Morgunblaðið - 14.11.2007, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.11.2007, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „MÉR bara datt þetta í hug. Ég kynntist þessu krossgátuformi erlendis og ákvað að prófa hvort það væri hægt að gera þetta á ís- lensku,“ segir Ásdís Bergþórsdóttir, höfundur sunnudagskrossgátu Morgunblaðsins. Hún fékk um síðustu helgi sérstök verðlaun fyrir ís- lenskunotkun í fjölmiðlum, ásamt Karli Th. Birgissyni, umsjónarmanni útvarpsþáttarins Orð skulu standa. Verðlaunin voru veitt á mál- þingi um íslenska málstefnu. Krossgátutegundin sem um ræðir er bresk og nefnist á ensku cryptic crossword. Það felur í sér að krossgátan er byggð á vísbendingum en gengur ekki út á að fólk finni samheiti, eins og algengt er í krossgátum. Ásdís segir að sunnudagskrossgátan hafi farið hægt af stað en smám saman hafi hún eignast dygga aðdáendur. „Það bætist alltaf eitthvað við af fólki og einhverjir detta út,“ segir hún. Hún segist þekkja suma sem leysa krossgát- una, en vinir og kunningjar eru í þeim hópi. „Svo er ég með vef sem heitir krossgatan.is. Þar hef ég verið í samskiptum við fólk,“ segir Ásdís. Að auki hefur hún staðið að krossgátukvöld- um sem eru eitt mánudagskvöld í mánuði og fara fram á Næsta bar. Þar keppa lið að því að ráða þrjár litlar krossgátur. „Það munar miklu að eiga einhver samskipti við þá sem leysa [gáturnar]. Þetta var mjög einmanalegt fyrstu árin. Ég vissi þá ekki hvort fólk gerði kross- gáturnar og það var fremur óþægileg tilfinn- ing,“ segir Ásdís. „Fólk vill sína krossgátu“ Ásdís segir að það geti verið ansi strembið að þurfa að skila af sér einni krossgátu á viku. Þótt mikið sé að gera verði hún að skila af sér, því „fólk vill sína krossgátu“. „En það hefur verið mjög lærdómsríkt að vinna undir svona álagi. Það má segja að ég hafi lært að afstressa mig með þessu,“ segir hún. Til þess að kross- gátugerðin gangi vel sé nauðsynlegt að vera afslöppuð og með opinn huga. „Þá gengur þetta best,“ segir Ásdís, sem segir mikla vinnu að baki hverri krossgátu. Um verðlaunin sem hún fékk fyrir íslensku- notkun síðasta laugardag, segir Ásdís það hafa verið nokkur húmor í því, ekki síst vegna þess að hún er með BA-próf í ensku. Ásdís er jafn- framt menntaður kerfisfræðingur og starfar sem forritari. Sunnudagskrossgátu Morg- unblaðsins býr hún til á kvöldin og í öðrum frí- stundum. „Ég er oft með gátuna í rassvas- anum,“ segir hún. Dyggir aðdáendur leysa krossgátuna  Höfundur sunnudagskrossgátu Morgunblaðsins fékk verðlaun fyrir íslenskunotkun  Hefur gert gátuna vikulega í níu ár  Fór hægt af stað en hefur eignast aðdáendur sem ekki mega missa af gátu Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Krossgátuhöfundur Ásdís hefur samið sunnudagskrossgátuna í níu ár. „MAÐUR bíður alla vikuna eftir gátunni,“ seg- ir Brynjar Örvarsson, starfsmaður Lyfjastofn- unar, en hjá stofnuninni á sunnudagskross- gátan sér hóp aðdáenda. Þess eru fleiri dæmi að stemning hafi myndast á vinnustöðum í kringum krossgáturnar. „Við erum um sex talsins,“ segir Brynjar um krossgátuáhugann á Lyfjastofnun. Auk þess að leysa gáturnar á sunnudögum hafa starfsmennirnir tekið þátt í krossgátukvöldunum á Næsta bar. Brynjar