Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 29 - kemur þér við Stóru keðjurnar gleypa matvörumarkaðinn Bankainnrásin hækkaði íbúðaverð um fjórðung Veggjalýs bíta fólk í bólinu Múm ógn við bandarískt þjóðaröryggi Skiptar skoðanir um ofvirkni og lyfjagjöf Astrid Lindgren lengi lifi Hvað ætlar þú að lesa í dag? EFTIRFARANDI varðar grein Hauks Þorgeissonar „Eru föð- urnöfn séríslenskt „misrétti“?“, sem var svar við grein minni „Um mannanöfn og mismunun á Ís- landi“. Ég vil byrja á að undirstrika að ég hef hvergi skrifað að „föð- urnöfn“ séu séríslensk hvað þá að föðurnöfn séu „misrétti“. Meg- ininntak greinar minn- ar var: Lög um mannanöfn mismuna Íslendingum gróflega og vinna um leið gegn íslenskri tungu. Þar segir frá þeirri einföldu staðreynd að nafnakerfi þjóðarinnar sé tvískipt; ættarnöfn og föður(móður)nöfn. Einnig þeirri staðreynd að Íslendingar skiptast í tvo hópa. Í öðrum, A-hópnum, er fólk með fullan rétt til beggja kerf- annna, en í hinum, B-hópnum, er fólk sem aðeins hefur rétt til ann- ars, þ.e. föður(móður)nafna. Einnig segir að ættarnafnakerfið sé notað af yfirgnæfandi meiri hluta mann- kyns og nægir þar að nefna Evr- ópu, Ameríku (Norður- og Suður-), Ástralíu, Kína, Indland, Japan og Rússland. Þar breytir engu sú vel þekkta staðreynd að föðurnöfn eru víða notuð ásamt ættarnöfnum eins og t.d. í Rússlandi og arabaríkjum. Haukur skrifar: „[Magnús] segir að ættir sem „mega hafa nafn“ (þ.e.a.s. ættarnafn) séu „augljóslega í betri aðstöðu“ en aðrar því að hin- um sé „lögskipað í felur“. Nefnir hann Blöndalsætt sem dæmi um ætt í þessari góðu aðstöðu. Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki alveg hvað Magnús er að fara. Á Íslandi eru fjölmargar þekktar ættir sem ekki tengjast neinu ættarnafni. Er Engeyjarætt í felum?“ Ég stend við þá skoðun að án Blöndal-ættarnafnsins vissu fáir Ís- lendingar í dag hverjir eru af um- ræddri ætt og hún því vart til í hugum Íslendinga frekar en fjöldi nafnlausra ætta á Íslandi – t.d. Engeyjarætt. Já, hefði H. K. Lax- ness ekki haft ættarnafn, eins og t.d. hin heimsfræga Björk Guð- mundsdóttir, og Eldjárn-ætt- armerkið væri ekki til, þá væru við- komandi ættir einfaldlega jafn ósýnilegar og t.d. sjálfrar Bjarkar. (Ættarnafn má fljótt gera þjóð- þekkt t.d. með samstöðu ættar um að koma einstaklingi með ætt- armerkið í fjölmiðla, t.d. sem fréttamanni eða þulu, eða í áber- andi þjóðfélags- stöður.) Haukur skrifar: „Magnús telur að mis- rétti felist í því að þeir einir eigi kost á að bera ættarnafn sem eiga til þess ætt- erni eða hjónaband.