Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 35
✝ Klara Sigur-geirsdóttir
fæddist í Hafn-
arfirði 12. ágúst
1944. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 7. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
eru Guðrún Krist-
jana Karlsdóttir, f. í
Vetleifsholti í Ása-
hreppi í Rang. 24.
júlí 1923 og Sigur-
geir Gíslason, f. í
Hafnarfirði 6. júní
1919, d. 4. mars 1953. Alsystkin
Klöru eru Gísli Ingi, f. 1942,
Hrönn, f. 1947, Guðlaugur Heiðar,
f. 1948, og Sigurgeir Rúnar, f.
1950. Sammæðra eru Stefán, f.
1955, Karl Hallur, f. 1957, Soffía, f.
f. 1964, maki Ágúst Þórðarson, f.
1954, dætur þeirra eru; Lína, f.
1987 og Klara Sól 1992. Synir
Ágústar eru; Þórður, f. 1975 og
Gottskálk Þorsteinn, f. 1979. 3)
Guðrún Halla, f. 1975, maki Zop-
hanías, f. 1974, dætur þeirra eru
Alexandra Kolka, f. 2002 og Emilía
Kolka, f. 2003. Dóttir Guðrúnar er
Sara Dýrleif, f. 1995.
Klara fæddist í Hafnarfirði og
ólst upp á Öldugötu 23. Hún lauk
danskennaraprófi og starfaði við
danskennslu til margra ára hjá
Dansskóla Hermanns Ragnars
Stefánssonar. Einnig vann hún við
verslunarstörf í mörg ár, en síð-
ustu starfsárin meðan heilsan
leyfði starfaði hún við Hvaleyrar-
skóla í Hafnarfirði. Klara greindist
með MS sjúkdóm fyrir uþb. 24 ár-
um. Klara var meðlimur í Sínavik í
Hafnarfirði.
Útför Klöru verður gerð frá
Víðistaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 11.
1960 og Ólafur, f.
1962.
Árið 1961 giftist
Klara Sigurði L.
Jónssyni, f. í Hafnar-
firði 9. apríl 1943.
Foreldrar hans voru
Fanney Eyjólfsdóttir,
f. 9.7. 1914, d. 3.7.
1989 og Jón Sigurðs-
son, f. 21.9. 1910, d.
31.12. 1993. Börn
Klöru og Sigurðar
eru: 1) Sigurgeir, f.
1961, maki Nana
Mardiana, f. 1964,
börn þeirra eru Daníel, f. 1989,
Amanda, f. 1991, Sigurður Andr-
ean, f. 1991, Júlíana, f. 1993, Klara,
f. 1995 og Irmawati, f. 2002. Börn
Díönu eru Hakim, f. 1980, Rozak
1982 og Faisal, f. 1984. 2) Fanney,
Tengdamóðir mín Klara Sigur-
geirsdóttir hefur kvatt þennan heim
og við tekur hvíldin eilífa. Á mig
sækja margar minningar um góða og
glaðlega konu, sem alltaf sá það já-
kvæða í lífsins leik og starfi.
Á þessum tímamótum langar mig
til þess að rifja upp mín fyrstu kynni
af tengdamóður minni, sem nú er fall-
in frá langt fyrir aldur fram. Ég
kynntist henni fyrir hart nær 22 ár-
um, þegar við Fanney vorum að byrja
að vera saman. Það var kvöld eitt að
hausti til og ég sat í bílnum mínu fyrir
utan Fjóluhvamminn þar sem Klara
og Siggi bjuggu lengi vel. Ég man
það reyndar eins og það hefði gerst í
gær, að ég beið og vonaði að Fanney
kæmi sem fyrst út í bíl. En áður en ég
vissi kom tignarleg kona gangandi
röskum skrefum í áttina að mér og
benti mér að skrúfa niður rúðuna.
Brosmild en ákveðin kynnti hún sig
og bauð mig velkomin. Hvað okkur
fór á milli er og verður okkar einka-
mál. En mér varð það strax ljóst að
þar fór mikil skörungur, sem ekki fór
í grafgötur með skoðanir sínar. Klara
Sigurgeirsdóttir var skipstjórinn á
lífsskútunni, það mátti öllum vera
ljóst sem henni kynntust. Hún var
einstök kona, myndarleg, afar lífs-
glöð og viljasterk. Aldrei heyrði mað-
ur hana kvarta yfir sínum högum né
hallmæla öðru fólki. En örlögin í lífi
hennar urðu þau að hún greindist
með hinn erfiða MS sjúkdóm
skömmu eftir að við kynntumst.
