Morgunblaðið - 14.11.2007, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 14.11.2007, Qupperneq 23
|miðvikudagur|14. 11. 2007| mbl.is daglegtlíf Langvinn lungnateppa er lúmskur sjúkdómur og því hefur verið spáð að hún verði þriðja algengasta dánarorsök í heiminum árið 2020. »24 heilsa Lífefnafræðingurinn Eydís Einarsdóttir hefur lengi haft áhuga á lækningajurtum og hugði um tíma á nám í kínverskum lækningaaðferðum. »25 daglegt Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Næstu dagar voru skrítnirog fyrsti dagur eftir tíð-indin sá skrítnasti.Nokkru áður höfðum við ákveðið að kynna foreldra okkar hverja fyrir öðrum og of grunsamlegt að fresta því með svo stuttum fyr- irvara. Það hefði vakið spurningar, sem óþægilegt hefði verið að svara ósatt þó svo að það teljist víst full- komlega eðlilegt að leyna ýmsu við svona aðstæður. Fyrstu þrjá mán- uðina. Ég dreif mig því út í Bónus og Sandholt bakarí á laugardagsmorgni og keypti kaffi og með því. Morg- unverðarboðið gekk vel. Ég held að enginn hafi tekið eftir augngotum okkar Ingibjargar og stöku brosi yfir endilanga stofuna. Boðið rúllaði áfram eftir bókinni og við stóðum ringluð í henni miðri með kringlur í framreiddum höndum. Bjuggum yfir eldheitu leynd- armáli, sem við höfðum pakkað vel inn í girnilegan morgunmatinn svo engan grunaði neitt. Við þurftum, held ég, bæði að passa að missa ekki tíðindin óvart út úr okkur – bjóða kaffi með þungun eða rúnnstykki með óléttu. Allt gekk þetta þó vel og allir kynntust.“ Tilfinningar verðandi föður Þetta er meðal þess sem má lesa í nýútkominni bók, sem ber yfirskrift- ina Maður gengur með og er eftir Darra Johansen. Í bókinni veltir Darri fyrir sér verðandi föðurhlut- verki og tekst á við nýjar tilfinningar og hugleiðingar. Um tilurð bók- arinnar segir Darri: „Þegar kær- astan mín, Ingibjörg Dögg Kjart- ansdóttir, varð ólétt settist ég niður og byrjaði að skrifa dagbók. Veit eig- inlega ekki af hverju eða hvað mér gekk til. Ég byrjaði um leið og ólétt- an varð til enda finnst mér ósköp gaman að skrifa, svona fyrir sjálfan mig. Í byrjun voru engin fyrirfram ákveðin markmið um útgáfu. Þetta er dagbók, sem snýst um hugarheim verðandi föður. Kannski er bókin stundum fyndin, stundum alvarleg, svolítið eins og lífið sjálft. Þetta er alls engin kennslubók, bara mín saga, mín níu mánaða meðganga.“ Skynsemi og eðlisávísun Darri, sem er viðskiptafræðingur að mennt, starfar nú sem við- skiptastjóri hjá auglýsingastofunni TBWA/Reykjavík og býr litla fjöl- skyldan í Vesturbænum. Litli son- urinn, Lúkas Emil Johansen, kom í heiminn í marsmánuði árið 2005 og er því óðum að nálgast þriðja aldursárið. „Konan mín er blaðamaður og rit- stjórnarfulltrúi á Ísafold. Lúkas, sem dvelur á leikskólanum Sælukoti í Skerjafirði á daginn, er orðinn algjör gaur og kátur strákur, sem reynir að stjórna því sem hann getur. Maður er bara að reyna að ala soninn vel upp en veit náttúrlega ekkert hvort mað- ur er að gera rétt frekar en þegar við skötuhjúin gengum með. Það er bara verið að reyna að beita almennri skynsemi og eðlisávísun á krílið,“ segir Darri í samtali við Daglegt líf. Darri viðurkennir að mikil breyt- ing hafi átt sér stað í sálartetri hans sem karlmanns þegar von var á barni. „Ég reyndi að taka þátt í meðgöng- unni eins og ég gat, en stundum upp- lifði maður sig óneitanlega svolítið á hliðarlínunni. Ég fór að velta fyrir mér ótrúlegustu hlutum, m.a. mat- aræði Ingibjargar og svo þræddi ég bílasölurnar á fyrstu vikum með- göngunnar þar sem við áttum bara tveggja dyra druslu með ryðguðu skotti. Ætli það hafi ekki bara hellst yfir mann angi af ábyrgðartilfinn- ingu. Ég held það bara. Auðvitað var Ingibjörg stundum pirruð út í mig og við pirruð hvort við annað, en þess á milli alveg svakalega glöð. Allt tilfinn- ingalitrófið þandist svolítið út á þessu tímabili. En föðurhlutverkið er auð- vitað mjög skemmtilegt þó að lífið breytist fullkomlega við fæðingu lítils barns. Ég er bara að reyna að læra á hverjum degi og þroskast með barninu mínu.