“ Það kemur þó sér- staklega fram í grein minni að ekki er leyfi- legt að taka upp ætt- arnafn maka. Hins vegar, sé annað hjónanna (jafnvel aðeins að örlitlum hluta) af t.d. þýskum, sænskum, pólskum, tyrkneskum eða kínversk- um uppruna og með tilsvarandi er- lent ættarnafn, en hitt hjónanna al- íslenskt og í B-flokki, hafa börn þeirra aðeins val um eitt ættarnafn og það útlent; og ættarnöfn eru fólki gjarnan kær. Alíslenskur B- maki hefur þá minni rétt en mak- inn og eigin börn. Skiljanlegt er því að erlend ættarnöfn (m.a. okkar ágætu nýbúa) vinna nú hratt á. Lögin vinna því einnig gegn ís- lenskunni. Haukur skrifar: „... misrétti er innbyggt í næstum hvaða nafna- kerfi sem er. Til dæmis er Pawel Bartoszek, ..., ekkert nær því en við Magnús að mega heita Eldjárn eða Laxness – til þess þyrftum við allir að finna okkur nýtt kvonfang. Það hlýtur að vera misrétti að ekki eigi allir völ á sömu nöfnum því að eflaust þykja ekki öll nöfn jafnfín.“ Ég hef aðeins skrifað að nýbúar færu beint í A-flokk, ekki að ætt- arnafnakerfið sé jafnaðarkerfi, ald- eilis ekki, en „P. Bartoszek“ stend- ur B-flokkurinn opinn. Starf mitt, sem svo margra í dag, snýr mest að útlöndum og er Magnusson víða vel þekkt ættarnafn m.a. vegna frægra Svía. (Við flutning til Ís- lands varð hins vegar dóttir mín tíu ára að skipta um eftirnafn, en son- ur minn ekki, enda faðirinn bara Íslendingur, en ekki t.d. Svíi.) Erlendis hef ég engan hitt sem þekkir t.d. hið fagra alíslenska ætt- arnafn Eldjárn né yfirleitt neitt af þekktustu íslensku ættarnöfnunum. Ekkert ættarnafn varð heldur að „fínni“ ættarséreign á Íslandi þeg- ar Vigdís Finnbogadóttir eða Ólaf- ur Ragnar Grímsson urðu forsetar lýðveldisins og hafa þau sennilega hvorugt rétt til ættarnafns. Eins færi t.d. með nýjan nóbels- verðlaunahafa án ættarnafns. Haukur virðist einmitt telja (eins og sennilega flestir jarðarbúar) að ættarnöfn séu „mis fín“. Þannig gæti t.d. verið gagnlegt „kvon- fangi“ (maka) að geta boðið upp á rétt til ættarnafns fyrir afkom- endur alla og því frekar sé ætt- arvörumerkið „fínt“ og hægt að veifa því t.d. framan í réttminna al- íslenskt (B) fólk. Marga erlenda samstarfsmenn mína á sviði félags- og atferlisvísinda hefur raunar sett hljóða við að heyra af þessari lög- gjöf okkar. Hér er einungis talað fyrir sjálf- sögðum jöfnum rétti allra Íslend- inga til nafnakerfa þjóðarinnar. Ættarnöfn eru hins vegar aug- ljóslega eins konar lögvernduð ætt- arvörumerki á Íslandi á grundvelli mismununarlaga. Þetta kemur m.a. skýrt fram í frétt á forsíðu Morg- unblaðsins 24. okt. 2007 um bann á millinafnið Kjarrval vegna líkinda við ættarnafnið Kjarval. Margir málsmetandi Íslendingar telja að umrædd mismunun sé stjórnarskrár- og mannréttinda- brot. Raunar telur einn meðlima nefndarinnar sem vann að gerð lag- anna að þessi mismunun sé „óhaf- andi í lýðræðissamfélagi“. Enn um mannanöfn og mismunun á Íslandi Magnús S. Magnússon skrifar um nafnahefð Íslendinga » Lög um mannanöfnmismuna Íslend- ingum og vinna um leið gegn íslenskri tungu. Magnús S. Magnússon Höfundur er forstöðumaður Rann- sóknastofnunar um mannlegt atferli við Háskóla Íslands Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is MARGIR hafa dvalist um skeið í öðrum löndum en heimalandi sínu og látið nægja að minnast áranna þegar heim er komið í fárra manna hópi. Minningar um nokkur ár