Sjúkdómur sem nú hefur haft betur í
baráttunni við þessa sterku og vilja-
miklu kona. En Klara lét ekki veik-
indin aftra sér frá því að vera meðal
ættingja, sækja mannamót né ferðast
um heiminn. Þvílíkur dugnaður í
einni konu, fyrst með stafinn og síðan
með göngugrindina fór hún vítt og
breitt um heimsins höf, studd af
Sigga sínum í einu og öllu.
Fallin er frá góð kona og mikil.
Hafnfirskur skörungur, eða eins og
tengdafaðir minn orðaði það, þegar
síðustu andartökin fjöruðu út „þar
misstum við góða konu“. Minningin
lifir um góða mömmu, ömmu, tengda-
mömmu og vin. Guð blessi minningu
Klöru.
Aðstandendum öllum votta ég
samúð mína og megi Guð vera með
þér, Siggi minn.
Þú komst inn í tilveru mína og færðir mér
reynsluna úr lífi þínu sem auðgaði líf mitt.
(Helen Exley)
Ágúst Þórðarson.
Elsku amma mín fagra.
Amma, ég elska þig og mun alltaf
gera.
Það var alltaf gott að vera nálægt
þér því að þá fann ég alltaf svo góða
tilfinningu. Þú varst mér góð amma,
bara besta amman! Þú varst góð og
alltaf jákvæð.
Þú horfðir alltaf á björtu hliðarnar.
Og það mun enginn koma í þinn stað
því þú ert sú amma sem kenndir mér
margt gegnum tíðina sem ég mun
aldrei gleyma. Ég mun alltaf halda
áfram að læra af þér, amma mín.
Elsku amma mín, ég hætti ekki að
hugsa um þá hluti sem þú gerðir og
hvað þú varst alltaf glöð og kát
amma. Amma mín, þú ert það besta
sem er hægt að hugsa um. Alltaf þeg-
ar ég hugsa um þig þá er það alltaf
svo jákvætt, því þú varst svo jákvæð
og góð myndarleg kona.
Ég elska þig meira en nokkur mað-
ur á jörðu gæti ímyndað sér.
Þó að þú hafir verið veik þá kvart-
aðir þú aldrei, þú horfðir alltaf á
björtu hliðarnar, þú varst alltaf til
staðar þegar mér leið illa, þá var líka
gott að tala við þig, amma mín.
Það er eitt af því besta í lífinu að
hafa fengið að kynnast þér og ég
þakka mjög vel fyrir það, elsku amma
mín.
Þegar ég horfði á þig, amma, þá
leið mér alltaf svo vel, því að það eru
ekki allir sem eru svo heppnir að eiga
svona góða ömmu, ég held að ég sé
langheppnust að eiga svona yndis-
lega ömmu að, þú ert það sem lætur
ljós mitt skína, elsku amma mín, hvar
væri ég án þín? Ég elska þig svo mik-
ið, amma. Og þú varst svo góð í að
elda, besti maturinn var hjá þér,
amma mín, þú varst heimsins besti
kokkur, ég dýrkaði fiskibollurnar
þínar og bara allt. Og það var alltaf
svo gaman að hlæja með þér og vera
með þér, amma, ég naut hverrar mín-
útu og hverrar sekúndu, elsku amma
mín. En ó, elsku amma, þér mun
ábyggilega líða miklu betur uppi í
himnaríki þar sem þú getur labbað og
dansað og meira segja klappað ljón-
um! Amma, ég elska þig og mun
ávallt gera.
Hvíldu í friði, amma mín, sem ég
elska af öllu hjarta.
Hugsandi um engla ég hugsa til þín.
Með hárið þitt eldrautt og heilbrigða sýn.
Er lát þitt ég frétti brást lífstrúin mín.
Hugsandi um engla ég hugsa til þín.
Guð fylgi þér engill þá ferð sem þér ber.
Þótt farin þú sért, þá veistu sem er.
Að sorg okkar hjörtu nístir og sker.
Við sjáumst á ný þegar kemur að mér.
(KK – þýð. ÓGK)
Ástar barnabarnakveðja,
Klara Sigurgeirsdóttir.