smitaðist af áhuganum eftir hann hóf störf á Lyfjastofnun, en hann hefur nú leyst gáturnar í rúm tvö ár. „Ég ligg yfirleitt yfir þessu á sunnudagskvöldinu,“ segir hann um krossgátuiðkunina. Starfmennirnir eru ánægðir með þetta sam- eiginlega áhugamál. „Fyrir jólaskemmtunina í fyrra tókum við alla starfsmennina og gerðum gátur úr nöfnunum þeirra og létum þá um að finna hver væri hvað,“ segir hann. Enn sé talað um þennan skemmtilega jólaleik. Gátugleði hjá Lyfjastofnun Eftir Andra Karl andri@mbl.is YFIR 150 mál hafa borist úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála það sem af er þessu ári, en aðeins einu sinni áður hefur fjöldi mála farið yfir hundrað. Af þessum sökum hef- ur afgreiðslu mála seinkað töluvert og hefur forstöðumaður nefndarinnar greint umhverf- isráðuneytinu frá fyrirliggjandi vandamáli. Í reglugerð um úrskurðarnefnd segir m.a. að hverjum þeim sem telur rétti sínum hallað með samþykkt byggingarnefndar og/eða sveitar- stjórnar sé heimilt að skjóta máli sínu til úr- skurðarnefndar með kæru. Nefndin skal kveða upp úrskurð svo fljótt sem kostur er og jafnan innan tveggja mánaða frá því að kæra berst henni í hendur. Sé mál hins vegar viðamikið og auðséð að afgreiðsla taki lengri tíma skal til- bundið. […] En af því að við erum með upp- safnaðan vanda þá er það ekki nóg,“ segir Hjalti. Erfitt er að segja til um meðalmáls- meðferðartíma þar sem málin eru svo misjöfn að umfangi. Nefndin fær á borð til sín töluvert umfangs- mikil mál og til dæmis fjallar hún einnig um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda sem falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum, samanber lagabreytingar árið 2005. „Fyrsta málið af því tagi var vegna Þórustaðarnámu í Ingólfsfjalli og núna erum við með Dettifoss- veginn, þ.e. nýja veginn niður að Dettifossi. Þar eru t.d. 300 blaðsíðna skýrslur.“ Hjalti segist nýverið hafa farið á fund hjá ráðuneytinu til að fara yfir stöðuna, en einnig til að búa ráðuneytið undir að nefndin þurfi á aðstoð að halda, eigi hún að geta sinnt málum sínum líkt og gert er ráð fyrir. kynna það hlutaðeigandi og tiltaka afgreiðslu- frest sem aldrei skal þó vera lengri en þrír mánuðir. Fjórir starfsmenn með umfangsmikil mál „Við vorum með svolítinn hala vegna þess að það varð aukning úr svona 60-70 málum og upp í hundrað mál fyrir tveimur árum. Núna er aft- ur þessi mikla aukning,“ segir Hjalti Stein- þórsson, forstöðumaður úrskurðarnefndarinn- ar, en árið 2005 bárust nefndinni yfir hundrað mál. Hjalti segir að umhverfisráðuneytið hafi stutt við bakið á nefndinni en vandinn hafi hugsanlega komið upp vegna þess að of seint var gripið í taumana, en hann var lengi vel eini fasti starfsmaður nefndarinnar. „Núna erum við með fjögur stöðugildi, en þar af er eitt tíma- Uppsafnaður vandi þar sem of seint var gripið í taumana  Yfir 150 mál hafa borist úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála  Einu sinni hafa fleiri en hundrað mál borist  Afgreiðslu hefur seinkað „ÞETTA er skemmtilegasta íslenska veiði- bókin og örugglega með flottustu mynd- irnar,“ sagði Einar Sigurðsson, forstjóri Ár- vakurs, í útgáfuteiti stangveiðibókarinnar Í fyrsta kasti eftir ljósmyndarana Einar Fal Ingólfsson