“ Afskaplega gaman að skrifa En skyldi rithöfundurinn blunda í Darra? „Þetta er nú svo stórt orð að ég þori varla að taka mér það í munn. Mér finnst hinsvegar gaman að skrifa og byrjaði fyrst að skrifa saklausar dagbókarfærslur á meðan ég bjó í sambýli með tveimur vinum mínum og tveimur vinkonum í stóru húsi við Laugaveg. Auk þess á ég nokkrar smásögur niðri í skúffu sem ég hef verið að dunda mér við.“ Morgunblaðið/Golli Litla fjölskyldan Lúkas Emil Johansen í faðmi foreldra sinna, Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur og Darra Johansen. Má bjóða þér rúnn- stykki með óléttu? Morgunblaðið/Kristinn Ó́létta Ólafur Darri reyndi að taka þátt í meðgöngunni, en segir að hann hafi þó engu að síður stundum upplifað sig svolítið á hliðarlínunni. Bókaútgáfan Salka gefur út bók- ina sem er í 229 blaðsíðna kilju- broti. ÞEIM fjölgar stöðugt vísbending- unum sem að benda til þess að borði fólk mikið af grænmeti og feitum fiski þá dragi það úr líkum á vit- glöpum síðar á lífsleiðinni, að því er sagði á fréttavef BBC í gær. Rannsóknir á hinu sk. Miðjarðar- hafsmataræði, sem og á mataræði auðugu af beta-karotín fæðubótar- efnum, sem birtar hafa verið í bandarískum fræðitímaritum benda báðar til að þessar fæðuteg- undir, sem eru ríkar af andoxunar- efnum, veiti vörn gegn sjúkdómum. Fyrri rannsóknin sem birt var í ritinu Neurology rannsakaði mat- aræði rúmlega 8.000 einstaklinga sem voru komnir yfir 65 ára aldur. Þar sýndi það sig að þeir sem neyttu reglulega matar sem hafði að geyma omega-3 fitusýrur, sem finna má í vissum gerðum af mat- arolíu og ákveðnum tegundum af fiski, voru mun ólíklegri til að þróa með sér vitglöp á því fjögurra ára tímabili sem rannsóknin náði yfir. Þeir sem neyttu fisks a.m.k. einu sinni í viku voru 40% ólíklegri til að greinast með vitglöp og hjá þeim sem neyttu ávaxta og grænmetis einu sinni á dag dró úr hættunni um 35%. Vissar gerðir af matarolíu sem innihalda omega-6 fitusýrur í stað omega-3 tvöfölduðu hins vegar áhættuna. Þessar niðurstöður geta haft um- talsverð áhrif á lýðheilsu, hefur BBC eftir dr. Pascale Barberger- Gateau, við frönsku heilbrigðis- stofnunina í Bordeaux. Mælanlegur munur á andlegu atgervi Síðari rannsóknin kannaði síðan áhrif beta-karótíns fæðubótarefna á fólk yfir 18 ára tímabil. Beta-karótín er efnið sem gul- rætur fá lit sinn frá og er það talið ríkt af andoxunarefnum. Um 4.000 sjálfboðaliðar tóku þátt í rannsókn- inni og tóku þeir annan hvern dag ýmist inn beta-karótín töflu eða staðleysulyf. Þeir sem tóku inn beta-karótín töfluna stóðu sig mun betur á prófum sem gerð voru á andlegu atgervi þeirra, sérstaklega er kom að talminni. Talið er að standi einstaklingur sig illa á prófum á borð við þessi geti það verið vísbending um að sá hinn sami sé í auknum áhættuhópi um að greinast með vitglöp síðar á lífsleiðinni. Ástæða þess að beta-karótín eða omega-3 fitusýrur kunna að veita vörn gegn vitglöpum eru hins veg- ar óljósar. Margir sérfræðingar telja þó að andoxunarefni hægi á hrörnun frumna líkamans, m.a. hrörnun heilafrumnanna. Feitur fiskur og grænmeti vörn gegn vitglöpum? Morgunblaðið/ÞÖK Hollusta Það er hollt að borða fisk a.m.k. einu sinni í viku. Rúnar Kristjánsson kom í sumarvið í Hjarðarholti í Dölum. Eins og jafnan þegar Rúnar bregður sér af bæ er skáldagyðjan með í för: Sinnið grípur hugsun há, henni fylgir sálarró. Yrkja skal um Ólaf pá, öðlinginn sem hérna bjó. Djúp var hyggjan dáðahrein, drenglund átti hann holla. Sá hann í því aukin mein ef menn dræpu Bolla. Þó hann felldi föðurtár full við dauða Kjartans. Hindra vildi hann frænda fár fús af köllun hjartans. En Þorgerður af þrútnum móð þuldi hefndarljóðið. Æstist þar við innri glóð Egils vígablóðið. Ólík þau að eðli gjörð áttu strengi næma. Faðir mildur, móðir hörð, mun ég hvorugt dæma. Erlendur Hansen á Sauðárkróki orti um Guðna Ágústsson: Enni brattur eygður vel eðal prýðimenni. Framsóknar ég fremstan tel ef frá er talinn Denni. Pétur Stefánsson orti til Guðna þegar sýnt var frá umræðum á Alþingi í Sjónvarpinu: Drottinn minn sem ætíð ert okkar fyrirmyndin: „Hvernig fórstu að geta gert Guðna svona fyndinn?“ Bjarni frá Gröf orti margar vísur um Framsókn, þar á meðal: Framsókn er eins og fínleg mey, feimin og siðuð mönnum hjá. Þegar hún segir nei, nei, nei, hún náttúrlega meinar já. VÍSNAHORNIÐ Af Hjarðarholti og Guðna pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.