Elsku amma, það er hræðilega sárt
að fá ekki að sjá þig aftur en svona er
lífið. Þér hefur alltaf fylgt þægileg
nánd, mikill kærleikur og ást í garð
allra sem í kringum þig voru, einstak-
ur hressleiki sem gerði þig að hetj-
unni okkar. Persónuleiki þinn er
ógleymanlegur og mun lengi lifa í
minningum okkar. Þú hafðir einstak-
an hæfileika til þess að koma öllum í
gott skap, og aldrei sýndir þú hversu
veik þú varst orðin, því svo sterk og
hraust varstu í anda. Alltaf varstu til í
að spjalla um lífið og tilveruna og allt
sem var að gerast í kringum mann
kom þér við. Oft sátum við og kjöft-
uðum um allt og ekki neitt á meðan
við spiluðum stjörnu eða ólsen ólsen
og hlógum að alls konar vitleysu sem
okkur datt í hug. Hlátur þinn mun
lengi hljóma í eyrum okkar. Við höf-
um verið alveg einstaklega heppnar
að eiga þig sem ömmu því varst
draumaamma allra barna. Við eigum
ekkert nema góðar minningar um þig
og allar þær stundir sem við höfum
átt saman frá því við munum eftir
okkur. Við áttum mjög skemmtilegan
tíma saman í fyrra þegar við fórum til
Spánar sem við aldrei munum
gleyma. Sérstaklega var líka gaman
að þið afi kynntust Jóa svo vel og
þótti honum þú alveg æðislega
skemmtileg og hress kona. Þú varst
einstaklega opin og hlý manneskja og
öllum þótti svo gaman að vera í kring-
um þig. Þú varst mikil fjölskyldu-
manneskja og þótti þér mikilvægt að
við öll, fjölskyldan, værum sem mest
saman enda höfum við óteljandi oft
komið í fjölskylduboð til ykkar afa.
Við höfum alltaf verið stoltar af því að
eiga þig sem ömmu og höfum oft sagt
vinum okkar sögur af þér. Þú varst
ekki bara amma okkar, heldur líka
besta vinkona okkar.
Ef við vorum ekki hjá ykkur afa, þá
vorum við með þig í símanum.
Okkur finnst ósanngjarnt að þú
skulir vera farin. Það hefur myndast
stórt tómarúm í lífi okkar því þú varst
hornsteinninn en við erum ennþá stór
fjölskylda og við munum standa þétt
saman og lengi minnast þín. Við vilj-
um þakka þér fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir okkur, verið með okkur,
hlegið með okkur, stutt okkur, hvatt
okkur, eldað fyrir okkur, kennt okk-
ur, sýnt okkur, horft á með okkur,
sungið, lesið fyrir okkur, farið með
okkur, og það mikilvægasta, lifað
með okkur.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn,
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði er frá.
Nú héðan lík skal hefja,
ei hér má lengur tefja
í dauðans dimmum val.
Úr inni harms og hryggða
til helgra ljóssins byggða
far vel í Guðs þíns gleðisal.
(Valdimar Briem)
Við elskum þig amma og vitum að
þú átt eftir að gæta okkar allra í ná-
inni framtíð. Þú munt alltaf eiga stór-
an hlut í hjarta okkar. Guð geymi þig.
Þín barnabörn,
Lína og Klara Sól.
Elsku Klara.
Það er svo erfitt að setjast niður og
skrifa kveðjuorð, þá skilur maður fyr-
ir alvöru að enginn lifir að eilífu og
kveðjustundin getur komið hvenær
sem er.
Þær eru margar minningarnar
sem hafa farið í gegnum hugann síð-
ustu daga og af svo mörgu að taka, en
það sem situr alltaf efst er hversu
einstök systir og mágkona þú hefur
verið, heilsteypt, jákvæð og góð
manneskja.
Svo varstu svo mikill fagurkeri að
það var unun að heimsækja ykkur
hjónin, það var dedúað við hvern ein-
stakan hlut hvort sem var verið að
elda mat, skreyta borð eða halda
heimili almennt. Og eftir að þú gast
ekki sjálf gert hlutina þá tók hann
Siggi þinn við og gerði hlutina eftir
þinni forskrift enda voruð þið eitt,
gátuð hvorugt af hinu séð. Í haust
þegar við vorum að þvælast á fjöllum
kíktum við á ykkur í Siggubæ en þar
voruð þið hjónin ásamt mömmu
þinni, Hrönn og Gunnari og var okk-
ur að sjálfsögðu boðið í kvöldmat sem
Siggi eldaði með aðstoð Hrannar og
var gaman að fylgjast með því hvern-
ig þú tókst á hlutunum og stjórnaðir á
þinn hógværa hátt.
