Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 9
ávallt að vera í lagi,“ bendir hann á. Þetta á við um allar nútíma farþegavélar, kerfin í þeim eru höfð tvö- og þreföld til að auka öryggi. „Okkar starfsaðferðir og heim- ildir til viðhaldsrekstrar og fleira lúta alþjóðlegum reglum og einn- ig erum við með vottað innra gæðaeftirlit.“ Allt hljómar þetta vel, en hvað hefur átt sér stað þegar olíu- pakkning bilar eða hreyfill dettur af flugvél í miðju flugi? „Þegar bilanir verða hefur hver sínar skyldur, flugrekandinn þarf að rannsaka hjá sér hvað gæti hafa valdið atvikinu og upplýsa málið. Framleiðandi hefur einnig sínar skyldur og loks flugmála- yfirvöld sem leggja mat á mál með því að vara aðra við eða gefa fyrirmæli um breytingar og svo framvegis. Á flugrekendum er mjög rík kvöð um að upplýsa yf- irvöld og framleiðendur um allt sem gæti hafa farið úrskeiðis. Al- mennt talað gæti framleiðslugalla verið um að kenna sem kallar á að gefnar séu út leiðbeinandi fyr- irmæli til flugrekenda eða inn- grip yfirvalda. Það getur líka komið í ljós að mannleg mistök hafi átt sér stað í viðhaldi flug- vélanna. Það er ein skylda við- haldsdeildar að kanna slík mál og það er ein lykilreglan í okkar rekstri að einstaklingi sem verða á mistök er aldrei refsað. Ef hann reynir að leyna einhverju er málið að sjálfsögðu alvarlegra. En á meðan menn eru sam- vinnufúsir og greina frá öllu sem getur orðið til að fyrirbyggja mistök hjá þeim sjálfum eða öðr- um, þá telst það hluti af eðlilegri starfsemi.“ Ekki mun þó hafa komið upp mál hér á landi þar sem einhver reynir að leyna mis- tökum og það er einnig sárasjald- gæft í hinu alþjóðlega umhverfi, að sögn Jens. Morgunblaðið/Ómar Aðalrými Hátt til lofts og vítt til veggja. 70 skoðunarmenn fá þotur Icelandair í reglubundnar skoðanir og vara- hlutirnir eru ekki á útsöluverði. Bremsuklossi í þotu kostar álíka og lúxusjeppi svo dæmi sé tekið. Stjórar Hafliði Sigurðsson á viðhalds- og áætlanadeild, Sigurður Óli Gests- son á innkaupadeild og Jens Bjarnason framkvæmdastjóri. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 9 ÁKVÖRÐUN Landsvirkjunar um að selja ekki orku á næstunni til ál- vera sunnan- og vestanlands breytir stöðunni um virkjunaráform í Neðri- Þjórsá. Þetta segir Björgvin G. Sig- urðsson viðskiptaráðherra í samtali við vef Samfylkingarinnar, samfylk- ing.is. Hann telur að Landsvirkjun eigi að endurskoða virkjunaráform og leggja fram nýjar tillögur. Fram kemur í máli viðskiptaráðherra að netþjónabú og kísilvinnslustöðvar þurfi minni orku en álver. Því sé lag fyrir Landsvirkjun að ná sáttum við íbúa á Þjórsárbökkum og náttúru- verndarfólk með því að koma fram með nýjar tillögur um orkuöflun í neðri hluta Þjórsár. Björgvin minnir á umræður um umfangsminni rennslisvirkjanir á þessum slóðum fyrir nokkrum árum og segir ekkert lögmál að um sé að ræða þrjár virkj- anir eins og nú er lagt upp með. Segir stöðuna í virkjunar- málum breytta Jólamyndatökur Pantið tímanlega MYND Bæjarhraun 26, Hafnarfirði, s. 565 4207 www.ljosmynd.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Nýjar svartar sparibuxur HVERFISGÖTU 6, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 562 2862 Villeroy & Boch / kringlunni / 533 1919 sa la t á h ö ld p iz z a sk e r i kökuspaði STÍLHREIN ÁHÖLD FRÁ WMF gæði og glæsileiki Nýbýlavegi 12 • Sími 554 3533 Opið virka daga 10-18 • laugard. 11-16 Kjólar í úrvali Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.