkdómnum og fá fræðslu. Ég hef líka tekið þann pól í hæðina að vera óhrædd við að biðja um hjálp við það sem ég get ekki gert, því ef maður neitar hjálp- inni þá er hætta á að maður verði alltaf á mörkum of- áreynslu eða fari að sleppa að gera alls konar hluti sem maður getur og þá skerðast auðvitað lífsgæðin. Eins er áríðandi að halda áfram að gera sjálfur allt sem maður getur gert, þó það taki kannski svolítið langan tíma. Og það er engin ástæða til að óttast það þó maður þurfi að nota súrefni, því það er ekki ávanabindandi en getur hjálpað mikið. Mér fannst fræðslan sem ég fékk á Reykjalundi um sjúkdóminn hafa breytt miklu fyrir mig og þar lærði ég líka öndunarstjórnun, sem er mikið at- riði. Ég er líka farin að þekkja litinn á slíminu sem geng- ur upp úr mér ef ég kvefast og ég veit hvaða litur bendir til sýkingar og þá fer ég strax til læknis og fæ lyf. Þann- ig kemst ég hjá því að verða mikið veik. Ég hlusta á skilaboð líkamans.“ Elsa er ekki af baki dottin og hún rekur sitt eigið inn- flutningsfyrirtæki í bílskúrnum heima hjá sér. Leggst ekki í eymd og volæði Engin bilbugur Elsa Aðalsteinsdóttir lifir góðu lífi þrátt fyrir að hún sé með langvinna lungnateppu enda hefur hún lært mikið í gegnum fræðslu. um skilrúm, sem átti að stúka þá af. x x x Andrúmsloftið íkringum knatt- spyrnuna á Ítalíu er óheilbrigt. Þar koma upp mútumál, borið hefur á kynþáttahatri og reglulega láta menn lífið út af þessum leik. Mikið hefur verið gert til að hreinsa of- beldið út úr knatt- spyrnunni í Evrópu og víða hefur orðið mikil breyting. England kemur fyrst í hugann í þeim efnum. Einnig þótti nokkur ár- angur hafa náðst á Ítalíu, en nú vakna þar spurningar á ný. x x x Engir leikir verða á Ítalíu umhelgina. Ekki er leikið í seríu A vegna mikilvægs landsleiks við Skota í Skotlandi og leikjum í neðri deildum hefur verið aflýst. Það mun því enginn deyja vegna fótbolta á Ítalíu um helgina. Menn hljóta hins vegar að spyrja sig hversu mikla fórn sé hægt að færa vinsælustu íþrótt heims og hvað margir þurfi að deyja til að áhangendur hætti að nota hana til að fá útrás fyrir sínar verstu hvatir. Ítalir eru heims-meistarar í knatt- spyrnu. AC Milan er Evrópumeistari fé- lagsliða. Knattspyrna á Ítalíu ætti að vera í hæstu hæðum. Engu að síður hvílir dökkt ský yfir íþróttinni þar í landi. Um helgina lét áhangandi lífið. Hann varð fyrir slysaskoti lögregluþjóns, sem hugðist stöðva æsta áhangendur. Fórn- arlambið sat hins veg- ar í bíl á bensínstöð í sakleysi sínu og var ekki hluti af múgnum. x x x Í kjölfarið á þessum sorglega at-burði hefur komið til óeirða á nokkrum stöðum á Ítalíu. Tveimur leikjum var aflýst um helgina vegna óláta. Aðrir leikir fóru fram, en margir leikmenn sáu lítinn tilgang í að sparka bolta eftir það, sem gerst hafði. Eftir að leik var aflýst í Róm réðust fótboltabullur á lögreglustöð og brutu allt og brömluðu. Fjörutíu lögregluþjónar slösuðust. Fjórir Rómverjar voru handteknir og verða jafnvel ákærðir fyrir hryðju- verk. Leik Atalanta og AC Milan var aflýst eftir að áhangendur liðanna höfðu reynt að brjóta sér leið í gegn-           víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Sá sem svarar játandi þremur eða fleiri af eftirfarandi spurningum, skal leita til læknis og fara í öndunarmæl- ingu:  Hóstarðu oft flesta daga?  Hóstarðu upp slími flesta daga?  Ertu andstyttri en jafn- aldrar þínir?  Ertu eldri en 40 ára?  Reykirðu eða hefurðu reykt? Tékklisti  Langvinn lungnateppa (LLT) er sambland af tveimur sjúkdómum: Langvinnri berkjubólgu og lungnaþembu. LLT veldur stöðugum vanda- málum í öndunarfærunum og sýkingarhætta er meiri en hjá öðru fólki.  Sjúkdómurinn versnar með hækkandi aldri.  Núna eru átján prósent Íslendinga með þennan sjúk- dóm sem hefur aukist meðal kvenna. Hvað er LLT?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.