æv- innar geymast um sinn og gleymast jafnvel þegar tímar líða. Þau hafa ekki orðið uppspretta neins við heimkomuna öðrum að gagni eða „heimalningum“ hvatning til að kynnast hinu yfirgefna dvalarlandi hins „veraldarvana“. En þetta á ekki við um Tryggva V. Líndal rithöfund sem af mikilli eljusemi og hugmyndaríki hefur haldið úti heilu félagi til að kynna Kanada. Þrátt fyrir góðan stuðning af öðrum áhugamönnum í stjórn er það ekki ofsögum sagt að Vináttu- félag Íslands og Kanada hafi frá upphafi staðið og fallið með Tryggva og hann verið verið hinn óskoraði forystumaður félagsins. Kanada er eitt víðáttumesta land á jörðinni og íbúar um 30 milljón talsins eða 100 sinnum fleiri en Ís- lendingar. Skömmu eftir ísöld tóku svonefndir frumbyggjar sem hvít- ingjar hafa kallað indíána og Inúítar (áður kallaðir Eskimóar af sama fólki) að dreifa sér um hið mikla land sem síðar var kallað Kanada. Nokkur þúsund ár voru þeir einir um hituna en einn góðan veðurdag skall á fljóðbylgja mannhafs austan um haf og Evrópumenn streymdu að, Frakkar, Englendingar og allra þjóða kvikyndi. Québec varð franskt, annað enskt, en margar aðrar tungur kváðu um síðir við um allt landið, líka íslenska. Tryggvi V. Líndal dvaldist nokk- ur ár ungmenni ásamt móður og systkinum í Toronto og síðar stund- aði hann framhaldsnám í Winnipeg. Hann tók ástfóstri við Kanada og skömmu eftir heimkomu sína hófst hann handa og stofnaði fyrrnefnt félag þar sem haldnir hafa verið um árabil mánaðarlegir fyrirlestrar all- an veturinn. Raunar hafa alla jafna á þessum fundum verið haldnir tveir fyrirlestrar um kanadísk mál- efni, oft með tónlistar í hléi. Fyrirlestrarefnin hafa verið fjöl- breytileg og mér virðist sem Tryggvi hafi sjaldan leitað liðsinnis sama fyrirlesara. Á dagskrá eru þjóðmál, bókmenntir og aðrar listir, vísindi, landlýsing, ferðasögur, mál- efni Vestur-Íslendinga og allt sem nöfnum tjáir að nefna. Fyrirlestr- arnir hafa löngum verið haldnir í húsi Félags- og hugvísinda í Há- skóla Íslands, Odda, og verið yf- irleitt vel sóttir. Ekki hef ég orðið var við að Tryggvi hafi sóst eftir fjárstuðningi við hið fórnfúsa og tímafreka hug- sjónastarf sitt. Hvet ég þó þá sem um gætu vélt að hyggja að því með hvaða hætti unnt væri að styrkja Tryggva og félag hans, Vináttufélag Íslands og Kanada. Virðingarvert er það hjá Morg- unblaðinu að halda úti blaðsíðu með fréttum af Vestur-Íslendingum og ber þá að nefna Steinþór Guðbjarts- son sem séð hefur um fjölþætt efnið enda gjörkunnugur lífi og starfi Vestur-Íslendinga frá þeim tíma er hann lyfti Grettistaki við ritstjórn Lögbergs-Heimskringlu í Winni- peg. Þessir heiðursmenn tveir eiga skilið þakkir fyrir kynningu á lífi og sögu Kanada, ekki einungis Vestur- Íslendinga, brotabroti Kan- adamanna, heldur öllu því ótal mörgu sem gerist í hinu stórbrotna landi í vestri. ÞÓR JAKOBSSON, veðurfræðingur, Espigerði 2. Kanada vegsamað Frá Þór Jakobssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.