og Kjartan Þorbjörnsson, eða Golla, í húsakynnum Árvakurs við Hádeg- ismóa í gær en Morgunblaðið gefur bókina út. Ljósmyndararnir unnu bókina í tengslum við skrif um veiði í Morgunblaðinu. Í henni eru hátt í 40 viðtöl og greinar, þar sem fylgst er með veiðimönnum á bökkum fjöl- breytilegra vatnasvæða frá því veiði- tímabilið hefst í apríl og þar til því lýkur í október síðustu þrjár veiðivertíðir. Einar Falur segir að þeir hafi reynt að endurspegla þetta sívaxandi áhugamál sem stangveiðin sé hjá tugþúsundum manna. Reynt hafi verið að spjalla við fólk sem þekki viðkomandi veiðisvæði og hafi frá ýmsu að segja. Golli bætir við að þeir hafi nýtt eigin veiðitíma vel og tekið viðtölin og myndirnar í leiðinni. Bókin er í stóru broti og hana prýða um 200 margbreytilegar ljósmyndir sem flestar hafa ekki birst áður. Í fyrsta kasti eftir Einar Fal Ingólfsson og Kjartan Þorbjörnsson komin út „Skemmtileg- asta íslenska veiðibókin“ Morgunblaðið/Frikki Kátir Kjartan Þorbjörnsson, Einar Falur Ingólfsson og Einar Sigurðsson í útgáfuteitinu. ÞAU LEIÐU mistök áttu sér stað í Morgun- blaðinu í gær að röng mynd birtist með and- látsfrétt um Sigurð Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Síldarverksmiðju ríkis- ins og Sjóvátrygginga- félags Íslands. Rétt mynd birtist hér til hliðar og eru fjöl- skyldur beggja beðnar innilega afsökunar. Sigurður Jónsson BORGARRÁÐ Reykjavíkur samþykkti á aukafundi í gær með atkvæðum meirihlutans tillögu borgarstjóra um að leggja niður stöðu borgarritara. Um leið var samþykkt nýtt skipurit fyrir borgina og Ráðhús Reykjavíkur. Þá var samþykkt að ráða Hrólf Jónsson, sviðs- stjóra framkvæmdasviðs, framkvæmdastjóra eignasjóðs Reykjavíkurborgar frá 1. janúar 2008. Einnig að Birgir Björn Sigurjónsson fái leyfi frá starfi mannauðsstjóra Reykjavíkur- borgar og verði ráðinn fjármálastjóri borgar- innar frá 1. nóvember 2007 til eins árs. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna um borgarrit- ara en lögðu fram bókun. Þar sagði að þeir væru andvígir því að leggja niður starfið „enda engin skynsamleg rök færð fyrir þeirri til- lögu“. Í bókuninni kom einnig fram að þeir sætu hjá vegna þess að afgreiðsla málsins tengdist tillögunni um ráðningu í starf fjár- málastjóra og framkvæmdastjóra eignasjóðs borgarinnar. Embættið var endurstofnað 19. júní Embætti borgarritara var stofnað að nýju 19. júní sl. í tíð fyrrverandi meirihluta. Það hafði verið lagt niður við skipulagsbreytingar hjá borginni á árunum 2004 til 2005. Borgarrit- ari skyldi vera staðgengill borgarstjóra og jafnframt yfirmaður allrar stjórnsýslu í Ráð- húsinu, að undanskildu embætti borgarlög- manns og skrifstofum borgarstjóra og borg- arstjórnar. Magnúsi Þór Gylfasyni, skrifstofustjóra borgarstjóra, var falið að gegna starfi borgarritara þar til ráðið yrði í stöðuna. Embættið var auglýst og rann umsóknar- frestur út 28. ágúst sl. Umsækjendurnir voru Birgir Björn Sigurjónsson, mannauðsstjóri Reykjavíkurborgar, Garðar Lárusson raf- magnstæknifræðingur, Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs Reykjavíkur- borgar, og Jakobína Ingunn Ólafsdóttir dokt- orsnemi. Embætti borgarritara lagt niður ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.