Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞÚ SOFNAÐIR AFTUR Í BLÓMABEÐINU HJÁ NÁGRANNANUM , ER ÞAÐ EKKI? HVER KLAGAÐI? MÉR HEFUR ALDREI VERIÐ SVONA HEITT Á ÆVINNI! GOTT AÐ EINHVER KANN AÐ HALDA SÉR KÖLDUM HVAÐ EF ÉG Á EFTIR AÐ VERÐA EIN MERKASTA MANNESKJA SEM UPPI HEFUR VERIÐ? HVAÐ EF ÉG VERÐ INNBLÁSTUR KYNSLÓÐANNA UM ÓKOMNA TÍÐ? HVAÐ EIGA ÞEIR EFTIR AÐ SKRIFA Í SÖGUBÆKURNAR? ÞEIR EIGA EFTIR AÐ SKRIFA, „HANN EYDDI ÆSKU SINNI ÓVILJUGUR Í BAÐI“ ÞETTA BAÐ ER NIÐUR- LÆGJANDI! EIN MERKASTA MANNESKJA Í HEIMI Á EKKI SKILIÐ AÐ UPPLIFA ÞETTA HRÆÐILEGA ÁSTAND! ÞAÐ ER ERFITT AÐ SKIPTA SVONA MIKLU MÁLI VILTU FREKAR AÐ ÆSKA ÞÍN VERÐI SKÍTUG OG ILLA LYKTANDI? HAMLET STÆKKAR SVO HRATT... HANN Á EFTIR AÐ VERÐA UNGLINGUR ÁÐUR EN VIÐ VITUM AF! EF ÉG MAN RÉTT EFTIR MÍNUM UNGLINGSÁRUM... ÞÁ EIGUM VIÐÖRUGGLEGA EFTIR AÐ VITA AF ÞVÍ! ÞAÐ LÍTUR EKKI ÚT FYRIR AÐ VIÐ GETUM FENGIÐ HANN TIL AÐ TALA Í ÞETTA SKIPTIÐ ÞAÐ ER STRAX KOMINN MORGUNN! ÞAÐ VAR EKKI SVO SLÆMT AÐ EYÐA HELGINNI MEÐ KALLA Í ÞESSU SAFNI KRAKKARNIR VORU ÞÆGIR, SÝNINGARNAR VORU ÁHUGAVERÐAR OG ÞAÐ SKEMMTU SÉR ALLIR ARGH! NEMABAKIÐ Á MÉR! DRÍFÐU ÞIG! ÞAÐ ER KOMINN MORGUNMATUR ÉG Á ERFITT MEÐ AÐ TRÚA ÞVÍ AÐ KVIKMYNDASTJARNA VILJI SKAÐA M.J. EN EF ÖFUNDSÝKI ER ÁSTÆÐAN... ÞÁ ER KOMINN TÍMI TIL AÐ KÓNGULÓAR- MAÐURINN LÁTI TIL SÍN TAKA dagbók|velvakandi Lífeyrissjóðir gegn öryrkjum Í MORGUNBLAÐINU 11. nóvem- ber birtist geðþekk auglýsing frá landssamtökum lífeyrissjóða. Texti auglýsingarinnar byrjar á fyrirsögn- inni „Gott að vita“. Þar er spurt spurninga eins og „Hvað felst í líf- eyrisréttindum“ og „Hvaða ávinn- ingur er fólginn í því að greiða í líf- eyrissjóði?“ Svör við þessu er að finna á vef lífeyrissjóðanna. Nú standa þúsundir öryrkja og lífeyris- þega uppi með þá köldu staðreynd, að frá og með næstu mánaðamótum hafa nokkrir lífeyrissjóðir ákveðið að stöðva greiðslur til þessa fólks. Sjóðirnir réttlæta þessar aðgerðir með að miða við tekjur áranna fyrir örorku og eru þær framreiknaðar til dagsins í dag. Spyrja má um réttlæti þessara aðgerða gagnvart fólki sem ekkert hefur sér til framfæris nema bætur Tryggingastofnunar, sem eins og allir vita duga engan veginn til framfærslu. Einnig hvort svona aðgerðir eru í samræmi við gilda mannréttindasamála. Öryrkjar og lífeyrisþegar á Íslandi er ekki hópur sem lætur mikið að sér kveða og heyrist sjaldan hávaði eða kröftug mótmæli frá þessum hópi. Má segja að lífeyrissjóðir ráðist á garðinn sem hann er lægstur. Öruggt má telja að aðrir hópar létu í sér heyra ef boð- aðar yrðu 30% tekjuskerðingar al- mennt út af tilvísun í tekjur mörg ár aftur í tímann. Forvitnilegt væri að heyra viðbrögð háttvirts félagsmála- ráðherra við þessu. Eða þykir það sjálfsagt mál að kúga þetta fólk sem varla á fyrir mat út mánuðinn, hvað þá að hægt sé að halda jól fyrir börn þessa fólks. Furðulítið hefur heyrst frá málsvara öryrkja sem er Ör- yrkjabandalag Íslands og vitaskuld ekkert frá ráðamönnum. Það má fastlega gera ráð fyrir að mikið verði að gera hjá öllum hjálparstofnunum fyrir jólin. Þangað leitar þetta fólk í neyð sinni meðan íslenskir millj- arðamæringar skemmta sér og sín- um. Þetta er íslenska velferðarríkið í dag. Haraldur Páll Sigurðsson, Karlagötu 6, Reykjavík. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÞESSAR ungu dömur hafa séð sér fært að fara út með regnhlífarnar sínar, en oftar en ekki vilja þær fettast og brettast í íslensku roki. En í leiðinni hafa þær lífgað upp á tilveruna í skammdeginu með líflegum litum. Morgunblaðið/G.Rúnar Upplífgandi regnhlíf í skammdeginu FRÉTTIR KPMG og Háskólinn í Reykjavík hafa gert með sér samstarfssamning um vöxt og viðgang kennslu og rann- sókna á sviði reikningshalds og end- urskoðunar við HR. Í fréttatilkynningu segir að mark- mið samningsins sé að efla reikn- ingshald og endurskoðun sem fag á Íslandi. Stofnuð verður KPMG kennslu- og rannsóknarstaða í reikningshaldi og endurskoðun við viðskiptadeild Háskólans í Reykja- vík. Í því felst að á hverjum tíma er fastráðinn kennari HR kenndur við KPMG stöðuna. Kappkostað verður að vekja áhuga ungs fólks á námi í þessum fræðum og þeim starfs- möguleikum sem þau kunna að bjóða. KPMG styrkir kennslu- og rannsóknarstöðuna í reikningshaldi og endurskoðun í viðskiptadeild. Þorlákur Karlsson, forseti við- skiptadeildar Háskólans í Reykjavík sagði við undirritun þessa samnings að hann fagnaði þessum áfanga, sem án vafa yrði til að efla og kennslu og rannsóknir í reikningshaldi og end- urskoðun á Íslandi til mikilla muna. Undirritun samnings KPMG og Háskólinn í Reykjavík hafa gert með sér samstarfssamning. Til vinstri er Þorlákur Karlsson, forseti viðskiptadeild- ar HR, og til hægri er Jón S. Helgason, stjórnarformaður KPMG. Styrkir stofnun kennslu- og rannsóknarstöðu við HR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.