Elsku Klara okkar, takk fyrir sam-
fylgdina og guð gefi Sigga þínum,
börnunum og fjölskyldum þeirra
þrek til að vinna sig út úr sorginni.
Þú barðist með þreki við þrautafár,
þoldir og leiðst með opið sár,
óvíg og dauðadæmd.
Svo heyja hetjur á hverri tíð:
Heyja með rósemi dauðans stríð,
og falla með sigri og sæmd.
Og nú ert þú farin um dauðans dyr,
dapur, leitandi hugur spyr:
Hvert ertu horfin á braut?
Hvort öðlumst vér svar í efa eða trú,
eitt er þá víst, að nú ert þú
laus frá þjáning og þraut.
Við kveðjum þig öll með einum hug,
og öllum harmi sé rýmt á bug,
þín dáð okkur djörfung jók.
Við þökkum afrek og ævidag,
árdegisgeisla og sólarlag,
þeim guði, sem gaf og tók
(Sigurður Snorrason)
Þinn bróðir og mágkona,
Sigurgeir og María.
Nú er höggvið stórt skarð í vin-
kvennahópinn, saumaklúbbinn okkar
sem orðinn er 45 ára, sú fyrsta er dá-
in.
Klara var geislandi persóna og
hana einkenndi dugnaður, bjartsýni
og gott skap. Hún hafði lifandi áhuga
á öllu og fylgdist vel með, ekki síst
okkur hinum og fjölskyldum okkar.
Það var sorglegt að sjá þennan lipra
og liðuga dansara eiga sífellt erfiðara
með hreyfingu eftir að hún greindist
með MS-sjúkdóminn. Þann kross bar
hún af æðruleysi með dyggum stuðn-
ingi Sigga og allrar fjölskyldunnar en
reisninni hélt hún alltaf.
Klara var mikill fagurkeri og hafði
næmt auga. Því bar heimili þeirra
Sigga glöggt vitni og í því voru þau
samhent eins og öðru.
Það er margs að minnast frá þess-
um 45 árum, frá því við „börnin“ fór-
um að fjölga mannkyninu, stofna
heimili og stunda vinnu, nám og
barnauppeldi. En þó okkur fyndist
ómissandi að hittast aðra hverja viku
frá september fram í maí , og „detta
inn“ hver hjá annarri þess á milli,
hafa utanlandsferðirnar verið
skemmtilegastar. Við náðum að upp-
lifa ólíklegustu hluti, sjá alveg ótrú-
lega margt saman og ýmislegt koma
uppá í þeim ferðum. Þá naut Klara
sín og drakk í sig fjölbreytnina og það
var mikið hlegið.
Við kveðjum nú kæra vinkonu með
þökk fyrir öll þessi góðu ár. Hennar
verður sárt saknað.
Kæri Siggi, við vottum þér og fjöl-
skyldu, móður Klöru og systkinum,
okkar innilegustu samúð. Megi góður
guð styrkja ykkur og okkur í sorg-
inni.
Saumaklúbburinn,
Auður, Hrafnhildur,
Ólöf, Soffía, Lilja,
Gerður og Sigrún.
Klara Sigurgeirsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Klöru Sigurgeirsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu á
næstu dögum.
✝
Elskulegur eiginmaður minn,
SIGURÐUR JÓNSSON,
fyrrverandi framkvæmdastjóri,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, Reykjavík,
sunnudaginn 11. nóvember sl.
Jarðarför mun fara fram í kyrrþey samkvæmt ósk
hins látna.
Gyða Jóhannsdóttir.
✝
Systir mín,
SIGRÍÐUR MARÍA GUÐJÓNSDÓTTIR,
Fannafold 63,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi
mánudaginn 29. október 2007.
Útför hennar verður frá Dómkirkjunni
miðvikudaginn 14. nóvember kl. 15.00.
Ása Guðrún Guðjónsdóttir.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma, dóttir og
systir,
GÍSLÍNA ERLENDSDÓTTIR
frá Dal,
til heimilis að Bakkagerði 9,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í dag,
miðvikudag, kl. 15.00.
Páll Stefánsson og aðrir aðstandendur.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður
okkar, tengdaföður og afa,
SVEINBJÖRNS EIRÍKSSONAR,
Kirkjuvegi 10,
Keflavík.
Berglind Ósk Sigurðardóttir,
Björn Axelsson,
tengdabörn og barnabörn.